Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 1
VI
56. árg. —_
jjudagur 22. marz 1966. — 68. tbl.
Filippas príns væntanlegur
á fímmtudag
Heldur heimleiðis á föstudagsmorgun
Filippus prins, eiginmaður
Bretadrottningar er væntanleg-
ur til íslands á fimmtudags- mmnmm
kvöld frá Kanada og mun hann "jL
Filippus prins
dveljast hér næturlangt og
halda siðan til Bretlands á
föstudagsmorgun. Mun hann
gista i ráðherrabústaðnum.
Filippus prins er að koma úr
opinberri heimsókn, sem hann
hefur verið í undanfarið í
Bandaríkjunum og Kanada, en
áður var hann í opinberri heim-
sókn með drottningunni f lönd-
unum við Karabískahafið, en
þeirri heimsókn lauk fyrir um
það bil tveimur vikum og hélt
drottning þá heimleiðis. Lýkur
Framh á bls. 6.
Kuldakast
og snjókoma
Um þessar mundir streymir
kalt loft af norð-vestri og veld-
ur kuldakasti á norðanverðu og
vestanveröu landinu, með frosti
og snjókomu og jafnvel stór-
hríð. Afleiðinga þessa fór fyrst
að gæta hér í Reykjavík á laug
ardagskvöldið, rétt um það leyti
er menn voru að klæðast spari-
fötunum fyrir kvöldið. — Síðan
hefur hann genglð á með logn-
drífu, éljum og hríð til skiptis.
Menn klæðast ‘ kuldaúlpunum
og kafa snjóinn í mjólegg og
bílarnir komast trauðla um göt-
umar fyrir hálku og snjó. Og
svo á hann víst að herða frost-
ið á morgun.
Meirihluti þingnefntlar leggur til að
gri handar umferí veroiupp tekin
Freknri drdttur mun vuldu murgföldum kostnuði
Meirihluti allsherjarnefndar
Neðri deildar Alþingis hefur
skllað nefndaráliti varðandi
frumvarpið um hægri handar
umferð. Leggur meirihlutinn
sem í eru Birgir Finnsson, Ragn
ar Jónsson, Pétur Sigurösson,
Skúli Guömundsson, Ragnar
Arnalds og Björn Fr. Björnsson
til aö frumvarpiö veröi sam-
þykkt.
Einn nefndarmanna Óskar E.
Levy mun hins vegar skila sér
áliti og mun vera mótfallinn
því að hægri handar akstur
verði upp tekinn.
Það er skoðun meirihluta
nefndarinnar, að það muni
stuðla að bættu öryggi í um-
ferðinni að taka upp hægri
handar umferð. Benda þeir á
það í þessu sambandi, að mikill
meirihluti bifreiða á íslandi hafi
stýrið vinstra megin en sú gerð
sé einmitt ætluð fyrir hægri
handar umferð.
Þeir benda á það að á síð-
ustu áratugum hafi af Evrópu-
löndum Austurríki, Tékkóslóva
kía, Ungverjaland og Portugal
horfiö frá vinstri handar um-
ferð til hægri handar umferðar
og næsta ár bætist Svíþjóð í
þann hóp. Verða þá aðeins eft-
ir í Evrópu með vinstri handar
akstur Island, Bretland, Irland
Malta og Kýpur.
Nefndin er þeirrar skoðunar,
að of mikið sé gert úr slysa-
hættu þeirri sem fylgir breyt-
ingunni úr vinstri handar um-
ferð í hægri handar umferð.
Framh. á bls. 11
V/'ð höfum
alltaf lesið
mikið um
ísrael
VERULEG TOLLALÆKKUNÁ HÚS-
UM, HÚSHLUTUM OG SEMENTI
Ríkisstjórnin leggur frum tollalækkunarfrumvarp í 35 liðum
1 gær var lagt fram á Alþingi frumvarp ríkisstjómarinnar
um lækkun tolla á húsum og húshlutum, innréttingum og
ýmsum vörum og efnum tii húsbygginga, m. a. sementi. Er
hér um verulegar tollalækkanir að ræða. Tollur á húsum og
húshlutum er nú 50% og 60% en verður aðeins 40% sam-
kvæmt frumvarpinu. Þá lækkar tollur á sementi úr 35% i 20%.
Tollalækkun þessi er gerð í samræmi við fyrri yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar um þetta efni. Hefur hún sérstaka þýðingu
vegna ráðagerða um innflutning tilbúinna húsa, og húshluta.
Tollalækkunargreinar frum-
varpsins eru í 35 liðum og skal
hér á eftir getið um hinar helztu
þeirra:
Tollur á húsum og húshlutum
úr timbri lækkar úr 60% í 40%.
Tollur á skemmum, húsum og
byggingarhlutum úr áli lækkar
úr 50% og 60 í 40%. Tollur á
blöndunartækjum lækkar úr
60% í 35%. Tollur á innrétting-
um í hús lækkar úr 90% f 60%.
Fer það eftir nánari skýrgrein-
ingu og ákvörðun fjármálaráðu
neytisins hvaða innréttingar
verður hér um að ræða. Hús-
göng Iækka ekki f tolli og verð
ur tollur á þeim 'eftir sem áður
90%. Tollur á hurðum, glugg-
um og körmum lækkar úr 60%
í 40%. Tollur á lásum, skrám
og ýmiskonar smávamingi Iækk
ar úr 70% í 40%. Tollur á efni í
rafgeyma lækkar úr 30% í 20%.
Tollur af síldarsöltunar og roð-
flettingarvélum lækkar úr 25%
f 10%. Tollur á barnableium
lækkar úr 100% í 35%.
Þá eru einnig í frumvarpinu
heimildarákvæði til endur-
greiðslu flutningsgjalda á kvik
myndasýningarvélum fyrir sam-
komuhús í sveitarfélögum með
innan við 600 íbúa. Jafnframt til
að lækka eða fella niður gjöld
af sölumerkjum fyrir góðgerðar
félög. Þá eru og í frumvarpinu
ákvæði um tollalækkanir á mörg
um öörum vöruflokkum svo sem
plastvörum ýmiskonar björgun-
artækjum, blómafræi, asfaltbom
um pappír, lugtum og lugtar-
gleri, trjáfræi, lakkrísextrakt, og
dósum og pappfr utan um út-
flutningsvörur og tilskorin
brauð.
Forseti Islands kom f gær kl.
14,30 til flugvallarins í Tel
Aviv. Á flugvellinum tóku á
móti honum Kadish Luz vara-
forseti Israels, Levi Eshkol for-
sætisráðherra og Abba Eban
utanríkisráðherra ásamt ýmsum
embættismönnum. Ennfremur
voru þar allir sendiherrar er-
i lendra ríkja í ísrael. ^
ÍEr forseti hafði stigið niður 4
úr flugvél E1 A1 flqgfélagsins ?
vom þjóðsöngvar beggja landa *
leiknir. Þá tók varaforseti Isra- ^
els til máls. Hann bauð forseta
íslands velkominn og þakkaði
þá vinsemd sem ísland hefði
jafnan sýnt Israel allt frá stofn-
un landsins 1947.
Forseti íslands þakkaði mót-
tökurnar, lýsti ánægju sinni yfir
þvf að fá tækifæri til að ferðast
um og kynnast því landi og þjóð
af eigin raun, sem við íslend-
ingar hefðum ætfð lært og lesið
mikið um, allt frá barnsárum.
Flugvöllurinn við Tel Aviv
og öll leið forseta frá flughöfn-
inni til gistihússins var skreytt
þjóðfánum íslands og ísraels. .
Ferðalög um landið byrja f j
dag og standa vikutíma. Sfðan 1
lýkur förinni með tveggja daga i
opinberri heimsókn til Israel.