Vísir - 03.03.1966, Side 13

Vísir - 03.03.1966, Side 13
VlSIR . Fimmtudagur 3. marz 1966. 13 Hringið í dag - á morgun getur þaö veríð of seint. Það er eitt, sem eldur fær ekki grandað: Trygging frá „Almennum”. Siminn er 17700 ALMENNAR TRYGGINGAR” PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700 j Borg & Beck kúplingspressur fyrir Austin Gipsy Landrover Commer Singer Austin Bedford Morris Varahlutaverzlun JÓH. ÓLAFSSON & CO Brautarholti 2 — Siml 11984 Njurðvík — Framh. af bls 9 miklu fullkomnara horf en áður var og byggt mikið viðbótarhús næði sem er sambyggt því gamla. I yfirbyggingu ofan á gamla hlutann höfum við fengið 315 fermetra viðbótarrými sem sérstaklega er ætlað fyrir inn- réttingar á skipum, efnis- geymslur, skrifstofur og matsal fyrir starfsfólk. Til þessa höfum við verið í leiguhúsnæði með skrifstofumar og það var mjög óhentugt. Við þessar framkvæmdir höf- um við enn sem komið er, lítill ar lánafyrirgreiðslu notið. Stofn lánasjóðirnir virðast hafa litla tilhneigingu til þess að veita lán til uppbvggingar sem hafin var áður en framkvæmdalánaáætlun ríkisstjómarinnar tók að marka stefnuna. Samt vonumst við til að Iðn- iánasjóður sjái sér fært að veita lán til þessara þegar höfnu framkvæmda á trésmíðadeild- inni okkar. — En með öðrum orðum, nú eru hafnar framkvæmdir á nýju skipasmíðastöðinni? — Já, framkvæmdir við fyrsta áfangann hófust um mitt s. í. ár og miðar nokkum veginn áfram samkvæmt áætl- un. — Hvað getið þið smiðað stór skip þegar stálskipasmíða- stöðin er tilbúin? — Hún er miðuð við 400 rúmlesta skip mest. Það er ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja undirstöður, stokka o. fl. fyrir tvo vatnsgeyma Hitaveitu Reykja- víkur, sem reistir verða á Öskjuhlíð Útboðs- gögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonar- stræti 8, gegn 2000 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar heldur ekki meiningin hjá okkur að fara út í smíði annarra skipa en fiskiskipa. — Hvað getið þið smíðað í henni mörg skip á ári? — Við höfum hugsað okkur að láta viðgerðarþjónustuna sitja í fyrirrúmi, en þó myndum við að m. k. smíða 1 stálskip á ári og allt upp f fjögur þegar aðstæður leyfðu. — En hver eru hugsanleg af- köst í viðgerðarþjónustunni? — Þau ættu alltaf að vera 100 skip í hvora braut, eða 200 á ári. — Hvað hafa þau verið mest hjá ykkur til þessa í gömlu dráttarbrautinni? — Við tókum 122 báta upp í hana í fyrra, en það er líka hámarksnýting. Eins og stendur getum við tekið 16 báta upp samtímis. — Og hvað stærsta báta? — Við höfum tekið allt upp i 220 lesta báta til viðgerðar. — Þið hafið einnig fengizt við bátasmíðar fram til þessa? — Það er lítið seinni árin eftir að bátamir stækkuðu og stálskipin komu til sögunnar. Við höfum enda haft nóg með viðgerðir að gera. Annars höfum við smíðað allt að 76 lesta báta, en hér eftir stefnum við að stálskipa- smíði í nýja slippnum þegar hann kemst upp. — Hvað er Skipasmíðastöð Njarðvíkur gömul orðin? — Tuttugu ára getum við sagt. Við vorum hérna nokkrir iðnaðar- og verkamenn, sem urðum ásáttir um að stofna fyrirtækið og skyldum við sitja fyrir vinnu hjá því. Starf- semin hófst með 10 mönnum. Fyrsta verkefnið var að bvggja dráttarbrautina gömlu. Það verk hófst 1946,, sama árið og fyrstu framkvæmdir hófust við lands- höfnina í Njarðvík. Fyrsti bát- urinn var tekinn upp hjá okkur til viðgerðar í september 1947. — Er þetta hlutafélag? — Já. Stjórn þess í dag skipa Bjami Einarsson formaður, Oddbergur Eiríksson og Stefán Þorvarðsson, allt lærðir skipa- smiðir. Ég er elztur í faginu Og lærði hjá Landssmiðjunni en þeir Oddbergur og Stefán hafa lært hjá mér. Dean Rusk — Framh. af bls. 7 stjórnarinnar er að ræða gegn íbúum Suður Vietnam. Það eru aðgerðir kommúnistanna, sem ráða í öðrum helmingi sundur- skipts lands til þess að yfir- taka hinn helming landsins með vopnavaldi og gegn vilja ibú- anna. Ég hef nú í þessari skýrslu minni reynt að gera grein fyrir skuldbindingum vorum í Suð- ur Vietnam og hvers vegna við höfum tekið þær skuldbinding- ar á okkur. Ég hef reynt að sýna að þær skuldbindingar eru liður í víötækari aðgerðum okk ar til að reyna að koma í veg fyrir að kommúnistar svíki samninga, sem eru undirstaða í öryggismálum okkar. Stefnu- mið okkar í þessu skyni hafa oft verið gagnrýnd, kölluð stöðnuð og dauð. Því hefur ver- ið haldið fram, að í þeim sé ekki nægilega tekið tillit til þeirra gífurlegu breytinga, sem hafa orðið í heiminum og enn eru að gerast. Mér viröist að þessar ásak- anir missi marks. Stefna okk- ar f þessu máli er miklu víö- tækari en svo að við séum að- eins að hugsa um að viðhalda óbreyttu ástandi (status quo). Með henni er miklu frekar OPEL REKORD '64 Til sölu er Opel Rekord ’64 mjög vel með far- inn. Uppl. í síma 34554 eftir kl. 2 e.h. BILAKAUP Af sérstökum ástæðum er til sölu Ford Fairlane 500 árg. ’64. Billinn er 6 cyl sjálfskiptur — vökvastýri loft- bremsur. Skipti koma til greina á Evrópubíl. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 (Rauöará) Sími 15812. reynt að tryggja það lágmark öryggis, sem er nauðsynlegt ef sú þróun breytinga og framfara sem orðið hefur á að geta hald- ið áfram með góðu samkomú- lagi en ekki með valdbeitingu. ★ Þaö er vissulega rétt eins og oft hefur verið bent á að heim- urinn stendur ekki kyrr á miðri tuttugustu öldinni. Það eru hreyfingar beggja megin við jámtjaldið .Kommúnisminn er ekki lengur einsteinungur á honum er ekki lengur eitt and- lit, heldur mörg og hinn mikli klofningur milli tveggja aðal- valdaskauta kommúnismans, Moskvu og Peking, er vissulega ein þýðingarmesta pólitísk stað reynd vorra tíma. Það hafa oröið verulegar breytingar og hreyfingar í sjálf um Sovétríkjunum og kannski ennþá meiri breytingar í smá- ríkjunum í Austur Evrópu. Það er fjarri því að þessar breyting ar hafi stöðvazt þó við höfum skipulagt varnarbandalag vest- rænna þjóða. Breytingarnar stafa af innri kröftum í Sovét- ríkjunum og einnig af því að ‘I kommúnistastjórnin í Moskvu hefur gert sér ljóst að hið vest- ræna bandalag sættir sig ekki við útþenslu valds kommúnism ans. ★ Þegar tímar líða, þá mun sama þróun vonandi verða í Austur Asíu. Peking stjómin og litlu kommúnistaríkin sem lifa þar í skugga hennar, verða að gera sér það ljóst, að þær geta ekki teiknað landamæri inn á landabréfin að vild sinni með vopnavaldi. Það er því fjarstæða að við stefnum aðeins að óbreyttu á- standi. Þvi gagnstætt því sem er um kommúnista þá trúum við raunverulega á þjóðfélags- lega byltingu, en ekki aðeins á vald sem er dulbúið eins og bylting. Við trúum á uppbyggi- lega breytingu og viljum örva og hvetja til hennar. Þaö var tilgangur Johnsons forseta með Honolulu-ráðstefnunni, hann vildi styðja aðgerðir Suöur Vi- etnam-stjórnar til að breyta þjóðskipulagi landsins, þannig að gamalt ranglæti yrði leið- rétt og öll þjóðin skyldi njóta ávaxta framfaranna. i Vítln eru «Bfl aö varasf þau undanfarið hafa blðð og útvarp skýrt frá eldsvoöum, þar sem eyOilagzt hafa vörur fyrlp milljöncr króna. Almennar trygglngar vllfa hvetfa alla kaupsýslumenn og innflyfjendur aO hafa vOrur sínar vel tryggOar, fafnt ( flutn- Ingl sem f vörugeymslum. TallO vlO oss í sfma 17700 um skilmála og kjör. ALMENNAR TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.