Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 9
V V í S I R . Þriðjudagur 22. marz 1966. ísrannsóknir á farvegi Þjórsár voru gerðar á líkani hjá tækniháskólanum í Þrándheimi. Raforkustífl- an var gerö þar með ýmsum hætti. Hér sést útiit hennar gert eftir lokateikningu. veldur því að stundum verður vatnið sem beint verður til raf- virkjunarinnar minna en nemur getu túrbínanna í rafstöðinni. Þessi skortur verður þó ekki al varlegur meðan hægt er að mæta notkunarþörfinni með uppistöðuvatni m.a. í Bjama- lækjartjörn sem er ætluð til að mæta daglegum álagssveiflum Með tímanum mun álagsaukn- ing og aukning afkastagetu Búr fellsvirkjunar krefjast aukins varavatnsmagns í uppistöðum, sérstaklega á þeim tímum þeg- ar vatnsrennsli er lítið í Þjórsá Verður að finna á gmndvelli þeirrar reynslu sem fæst í starfrækslunni, hvaða leið er hagkvæmust í því'efni. ★ Tvær uppistöður fyrir ofan Búrfellsvirkjun virðast við fyrstu sýn æskilegastar. Ber þar fyrst að nefna uppistöðu við ós Þórisvatns, sem ætti að gera þegar þörf verður á við- bótarvatnsmagni við Búrfeil og það fjárhagslega hagkvæmt. Önnur uppistaða virðist æskileg við Fossölduver í Fossá fyrir ofan Hengifoss. Hafa þó aðeins farið fram almennar athuganir á því. Ef úr því yrði yrði vatnið í Fossá I stað þess að falla í Háafossi niður f Þjórsárdal lát- ið fara í jarðgöngum austur í upptök Rauðár og þaðan ieitt í skurði út í Þjórsá fyrir ofan Búrfellsstífluna. Síðan mætti nota vatn hvort sem er frá uppistööu f Þóris- vatni eða Fossölduveri til að bæta upp vatn sem tapast við útskolun á ís, sem og til að bæta upp lítið vatnsmagn í Þjórsá á öðrum tímum. Rann- sóknum á þessu þarf að halda áfram til þess m.a. að ákveða hvora þessara uppistöðu skuli gera fyrst og áætia hvaða tfmi verði hentugastur til þeirra framkvæmda. Með frekari virkjunum og stíflugerðum í Þjórsá fyrir ofan Búrfellsvirkjun mun með tfman um draga úr ísmyndunum í Þjórsá. Til dæmis mun fram- kvæmd eins og sú að veita Köidukvfsi i uppistöðu f Þóris- vatni stöðva allt ísrennsli það- an og hindra að ísmyndun í neöri hluta Köldukvíslar fari út í Þjórsá. Eftir því sem Þjórsá veröur þannig virkjuð meira með tímanum eftir því munu ísvandamál árinnar minnka og verða smávægileg að lokum. Þetta kæmi fyrst og fremst að gagni viö Búrfeilsvirkjun, sem er staösett neðst. ★ Nokkur ís getur komizt inn í Bjamalækjartjörn og annað hvort legið þar eftir eða runnið í áttina að túrbínunum, þar sem honum verður fleytt framhjá þeim. Miðhluti aðrennslisskurð- arins verður dýpkaður, svo vatn ið geti komizt áfram eftir þeirri miðrennu ef ísinn ætlaði að mynda fsbrú í aðrennslisskurð- inum. Vatnið, sem rynni undir a slíka ísbrú gæti borið með sér nokkurn ís, og það af honum sem yrði ekki fjarlægt við flóð- gáttina við Sámsstaðaklif gæti farið að meinlausu f gegnum túrbínumar með sama hætti og nú er gert við Laxá og Sogs- virkjanir. Það er mikilvægt atriði, að jafnvel við mestu ísmyndunar- skilyrði í Þjórsá frýs megin- hluti vatnsins í henni ekki, heldur rennur áfram til sjávar Og það er verkefnið í sam- bandi við Búrfellsvirkjun, að nýta þetta vatnsmagn til fulln- ust til orkuframleiðslu. Þetta nettórennsli sem hægt er að vinna orku úr, jafnvel við mestu fsmyndun f Þjórsá, mun samt verða minna en afkasta- geta rafmagnstúrbínanna tiltolu lega mjög stutt en mismun- andi löng tfmabil frá til árs. Sams konar ástand mun mynd- ast á öðrum tímum árs, þegar vatnsrennsli er minnst í fljót- inu. Þörfin fyrir varavatnsorku til að jafna rennslið er algeng við raforkuver um allan heim. Það sem er óvenjulegt við Búr fellsvirkjunina er að þar stafar þetta af ísmyndun en á flestum öðrum stöðum stafar það af þurrkatímabilum. J^ýlega hefur Landsvirkjunin birt skýrslur, sem henni hafa borizt frá verkfræðilegum ráðunautum hennar, Harza En- gineering Company Internation- al, um ísamál Búrfells. Meö henni fylgja skýrslur frá til- raunastöðinni í Þrándheimi og dr. Gunnari Sigurðssyni. í þess- um skýrslum er gerð grein fyrir þeim ísvandamálum, sem við er að glíma við virkjunina, þeirri leið, sem valin hefur ver- ið til að mæta þessum vanda- málum og þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið til að sannreyna þá lausn, sem valin var. Þær ráöstafanir, sem gerðar ■ verða til að mæta ísvandamál- Á unum eru valdar með fullri vit- und um þau vandamál, sem við er að giíma og gefa athuganir norsku ísafræðinganna ekki til- efni til að víkja frá þeim þar sem ekkert óvænt kemur fram í skýrslu þeirra. Það hefur ekki munu draga úr ísmagninu, sem berst að virkjuninni. Eftir því, sem virkjanir og miðlunarmann- virki í sambandi við þær veröa byggðar ofar í ánni, mun ís- magnið minnka jafnframt því að vetrarxennslið eykst. 2. Miðað við þær aðstæður, sem eru í ánni í dag þ. e. a. s. án miðlunar eða aögeröa til að draga úr ísmagninu, þá sýna rannsóknirnar í Þrándheimi að hægt er að fleyta öllum ís, sem berst niður ána yfir stíflur og áfram niður í Þjórsá. 3. Lítið rennsli í Þjórsá sam- fara miklu ismagni og þörf á vatni til útskoiunar á ísnum leiðir óhjákvæmilega af sér að draga veröur stöku sinnum úr afköstum Búrfellsvirkjunar. Úreikningar byggðir á nýjustu líkingum dr. Deviks um ísmynd- anir í íslenzkum ám sýna, að orkuskortur 105 MW Búrfells- virkjunar með orkusölu til ál- bræðslu og án miðlunar eða aö- Aðrennsliskróin vlð vesturbakka Þjórsár. Hér safnast ísinn saman. Sé ísinn tiltölulega iftill verður hann látinn fljóta til hBðar niður Bjamaiækjarskurð, sé ísmyndunln mikil verður flóðgátt innst I krónni opnuð og ísnum hleypt niður fyrir stífluna. Myndin tekin af likani tækniháskólans í Þrándhelmi. útrýma allri ísmyndun ofan Búr fells enda slíkt ógerlegt vegna kostnaðar heldur að tryggja not endum sínum örugga raforku eftir þeim leiðum sem hagkvæm astar eru. Að því er stefnt með Búrfellsvirkjun og þeim ráð- stöfunum, sem ráöunautar Landsvirkjunar leggja til að gerö ar verði til að mæta ísvanda- málunum. Niðurstöður ráðunautanna í höfuðdráttum þessar: 1. Framkvæmdir þær, sem fyr irhugaðar eru þegar á fyrsta virkjunarstigi til að minnka kæli flöt Þjórsár ofan við Búrfeil, ísmagnið yrði frá 9 til 15 GWh á ári fyrstu þrjú starfsár virkj- unarinnar eða rúmlega 1% af áætlaöri heildarorkusölu Lands- virkjunar. Ástæða er til að ætla að þessir reikningar séu um of varkárir og orkuskorturinn verði mun minni. Eftir að virkj- unin hefur verið stækkuð og mið'lun fengin úr Þórisvatni mun orkuskortur við virkjun- ina einnig verða lítill. 4. Hægt er aö tryggja öllum notendum ótruflaða orku þeg- ar á fyrsta virkjunarstigi þ. e. a. s. frá 105 MW virkjun án miðlunar og með orkusölu til Um ísvandamál Þjórsár og þá lausn sem nú er fundin seg ir m.a. svo í skýrslu Harza Eng ineering Co. Það er álit okkar, að fyrir- komulag það sem nú er gert ráð fyrir á mannvirkinu verði mjög vel til þess fallið að leysa ís og sandframburðar-vandamál in í sambandi við Búrfellsvirkj- unina. Við búumst við, að hægt verði að gera enn frekari úr- bætur þegar reynsla fæst á starfsrækslu stöðvarinnar, þar sem tilraunir þær sem gerðar hafa verið með líkönum sýna að eins heildardrætti, en hafa þó verið mikilvægar til að vísa á réttu fyrirkomulagsleiðina til lausnar vandanum. En það er enn erfitt að fá þá reynslu í starfrækslunni, sem mun gera kleift að fá fyllstu nýtingu allra tækja og aðferða við að skilja ísinn frá vatninu og með því að tapa sem minnstu vatns- magni við þær aðgerðir. Það vatn sem tapast við það að fleyta ís yfir stíflu eða þegar opna verður flóðgátt til að hleypa ís niður fyrir stfflu álbræðslu, þó ekki sé reiknað meö neinum aðgerðum ofar í ánni til að minnka kæliflötinn og þó ekki sé reiknað meö meira varaafli en gert hefur verið hingað til þ. e. a. s. þeim 35 MW, sem fyrir hendi verða í haust að -viðbættum 20 MW í gastúrbínustöð, Þetta á við jafnvel þó engu vatni væri veitt úr Þjórsá til virkjunarinnar í þrjá daga samfleytt. Þegar virkj unin verður stækkuð og miðlun gerö í Þórisvatni, er að sjálf- sögðu hægt að tryggja nægilegt rennsli í Þjórsá bæði til orku- framleiðslu og útskolunar á ís, jafnvel þó virkjunin sé stækk- uð-upp í 210 MW. Til öryggis er þó engu að sfður reiknað með einni 20 MW gastúrbínu- stöð til viðbótar, en þessar stöðv ar gegna einnig því hlutverki að vera til vara við bilanir á límun, vélum og tækjum. n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.