Vísir - 09.02.1966, Síða 5

Vísir - 09.02.1966, Síða 5
MIMAiLDI VERÐILEYFT HER A Jónas G. Rafnar (S) mælti fyrir frumvarpi til laga um loð- dýrarækt, á fundi í neðri deild í gær, sem hann flytur ásamt fleirum. Flutningsm. gat þess að frumvarp þetta hefði ver ið flutt á s.l. þingi en ekki hlotið af- greiðslu í efri deild, enda orð ið áliðið þings, er það kom þ' ■' ð. Frumvarpið væri nú flu ' að nýju. Að efni til væri það eins og í fyrra, en tveir þingmenn, 4. þingm. Norður- lands-kjördæmis eystra og landskjörinn þingmaður, hefðu bætzt í hóp flutningsmanna. Jónas sagði, að miklar deilur hefðu orðið um frumvarpið á sínum tíma, er hefðu snúizt um, hvort leyfa ætti hér minka eldi. Fylgismenn frumvarpsins héldu því fram, að hér á landi mætti hafa miklar tekjur af þeirri atvinnugrein, þar sem skilyrði væru óvíða betri, og vísuðu í því sambandi til reynslu annarra. Með því að ganga vel frá minkabúrunufn væri lítil hætta á að dýrin slyppu út. Villiminkur væri þegar til í landinu og sáralitlar horfur á, að honum yrði út- rýmt. Minkaeldi, undir ströngu eftirliti, gæti ekki leitt af sér aukna hættu fyrir dýralífið. Andstæðingar frumvarpsins efuðust mjög um, að verulegur hagnaður yrði hér af minkaeld og töldu, að minkaplágan ykist, ef frumvarpið yrði samþ., þar sem erfitt væri að koma í veg fyrir, að dýr slyppu út úr búr- unum. Síðan vék flutningsmaður að helztu röksemdum fyrir því, að minkaeldi yrði að nýju heim- ilað hér á landi, og sagði, að þar sem margir væru á móti þessari atvinnugrein teldu flutningsmenn rétt, að farið yrði gætilega í sakimar, þar til nokkuð örugg reynsla yrði fengin og legðu þeir því til að eigi fleiri en fimm aðilum yrðu veitt leyfi til minkaeldis á næstu tveimur árunum eftir gildistöku laganna. Þá væri einnig tekið fram í frumvarp- inu að leyfi til minkaeldis mætti þó aðeins veita í sveitar félögum, þar sem villiminkur hefði þegar náð öruggri fót- festu að dómi veiðistjóra. Með þessum takmörkunum væri gengið til móts við þá, sem óttuðust að minkaeldi yrði til þess að auka villiminkaplág- una. Þjóðhagslegt gildi. Flutningsmaður sagði, að þar sem fiskúrgangur væri aðal- fæða minks, sem alinn væri upp til slátrunar vegna skinn anna hefðu fiskveiðiþjóðir til þessa einkum stundað minka- eldi. Islendingar væru þeir einu sem ættu greiðan aðgang að fiskimiðum, sem ekki stund- uðu þessa atvinnugrein, en væru þó mesta fiskveiðiþjóð heims, miðað við afla á hvern mann, sem á sjóinn sækti. Flutningsmaður sagði, að skinnaframleiðslan hefði vaxið gífurlega á undanförnum ár- um, eða úr um 6 millj. minka- skinna á árinu 1955 upp í tæp lega 22 milljónir, sem hún væri áætluð 1965 —1966. Stærstu framleiðendur væru U. S. A. Rússland og Norðurlöndin. í árslok 1964 hefðu verið rekin 4807 loðdýrabú í Noregi. Út- flutningsverðmæti loðskinna, sem mest væru minkaskinn, hefðu verið á árinu 1964 um 1000 millj. ísl. kr. 1 Danmörku hefðu verið rekin 4044 minka- bú í árslok 1964. Útflutnings verðmæti allrar framleiðslunnar hefði numið um 1200 millj. ísl. króna. I Finnlandi hefði fram leiðsla minkaskinna stóraukizt, en hreinar gjaldeyristekjur vegna skinnasölu hefur numið á árinu 1964 535 millj. fsl. króna. Einnig væri hafið minka eldi í Færeyjum og Grænlandi. Flutningsmaður sagði, að minkaskinnaframleiðsla Norð- urlanda myndi nema samtals á árunum 1965 -1966 um 7,4 millj. skinna. Langsamlega mestur hluti þessarar fram- leiðslu yrði fluttur úr landi, aðallega til Bandaríkjanna og V.-Þýzkalands, en þar væri markaðurinn í örum vexti. Fóðuröflun Flutningsmaður sagði, að bent hefði verið á, að fóður- öflunin væri eitt þýðingar- mesta atriðið varðandi minka- eldi, þar sem reiknað væri með, að fóðurkaup næmi um helmingi rekstrarkostnaðar bú anna. Talið væri að minkur þyrfti um. 200 - 250 grömm af fóðri á dag aðallega fiski. Mjög margir skinnaframleiðendur yrðu að kaupa fiskúrgang er- lendis frá. Hér á landi væru möguleikamir til fóðuröflunar hins vegar svo til ótæmandi, hvers kyns fiskúrgangur og úr- gangur frá sláturhúsum. Að því leyti hlytu aðstæður til minkaeldis því að vera hér mjög góðar. Búin mætti reisa í verstöðvunum og spara þannig flutningskostnað að miklu leyti. Um njjög mikinn verðmis mun væri að ræða eftir því, hvort úrgangurinn færi í gúanó eða væri frystur sem dýrafóð- ur. Með því að selja úrganginn til vinnslu, sem dýrafóður fengi útgerðarmaðurinn margfalt hærra verð en ef úrgangurinn færi í gúanó og þjóðin marg- falt meiri gjaldeyri fyrir sama magn af hráefni. Hagsmunir út gerðarinnar varðandi minka- eldi væru því augljósir. Markaðshorfur. Flutningsmaður sagði, að látin hefði verið í ljós vantrú á því, að hið háa verð á minka- skinnum á heimsmarkaðinum gæti haldizt til lengdar. Það færi mest eftir tízku hverju sinni, og eins og allir vita, væri hún mjög breytileg og óútreikn anleg. Reynslan benti hins veg- ar ótvírætt í aðra átt. Fram- leiðslan sýndi, að eftirspurnin hefði vaxið með hverju ári, sem byggðist á því m. a. að lífs- kjör hefðu farið batnandi í Bandaríkjúnum og Yestur- Evrópu, stærstu markaðslönd- unum. Hins vegar bæri að taka fullt tillit til þess, að aukin framleiðsla leiddi til vaxandi samkeppni. Gæði vörunnar hlytu og að ráða verðinu, sem fyrir hana fengist. Skilyrði ættu að vera góð hér á landi til skinnaframieiðslu, en fyrst í stað myndum við Islendingar standa verr að vígi en aðrar þjóðir, þar sem okkur skortir bæði reynslu og þekkingu. Flutningsmaður sagðist harma, engu síður en andstæð- ingar frumvarpsins, það tjón sem villiminkur hefði valdið hér á landi í ríki náttúrunnar. Það væri sannarlega tilflnnan- legt. En flutningsmenn frum- varpsins væru þeirrar skoðun- ar að minkaeldi, undir ströngu eftirliti, myndi ekki auka minkapláguna. Þá staðreynd bæri að hafa í huga, að litlar líkur væru á, að villiminki yrði hér útrýmt, og meðan svo væri, væru erigin rök fyrir því að banna minkaeldi. Að lokum las flutningsmað- ur upp álit veiðistjóra á frum- varpinu og kvað hann það trú sína, að þessi nýja atvinnu- grein mætti verða þjóðinni til gagns en ekki til tjóns. Einnig tók Halldór Ásgríms son (F) til máls við þessa um- ræðu og lýsti hann andúð sinni á frumvarpinu. Önnur mál. Hannibal Valdimarsson (K) fylgdi úr hlaði frumvarpi til laga um vinnuvernd, greiðslu vinnulauna, uppsagnarfresti o. fl. Frumvarp samhljóða þessu hefur verið flutt á tveimur sein ustu þingum og er því ekki ástæða til að lýsa því nánar. Þá var frumvarpið um sinu- brennur og meðferð elds á víða vangi afgreitt sem lög frá Al- þingi. Vinnusfofa Sjálfsbjargar, Reykjavík vill ráða karl eða konu til sníða. Hálfsdags vinna (gæti verið hentug aukavinna) Uppl. á skrifstofu, Sjálfsbjargar Bræðraborgarstíg 9 Sími 16538. 4 herb. íbúð í Árbæjarhverfi Eigum eftir eina 4 herb. endaíbúð með suður- og vest- ursvölum á II. hæð á bezta stað í Árbæjarhverfi. Mjög fallegt útsýni. íbúðin er ca. 108 ferm. Selst tilbúin undir tréverk og málningu. Verður tilbúin seinni part- inn á árinu. — Lýsing: Ibúðin verður pússuð með tvö- földu gleri, hitalögn og svalahurðum. Sameignin: Hús- ið verður pússað og málað að utan. Stigahús pússað og málað með handrið á stiga. Allar sameiginlegar hurðir komnar, útihurðir og hurðir í kjallara. Öll sam- eign í kjallara verður pússuð og máluð. Geymsla með hurð og hillum fullfrágengin,- Bílskýlisréttur fylgir. - Verð kr. 700 þús., sem greið- ast má þannig: 150 þús. við samning, veðdeildarlán 280 þús. verður tekið upp í sem greiðsla. Eftirstöðvar kr. 270 þús. má greiðast á 10 mán. með jöfnum afborgunum. Teikningar liggja fyrir á skrif- stofu vorri. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10 a, 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsimi 37272 Bótagreiðslur almanna- trygginganna í Reykjavík Greiðslur bóta almannatrygginganna hefjast í febrúar sem hér segir: Fimmtudaginn 10. og föstudaginn II. febrúar verður eingöngu greiddur eliilífeyrir. Til þess að forðast þrengsli, er mælzt til þess, að þeir, sem bera nöfn með upphafsstöfunum K—Ö, og því fá við komið, vitji líf- eyris síns ekki fyrr en 11. febrúar. Greiðsla örorkubóta hefst laugardaginn 12. febrúar. Greiðsla annarra bóta, þó ekki fjölskyldubóta, hefst mánudaginn 14. febrúar. Greiðsla fjölskyldubóta (3 böm eða fleiri í fjölskyldu) hefst þriðjudag- inn 15. febrúar. Bætur greiðast gegn framvísun NAFNSKÍRTEINIS bótaþega, sem gefið er út af Hagstofunni, og verður svo framvegis, en útgáfa sérstakra bótaskírteina er hætt. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS AUGLYSID 1 VISI Bill til sölu Mercedes Benz 220 ’52 sérlega fallegur bíll til sölu. Selst ódýrt gegn staðgreiðslu. Til sýnis í dag á Bílasölunni Bílaval Laugavegi 92.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.