Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 7
VlSIR . Þriðjudagur 22. marz 1966. Siðari hlufi erindis Þórhnlls Ás- geirssonar róðuneytissfjórn um íslnnd og Fríverzlunurbundulagið Tjá kem ég að fjármálum rík- isins og hvemig bæta megi ríkjssjóði væntanlegt tekjutap vegna tollalækkana. Að svo stöddu er erfitt að ræða það mál, af því að ekki er hægt að gera sér grein fyrir af hvaða stærðargráðu vandamálið er. Fyrst þarf að ákveða hversu langt er talið rétt að fara í heildarendurskoðun á innflutn- ingstollum. Á að takmarka tolla breytingamar eingöngu við þær lækkanir, sem leiða af þátttöku í EFTA, eða á að stfga stærra skref, og endurskoða líka vemd- artolla gagnvart öllum innflutn- ingi og ennfremur fjáröflimar- tolla? Tollendurskoðun er að- kallandi. Hvort sem hún er gerð í sambandi við aðild að EFTA eða sem tilboð í Kenne- dy-viðræðunum, er hún fyrst og fremst nauðsyn vegna okkar sjálfra til að lagfæra ýms mis- ferlí, sem þróazt hafa í skjóli hárra tolla og slapps eftirlits Allir þekkjum við mörg dæmi um svokallaða framleiðslu, þar sem höfuðsjónarmiðið er — ekki að skapa verðmæti heldur skapa gróða á kostnað ríkis- sjóðs. Slík framleiðsla er baggi á þjóðarbúinu, öllum heilbrigð- mm rekstri og almenningi. Tekjumar, sem renna ættu I ríkissjóð, renna í staðinn í vasa þeirra, sem fundvísir hafa verið á galla tollskrárinnar. Ég er ekki að segja að þeir menn, sem að slíkum rekstri standa, hafi brotið neitt af sér, þar sem þeir hafa fylgt settum reglum, en þjóðfélagið hefur ekki efni á að hlúa að slíkum rekstri á meðan mikill skortur er á vinnu afli við nytsamlegustu störf. Sívaxandi ferðalög íslendinga hafa gert marga tolla úrelta og ónýta. Við vitum allir, hvemig innkaup margra þúsund íslend- inga í vefnaðarvöru, skófatnaði og fleiri vörum hafa flutzt frá Austurstræti og Laugavegi til Regent Street og Striksms, fyrst og fremst vegna hinna háu tolla á þessum vörum. Ekkert tolla- eftirlit getur fyrirbyggt, að þessi viðskipti haldi áfram að aukast. Tollalækkun er það eina, sem dugar, til að flytja þennan hluta af verzlun landsmanna aftur inn í landið til stórra hags bóta fyrir allan almenning, rík- issjóð, verzlun og iðnað lands- manna. Auk þess er slík ráð- stöfun nauðsynleg til að fjöldi ferðafólks uppgötvi, að útlönd hafa ýmislegt annað upp á að bjóða en sölubúðir. Áhrif tollalækkana. Allir spádómar um tekjutap ríkissjóðs vegna tollalækkunar em mjög hæpnir. Áhrif tolla- lækkunar á tekjumar eru mjög mismunandi eftir því hvaða vara á í hlut, hver teygjanleiki er í eftirspum hennar, hve hár tollurinn var, hvort innflutning- ur eyðkst á kostnað innlendrar framleiðslu, og ferðamanna- og framanna innflutnings. Mörg dæmi eru fyrir því, að heildar tolltekjur vaxi við tollalækkun ákveðinna vörategunda og á Þórhallur Ásgeirsson flytur ræðu sfna á rððstefnunni. sér upp 100 m. kr. Iækkun á tolltekjum á ári næstu 10 árin miðað við núverandi innflutning og tolltekjur. í reynd myndi þetta væntan- lega þýða, ef búast má við sömu þróun og síðustu árin, að heild- ar tolltekjumar myndu ekki lækka heldur yrði aukning þeirra ekki eins mikil og hún hefði annars orðið. Meðal aukn- ing tolltekna á árunum 1961— það sérstaklega við um tollháar1'' ’6ð ýdr 166 m. kr. á'ári, þrátt neyzluvörur, en miklu beinna orsakasamband er milli fjár- festingarvara og rekstrarvara, þ.e.a.s. að tolltekjur lækki í sama hlutfalli og lækkun tolls- ins. Það mun vera reynsla flestra landa, að áætlanir, sem gerðar hafa verið um áhrif tollá lækkana á ríkistekjumar, hafa engan veginn staðizt og á ég ekki von á að okkur takist bet- ur. En þrátt fyrir alla þessa ó- vissu og vangaveltur, mætti kasta fram þeirri spumingu, hvemig ætti ríkissjóður að bæta fyrir Taákkun ýmissa tollá á undanfömum árum. En þessi tekjuaukning hefur ekki nægt til að standa undir sívaxandi út- gjöldum ríkissjóðs, sem að nokkra leyti hafa verið bein af- leiðing verðbólguþróunarinnar. Þvi er ekki nema eðlilegt að at- huga þurfi, hvaða sambærileg ríkisútgjöld mætti lækka á móti eða ríkistekjur mætti hækka. Liggur þá næst við að benda á, að tollalækkanir eiga að öðru jöfnu að lækka verð á innflutt- um vörum fyrir neytendur. |OBO<MMiaOI Spjall /^lþýðublaðið syngur daglega liarmasöngva um þaö sjálf valda efni sitt að „ihaldið í Reykjavík ætli að leggja Bæjar útgerðina niður.“ Fréttaflutning ur þessa mæta blaðs er ekki ýkja ábyggilegur í þessu efni, því ekki er vitað til þess að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hafi tekið neina slíka ákvörðun. Eru þetta því einberir hugarórar Alþýöublaös ins, sem bera vott um all ó- vandaða blaöamennsku. Upp- hlaupið er allt til komið út af bví að einn af elztu togurum BÚR hefur nýlega verið seldur Grikkjum. Hefði sú sala ekki átt að koma neinum manni á ó- vart þar sem skipið hafði verið á sölulista f heilt ár. Hér var um sjálfsagða ráðstöfun að ræða — að selja gamalt fram- leiðslutæki sem ekki borgaði sig lengur að reka. Og kostnað- urinn einn viö geymsiu þess hefði verið ein og hálf milljón á ári hverju — sem borgarbúar hefðu orðið að greiða með út- svörum sínum. Ckynsemi þess að seija togar- ann játar Alþýðublaðið að vísu með þessum orðum: „Ot af fyrir sir er ekkert athugunar- vert að selja gömul og úr sér gengin framleiðslutæki.“ En fyr irvari blaðsins er síðan sá að gera þurfi ráöstafanir tii endur nýjunar. Hitt er þó miklu skyn samlegra að bíða með endurnýj un þessa gamla togara, þar til séð verður á næstunni hver grundvöllur togaraútgerðarinn- ar verður í framtíðinni m.a. hvort togaramir fá aftur ein- hver af sinum fyrri miðum inn an 12 mílna línunnar. Væri harla óskynsamlegt að festa kaup á togara sem marga mill- jónatugi kostar, vitandi fyrir- fram um það að á honum yrði mikið tap. En þó eru til menn sem það vilja eins og fyrr grein ir. ■Oæjarútgerð Reykjavíkur var á sínum tíma stofnuð til þess að auka og efla atvinnu £ borginni og afla stórvirkra fram leiðslutækja. Það var þarft verk sem Sjálfstæöisflokkurinn studdi að, þótt bæjarrekstur væri ekki á stefnuskrá hans. Síð an þá eru tímamir mjög breyttir. Rekstrargrundvöllur togaraútgerðar i landinu hefur einnig tekið miklum breyting- um. Þess vegna er ósköp eðli- legt að menn hugsi sig um tvisvar áður en farið er út i ný togarakaup og ieiti jafn- framt leiða til þess að koma gömlum skipum í verð. Tapið á BÚR hefur numið háum fjár- hæðum á undanförnum árum milljónatugum. Það tap veröa borgarbúar sjálfir að bera í hækkuðum útsvörum. Það er skylda þeirra manna, sem með stjórn þessara mála fara, að reyna að minnka tap þetta og spara borgarbúum útgjöld sem allra mest. Fyrir það á ekki að gagnrýna og vera meö getsakir. Það á miklu fremur að þakka störf þeirra að því að hindra frekari rekstrarhalla á BÚR, eins og gert var meö sölu Skúla Magnússonar. Vestri. Lægri niðurgreiðslur Ef vísitala framfærslukostn- aðar gæfi rétta mynd af neyzlu- venjum sem vonandi verður eft ir að hún hefur verið endur- skoðuð, ættu verðlækkanimar að verka til lækkunar vísitölunn ar. Væri því eðlilegt, að ríkis- sjóður lækkaði um leið niður- greiðslur á neyzluvörum á móti. Niðurgreiðslur á innlendum neyzluvörum eru í fjárlögum 1966 559 m. kr. og kæmi til mála að gera áætlun um lækk- un þeirra yfir nokkur ár til að mæta hluta af áætluðu tapi ríkissjóðs vegna tollalækkana. Þá er einnig athugandi, hvort ekki mætti hækka tolla á ýms- um neyzluvöram, sem nú eru næstum tollfrjálsar, svo sem komvöram, sykri og kaffi. 10% tollur á þessum vörum, miðað við innflutning þeirra í fyrra, myndi gefa ríkissjóði 36 m. kr. í aukatekjur. Þá er ekki útilokað fyrir rík- issjóð að leggja á vörur, sem undanþegnar eru innflutnings- tolli skatt svo framarlega sem slíkur skattur yrði látinn gilda jafnt um innfluttu og innlendu vörana. Eitt prósentustig í sölu- skotti er nú talið gefa ríkissjóði um 150 millj. kr. Möguleikar til uppbóta fyrir ríkissjóð eru þvi miklir, og er varla hægt að halda því fram, að vegna hags ríkissjóðs sé ekki hægt fyrir Island að gerast aðili að EFTA. Samningur íra og Breta. Þróun alþjóðaviðskiptamála síðustu 20 árin eftir strlð hefur verið fráhvarf frá beztu kjara- reglunni. Ný markaðsbandalög hafa verið stofnuð og forrétt- indasamningar gerðir og er nú svo komið, að meira en helm- ingur allra GATT-Ianda er nú aðili að slíkum samningum. Fyrir utan Spán og Albaníu er Island eina Evrópulandið, sem ekki er aðili að slíkum samn- ingum, en eins og kunnugt er hafa Austur-Evrópuríki nlíka gert með sér viðskiptabandalag s.k. Comecon. I desember s.l. gerði Irland fríverzlunarsamning við Bret- land, sem gengur í gildi 1. júlí 1966. Samkvæmt samningnum munu írar lækka tolla á brezk- um vörum með nokkrum undan- tekningum smám saman um 10% á hverju ári þannig, að tollamir verði alveg felldir niður 1. júlf 1975. írska stjómin legg- ur áherzlu á, að höfuðtilgangur með þessum samningi sé að undirbúa írland undir þátttöku í víðtækari fríverzlun Evrópu- landa. Ég vil leyfa mér að lesa upp kafla úr skýrslu írsku stjómarinnar um samninginn: „írland er nú að hefja loka- sókn sína fyrir öflugu efnahags- lífi, sem styrkja mun efnahags- legt sjálfstæði landsins. Þar af leiðandi er þörf á endurskipun á erlendum viðskiptum okkar, svo að við getum fylgzt með aðalviðskiptakeppinautum okk- ar og þar með aukið útflutn- inginn, einkum á iðnaðarvörum, en undir því er hagvöxtur okkar kominn. Yfir 80% af út- flutningi írlands fer til Vestur- Evrópulanda, sem öll eru aðilar að öðru hvoru Markaðsbanda- laganna. Ráðgert er, að banda- lögin hafi lokið niðurfellingu tolla og innflutningshafta á ár- inu 1967. 1 stað 14 markaða einstakra landa koma þá 2 markaðir, tekur annar til 175 milljón manna en hinn til 95 milljón manna, þar sem iðnað- urinn hefur aðlagazt hinni jöfnu samkeppnisaðstöðu. Ríkisstjómin stefnir að þátt- töku f stækkuðum sameiginleg- um markaði með þessum lönd- um. Sterkar líkur benda til þess, að ástæðumar fyrir núverandi skiptingu Evrópu í tvennt hverfi innan fárra ára og að lönd beggja bandalaganna sam- einist í einn markað. Ekki færi hjá því að slík skipan hefði á- hrif á írland, né gæti það látið sér hana engu skipta. Efnahags- leg nauðsyn krefst þess, að ír- land gerist aðili með þeim skilmálum, sem um semdist, en auk þess hafa írar mikla löng- un til að taka þátt í að byggja sameinaða Evrópu. Þar með fengist aðgangur að stærsta og væntanlega ríkasta markaði heimsins, en írski iðnaðurinn myndi ekki njóta góðs af þess- ari aðild nema hann gæti tryggt sér hæfilegan skerf hins frjálsa markaðs, sem keppinautamir hefðu þegar aðlagazt. Ennfrem- Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.