Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Miðvikudagur 9. febrúar 1966. Skipulagið — Framh. af bls. 8 , ætlunin að þeir geti vegna bratt ans horfið inn í hlíðina og tyrft yfir þakið. tengibraut eða 2. flokks götu og gerir þetta það að verkum, að götur úr Fossvogshverfinu fá aðeins að tengjast Bústaðavegi é fjórum stöðum. það er þýðingarmikið við skipulag Fossvogshverfisins, segja arkitektamir, að við erum þar ef svo má segja „að enda byggð Seltjamamessins. Þessi byggð verður aðskilin frá byggð inni sunnan við (Kópavoginum) og austan við (Breiðholtssvæð- inu) með grænum beltum eins og fyrr segir. Það er mjög mik- ilvægt, að byggðin sem við blas ir þegar ekið er inn til Reykja- víkur sé fögur, stílhrein og smekkleg að yfirbragði. Þetta verður einskonar forhlið Reykja víkur, þannig munu ferðamenn sunnan af Reykjanesi eða aust an úr sveitum lfta á það. Við reynum að ná þessu marki með því að notfæra okkur legu landsins, brekkuna sem þama er. Við látum lægstu húsin standa lægst í dalnum, en hæstu húsin efst í hlíðinni, þannig und irstrikum við eða aukum áhrif brekkunnar. Húsin eiga að standa f skipulögðum röðum vestur eftir allri hlíð dalsins og fylgja hæðarlfnunum. Þetta er heppilegt að ýmsu öðru leyti, að láta byggðina lækka þannig niður á bóginn, bæði upp á útsýni og sólarbirtu. Þá hefur þótt rétt að láta göt umar og grænu geirana upp og niður hlíðina ekki vera beint á brattann, heldur sveigjast til suðvesturs, það stuðlar bæði að betra útsýni auk þess sem það kemur þá þvert á helztu vind áttina, landsynninginn og skap ar skjól gegn honum. Einnig dregur það nokkuð úr brattan um á akbrautum sem liggja upp og niður brekkuna. |7fst við Bústaðaveginn verður röð lágra fjölbýlishúsa sem verða 2 hæðir á kjallara ofan megin en að norðanverðu verða þau vegna hallans fullar þrjár hæðir. Röð þessara fjölbýlis- húsa verður einnig niður hlfð- ina meðfram lóð borgarsjúkra- hússins, þannig verður byggðin þéttust efst í hlíðinni, enda verða verzlanimar og yfirleitt mest mannaferð þar, en hverfið verður kyrrlátara og fámennara eftir því sem neðar dregur. Þar fyrir neðan koma raðhús og standa þau eins og ber á klasa í samb. við húsagötumar sem eru lokaðar f endann. Neðst koma svo einbýlishús. Þeim fylg ir rúmgóð lóð. Þeim verður hag að svo að fjögur einbýlishús verða á lóð og lóðarsvæðinu á að skipta á milli þeirra með lim girðingu. Einnig er það nýjung í sambandi við þetta hverfi að fleiri bílastæði verða á íbúð en áður hefur tíðkazt ll/2 bíla- stæði á hverja íbúð í fjölbýlis- húsum og 2—3 bflastæði á hverja fbúð í raðhúsunum og á einbýlishúsin. Þama er ætlazt til að bílskúrar verði gerðir, en f öllu þessu hverfi, Fossvogs- hverfinu er gert ráð fyrir '' að búi þegar það er full- byggt um og yfir 5 þúsund manns, en það er venjulegt að áætla þá tölu fbúa í hverri hverf iseiningu sem nú er skipulögð. Þremenningamir sem hafa unnið að þessari skipulagningu gera sér góðar vonir um, að þeim hafi tekizt að skapa Reykjavík þama verðuga for- hlið, en þeir segja þó. — Það er hægt að eyðileggja hana með ósamræmi og óvandvirkni í lín um einstakra húsa. Við fáum aðeins að ráða lagi húsanna f aðaldráttum, og við getum einn ig ráðið nokkru um litaval, að ekki komi þar fram sláandi ó- samræmi. En þrátt fyrir það gæti einn gikkur f veiðistöð sem gefur sig út fyrir að vera húsa meistari og teiknar hús þama og vandar lítt sitt verk valdið miklum spjöllum á heildarsvip hverfisins. Við getum aðeins vonað að menn forðist það, að væntanlegir fbúar Fossvogs- hverfis verði samtaka um það að vanda útlit húsa sinna eins og verðugt er fvrir þennan stað, Sjónvurp — Framh. at jio 16. þetta, og var þá ákveðið að hefja meðal háskólastúdenta söfnun und irskrifta undir fyrrgreinda áskorun. Undirskriftir miðast við þá stúd- enda, sem töldust innritaðir f byrj- un desember. Söfnun var hætt, þegar komnar voru sex hundruð fullgildar undir- skriftir, en 1116 stúdentar alls voru innritaðir í Háskólann. Rétt er að vekja athygli á, að undirskriftirnar gefa ekkert ákveð-' ið til kynna um afstöðu þeirra, sem þar eru ekki með. Hér er um að ræða opinbera áskorun sex hundr-! uð háskólastúdenta, en ekki neina : allsherjarskoðanakönnun meðal þeirra Framkvæmdanefnd undirskrifta- söfnunarinnar segir, að sjónvarps- málið hafi frá upphafi verið hafið yfir alla flokkadrætti meðal há- skólastúdenta. Meðal þeirra, sem áttu þátt í að hrinda þessari undir- skriftasöfnun af stað, eru menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Undir áskorunina hafa m. a. ritað allir núverandi stúdentaráðsmenn, þeir þrír fyrrverantji formenn stúdenta- ráðs, sem enn eru við' nám 1 há- skólanum, og auk þeirra nær allir aðrir forystumenn í félagslífi stúd- enta. Lofftur — Framh. af bls. 16. smálestir, með allri tækni um borð til heilfrystingar á fiski og sækja á f jarlægustu mið. Endur- nýjun togaraflotans verður því að haga samkvæmt því hvort verður. Mundi slík rýmkun, sem þú ræddir um, ekki verða til þess að aðrar þjóðir, t. d. Bretar, krefðust sömu ívilnunar? — Það held ég ekki. Bretar geta að minnsta kosti ekki far- ið fram á það með neinni sann- girni, því að þeir ætla sjálfir að hafa þann háttinn á — leyfa eingöngu sínum togurum að veiða innan takmarkanna að þriggja mílna línunni. Auk þess vrði, eins og ég sagði, álit inn- lendra fiskifræðinga að koma til. En flotvarpan þýzka, sem nú er verið að reyna hér — opnar hún nokkrar nýjar leiðir, ef vel tekst? — Þessi flotvörpugerð hefur reynzt Þjóðverjum gott veiði- tæki og því engin ástæða til að ætla að raunin verði önnur hér. Jú, þegar hún kæmi í notkun, gætu togaramir veitt síld, bæði til frystingar, söltunar og ann- arrar vinnslu í landi, og það hefði að sjálfsögðu einhverja breytingu í för með sér. En að- alvandinn yrði samt ekki leyst- ur, þá yrði að fara saman veiði á síld og bolfiski, og fullkomin nýting aflans. Skuttur — Framh. af bls. 1 til þess að tryggja útflutnings- framleiðslunni viðunanleg við- skiptakjör í framtíðinni. Vera má að niðurstaðan verði sú, að við neyðumst til þess að ganga í EFTA, Fríverzlunar- bandalag Evrópu. Ef af því verð ur þarf að gera víðtækar breyt ingar á tollakerfi okkar. En þótt svo verði ekki, að ekki komi til aðildar okkar, verður engu að sfður að stefna áfram að frjálslegri viðskiptakjörum og lægri tollum. Hagsmunir íslenzks iðnaðar. I þeim efnum öllum þarf vit- anlega áð taka fullt tillit til íslenzks iðnaðar og þjóðhags- legs gildis hans. En við verðum að hafa í huga, að iðnaðurinn íslenzki hefur lengi búið við vernd og jafnvel einokun á sum um sviðum. Ef það sýnir sig, að einstakar iðngreinar hafi ekki þjóðhagslegt gildi, þýðir ekki að einblína á það, að hann veiti svo og svo mörgu fólki at- vinnu. Hér er það meginatriðið að iðnaðurinn skili sem mestu verðmæti á mann, því aðeins með þá forsendu í huga verður unnt að auka að staðaldri og bæta efnahagsafkomu almenn- ings. í framkvæmd tollalækkana verður að taka fullt tillit til að- stððu iðnaðarins og lækka einn ig tolla á hráefni og vélum. Einna mikilsverðast er þó að skapa fastmótaða stefnu hvað snertir tollamál og viðskipta- frelsið. Menn verða að geta gert sér grein fyrir hvert er stefnt, hvaða vemd þarf að veita og hvaða tolla á að lækka alllangt fram í tímann. Síðan þarf að koma til móts við þær iðngreinar, sem verst eru str ar með hagræðingaraðstoð og fleiri ráðstöfunum. Lægri og bærilegri skattar. Þá vék Magnús Jónsson að þeim miklu og hagkvæmu breyt- ingum sem gerðar hafa verið á síðustu árum á skattakerfinu fyrir allan almenning í landinu. Hann minnti fyrst á frum- kvæði Sjálfstæðisflokksins í því efni, er vinna manna við eigið húsnæði var gerð skatt- frjáls og helmingur atvinnu- tekna konu. Þá drap hann á þá mikils- verðu breytingu er tekjuskattur var afnuminn af almennum launatekjum. Er nú tekjuskattur aðeins frá 9-27%, samkvæmt nú verandi lögum. Þá minnti hann á, að hvað félög snertir er að- stöðugjald nú frádráttarbært en það var fyrirrennari þess, veltuútsvarið ekki .Er því hag- ur félaga eftir skattbreyting- una miklu betri en áður. Nú hafa einnig verið lögfest vara- sjóðshlunnindi að upphæð 20% af hreinum tekjum og heimilt er að draga 10% arð af hlutafé frá áður en skattar eru lagðir á. Eru þessar reglur hagstæðari en tfðkast víða í nágrannalönd- unum. Benti ráðherrann á, að þessar reglur eru félögum því meir til hagsbóta sem hlutafé þeirra er meira og er það vegna þess sem m.a. hin nýja alumin- iumverksmiðja mun greiða til- tölulega lága skatta, þar sem hlutafé hennar er svo hátt. Beinir skattar lágir hérlendis. Þá benti ráðherrann á, að nú hefði það verið lögtekið við skattalagabreytinguna f fyrra að skattálagningin miðaðist við sér staka skattvísitölu sem fjármála ráðherra ákvæði. Væri hugsun- in sú, að skattbyrðin þyrfti ekki að aukast þrátt fyrir verð- breytingar og verðbólgu, né að lögfesta þyrfti sffelldar breyt- ingar á skattstigunum árlega, eins og verið hefði þess vegna. Skattvfsitalan fyrir 1966 hefði énn ekki verið ákveðin, en það yrði gert innan tíðar. Skattheimtan hér á landi væri mjög hófsamleg, sagði ráðherr- ann, og væri skattþungi beinna skatta sfzt meiri hér en í ná- grannalöndunum. Á þessu ári væru aðeins 10,7% af tekjum rikissjóðs frá tekju- og eignar- skatti runnið. En þar með væri ekki sagt, að breytinga í skatta málum væri enn ekki þörf. Stað greiðsla skatta einstaklinga sem framkvæmd yrði frá næsju áramótum væri hér stærsta mál ið. Hins vegar væri afnám beinu skattanna ekki á næsta leiti þótt nokkuð, hefði verið um það rætt, að æskilegt væri, að svo yrði gert. Væri fremur nauð synlegt að sameina hin opin- beru gjöld f einn gjaldstofn, til hagræðis fyrir gjaidþegna. Söluskatturinn I milljarður. Þá vakti ráðherrann athygli á því, að söluskattur væri hér einna lægstur borið saman við nálæg lönd (7.5%), þar sem hann væri allt upp f 12%. Sölu skatturinn skapar fjórðung allra ríkisteknanna og veitir árið 1966 um einum milljarð króna í ríkis- kassann. Umbæfiir í tollamálum. Tollar hér á landi eru mjög háir, sagði fjármálaráðherra. Nema þeir 1966 alls um 40.7% af ríkistekjunum eða samtals rúmlega 1.5 milljarði króna. Miklar umbætur hefðu einnig verið framkvæmdar í tollamál- um á síðustu árum, mörgum toll um steypt saman í einn verð- toll, tollskrá ítarlega endurskoð uð og framkvæmd veruleg tolla lækkun, allt úr 300% í 125%, sem væru nú hæstu tollar. Með- altollur væri nú 31.9%, sagði ráðherrann, svo almenningur get ur reiknað með þvf að þriðjung ur verðs vörunnar sé tollurinn. Bæri enn nauðsyn til að lækka tollana, ekki sízt með aðildina að EFTA í huga. Spilling skattsvikanna upprætt Þá ræddi fjármálaráðherra um skattaeftirlitið. Drap hann fyrst á, að allir hefðu verið sammála um nauðsyn þess, að uppræta spillinguna í skattamál unum sem hér hefur viðgengizt undanfarin ár, ásamt því mikla misrétti sem skattsvikin sköp- uðu. Væri ekki ofmælt þótt sagt væri að hundruð milljónir króna hefðu horfið og aldrei komið fram til skatts. Nú hefði með auknu skatteft irliti verið gerð tilraun til þess að snúa frá óheillastefnu skatt svikanna, enda hefðu skattar verið gerðir mun hóflegri en áð- ur var. Ríkið hefði hér ekki verið saklaust í þessu máli, svo mjög háir sem skattar hefðu verið, en nú væri orðin breyt- ing á því. Mætti því með sann- gimi ætlast til þess að borgar- amir tíunduðu rétt og sýndu þegnhollustu sfna þannig í verki Vissulega væri ekki hægt að framkvæma réttlætið í þessu efni án þess að þeir sem sekir væru yrðu fyrir nokkrum búsifj um. En ráðherra minnti á, að hann hefði beitt sér fyrir því, að skattsektir verða felldar nið ur hjá öllum þeim sem hreint borð gera fyrir 1. marz n.k. og kvaðst hann skora á sem flesta, er frá einhverju hefðu að skýra í þessum efnum, að notfæra sér þessa heimild. Skatt eftirlitið hefði ekki hug á að sýna neina harðýðgi í störfum, heldur aðeins rækja starf sitt lögum samkvæmt. Gagnkvæm hollusta. Það er hlutverk fjársýslu- manna ríkisins, sagði ráðherra. lokum, að sýna fyllstu hagsýni í meðferð fjár borgaranna. En þess verður líka að krefjast, að bogararnir sýni á móti holl- ustu og svíkist ekki undan opin- berum skyldum sínum og sam- eiginlegum hagsmunum. Borgar arnir eiga skyldum að gegna við samfélagið ,ekki síður en sam félaaið við þá. Sjálfstæðisfélag Kópavogs efnir til almenns fundar í Sjálfstæðishúsi Kópavogs, Borgarholtsbraut 6 í kvöld kl. 8.30. Ræðumuður: Geir Hullgrímsson borgurstjóri Ræðir hann um skipulagsmál Kópavogs og Reykjavíkur og sameiginleg hagsmunamál. Stjórn Sjólfstæðisfélugsins _saa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.