Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 5
VfSIR . Þriðjudagur 22. marz 1966.
utl'ön'd í 'úcppjn
U'—
moríun
útlcnd í mop^THi
Stórsigur fímskra jafnaSarmanna
Fengu 56 þingsæti og eru nú stærsti flokkur lundsins
Spámar um stórsigur jafnaðar-
manna í þingkosningunum í Finn-
landi rættust, því að þeir bættu
við sig 17 þingsætum og hafa nú
55 þingsæti og eru stærsti flokkur
þingsins. Simonitar bættu við sig
4 þingsætum. Hinir flokkamir
misstu fylgi. Borgaraflokkamir,
Miðflokkurinn, íhaldsflokkurinn og
Sænski flokkurinn. Kommúnistar
töpuðu 5 þingsætum. Kjörsókn var
mlkil.
TÓBAKS- OG
SÆLGÆTISVERZLUN
Til sölu tóbaks og sælgætisverzlun nálægt
miðbænum.
FASTEIGNAMIÐSTÓÐIN Austurstræti 12
Símar 14120 og 20424. Kvöldsími 10974.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Vil taka á leigu 2ja herb. íbúð sem fyrst. Fyrir-
framgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 10106.
þ i n g s j á V í s i s
Jafnaðarmenn unnu mikið á í
Helsinki og bættu þar við sig 3
þingmönnum, höfðu áður 4. Fylgi
jafnaðarmanna reyndist talsverð-
um mun meira en búizt hafði verið
við og spáðu þó allir þeim fylgis-
aukningu.
Þetta er í annað skipti sem
verkalýðsflokkamir fá hreinan
þingmeirihluta.
Jafnaðarmenn hafa verið í litlum
metum hjá sovétstjóminni og var
vikið að þv£ f brezka útvarpinu, að
hinn glæsilegi sigur jafnaðar-
manpa, kynni að hafa óheppileg á-
hrif á stjórnmálalega sambúð við
Sovétríkin, en þó var því við bætt,
að viðhorf sovétstjómar til
finnskra krata hefði breytzt til
batnaðar.
Fengu 56 þingsæti.
— Ummæli Virulainen.
Johannes Virulainen forsætisráð-
herra sagði í morgun að verkalýðs-
flokkamir myndu að sjálfsögðu
mvnda stjórn eftir hinn mikla sig-
þingsjá Vísis
ur jafnaðarmanna, en Rafael
Paasio, leiðtogi jafnaðarmanna,
hefir þegar gefið í skyn, að slík
stjóm myndi vart geta sigrazt á
þeim efnahagslegu vandamálum,
sem Finnar vrðu að horfast í augu
við, og kvaðst hann mundu leitast
við að koma því til leiðar að mynd-
uð verði stjórn á eins breiðum
gmndvelli og unnt sé.
Jafnaðarmenn unnu — sam-
kvæmt seinustu fréttum — 18
ný þingsæti, og hafa því 56, en
Kommúnistar misstu 5 og hafa
42.
Socialistisku flokkamir þrír hafa
samtals 105 þingsæti, en aðrir
flokkar 95.
► Dean Rusk utanríkisráðherra
Bandarikjanna sagði i gær, að
nauðsynlegt væri að 15 NATO-
löndin verði að hafa áfram sam
eiginlegt og samræmt varna- (
kerfi, því að ekki sé hægt að
spá neinu um hvenær öll hætta
úr austri sé liðin hjá.
heims'
horna
milli
► Þaö kom fram í ræðum
flokkslelðtoga Verkam.flokks-
ins og íhaldsflokksins á Bret-
landi i gær, að þeir hafa ekki á-
huga á að hefja samkomu-
lagsumleitanir um aðild Breta
að Efnahagsbandalagi Evrópu,
nema tryggt verði, að ekki
verði beitt neitunarvaidi gegn
aðildinni.
& Að minnsta kosti 12 herfylki
frá Norður-Vietnam em nú
sunnan 17. breiddarbaugs.
Komu þau til S.V. „Ho-Chi-
Minh-leiðina“.
► NTB-frétt frá Kaupmanna-
höfn hermir, að Paiie F. Sören-
sen sem varð 4 lögreglumönnum
að bana 18. september hafi ver-
ið dæmdur í ævilangt fangelsi.
þingsjá Vísis
FramkvæmdasjóBur Islaads til umræðu
Bjami Benediktsson, forsætis-
ráðherra, mælti í gær fyrir stjóm
arfrumvarpi um Framkvæmda-
sjóð íslands, Efnahagsstofnun og
Hagráð. Rakti hann fyrst tilgang
þann, er var með stofnun Fram-
kvæmdabanka
íslands. Sagði
hann, að tilgang
ur með stofnun
hans hefði ver-
ið að auðvelda
lántökur vegna
ýmissa fram-
kvæmda. Bank-
inn hefði einnig átt að vera til
ráðuneytis ríkissjórninni um ýmis
mál. Jafnframt var honum heim-
ilt að eiga og verzla meö hluta-
bréf.
Ráöherra sagöi, að samvinna
sú, er gert hefði verið ráö fyrir
í lögum að hefði átt að vera
milli Framkvæmdabankans og
Seðlabankans hefði ekki komizt á
að minnsta kosti ekki í því formi
og gert var ráð fyrir. Forsætis-
ráðherra sagði, að með þessu
frumvarpi væri lagt til að Fram-
kvæmdasjóður íslands heföi aö-
eins viðskipti við lánastofnanir,
en veitti ekki lán til félaga og ein
staklinga eins og gert hefði verið
áður. Ljóst mætti vera af frum-
varpinu aö stjórn sjóðsins hefði
öll ráð í hendi varðandi lánamál
hans.
Eysteinn Jónsson (F) ,sagði, að
með þessu frumvarpi væri ekki
gert ráð fyrir neinum stórvægi-
legum breytingum á lánamálum
stofnlánasjóð-
anna við fyrstu
sýn, frá því,
sem nú væri.
Ræðumaður
sagði, að vafa-
samt væri aö
taka fyrir lán
frá Fram-
kvæmdasjóðnum til félaga og ein
staklinga eins og frumvarpið
gerði ráð fyrir. Væri nauösyn-
legt aö sett yröu ákvæði, er heim
iluðu lánveitingar til einstaklinga
og félaga, sem ekki ættu aðgang
að stofnlánasjóðum.
Lúðvík Jósepsson, (K) sagði, að
aðalbreytingin sem í frumvarpinu
fælist, væri að færa verkefni og
valdsvið Framkvæmdabankans yf
ir á Seðlabankann ’og væri sú
stefna að sínu áliti röng og mjög
óheppileg.
Um Framkvæmdasjóðinn sagði
ræöumaður, að hann gæti eflaust
gert nokkurt gagn. Hann væri aðal
lega á móti því aö draga Fram-
kvæmdabankann inn á valdsvið
Seðlabankans, af því væri þegar
komiö nðg.
Bjami Benediktsson, forsætis-
ráðherra, þakkaði ’indirtektir
ræðumanna við frumvarpið. Sagði
hann, að athugasemdir Eysteins
Jónssonar væru athyglisverðar
og þess verðar að vera teknar til
gaumgæfilegrar athugunar í
nefnd. Aftur á móti væru athuga
semdir Lúðvíks Jósepssonar aö
mestu byggöar á misskilningi.
Meö þessu frumvarpi væri ekki
ætlast til aö Seðlabankinn ann-
aðist sérstakar lántökur fyrir
Framkvæmdabankann. Aftur á
móti tæki stjóm Seðlabankans
engar ákvarðanir um lántökur til
Framkv.sjóðsins, heldur væru þau
mál alveg í höndum stjómar
Framkvæmdasjóðsins. Aðalbreyt-
ingin er í frumvarpinu fæíist væri
sú, að Framkv.bankinn gæti ekki
veitt lán til félaga og einstakl-
inga.
Einnig sagði forsætisráðherra.
að þaö væri saméiginleg reynsla
allra að ekki væri heppilegt aö
margir aðilar væru aö leita eftir
lánum erlendis á vegum rikis-
ins. Hefði það beinlínis í mörgum
tilfellum oröið til trafala. Þess
vegna væri eðlilegast að lánsfjár-
öflun hins opinbera erlendis væri
sem mest í höndum eins aðila og
væri eðlilegast, að Seðlabankinn
færi með þau mál fyrir ísl. ríkið.
Hannibal Valdimarsson (K) mælti
mjög á sama veg um frumvarpið
og flokksbróðir hans Lúðvík
Jósepsson hafði gert. Sagði hann
jafnf’ramt að því væri mjög handa
hófskennt ráðstafað, hverjir sætu
í Hagráöi. Einnig tóku aftur til
máls við umræðurnar þeir Bjarni
Benediktsson, forsætisráðherra,
og Eysteinn Jónsson. Frumvarp-
inu var síðan visað til 2. umræðu
og fjárhagsnefndar.
Fiskveiðasjóður
íslands.
Eggert G. Þorsteinsson, sjávar-
útvegsmálaráðherra .fylgdi úr
hlaði stjómarfrumvarpi um Fisk-
veiöasjóð íslands. Sagði ráðherra,
að frumvarpið gerði ráð fyrir sam
einingu Stofnlánadeildar sjávar-
útvegsins og Fiskveiðasjóðs ís-
lands í einn sjóð, sem nefndist
Fiskveiðasjóöur Islands. Ráöherra
sagði aö oft hefði verið rætt um
að sameina þessa tvo stærstu
lánasjóði sjávarútvegsins og hefði
fyrsta sporið i þá átt eiginlega ver
ið stigið 1961, er lausaskuldum
sjávarútvegsins var breytt í föst
Ián á vegum stofnlánadeildarinn
ar. Sameining þessara tveggja
stærstu lánasjóða landsins í einn
öflugan sjóð hefði í för með sér,
að auðveldara væri að koma viö
hagkvæmari skiptingu ráðstöfun-
arfjárins milli hinna einstöku
greina sjávarútvegsins, en þarfir
þeirra væru breytilegar frá ári til
árs. Umræðu um málið var siðan
frestað til kvölds.
Ríkisreikningurinn o. fl.
rætt í efri deild.
Sveinn Guðmundsson (S) mælti
fyrir nefndaráliti menntamála-
nefndar efri deildar um frumvarp
um matreiðslumenn á skipum.
Nefndin leggur til að frumvarpiö
verði samþykkt, enda allar um-
sagnir er nefndinni hefðu borizt
verið jákvæðar.
Ólafur Bjömsson (S) mælti
fyrir nefndaráliti fjárhagsnefndar
um ríkisreikninginn fyrir árið
1964, en nefndin leggur til, að
hann veröi samþykktur.
Karl Krlstjánsson (F) gerði
nokkrar athugasemdir viö reikn-
inginn og sagöist ekki geta fellt
sig við, hvemig ríkið verði ein-
stökum fjárveitingum, þótt hann
stæði að nefndaráliti fjárhags-
nefndar Magnús Jónsson, fjár-
málaráðherra sagði að orsök þess
að útgjöld ríkissjóðs heföu farið
svo mjög fram úr áætlun árið
1964 væru vegna atvika, er Jiefðu
verið ókunn, er frá fjárlögum fyr
ir það ár hefði verið gengiö.
Breyting á
umferðarlögum.
Friðjón Skarphéðlnsson (A)
mælti fyrir nefndaráliti allsherj-
arnefndar efri deildar um breyt-
ingu á umferðarlögum Nefndin
skilaði sameiginlegi áliti og lagöi
til að frumvarpiö yröi samþykkt.
Jafnframt flutti nefndin nokkrar
breytingartillögur við frumvarpið
og voru þær allar samþykktar.
Eigna- og afnotaréttur
fasteigna.
Friöjón Skarphéðinsson (A)
mælti einnig fyrir nefndaráliti alls
herjarnefndar um frumvarp Ólafs
Jóhannessonar um eigna- og af-
notárétt fasteigna. Öllum þessum
frumvörpum var að lokinni um-
ræðu vísaö til 3. umræðu.
Ný mál
Nokkur ný mál komu fyrir Al-
þingi í gær. Lagt var fram stjóm-
arfrumvarp um breytingu á lög-
um um tollskrá o. fl. Gerir frum-
varpið m.a. ráð fyrir að lækka
tolla á húsum og húshlutum úr
timbri úr 60% og í 40%. Ingvar
Gíslason (F) og fl. bera fram til-
lögu til þingsályktunar um náms
laun, greiðslu skólakostnaðar og
fl. Ingvar Gíslason og Ólafur
Jóhannesson (F) bera fram tillögu
til þingsályktunar um listasöfn og
listsýningar utan Reykjavikur
Eysteinn Jónsson (F) Lúðvik
Jósepsson (K) Ólafur Jóhannes-
son (F) og Hannibal Valdimarsson
(K) bera fram þingsályktunartil-
lögu um vantraust á núverandi
ríkisstjórn. Einnig er komið fram
nefndarálit frá meiri hluta alls-
herjamefndar neðri deildar um
frumvarp til laga um hægri hand-
ar umferð, en meiri hlutinn legg-
ur til að frumvarpið verði sam-
þykkt. Meiri hluta nefndarinnar
skipa Birgir Finnsson (A), Ragnar
Jónsson (S) Ragnar Amalds (K)
Pétur Sigurðsson (S), Bjöm Fr
Björnsson (F) og Skúli Guðmunds
son (F).