Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 4
4
V1SIR . Þriðjudagur 22. marz 1966,
Dr. Broddi Jóhannesson skólastj talar á samkomunni. T. v. málvcrk «
Schevings, Jónsmessudraumur álfakýrinnar
Listamennirnir Gunnlaugur Scheving og Valtýr Fétursson.
Kynning á listaverkna Kennaraskólans
verður, samkvæmt lögum, "
bamaskóli fyrir lítið skóla- ^
hverfi í Reykjavík og yrði hann
kostaður af Reykjavíkurborg að
tveimur fimmtu hlutum en af
ríkissjóöi að þrem fimmtu.
Þakkaði skólastjóri þann
mikla skilning, sem mennta-
málaráðherra og ríkisstjómin
öll hefða jafnan sýnt málefnum
skólans og kvaðst vona að svo
yrði og um þessi mál.
Eins og nú standa sakir er
talsvert af húsnæði hins nýja
Kennaraskóla bundið undir
barnadeildina, æfingadeild fyrir
kennaranema, og er hún þó eng
an veginn fær um að sjá nem-
endum fyrir nægri æfinga-
kennslu. Verða kennaraefni þvi
að sækja æfingakennslu í 20-40 1
barnaskóla í Reykjavík og ná-
grenni. Taldi skólastjóri skólan
um torvelt að bera ábyrgð á
kennaramenntuninni með þessu
móti. I Kennaraskólanum em
nú 402 nemendur og 101 í
barnadeildinni. Eru þessir nem
endur í samtals 23 reglulegum
deildum. Tvísett er í skólann og
fer kennsla fram í skólanum
frá kl. 8.20 á morgnana til kl.
7 á kvöldin.
Að lokinni ræðu skólastjóra
flutti Björn Th. Björnsson list-
fræöingur stutt en greinargott
erindi um list þeirra Gunnlaugs
Scheving og Valtýs Pétursson-
ar.
Listaverk þau, sem hér um
ræöir eru 5 olíumálverk eftir
Gunnlaug og 10 mosaikskreyt-
ingar eftir Valtý. — Austurgafl
í Skála prýðir eitt af málverk-
um Gunnlaugs, Jónsmessu-
draumur álfakýrinnar og er hún
innblásin af frásögn Ólafs í
Purkey um álfakúna, sem gisti
mannheima og varðveitzt hefur
í þjóðsögum Jóns Árnasonar:
Ló, ló mín Lappa
sáran ber þú tappa.
Það veldur því að konurnar
kunna þér ekki að klappa.
Myndin gefur innsýn í ævin-
týraheim íslenzkrar þjóðtrúar
þann veruleik sem íslenzk al-
þýða bjó sér í þrengingum sín «
um. — Fjórar myndir Gunn-
laugs eru í stigahúsum skól-
ans tvær þeirra „Á sjó" og
„Maður aö innbvrða fisk" eru
myndir úr lífi hins stritandi
manns við sjóinn og svo eru 2
myndir úr sveitalífinu, „Vor-
nótt“ sem sýnir lífið í sveit-
inni um gróandann og hvers-
Framhald á bls. 6.
Undanfarna daga hefur staðið
yfir kynning á listaverkum
þeim, er komiö hefur verið fyr
ir í Kennaraskólanum nýja viö
Stakkahlíð. Föstudaginn 18.
marz var boö inni í Kennara-
skólanum fvrir alþingismenn
og ráðherra og var með þeim
haldin samkoma í „Skála"
Kennaraskólans. Þar voru og
viðstaddir listmálaramir Gunn
laugur Scheving og Valtýr Pét
ursson, svo og kennarar og
skólastjóri Kennaraskólans.
Laugardag og sunnudag var
svo almenningi gefinn kostur
á að skoða listaverkin og skóla
húsið og lagði mikill fjöldi fólks
leið sína í Kennaraskólann og
var nær samfelldur straumur
báða dagana og jafnvel í stór-
hríðinni á sunnudaginn. Mun
tala þeirra gesta sem heim-
sóttu skólann þessa daga skipta
hundruðum.
Á samkomunni á föstud. rakti
dr. Broddi Jóhanness. skólastj.
tildrög þessara listaverkaskreyt
inga. Forsaga þess máls var sú
að snemma árs 1963 var bygg
Gestirnir í Kennaraskólanum hlýða á Dr. BrodcU: Jóhannesson skólastjóra. Fremst sitja Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra, frú Auöur Auðuns, forseti bæjarstjórnar, Gylfi Þ. Gíslason menntdftiála-
ráðherra og Magnús Jónsson fjármálaráðherra.
„Kosmos" mosaikskreyting Valtýs Péturssonar i anddyri Kennaraskólans. Stærsta veggskreyting i
(slenzku húsi.
ingamefnd Kennaraskólans til-
kynnt aö ríkisstjómin heföi hug
á því aö láta skreyta hið nýja
skólahús listaverkum. Mennta
málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gísla
son skýrði opinberlega frá
þessu viö skólaslit i Kennara-
skólanum vorið 1963. Til-
kynnti hann þá að ríkisstjóm-
in hefði 'ákveðið aö veita fé til
listaverkakaupa í skólann og
jafnframt að í framtíöinni væri
fyrlrhugað að verja hluta af'
byggingarkostnaði skólahúsa
til listskreytinga í þeim og til
þess yrðu jafnan fengnir ein-
hverjir af beztu listamönnum
þjóðarinnar.
1 Til listskreytinga í Kennara-
voru fengnir tveir af
ágætustu myndlistarmönnum I’s
lendinga þeir Valtýr Pétursson
og Gunnlaugur Scheving. Sagði
dr. Broddi gestum frá því hvar
listaverkunum hefðu verið vald
ir staðir £ skólahúsinu og
skýrði frá nöfnum þeirra og
megin inntaki.
Vék skólastj. síðan að skólan-
um sjálfum, hinu nýja húsnæði
hans og stuttri sögu þess. Á-
form um byggingu þess komu
fyrst fram fyrir 15 árum, fram
kvæmdir hófust 1959 en það
var tekiö í notkun haustiö 1963
en það var þá ekki nærri full
klárað. Ákveöið var að byggja
húsiö í áföngum og er sá áfangi
sem þegar er kominn upp um
það bil % af allri bygging-
unni. I þessum hluta eru 8
kennslustofur fyrir almenna
kennslu og ein fyrir söng-
kennslu, svo og ýmsir þeir hlut
ar byggingarinnar sem sameig-
inlegir verða fyrir hana alla
svo sem kennarastofa, skrif-
stofur, vinnustofur kennara og
nemenda, salur fyrir bókasafn
og lesstofu, geymslur, kyndi-
klefi í kjallara o.fl.
Sagði dr. Broddi að vinnustof
ur og lesstofa heföu verið not-
aðar sem kennslustofur til
bráðabirgða. Taldi hann að
vegna ófyrirsjáanlegrar aukn-
ingar á aösókn að skólanum,
væri þegar oröin þörf á auknu
húsnæði og taldi æskilegt að haf
izt yrði handa eins fljótt og
auðiö yrði við byggingu þess
hluta, sem eftir væri. Einnig
taldi hann brýna þörf á bygg-
ingu fyrirhugaðs æfingaskóla
fyrir kennaraefnin. En sam-
kvæmt lögum frá 23. april 1963
er ákveðið að slíkur skóli verði
í tengslum viö Kennaraskólann
og er honum ætlaður staður i
nágrenni skólans. Skóli þessi