Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 3
V í S I R . Miðvikudagur 9. febrúar 1966. 1 Stjóm FlB, myndin tekin á fundi í gærmorgun. Talið frá Vinstri, fremri röð: Valdemar Indriðason meðstj., Akranesi, Vilhelm Þorsteinsson meðstj., Akureyri, Loftur Bjarnason formaður, H afnarfirði, Jónas Jónsson Varaform., Reykjavfk. - Aftari röð: Ólafur Tr. Einarsson gjaldkeri, Marteinn Jónsson meðstj., Ólafur H. Jónsson ritari og Sigurður H. Egilsson framkvæmdastjóri. Félag Islenzkra Botnvörpu- skipaeigenda fímmtíu ára Útdráttur úr sögu samttEkunna 1916-1966 Félag íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda var stofnað 9. febr. 1916. Aðalforgöngumaður að stofnun félagsins var Thor Jensen, þáverandi aðaleigandi og framkvæmdastjóri Kveld- úlfs h.f. Var hann fyrsti for- maður félagsins, með honum voru í stjórninni þeir Th. Thor- steinsson, varaformaður, Ágúst Flygenring, ritari, Jes Ziemsen, gjaldkeri og Magnús Einarsson dýralæknir, meðstjórnandi. Síð- ari formenn félagsins voru Ólaf ur Thors frá 1918 til 1935, Kjart an Thors frá 1935 til 1959 og Loftur Bjamason frá 1959, og gegnir hann enn formannsstörf um. Með honum eru nú í stjórn: Jónas Jónsson, varaformaður, Ólafur H. Jónsson, ritari, Ólafur Tr. Einarsson, gjaldkeri. Með- stjórnendur Marteinn Jónsson, Valdimar Indriðason og Vilhelm Þorsteinsson. Núverandi fram- kvæmdastjóri félagsins er Sig- urður H. Egilsson. Thor Jensen — einn aðal- hvatamaður að stofnun sam- takanna og fyrsti formaður þeirra. Fyrsti togarinn var kevptur til landsins árið 1905, „Coot“ frá Grimsby, gamalt og lítið skip 150 smálestir brútto, skip- > stjóri Indriði Gottsveinsson. Stóð Einar Þorgilsson í Hafnar firði og fleiri fyrir kaupunum og var skipið gert út þaðan. Útgerð togarans gekk sæmilega, en skip ið strandaði nokkrum árum síð- ar við Keilisnes. Fyrsti nýi togarinn, sem byggður var fyrir Jslendinga var „Jón forseti", 233 smálestir að stærð, eigandi var Alliance h.f. Reykjavík, sem stofnað var ár ið 1905 fvrir forgöngu hins al- kunna athafnamanns Thor Jensen og nokkurra skútuskip- stjóra, þeirra Halldórs Kr. Þor- steinssonar, Jóns Ólafssonar, Magnúsar Magnúss., Kolbeins Þorsteinssonar, Jafets Ólafsson- ar og Jóns Sigurðssonar. Hall- dór Kr. Þorsteinsson varð kip- stjóri á „Jóni forseta". Hann hafði búið sig undir starfið með því að vera háseti hjá Árna Byron Eyjólfssyni, sem áður er nefndur, miklum díugnaðar- manni, sem gerzt hafði skip- stjóri á brezkum togurum. Skip ið var smíðað í Glasgow árið 1906—7 og hafði Halldór eftir- lit með smíðinni. Halldór var þá 29 ára að aldri, en hafði verið i siglingum á brezkum og bandarískum skipum víða um heim í nokkur ár, eftir að hann lauk prófi frá Stýrimannaskól- anum. Er hann kom heim 1903 gerðis{ hann skútuskipstjóri. Halldór var afburða sjómaður aflamaður og enskumaður góð- ur. Var það togaraútgerðinni ómetanlegt happ, að slíkur mað ur skyldi veljast til forustu í byrjun. Þrír menn hafa verið gerðir heiðursfélagar í Félagi ísl. botn- vörpuskipaeigenda þeir Thor Jensen, stofnandi Kveldúlfs h.f., sem var umsvifamesti togaraút- gerðarmaður hér á landi um sína daga, Halldór Kr. Þorsteins son og Þórarinn Olgeirsson, skipstjóri og ræðismaður í Grimsby, sem hefur látið fs- lenzku togaraútgerðinni ómetan lega þjónustu í té i Bretlandi um langan aldur. Árið 1915 voru gerðir út frá Reykjavík 17 togarar. Klemens Jónsson segir í Reykjavíkursögu sinni, sem kom út árið 1929, um togaraútgerðina: „Það er þessari útgerð, sem bærinn á að aðallega að þakka hinn mikla vöxt og viðgang, er hann hefur tekið síðustu árin, og gert hann að því sem hann er. Með hverju nýju skipi jókst atvinnan . . .“ Á árunum 1919 til 1927 voru keyptir til landsins 44 togarar. Á árinu 1928 var kgyptur einn togari á strandstað, 1929 kom einn nýr togarl til landsins og annar 1930. Síðar kom enginn nýr togari til landsins fyrr en 17. febrúar 1947. Tveir togarar, sem verið höfðu í eigu útlend- inga, annar franskur og hinn enskur, voru keyptir til landsins 1936 og 1939. Af ýmsum ástæðum hafði mjög sorfið að togaraútgerðinni allar götur frá 1927 fram að síðari heimsstyrjöld. Hafði tog- urunum fækkað á þessum árum og voru þeir ekki nema 37 tals ins þegar styrjöldin skall á 1. sept. 1939. Meiri hluti fiskiskipaflota landsmanna var þá gamall og hrörlegur, og stórkostlegt at- vinnuleysi hafði verið frá 1931, og almenn skuldaskil hjá land búnaði 1933 og hjá bátaútvegs- mönnum 1935—1936. í október 1939 hófu fsl. tog- ararnir siglingar til Bretlands að nýju, og sigldu allt stríðið með afla til sölu á brezkum markaði, og önnur fiskiskip og flutningaskip með isfisk og hrað frystan fisk, sem aflazt hafði á íslenzka bátaflotann. Á vissu tímabili var talið, að 70% af neyzlufiski Breta hefði aflazt á islenzk fiskiskip. Siglingarnar til Bretlands á stríðsárunum og fyrstu árin eftir stríðið bættu mjög afkomu fslenzka sjávar- útvegsins og þjóðárinnar f heild. Hin mikla gjaldevriseign Is- lendinga f stríðslok, hafði fyrst og fremst komið frá sjávarút- veginum. I stríðinu hafði verið heimilað að safna fé í nýbyggingarsjóði hjá útgerðar- og skipafélögum. Kom þetta fé í góðar þarfir í strfðslokin, því að auk skip- tjónsins voru þau skip, sem enn voru við líði, flest 30 ára eða eldri, orðin úrelt og ekki til frambúðar, þrátt fyrir það, að þeim hafði verið vel við haldið síðustu árin. Ríkisstjórn Ólafs Thors, ný- sköpunarstjórnin, hófst handa um nýsköpun togaraflotans. Samið var um smíði á 30 tog- urum í Bretlandi árið 1945, og tveim til viðbótar 1946. Árið 1948 samdi stjóm Stefáns Jóh. Stefánssonar um smíði á 10 tog- urum, af þessum 42 togurum voru 4 dieseltogarar, 2 af þeim fyrstu 30 og 2 af þeim 10 síð- ustu. Mjög hagstæð kjör fengust um smíði og afgreiðslu fyrstu 32 togaranna, sökum þess að enskir útgerðarmenn höfðu þá ekki gert upp við sig hvort þeir ættu að smíða svo stóra og dýra togara að þeirra áliti. Er óhætt að fullyrða, að nýsköpunartog- ararnir hafi verið beztu togar- arnir, sem nokkurs staðar höfðu verið smíðaðir fram til þess tíma. Það er fyrst nú síðustu árin, að rætt er um að ný gerð tog- ara taki nýsköpunartogurunum að sumu leyti fram, ends eru þessi nýju skip margfalt dýrari í stofnkostnaði en nýsköpunar togararnir voru. Útfærsla landhelginnar á ár- unum 1952 til 1961, sem af öll um var talin nauðsynleg vegna ágengni erlendra veiðiskipa, og þar af leiðandi hættu á ofveiði. kom mjög hart niður á íslenzku togurunum, Talið er, að végná útfærslunnar hafi togaramir á vissum árstíma verið sviptir rétti til fiskveiða á 2/3 til 3/4 af þeim fiskimiðum, sem þeim áður voru heimil. I árslok 1959 voru togaramir 49 talsins, en eru nú ekki nema 36, og af þeim aðeins 27 í rekstri. Er fyrirsjáanlegt, að vakni Alþingi ekki til skilnings á þessum málum, þá er fslenzka togaraútgerðin úr sögunni inn- an fárra ára. Er þá illa farið, því að togaraútgerðin hefúr átt megin þátt í að skapa nútima þjóðfélag á Jslandi og er ennþá ómissandi til að halda uppi at- vinnu hjá fikvinnslustöðvunum í helztu kaupstöðum landsins sumar- og haustmánuðina, þeg- ar meginhluti bátaflotans er fjar verandi frá heimahöfnum við síldveiðar fyrir Austfjörðum og Norð-Austurlandi. Síðastliðið haust og í vetur hafa síldveiðar með flotvörpu verið stundaðar af nokkmm þýzkum togurum út af Aust- fjörðum, með ágætum árangri. Gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að reyna þessa nýju flot- vörpu á íslenzkum togumm og mun árangur þeirra tilauna koma í Ijós á þessu ári. Verði hann hagstæður, sem vonir standa til, gæti það bætt hag togaraútgerðarinnar og skapað mikla atvinnu við vinnslu afl- ans í landi, en togaramir eru betur búnir til að koma með ís- varinn afla óskemmdan að landi en nokkur önnur fiskiskip, þó veiðiferðin taki nokkra daga. Auðveldara er að sækja á tog- urunum á fjarlæg fiskimið en á nokkrum öðrum fiskiskipum ís- lenzkum. íslenzka þjóðin hefur ekki efni á að gera þessi afkastamiklu atvinnufyrirtæki að hornrekum vegna hreppapólitíkur og ímynd aðra hagsmuna vissra lands- hluta. ★ sem mesta björg fluttu í bú, beint og óbeint, á þeim árum sem togaraútgerðin var í rauninni megingrundvöllur að öllum framförum í landinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.