Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 15
V1 S I R . Miðvikudagur 9. febrúar 1966. 15 Dave Bryant áttaði sig allt 1 einu á því, að hann hafði staðið þarna í gamla herberginu langa stund og litið í kringum sig, undr- andi yfir hve það var lítið — miklu minna en hann hafði minnt að það væri. Einhver elzta minn- ing hans úr þessu herbergi, sem þeir höfðu sofið í, hann og bræður hans, var um eldri bróður hans,. þegar hann var kominn upp f og blés á kertislogann til að slökkva hann. Hann mundi enn hve hon- um hafði fundizt skrítið að sjá skugga bróður síns á veggnum, áður en hann slökkti. Og hann minntist þess hversu ávallt, frá fyrstu tíð, hafði verið gott að koma inn í þetta litla her- bergi ,það hefði verið eins og að hlaupa í opinn hlýjan faðm, oft þreyttur eða leiður, en í örmum svefnsins þar hafi allt slíkt glevmzt og hann hafði vaknað glað ur og útsofinn. Og jafnan, er hann kom heim f leyfi, hafði hann sof- ið þama, en nú færu heimferðimar að strjálast, því að námsferlinum var lokið og það var ekki að vita hvort tækifærin vrðu mörg til þess að skreppa heim. Þama voru tvö rúm, náttborð úr mahogny og fata skápur og ekki rúm fyrir neitt annað, að heitið gæti. Dave opnaði litla gluggann. Hann var auðvitað alltof lítill en þegar þessi litlu einbýlishús voru byggð, var litið á það sem hið mesta óhóf að hafa stóra glugga á húsunum. En úr þessum glugga gat hann séð eftir garðinum endi- löngum og allt til akranna þar fyr- ir handan. í garðinum var ræktað eins og áður kál og kartöflur, gul- rætur og ertur og slíkt. Svona hafði það verið svo langt sem hann mundi. Og úr litla gluggan- um gat hann séð stóra húsið á hæðinni, ættarsetur gósseigand- ans, veginn sem lá upp að húsinu f boga með trjám beggja vegna alla leiðina frá þjóðveginum. Þarna var sami virðuleikablærinn á öllu. Dave horfði fast og lengi í átt- ina til hússins, en hann gat ekki séð þar hrevfingu á neinu. Hann andvarpaði tók upp veskið sitt, hikaði, en opnaði það svo og tók úr því mynd af Kathy, þeirri einu, sem hann átti af henni. Þetta var smámynd tekin fyrir utan Tower f Lundúnum. Hún var hlæjandi á myndinni og fyrir aftan hana sást hópur ferðamanna, sem leiðsögu maður var að fræða um eitt eða annað. Þetta hafði verið ljómandi skemmtilegur dagur frá þeim tíma er þau voru svo ung og glöð, að þau höfðu ekki áhyggjur af neinu þá skyggði ekkert á. En nú, er að því var komið að hann færi til starfa í öðrum landshluta, var sem eitthvað kreppti að hjarta hans. Hann gekk niður stigann, sem var svo mjór, að ekki gátu tveir mætzt í honum. Móðir hans horfði á hann, er hann var kominn niður, eins og henni mislíkaði. — Eru þetta beztu fötin þín? Hann fór eins og hjá sér, því að hann gerði sér grein fyrir, að það mundi ekki vera sjón að sjá hann miðað við sýnismvndina, sem klæðskerinn hafði sýnt honum. Og um leið hafði klæðskerinn sagt: Föt, sem henta vel að vera f á mikil vægum fundum — ég mæli með gráum Iit, og að fötin verði ein- hneppt. Þeir létu hann máta aftur og aft ur og voru alltaf að breyta, en ár angurinn varð ekki betri en það fannst honum, að hann hefði eins vel getað keypt sér tilbúin föt. Hann horfði dálítið vandræðaleg ur á ermarnar og sagði: — Ég held að þeir hefðu átt að hafa þær dálftið lengri. Hvað finnst þér? Hún strauk jakkakragann, hlý- leg á svip. — Þú ert eins og hann pabbi þinn var — hanh fékk aldrei föt sem fóru honum reglulega vel. Hann var svoleiðis í laginu. Móðir hans kýmdi, en Dave leit á klukkuna og sagði: — Ég held ég fái mér gongu nið ur á markað. — Hann er ekki byrjaður enn. Móðir hans rak upp stór augu og var sem hún vildi spyrja ein- | hvers. Hann ætlaði ekki að fara að út- | skýra neitt. Hún mundi draga úr j honum, segja að hann ætti að líta i annað, og kannski hefði hún rétt ■ fyrir sér. — Kemur þú seinna? spurði hann — Ef til vill — ég er samt ekki viss. Hún tók upp tvö bróderuð háls- bindi. — Afhentu frú Iles þetta, — þú hittir hana við afgreiðsluborðin. Hann lyfti klinkunni á útidyra- hurðinni, opnaði hana til hálfs, sneri sér við og sagði: — Ég kann ekki við að fara frá þér... — Eitt síðdegi — skyldi mér vera óhætt, sagðíliún glettnislega. — Þú veizt vel við hvað ég á. Þegar ég fer á ég kost á heilu húsi vegna starfsins. Þeir sögðu það. Þú ættir að koma líka ég hef eng an til að búa til mat — hver 'ætti að gera það? Hann reyndi að tala í léttum tón. — Tími til kominn, að þú sjáir um það sjálfur, að það verði eldað ofan í þig. — Heyrðu nú, mamma ... — Heyr þú mig sonur minn, hvort sem þú trúir því eða ekki vil ég hvergi fara. 1 þessum kofa voruð þið fæddir, synir mínir og hér ólst þú upp. Ringað fór Will með mig daginn sem við vorum gefin saman. Og hér kvaddi ég hann hinztu kveðju. Og hættu nú að lesa yfir mér og segja mér hvað ég eigi að gera. Ég veit hvað ég vil. Hann lokaði dyrunum á eftir sér, gekk hægt eftir veginum, snart annað veifið steinvegginn meðfram honum. Hinum megin við múrinn höfðu alltaf verið hænsni á vappi og oft hafði hann farið þangað að gefa þeim — hent mat arleifum yfir múrinn til þeirra og hlegið að þeim, er þau komu hlaup andi og gaggandi. Nú var verið að grafa þama fyrir fvemhúsum. Alls staðar var allt að breytast, Iíka í þorpi eins og Purbridge. Hann hugleiddi hvaða breyting- ar væru komnar þarná til sögunn ar. Þegar hann var í Lundúnum við námið hafði hann títt hugsað sem svo, að heima í Purbridge myndi allt bfevtast eins og annars staðar — en þegar hann nú var kominn heim fann hann, að and- rúmsloftið var hið sama og í bemsku hans og uppvexti, fornar venjur og dyggðir í heiðn hafðar — og hann ályktaði, að þótt hann væri í rauninni frjáls, væri hann vanans og hefðanna böndum bund inn heima í Purbridge <— hann sem aðrir. Hann gekk fram hjá sjúkra- húsinu, skálabyggingu, gegnum bogahliðið og út á götuna. Þarna var vefnaðarvöru- og leikfanga- búðin — hin síðarnefnda var í öðrum endanum. Þessi búð hafði verið sem ævintýraheimur í aug um hans þar til hann var 12 ára. Ofar í götunni var grænmál- aður stólpi, sem á var skilti, og á það var letrað: Strætis- vagna-biðstöð. Eftir að hann hafði fengið námsverðlaun í gagnfræðaskólanum og byrjað nám í Cirenchester í 30 km. fjarlægð hafði hann tekið sér far í strætisvagninum þarna á hverjum morgni. — Þrír á menntavegi í fjöl- skyldunni, hafði faðir hans sagt, ekki sem verst, þar sem pabbinn var ómenntaður sveita- piltur og mamman fiðrildi. Og Will leit glettnisaugum til konu sinnar, sem hann alla tíð hafði unnað hugástum - og hún honum. — Þú masar sem þér býr í brjósti, hafði móðir hans sagt, en pabbi hans hló við og fór aftur að lesa í einni bókinni úr ritsafuinu, sém enn var til í setustofunni litlu, og alltaf hafði verið annazt um sem hvert bindi um sig væri dýrgripur. Löngu, löngu seinna hafði mamma hans sagt honum söguna um þessar bækur, hvernig það bar til, að þau eignuðust þetta litla heimil- isbókasafn. - Við vorum bæði ung þá, sagði hún og fátæk, og ekki nema eitt barn komið, og það var Pétur bróðir þinn, auðvitað. Will þurfti að ganga 5 kílómetra leið til vinnu dag hvern og í hver vikulok fékk hann mér kaupið sitt, og eins og þú skilur DREGIÐ 11. SEBRÚAR ,1966 VERÐMÆTI VINNINGA KR.315.000.00 Varðarfélagar Munið afmælishappdrættið. Skrifstofan er ) Sjálfstæðishúsinu vtð Austurvöll. Við skulum fara héðan út fljótt. Hlustið þið. Raddir, það er of seint fyrir okkur að fara út. Við verðum að fela okkur. Jæja hérna erum við aftur, til að bæta við fjársjóðinn. CAVE WITH A CACnc OF CONTKAÍAN? HI7ES AK7 TUS<S STAZTLES ITO voru það eklci nema nokkrir shillingar í þá daga. Honum þótti gott að reykja og á hverri viku keypti ég tóbak og vafði sjálf vindlinga handa honum, tóbakið úr bréfinu nægði í 18, og hann reykti þrjár daglega virka daga, og engar á sunnu- dögum. Og nú þegar ég lít um öxl finnst mér, að það hafi alltaf verið sólskin, en það hefur sjálf- sagt rignt líka eins og það gerir enn í dag, þótt ég hafi gleymt úr- komudögunum á þessum löngu liðna tfma. Og svo kom hann heim einn góðan veðurdag og hann var gerbreyttur. Það var eins og hann hefði séð eitthvað dásam- legt, eitthvað, sem hafði heillað hann gersamlega. Og hann sagði mér frá bókunum, — þær voru til sölu prentaðar í Oxford, - og hann lýsti þeim, leðurband- inu, mjúku og áferðarfallegu, pappírnum, silkimjúkum, og stafagerðinni, sem hann kvað sér lega fagra. Ég held, að þetta hafi verið í eina skiptið í hjúskapar- lífi okkar, sem hann óskaði ein- hvers, dreymdi um eitthvað, sem við gátum ekki veitt okkur. Og hann sagði, að „maðurinn hefði sagt, að þær væru ódýrar, og ég trúi að þær hafi verið það, en verðið var samt talið í pund- um, en við töldum hvert penný, er við keyptum eitthvað. Bækurnar höfðu alltaf verið þarna, frá því hann mundi eftir sér - þær höfðu tilheyrt heim- ilinu, pabba og mömmu, voru partur af öllu. Þar voru bækur eftir Dickens, Thavkary og Trollope, Smollett, Sterne og IRichardson, Wordsworth, Shell- i ey og Keats. Og alveg sér voru fjögur bindi — rit Shakespe- are’s. — Hvernig gat hann eignazt þau? hafði Dave spurt. ! V f SIR er eino síðdegisblaðið kemur út alla virka daga allart ársms hring Áskriftnrsími I-16-6I i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.