Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 3
V I ? IR . Þriðiudagur 22, 'marz 196B, 3 / Kvennadeild Slysavamafé- lagsins í Reykjavík hefur löng- um verið einn öruggasti bak- hjarl slysavarnahreyfingarinn- ar. Þetta birtist í þvf, að það hefur löngum sýnt sig f félags- skap hér á landl, að konur eru duglegri og áræðnari en karl- menn í að beita sér fyrir fjár- söfnun til ýmissa nauðsynja- mála. Margar mannúðarstofnan ir eiga sér þá frumsögu, að það voru félög kvenna, sem gerðust brautryðjendur. Og í Slysa- vamafélaginu er það alkunna að Kvennadeildln í Reykjavík KYENNADEILDIN hefur safnað stórum fjárhæðum til styrktar slysavamamálum. Meðal sfðustu gjafa hennar til slysavarnamála hafa verið björgunarskýli á Vestfjörðum og nú fyrir nokkru kom það fram á aðalfundi deildarinnar að hún hafði á síðasta ári af- hent Slysavarnafélaginu um hálfa milljón króna. Á stærri myndinni eru talið frá vinstri: Guðbjörg Brynjólfs- dóttir, Hlíf Helgadóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttlr, Steinunn Guðmunds- dóttir, Sigríður Einarsdóttir, Gróa Pétursdóttir, Regína Bene- dlktsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Kristín Sæmundsdóttlr og María Hannesdóttir. ' ☆ Það er með ýmsum hætti sem Kvennadeildin aflar þessa fjár, með merkjasölu, með bingó og með kaffisölu. Ljósmyndari Vísis tók þær tvær myndlr sem hér birtast fyrir skömmu vestur í Slysavarnahúsi, þegar slysa- varnakonumar höfðu kaffi- sölu, þar sjást nokkrar kvenn- anna sem starfa i deildinni. Á minni myndinni em: Vlg- dís Ólafsdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir, Guðrún Eggerts- dóttir, Helga Halldórsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Svala Eggertsdóttir. ☆ — litið inn á sýningu Eiriks Smith i Bogasalnum Fyrir helgina opnaði Eiríkur Smith ISstmálari sýningu á nítján olíumálverkum i Bogasal Þjóðminjasafnslns. Sýndi Eirík- ur sfðast i Bogasalnum fyrir nær tveim árum síðan, í maí 1964, en hefur annars tekið þátt i fjölda samsýninga og haldið margar einkasýningar um ævina eða allt frá fyrstu sýningu sinni í Hafnarfirði árið 1948. Síðasta stóra sýningin var í Lista- mannaskálanum fyrir um fjór- um ámm síðan og var aðsókn þá svo góð „að fyllti skáíann“. Tíðindamaður blaðsins leit inn á sýninguna fyrir skömmu og var listamaðurinn þá nýbúinn að koma verkum síhum fyrir. Bar mikið á í sýningarsalnum á fimm stómm málverkum, — Þau em hvert um sig 2x2 metrar að stærð og þau stærstu, sem ég hef málað. Ég hefði eyði Iagt tveggja ára starf hefði ég ekki getað komið þeim út úr hús inu. Birtan er góð héma sagðl Iistamaðurinn um leið og hann leit í kringum sig ánægður á svipinn. Dökkir Htir og andstæða þelrra við þá skærari virðist við fyrstu sýn vera tjáningarform Iistamannsins núna og bera heiti málverkanna þess einnig vitni. „Rökkursaga“ er heiti fimm þeirra. — Já, ég hef alltaf verið mik- ið gefinn fyrir dökku litina og er „Rökkursaga“, sería mynda mál- aðra í rökkrinu, og Iistamaður- inn brosir. „Skammdegisströnd“ ber heitið vegna þess að ég hef verið að valsa um niðri f fjöru í skammdeginu. Ég labba heil- mikið og þá upplifir maður hitt og þetta. Málverkin verða til upp úr þeim hugmyndum, sem maður fær með því að vera úti, frá hrauni og fjöru, sagði lista maðurinn að lokum. Hugmyndir frá hrauni og f jöru

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.