Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Þríðjudagur 22. marz 1966. EFIA — Framh af bls. 7 ur væru lítil líkindi til að nokk- 'urra ára aðlögunartímabil feng- ist, þar eð sennilega yrði þá talið nauðsynlegt að afnema tolívcmdina fljótt, en ekki draga úr henni skipulega á 9— 15 ára tímabili." Hagur hins stóra markaðar. Afstaða íra til markaðsbanda- laganna er mjög athvglisverð og lærdómsrík. Þeir telja, að með þátttöku í slíku samstarfi séu þeir að treysta efnahagslegt sjálfstæði sitt og styrkja iðnað- inn. Á öðrum stað í skýrslunni stendur: „Það ber að leggja áherzlu á, að skuldbindingin um afnám tollvemdar írska iðnaðarins er ekki í raun og veru val um tvær Ieiðir, annað hvort afnám toll- verndar innan fríverzlunarsvæð is eða viðhald hennar utan slíks svæðis. Viðhald tollvemdar er ekki í reynd möguleg leið, þar sem þvf fylgdi viðskiptaleg ein- angrun með þeim afleiðingum, að iðnaðurinn yrði ósamkeppn- isfær, efnahagslífið staðnað, lífs kjörin bágborin og fólk myndi flýja land í stórum stíl.“ Hvað er það í íslenzku at- vinnulífi og þjóðlífi, sem er svo frábrugðið írsku atvinnulífi og þjóðlffi, að við getum ekki fylgt fordæmi íra í því að tryggja hag okkar gagnvart markaðsbanda- lögunum? Mér er ókleift að svara þessari spumingu. Oft brýzt minnimáttarkennd okkar út f þeirri alkunnu setningu, „að við séum fáir, fátækir, smáir“. En hefur ekki lítið land með mikla framleiðslumöguleika meiri þörf fyrir frjálsan aðgang að stórum erlendum mörkuðum en stóru Iöndin, sem hafa sinn stóra heimamarkað. Hafa ekki litlu löndin meiri hag af al- þjóðaviðskiptasamstarfi en stór- veldin? Eru ekki smáríkin eins og Noregur, Danmörk, Holland og Belgía einmitt eindregnustu stuðningsmenn alþjóðasamstarfs bæði á vegum Sameinuðu þjóð- anna og í viðskipta- og vamar- bandalögum, af því að þar með geta þau tryggt sér meiri áhrif á gang heimsmálanna heldur en með þvf að vera utan samtak- anna. Einir, höfum við fslend- ingar kannski ekki mikil áhrif í þessum samtökum, en með því að vinna með þeim þjóðum, sem hafa sömu viðskiptahags- muna að gæta og við, getur okkur orðið verulega ágengt. Þá er stundum sagt, að ís- land eigi ekki erindi í EFTA vegna þess að EFTA-samvinnan taki ekki nema að litlu leyti til sjávarafurða. Við athugun á út- flutningsskýrslum okkar kemur þó f ljós, að um 60% af útflutn- ingi okkar 1964 til EFTA-landa, — en hann var 43% af heildar- útflutningnum — eru afurðir, sem fá svæðismeðferð. Með þátttöku íslands í EFTA eykst væntanlega möguleikinn fyrir því að láta fríverzlunina ná til fleiri sjávarafurða en nú er. Afstaða útvegsins Helzta skýringin á því, af hverju hér hefur ekki vaknað verulegur áhugi á aðild að öðru hvoru markaðsbandalag- anna, er eflaust hin hagstæða þróun útflutningsins síðustu árin, sem gerir það að verkum, að við höfum lítið fundið fyrir áhrifum bandalaganna enn sem komið er. Verð á freðfiski og sfldarlýsi hefur hækkað svo, að útflytjendur hafa ekki talið á- stæðu til að kvarta þótt við þurfum að greiða 10% toll af þessum afurðum — eða fá sam- svarandi lægra verð fyrir þær — á sama tíma og Norðmenn og Danir sleppa með 2% toll og losna alveg við hann um næstu áramót. Formaður Sölu- miðstöðvar Hraðfrystihúsanna, Gunnar Guðjónsson, skrifaði samt nýlega í Ægi eftirfarandi: „Tollamismunurinn á frystum fiski eftir upprunalandi, þ.e. hvort hann er fluttur inn á brezka markaðinn frð EFTA- ríki eða rlki utan bandalagsins, er orðinn verulegur og hefur að sjálfsögðu neikvæð áhrif á við- skiptakjör íslendinga saman- borið við önnur EFTA-ríki, sem , verzla með fisk. Af freðfiski innfluttum frá Noregi er greldd- ur 2% tollur og mun hann falla alveg niður í lok þessa árs. Á sama tfma er tollur á freðfiski frá íslahdi 10%, og mun haldast óbreyttur. Er nauðsynlegt að unnið sé að því, að íslendingar geti boðið sinn fisk inn á brezka markaðinn með sambærileoum kjörum og aðrar þjóðir. Að öðr- um kosti er hætta á, að útflutn- ingur þangað dragist saman, eða að hlutur íslendinga verði minni af hverri útflutningsein- ingu, sem fer inn á brezka markaðinn". Reynt hefur verið að ná sams konar tollalækkun fyrir fslenzk- an freðfisk í Bretlandi eins og EFTAlöndin hafa fengið Fór Guðmundur I. Guðmundsson, utanríkisráðherra, fram á þetta í viðtali við brezka utanrfkis- ráðherrann, Butler, í október 1963. Var málið síðan rætt nokkrum sinnum af ráðherrun- um, en það bar engan árangur. Var tilmælum okkar algiörlega synjað sumarið 1964. Má því telja útilokað, að við getum fengið tollfríðindi fyrir freðfisk f Bretlandi nema gerast aðilar að EFTA. Niðursuðuverksmiðjumar hafa líka áhvggjur yfir þróun mark- aðanna í Evrópu og leyfi ég mér að lesa hér með upp bréf frá framkvæmastjóra Félags fs- lenzkra niðursuðuverksmiðja til viðskintamálaráðuneytisins: „Við vilium leyfa okkur að benda á, að með tilkomu EFTA og EEC er aðstaða fslendinga til samkeppni á erlendum mörk- uðum, orðin mjög erfið, og fer síversnandi. Til dæmis f Bretlandi, þar sem aðal-keppinautar okkar, á sviði niðursuðu, eru Danir og Norð- menn, eru okkar vörur háðar 5—10% tolli, en vörur keppi- nautanna tollfrjálsar. Innan Efnahagsbandalags Evrópu fara tollar milli með- limalandanna sflækkandi, en aftur hækkandi á okkar vörum, og nema nú 16—40%. Hins vegar geta lönd þessi flutt inn, oft tollfrjálst hráefni frá okkur, fullunnið það, og flutt landa á milli, sem sína eigin fram- leiðslu, og gera þetta nú þegar í stórum stíl. Hér virðist ekki annað vera framundan, en að við verðum algjörlega hraktir út af þessum mörkuðum, ef ekkl tekst að gera eitthvað, til þess að leysa þennan vanda“. Tekjutap vegna tollamismunar. Ekki er hægt að áætla með neinni vissu skerðingu útflutn- ingstekna okkar vegna tollamis- munarins í EFTA-löndum. Það þýðir ekkert að byggja slíka á- ætlun á útflutningsskýrslum síðustu ára, því að útilokað er að sjá fyrir þá miklu brevtingu, sem óhjákvæmilega verður á viðskiptunum við það að toll- amir lækka. Þó má benda á, að tekjutap okkar vegna tolla- mismunarins í Bretlandi, miðað við útflutning ársins 1965 og væntanlega tolla næsta árs, er talið, að hafi numið um 40 millj. króna. Þessi upphæð gefur þó engan veginn rétta mynd af þeim hagnaði, sem útflutning urinn getur átt von á að hljóta, þegar allar tollalækkanir yrðu komnar til framkvæmda. Ef ísland ætlaði að gerast að- ili að EFTA, myndi að sjálf- sögðu verða lögð á það áherzla að fá sem flestar sjávarafurðir undir EFTA-sáttmálana. Ef það tækist ekki, vrði reynt að tryggja sérfrfðindi fyrir bæði sjávarafurðir og landbúnaðaraf- urðir (t.d. kindakjöt) í sérstök- um tvfhliða samningum við ein- stök EFTA-lönd, en fordæmi fyrir því eru tvfhliða samningar, sem t.d. Danir hafa gert um sölu landbúnaðarafurða. Að- staða Islands til að semja um einhver frfðindi til viðbótar því, sem EFTA-sáttmálinnn 'gerir ráð fyrir, má teljast sæmileg, þar sem t.d. Norðurlöndin yrðu væntanlega aðnjótandi meiri tollfrfðinda vegna sinna vara, sem seldar eru til íslands, held- ur en við fengjum á móti vegna útflutnings okkar til þeirra. Allflestir íslendingar telja norræna samvinnu æskilega, en hversu margir þeirra gera sér grein fyrir því, að þungamiðja norrænnar samvinnu er nú á sviði viðsklptanna og það innan EFTA. Ef ísland heldur sér þar fyrir utan, á það á hættu að einangrast smám saman frá samstarfi Norðurlandanna, og myndi það geta haft óæskilegar afleiðingar. Á Norðurlöndunum er algjör samstaða um EFTA og enginn flokkaágreiningur. Er það álit allra Norðurlanda- manna, að EFTA hafi verið þeim til góðs og mikil lyftistöng fvrir atvinnulífið. Norðurlönd- in myndu eflaust vilja greiða götu Islands inn í EFTA, þótt þau teldu sig ekki hafa mikinn viðskiptalegan ávinning af slíkri aðild. Áhrif Efnahags- bandalagsins. Norðurlöndin hafa nú vax- andi áhyggjur yfir þróun EBE, sem hefur torveldað þeim við- skiptin sérstaklega sfðasta árið. Fyrir þessi lönd fer það að verða áríðandi, að það takist að brúa bilið milli EFTA og EBE — en ef ísland á að ganga í EFTA — er áríðandi að á- kvörðun um það verði tekin fljótt, áður en EFTA-löndin verða á ný önnum kafin við undirbúning að samningi við EBE og því áhugalítil um okkar örlög. Hvenær eða hvort slíkir samningar hefjast er ómögulegt að spá nokkru um á þessari stundu. I þessum mánuði sagði framkvæmdastjóri EFTA, Sir John Coulson, í ræðu f Lon- don, að engar horfur væru á því, að EBE myndi taka við nýjum aðilum fyrir 1970. En í þessari viku lýsti franski utan- ríkisráðherrann því yfir, að hann sé hlynntur aðild Bret- lands að EBE og í framhaldi af þvf staðfesti brezki utanríkisráð herrann f dag að öll EBE-lönd væru nú á sömu skoðun um inngöngu Bretlands f EBE. Er þvf ógerlegt að segja nokkuð með vissu hver þróunin verður. En það ættum við að hafa lært af reynslunni, að láta ekki bolla- leggingar og blaðaskrif um inn- göngu einstakra EFTA-landa í EBE villa okkur frá þeirri stefnu. sem við teljum rétt að taka í bessu máli. Til allrar hamingju fyrir okkur hefur það dregizt hjá EBE að koma sér saman um sameiginlega fiskimálastefnu. En nú er búizt við, að samning- ar um fiskimálin innan EBE fari fram á þessu ári og er hætta á því, að hún miði að því að vemda fiskveiðar og fiskiðnað bandalagsrikjanna á kostnað innfluttra sjávarafurða. Enn sem komið er hafa ákvarðanir EBE um vtri toll á sjávarafurð- um ekki bitnað verulega á okk- ar útflutningi, þvf að stærstu viðskiptaþjóðir okkar, Þýzka- land og Ítalía, hafa hingað til fengið samþykkta af EB s.k. tollkvóta fyrir fisk og síld, sem hefur heimilað tollfrjálsan inn- flutning á ákveðnu magni árlega frá löndum utan bandalagsins. Þessir tollkvótar eiga ekki að gilda áfram eftir að aðlögunar- tíma bandalagsins er lokið og telja sumir, að þeir verði felldir niður strax á næsta ári en aðrir ekki fyrr en 1970. Tekur þá gildi ytri tollurinn, sem er 15% á ísfisk á tímabilinu 1. ágúst— 31. desember, en 10% á öðrum tíma ársins, 18% á freðfisk, og 13%- á saltfisk og skreið. Áhrif þessara bandalagstolla eru mun alvarlegri fyrir útflutn- ing okkar heldur en tollamis- munun EFTA-landa og verðum við að leita allra ráða til að vinna gegn henni fyrst í Kenne- dy-viðræðunum en sfðar á öðr- um vettvangi. En afstaða okkar til EFTA hlýtur að nokkru Ieyti að mótast af hinum slæmu horfum fyrir útflutning okkar til EBE- landa og jafnframt af hugsanlegu samstarfi eða samvinnu sumra EFTA-landa og EBE. Með þessum orðum er ég ekki að gefa í skyn, að með því að ganga í EFTA, séum við að komast bakdvramegin inn í EBE eins og haldið hefur verið fram. EFTA-aðild fylgir engin slík skuldbinding, enda væri erfitt að skýra þátttöku Finna, Svía og Svisslendinga í EFTA, ef svo væri. En hins vegar er staða okkar óneitanlega sterk- ari til að semja við EBE ein- hvem tíma sfðar, ef við höfum áður byrjað að lækka innflutn- ingstollana vegna EFTA og að- laga okkur að almennri frfverzl- un Evrópu, eins og írar hafa gert. Ég hef í þessu erindi mínu aðeins stiklað á nokkrum stærstu atriðunum varðandi EFTA og hugsanlega aðild ís- lands. Ég vona, að sumt af því, sem ég hefi sagt, komi mönnum til að hugsa um, hvort okkar hagsmunum sé bezt þjónað með því að ísland standi áfram, eitt Vestur-Evrópulanda, utan mark aðsbandalaganna. Til lengdar held ég, að svo sé ekki, þvf að ég tel, að fslenzka þjóðin sé ekki fús til að sætta sig við verri Iffskjör og minni framfarir heldur en nágrannaþjóðir henn- ar. Kenya — Framh f bls. 8 inum, sem um þetta fjallaði. En hann er þó varaforseti Kenya hversu lengi sem það verður. FLUGMIÐAR Nú var hafin flugmiðabarátta af Odinga og hans mönnum — þar var sagt að ólöglega hefði' verið kvatt til landsfundarins, og Mboya sakaður um glæp- samlegt brölt. Ennfremur, að aðeins Evrópumenn og Asíu- menn nytu góðs af stefnu Jomo Kenyatta. KLOFNAR KANU? Afleiðingar átakanna geta orð ið þær, að Kanu klofni alveg. Odinga og hans menn tala um stofnun nýs flokks, sem hafi „vísindalegan socialisma" á stefnuskrá sinni, en aðrir te.ia hann hreinan „Peking-kommún- isma“. Af öllu þssu leiðir, að logn- tíminn er liðinn og dökkar blik- ur á lofti — og hvað sem er getur gerzt. (Að mestu þýtt) a. Kynning — Framh. af bls. 4 dagslegt strit þess, „Kona glæð ir lff með Iambi“ velgir mjólk í munni sér og gefur því gegn um fjöðurstaf og „Haustkvöld" heitir hin, undurfögur mynd Myndir Gunnlaugs bera svip- mót af íslenzku mannlífi og hversdagslegu erfiði þess, önn þess og hvíld í umvafi fs- lenzkrar náttúru sem listamað urinn umbreytir i hugsæja mynd, verulega hugsjón. Mósaikskreytingar Valtýs eru mest gerðar úr fslenzku grjóti. Stærst þeirra er sú sem prýðir anddyri skólans og ber nafnið Kosmos, er hún ein stærsta veggmynd, sem til er f íslenzku húsi um 19 ferm. Vaki þessarar myndar er vitundin um nánari tengsl mannsins við kosmiskt umhverfi sitt útrásina f geim- inn og samleik fomra og nýrra þátta í skynheimi og hugmynda lífi mannsins. Önnur stór mosa- ikmynd er á vesturgafli f Skála óhlutlæg mynd, huglægt tákn fyrir trú listamannsins á stað- festu íslenzkrar menningar. Loks em 8 smærri myndir grópaðar í veggi skólans. Er það frjáls leikur listamannsins með form og liti. Gestimir skoðuðu listaverkin og skólann í leiðsögn skóla- stjóra og kennara. En á laugar- dag og sunnudag gafst almenn- ingi kostur á að skoða listaverk in. Tryggingar & fasteignir HÖFUM TIL SÖLU: Hæð og kjallara viö Laugamesveg, steinhús með 50 ferm. bílskúr og ræktaðri lóð. Sérinngangur, sérhiti, tvöfalt gler í gluggum. Á efri hæð eru 3 herb. og eldhús, WC. — í kjallara 3 herb. bað og þvottahús. íbúðin er með harð- viðarhurðum og nýjum teppum. Verð 1225 þús. Otb. 700 þús. 2ja herb. fbúð á hæð v/Samtún, teppalögö, laus strax. Verð kr. 625 þús Útb 300 þús., sem má skiptast. ’ Mikið af 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. fbúðum, raðhús og eln- , býlishúsum vfðs vegar um borgina. Ef þér viljiö selja, höfum við kaupendur meö miklar út- borganir. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti I0A 5. hæð. Stmi 24850. Kvöldslmi 37272.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.