Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 2
VARÐ HEIMSFRÆG ÞRJÁR KVIKMYNDIR ★ Fyrir fjórum til fimm árum síðan var Julie Christie þver- móðskufullur „bítnikk“, sem gekk um götur Lundúnaborgar með vindsæng undir handleggn um, og lét sig dreyma um að komast að hjá leikhúsunum. Hún hafði engan fastan sama- stað og var mjög lík að öllu leyti öðru ungu fólki, sem bar sömu hugsanir í brjósti. Henni geðjaðist ekki að reglusömu lífi, en tók í hnakkadrambið á sjálfri sér og lét innrita sig i leikskóla. Þegar hún ætlaði svo að fá sér vinnu, stöðvaðist allt, hún var of gelgjuleg, hafði ekki nógu mikinn kynþokka og var of lítilfjörleg í útliti fyrir leik- sviði, eða það fannst forstöðu mönnum Ieikhúsanna í London. En árið 1963 fékk hún samt sem áður kvikmyndahlutverk, sem hún hafði um 130 þúsund krónur upp úr. Aðeins tveim árum sfðar fékk hún yfir hálfa sjöttu milljón króna fyrir eitt af aðalhlutverkunum í „Dr. Zhivago". Julie bar með sér ferskan, nútímalegan og frjálslegan munaðarblæ, sem ásamt góðri greind er að gera hana að tákni kynþokka sjötugasta tugs aldar- innar fyrir kvikmyndagesti alls heimsins. Hún verður 25 ára í apríl og fæturnir eru enn renglulegir. En ungfrú Christie er stúlkan sem gerir og segir þaö sem henni þóknast. Þegar hún var í Banda ríkjunum hneykslaði hún fólk óskaplega meö því að segja án nokkurra vafninga að hún liföi í synd, með síðhærðum strák heima í London. Sá síðhærði heitir Don Bessant og er jafn gamall henni. Hann er mynd- listarmaður en er vanur að sinna bréfberastörfum til þess að fá sér aukapening. Þau kynntust einn morguninn, þeg- ar hann kom með bréf til Julie. En Julie hugsar ekki um aö gifta sig. — Til þess að ganga í hjóna- band verður maður að hafa sér- staka hæfileika aiveg eins og þegar maður skrifar bækur eða semur tónlist. En greinilega hefur hún aðra hæfileika. David Lean, heimsfrægur leik stjóri „Dr. Zhivago": — Hún er ein bezta leikkona, sem ég hef stjómaö. Ingrid Bergman: Hún hefur mestan persónuleik að bera af öllum ungum leikkonum sem nú eru uppi. Dirk Bogarde, meðleikari hennar í einni kvikmynd henn ar: — Hún hefir meiri aðdráttar- afl en nokkur önnur leikkona sem ég hef leikið á móti í hin- um 45 myndum mínum. Julie sjálf lætur þetta ekki stíga sér til höfuðs. Hún veit að fyrsta reynslukvikmyndin sín var slæm og að hún fékk tæki- færiö árið 1963 aðeins vegna þess að önnur stúlka varð veik. Hún efast um aðdráttarafl sitt. í „Darling” annarri stór- mynd, sem hún hefur leikið í, háöi leikstjórinn John Schlesing er harða baráttu við hana áður en hann fékk hana til þess að taka þátt f senu þar sem hún átti að afklæðast að einhverju EFTIR Julie og kærastinn leyti og í senu þar sem hún átti að syngja. Það var ekki af stolti sem hún var í vafa, heldur vegna þess að hún var hrædd um að hinn granni líkámi sinn myni ekki uppfylla óskirnar um kynþokkann. Julie Christie hefur öðlazt heimsfrægð á aðeins þrem kvik myndum. Eftir Dr. Zhivago fær hún aðalhlutverkið í kvikmynd Tuffauts „Fahrenheit 451“. Minkur með meiru Minkurinn vinnur að sögn stöðugt á í sölum alþingis. Fari að útliti í því máli verður þess ekki langt að bíða -JS upp rísi veglegir minkagarðar í hverju byggðalagi. Því að miklar sögur ganga af því hve minkarækt sé ábatasamur atvinnuvegur .. .og er að minnsta kosti látið svo heita, að þama sé leið fundin til að byrgja landið svo upp af gjaldeyri, að ef til vill megi fjór falda þá upphæð, sem hver ferðamaöur fái handbæra til aö eyða erlendis í það, sem hann getur ekki tekið með sér heim. Nú er vitað að við okkur blasa aðrar leiðir til gjaldeyrisöflun- ar, jafnvel öruggari og auð- famari, og má því undarlegt heita hve minkaeldismenn sækja mál þetta af miklu of- forsi... þykjast margir vita, aö þama liggi einhver fiskur und ir steini. Sem og er... það er nefnilega allt annað en gjald eyrisöflunin sem þarna er um að ræða, þó að vandlega sé var ast á láta í það skína, enda feimnismál... Eins og allir vita varð minkaræktin héma á árun um til þess að skapa nýjan at- vinnuveg, sem varð mörgum drjúg tekjulind — að minnsta kosti þangað til viðkomandi em- bættismenn þjóðarinnar læröu að þekkja í sundur hin aðgrein anlegu skott skepnunnar,. Það er ekta frá óekta, og þau á- kvæði voru sett, að því aðeins fengju menn sína fúlgu úr ríkis sjóði að skottiö sæti fast á með fylgjandi skinni. Þar með var gerviskottaframleiðslan úr sög- unni sem heimilisiðnaður ... og þar sem öflun minkaskinna er bundin því skilyrði sem stendur að menn veiði minkinn og drepi hvað er tafsamt verk, eru þetta ekki nein uppgrip. Með stofn- setningu minkagarðanna ger- breytist viöhorf allt í þessum atvinnuvegum ... ríkisstjórnin er fyrirfram skuldbundin að kaupa hvert minkaskinn háu verði, svo að minkaeldismenn eiga ekki neitt undir erlendum markaði. Að vísu eru greiðslur úr ríkissjóði bundnar því skil- yrði aö skinnið sé af villimink — en því er til að svara, að minkur er alltaf villtur og verö ur ekki taminn þótt í búri sé. Þá gæti ríkisstjómin sett þau skilyrði, að minkurinn væri sannanlega drepinn „utan- garðs“ — en það skilyrði er einkar auðvelt að uppfylla. Og yrði farið út í það að krefjast drengskaparyfirlýsingar með hverju skinni — þá yrði eyöu- blaðaprentunin aukin atvinna og undirskriftin gæti gengið fljótt fyrir sig, menn hafa æfinguna eftir að hafa undirritað skatt- framtalið .. . Hugsanlegt er að þess yrði krafizt, að holunni væri skilað með skinninu, en slík minkaholusjónarmið mundu ekk' neinni ríkisstjórn sæmandi . 'íem sagt, minka- eldið er atvinnuvegur sem ekki getur brugðizt... Kári skrifar: Syndandi æska unglinga-sundmóti í Sund- höllinni fyrir helgi var líf og fjör. Þarna var mætt til leiks heilbrigð æska úr Reykjavík, Akranesi, Keflavík, Hafnarfirði og Selfossi og þreytti sund- keppni af glæsileik. Þetta voru aldursflokkar frá 10 ára upp í 16 ára, vel gert ungviði að því er virtist, sem sýndi margt mikla leikni í þessari tignar- legu íþrótt. Einkum var áber- andi, hvað telpurnar voru sprækar og þróttmiklar í flug- sundinu og baksundinu, og sum ar hverjar líklegar til mikils frama f sundlistinni. Þama var fyrrverandi yfirlögregluþjónn, Erlingur Pálsson á laugarbarm- inum, snöggklæddur, ólgandi af áhuga og innlifun, en hann hefur verið yfirdómari á flest- um meiriháttar sundmótum hér og annars staðar á landinu síð- an 1910. Sjálfur er hann þekkt- ur sundgarpur og vann hér áö- ur fyrr hvert afrekið á fætur ööru, t.d. Drangeyjarsundið, Viðeyjarsundið. Til skamms tíma synti hann á hverjum morgni í sjónum á hvaða tíma árs sem var. Hann er einn af þeim, sem viöurkennir ekki ell- ina, heldur aðeins æskuna, m. ö.o. lífiö. Sundið og raunar fleiri íþróttir eru hans vín, ef svo mætti segja. Æskan. þessi syndandi íslenzka æska, sem enn virtist ekki vera orðin fél- agsheimilum og öðrum óhugn- aði að bráð, fyllti andrúmsloft- ið í Sundhöllinni af ómengaöri orku. Þegar horft var á keppn- ina, sannfærðist maður um orð amerísks læknis, sem var hér á ferð fyrir fáum árum: „Hvergi í heiminum hef ég séð hraust- legri börn og táplegri unglinga en á íslandi". Hinsvegar verður að muna, að góður gripur er vandmeðfarinn, og það er hart, ef þeir fullorðnu beinlínis stuðla að því að gera þessi blessuöu böm og blessaða unglinga svo óhamingjusöm, að þau leiðast út i hverja vitleysuna á fætur annarri eins og raunin er á í allt of mörgum tilfellum. Magasár Einn tíðasti og hvimleiðasti sjúkdómur, sem herjar á nú- timafólk, er magasár og maga- bólgur. Fyrir nokkrum árum voru sjúklingar lagðir undir hníf tafarlaust og skorinn burt obbinn of maganum. Nú er hins vegar farið rólegar í sakirnar, því að reynt er að græða sáriö með meðölum, matarkúr og meö því að láta sjúklinginn lifa skynsamlegu Iífemi. Flestum skynugum læknum er illa við að skera upp við magasári af þeirri ástæðu, að komið hefur í ljós, að sálrænar verkanir upp skurðsins geta verið á ýmsan hátt. Ennþá vita læknamir ekki, hvaða breytingar í skapgerð og tilfinningalífi magasjúklings slíkur uppskurður getur orsak- að. Jafnvel hefur þeim sumum dottið í hug, að með því að skera burt stóran hluta af mag anum, fari jafnframt talsvert af samvizkunni um leið. En þetta er aðeins getgáta. AIls konar taugar liggja við magann og stendur ekki einhvers staðar, að leiðin að hjarta mannsins liggi gegnum magann. Svo mik ið er víst, að menn, sem fá gott að borða, eru yfirleitt ánægðari með lífið en aðrir menn. Þetta er einfaldur sannleikur. En af hverju stafar magasár? Talið er, að þessi líkamlega meinsemd stafi af áhyggjum og nagandi kvíða, af samvizku- semi i starfi sem þó veldur yfir leitt of háum blóðþrýstingi — ennfremur af særðum metnaöi og alls konar nábitum í sálar- lífinu. Auðvitað liggur því bein ast við, að gera einhvers konar „uppskurð" á sálarhróinu, ef hægt er að koma því við, áöur en freistazt er að lækna maga- sár með uppskurði eða matar- kúr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.