Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 22. marz 19@6 Eldur í risíbúð í Steinugerði Á sunnudag um kl. hálf fimm síðdegls, var slökkviliðið kvatt að Steinagerði 7 í Smáíbúðahverfinu, en það er einnar hæðar hús með íbúð i risi. Að því er lögreglan tjáði Vísi, voru menn að vinna að breytingum á rishæðinni, en skruppu frá í kaffi rétt áður en eldurinn kvikn- aði. Hafði einn starfsmanna hengt úlpu á logandi rafmagnsperu sem hékk á vegg og skildi hana eftir þegar hann fór til kaffidrykkjunn- ar. En úlpan hefur sýnilega hitnað smám saman unz það kviknaði í henni. Varð fólk þess fljótt vart að kviknaði var í og gerði slökkvilið- inu þegar í stað aðvart. Er það kom á staðinn var mikill reykur á rishæðinni en eldur ekki að ráði, enda var hann fljótt kæfður. Skemmdir urðu þó nokkrar bæði '| af eldi og reyk, en ekki sízt af vatni, sem olli einkum skemmdum á neðri hæðinni. í fyrrinótt var slökkviliðið gabb- að inn f Blesugróf. Klukkan langt Framh. á bls. 11 Vlð boröið fremst t.h. verkfr. Landsvirkjunar Jóhann M. Maríusson og Rögnv. Þorláksson og standandl Gunnar Sigurðsson. Einnig sjást Ilalldór Jóhannesson, skrifstofustj. og Jóhannes Nordal, formaður stjómar Landsvirkjunar, Eiríkur Briem framkv.stj. Lægstu tilboð í rafula Búrfellsvirkj- unar frúJapan, Svíþjóð og V. Þýzkal. í gær voru opnuð tilboð í raf ala Búrfellsvirkjunarinnar. Til- boðin, sem borizt höfðu voru 21 að tölu frá 11 löndum m.a. frá Japan, Italíu, Svíþjóð, Þýzka landi, Sviss, Noregi, Bretlandi, Spáni o. fl. Tilboðin virðast vera all mis jöfn og allt að því helmings munur á lægstu og hæstu til- Reynt bílum að bleypa stórum yfír fjallvegi / dag — en stórhríð í oðsigi og búizt við að vegir Bokist jafnóðum Vegagerð ríkisins ætlaði í morg- un að reyna að opna fjallvegi þá sem iokuðust um helgina, en það voru fjallvegir á Snæfellsnesi, Brattabrekka og Holtavörðuheiði. Tvísýna var þó talin á að það myndi heppnast nema fyrir stærstu bfla og var búizt við að slóðin myndi teppast jafnharðan aftur. Vísir átti í morgun tal við Hjör- leif Ólafsson hjá Vegagerð ríkisins og sagði hann, að útlitið væri yfir- leitt ljótt á öllum þessum fjallveg- um vegna hríðar, sem ýmist væri brostin á eða útlit fyrir að skylli yfir þá og þegar. Hjörleifur sagði að hríðarveður væri bæði á Fróð- árheiði og Kerlingarskarði, en þö Vilja fá útsölu I áfengis- Keflavík í vetur hefur mikið verið rætt um það manna á meðal í Kefla- vfk að áfengisútsölu yrði komið þar upp á staðnum. Hef ur ýtt undir þessar umræður að bæjarstjómarkosningar eru í vor og handhægt að hafa at- kvæðagreiðslu samtímis þeim um það hvort áfengisútsölu skuli vera komið upp í Keflavík eða ekki. Hefur bæjarstjórn- inni í Keflavík nú borizt áskor un frá 164 bæjarbúum um að opna áfengisútsölu þar á staðn- um. Verður málið tekið fyrir á bæjarstjómarfundi í dag og þá ákveðið hvort efnt verður til atkvæðagreiðslu um það, og þá í sambandi við bæjarstjómar- kosningarnar í vor. Ekki hefur verið almenn und irskriftasöfnun í Keflavík út af þessu máli heldur hafa nokkrir listar verið látnir liggja frammi á vinnustöðum, og þeir sem á- hugsa hafa haft á málinu, skrifað sig á þá. Engin áfengisútsala hefur nokkru sinni verið í Keflavík, en einu sinni áöur hefur verið efnt til almennrar atkvæða- greiðslu um þaö hvort útsölu skyldi komið á fót, var það árið 1958 og var þá málið fellt. Framh. á bls. 11 myndi verða reynt að ryðja báða fjallvegina til að hleypa stórum bflum í gegn, er biðu þess að kom- ast yfir heiðarnar. En þótt það Framh. á bls. 11 boðunum. Tilboðslýsingin er í mörgum liðum en veigamestir em þrír liðir, einn um tvo risa rafala 38.889 kv. með 300 snún- inga á min., einn um varastykki í rafala og svo liður um við- bótatilboð í fjóra rafala að auki, sem Landsvirkjun æskir að hafa frjálsar hendur um, hvort keyptir verði innan fjögurra ára eöa ekki. Það er nokkrum erfiðleikum bundiö aö bera tilboðin saman á þessu stigi máls, þar eö sum þeirra hljóða upp á ýmsa sér- skilmála og einnig er í þeim mörgum ekki gert tilboð f alla liðí útboöslýsingarinnar. Lægstu tilboöin virðast að því að bezt verður séð frá fyrir tækinu Mitsui í Japan, ASEA í Svíþjóð og AEG í Þýzkalandi. Eru þessi tilboð um 28—34 milljónir í þrjá rafala fyrir 105 þúsund kva stöð. Auk þess kom mjög lágt til- boð frá japanska fyrirtækinu Mitsubishi, en ekki er enn vitað hversu hagkvæmt það er, þar eð ekki hefur komið fram að hve miklu leyti flutningskostn aöur sé innifalinn í tilboðsupp hæðinni. Öll fyrrgreind tilboð eru lægri en áætlanir stjórnar Landsvirkj unar reiknuðu með. Harza Engineering Company sá um gerð útboðsins, en það var boðið út á alþjóðlegum vett- vangi og er árangurinn 21 til- boð frá 11 löndum auk þess sem tekiö verður við þeim til- boöum, sem sannanlega hefðu komizt í póst fyrir daginn í gær. Sérfræðingar Landsvirkjunar munu nú taka þessi tilboð til athugunar og mun þess varla langt að bíða, að uppvíst verði, hvaða tilboði verði tekið. HELGA MEÐ 50 LESTA MEÐALAFLA í 9 RÓÐRUM M.b. Helga kom í morgun til Reykjavfkur af Breiðafjarðarmiö- um með 60 lestir. Var þetta tveggja nátta fiskur. — Hún hefir komið með mest 71 lest úr róðri nú á vertíðinni, og eitt sinn kom hún að með 64. Þetta var níundi róður Helgu á vertíðinni og hefir afli hennar í þeim numið samtals rúmum 450 lestum eða 50 lestum að meðaltali í róðri. Sex Skagabátar komu að í gær kvöldi með samtals um 100 lestir. Reykjavíkurbátar af nálægari mið um voru með allt að 25 lestir hver. Veður hefir verið óstillt á mið- unum undangengna sólarhringa. Loðnubátar eru í höfnum eða í vari. Norðaustan stormur og éljagangur var í morgun í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórnarkosningar verða í kaupstöðum ogkauptúnum 22. maí Nú fer að nálgast bæjarstjóm arkosningar, en hinn 22. maí n.k. eiga að fara fram bæjar- stjómarkosningar f öllum kaup- stöðum og kauptúnum. Mánuði síðar eða 26. júnf fara fram sveitarstjórnarkosningar í öllum þeim hreppum þar sem kauptún eru ekki. Kjörskrá skal leggja fram tveimur mánuðum áður en kosningar fara fram, og skal hún því lögð fram i kaupstöðum og kauptún- um frá og með deginum f dag. Eiga bæjarstjómir að auglýsa hvar hún liggur frammi og allir hafa aðgang að henni. Kærur út af kjörskrá skulu hafa borizt bæjarstjómum fyrir 1. maf. Framboð f bæjarstjórnarkosn- ingunum eiga að berast fyrir 20. apríl. Hagstofa íslands hefur nú gert yfirlit yfir fjölda þeirra manna sem nú eru á kjörskrá. Kemur f ljós aö í Reykjavík eru nú á kjörskrá 45,623 en voru 41,715 árið 1962. I Reykjavík og kaupstöðunum samanlagt eru nú á kjörskrá 73,409 en voru áriö 1962 sam- tals 66,485. í kauptúnahreppunum sem eru 39 talsins eru nú 14,987 á kjörskrá en áriö 1962 voru 13,277 á kjörskrá. Kauptúnahreppamir sem kjósa á í 22. maí eru þessir: Grindavfkurhreppur, Hafna- hreppur, Miðneshreppur, Gerða- hreppur, Njarðvíkurhreppur, Garðahreppur, Seltjamames- Framh. á bls. 11

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.