Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 15
VlSIR . Þriðjudagur 22. marz 1966. 15 HARVEI FERGUSSON: Don Pedro — Saga úr Rio - Grande - dalnum — Það lýsti vel föður Orlando, er hann svaraði svo. Hann hlustaöi á allt, sem Leo sagöi af umburðar- lyndi, en deildi aldrei við hann um neinar skoðanir sem hann lét f ijós varðandi trúarkenningar, eins og allt slíkt væri ofar mann- legum skilningi, að skýra þessi helgu mál. — Já, já, mundi hann segja, mér er fyllilega ljóst hvemig þér lítið á þetta. Lofið mér að bæta í glas- ið yðar. Og hann brosti um leið og kinkaði kolli. Leo hafði þekkt föður Orlando í rúmt ár ,er hann komst að því, að hann var að semja rit — og hafði verið að fást við það f tuttugu ár. Það fjallaði um hinar Sjö gullnu borgir Ciola, sem fyrstu landnem- ar í Nýju Mexikó höfðu leitað aö. Raunverulega munu borgir þessar hafa verið Moquis-þorpin, sem vora allt annað en gullin — nema þegar sólin skein á hina fomu múra þeirra.. En faðir Orlando hafði rann sakað þett^allt frá rótum og kom- izt að raun um, aö goðsagnir um þessar gullnu borgir vora til í Ev- rópu löngu fyrir fund Vesturálfu. Og draumamir um þær og löng- . unin eftir að sjá þær og sigra bjuggu í hugum landnemanna, er þeir sigldu yfir hafið, en allir sem raunverulega leituðu þeirra í hin- um nýja heimi urðu fyrir vonbrigð- um og margra biðu hörmuleg örlög en faðir Orlando trúði því, að leit- in hefði stælt þá og göfgað, og allir heföu þeir lifað til afreka og , guði til dýrðar, meðan þeir varð- veittu drauminn í hugum sér. Leo fannst miklu marki náð á vináttuferli þeirra er faöir Orlando féllst á að lesa fyrir hann nokkra ' kafla úr ritinu. Það var allt í brot- um og Leo varö Ijóst, að það mundi veröa það áfram, því að klerkurinn mundi aldrei ljúka því, vegna þess að ef hann lyki því væri „draumurinn búinn“ og hann vildi dreyma hann áfram, en þaö var glæsibragur á því, sem hann las, og hann sá Ijóma af hinu liðna fyrir hugskotsaugum sínum, er hann hlýddi lestrinum. Og Leo gat ekki stillt sig um að segja: — Ég fæ ekki skilið hvers vegna þér hafið sett yður við að eiga heima í þessum afskekkta, gleymda bæ. Hér er yðar miklu hæfileikum á glæ kastað. Hvers vegna hafið þér haldið hér kyrra fyrir? Hann hafði ekki fyrr varpaö fram spurningunni en hann iðraði þess, að hafa spurt, og hann óttaðist, að klerkurinn mundi firtast, en hann 29. kinkaði bara kolli og spurði á móti: — Af hverju haldiö þér kyrju fyrir hér? Þér eruð atorku og hæfi- leikamaður og gætuð án vafa komið yður vel áfram á öðrum og víðari vettvangi? Jæja, ég get svo sem sagt yður hvemig öllu horfir við frá mínum sjónarhól skoðað, — 'hvers vegna viö báöir höldum kyrru fyrir hér — það er vegna þess hversu allt er auðvelt hér, vegna þess aö fólkið héma kemur fram við okkur eins og hlýöin böm, vegna þess að velferð þess er í okk ar umsjá. Er það ekki mikils virði? Þetta hefur mér verið að skiljast betur og betur smám saman á und- angengnum tuttugu árum. Menn verða að sigrast á sjálfum sér, þroskast í sambúö viö aðra — og þegar allt kemur til alls erum við hér sólarmegin. Leo sat þögull um stund. Hon- um fannst nú í fyrsta sinn, að hann hefði hlýtt á klerkinn bera fram játningu — og honum fannst lfka, að hann hefði sagt það, sem væri satt. Hann hafði orðið að heyja bar- áttu til þess að stofna verzlunina og efla hana, en því lengur sem leið á veru hans þar höföu menn orðið honum háðari. Hann hafði raunverulega náð til sín nokkru af því valdi, sem Vierraættin hafði haft eftir yfir fólkinu. Alþýðu- mennirnir, hugsaði hann, eru „mfn- ir menn“, og hæglega gæti svo far- ið, að hugsunarháttur hans yrði svipður og þeirra, að láta hverjum degi nægja sína þjáning. Orð klerks ins báru keim af spádómi, fannst honum. — Því lengur sem maður er hér, sagði hann, því erfiðara verður að fara — og horfast í augu við það, að nýja og erfiöa baráttu yrði að heyja. Klerkurinn lét í Ijós þá skoöun, að Suðvestrið töfraði menn meö þeim hætti, aö þeir bundu ævar- andi tryggð við jörð þess. Margir kæmu til þess að freista gæfunn- ar, efnast, eða til þess að endur- heimta heilbrigði og ætluðu sér að hverfa til fyrri heima síöar, en aldrei yrði af þvf. Þetta var í samræmi viö niðurstöður hugleið- inga Leos sjálfs um þetta, eink- anlega varöandi þá, sem lifðu lífi sfnu meðal alþýðu manna, eða heill- uðust af frjálsu veiöimannalífi og höfðu fengið ást á hrikalegu en heillandi landi. Hann vissi, aö Sparks kapteinn var hæfileikamað ur, en haföi bundizt slfkum ástar og tryggðarböndum. Þeir, sem þarna höfðu verið lengi sögðu reynsluna þá, að þeir sem væru búnir að vera þama tíu ár, færa aldrei burt. Hann vissi líka, að margir þeirra, sem vöndust undir- gefni og hlýju kvenna af mexi- könskum stofni og Rauðskinna- stofni, misstu alla löngun til kvenna, sem höfðu sama blóð f æð- um og þeir. í sannleika sagt var eins og faðmur landsins stæði á- vallt opinn. Menn kynnu að spyma gegn broddunum í lengstu lög, en sigraðust fyrir áhrif sólar og svefns og þagnar, og í öllu sfnu striti hafði Leo sannfærzt um að svona var þessu varið, slíkir vora kostir þessa lands, þar sem enginn flýtti sér, og hann einn var broslegur í öllu stritinu. Enginn flýtti sér, eng inn .fómaði neinu sem þeir gátu notið í dag vegna framtíðarinnar. Hér var vítt land en 'nauðsynlegt, en um það fóra hægir vindar, eins og tengdir þeirri hugarhægð sem ríkjandi var í brjóstunum. — Ég man hve mér fannst allt tómlegt og auðnarlegt,. þegar ég fyrst kom hingað, sagöi faðir Or- lando, ég óttaöist þagnarkyrrð hinna heitu sumardaga og sand- storma vetrarins. Ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera og mér fannst ég vera einangraður, og ég ákvað að byggja upp minn eigin litla heim,. Ég lét flytja trjáplönt- ur frá fljótsbakkanum og gróður- setti, svo að ég gæti notið forsælu, og ég gróðursetti ávextatré og vafn ingsjurtir, og þessi garður varð mér Eden. Ég viðaöi að mér bókum og skriffærum og bjó mér lesstofu, þar sem ég gat lesiö og skrifað að vild. Ég kynnti mér hvernig ég gat notað mér það sem óx hér til matargerðar og hvemig ég gæti eðl að vín dalsins og ég fetaöi f fót- spor föður míns með matargerð- ina. Ég var sjálfum mér góður, allt of góður, en ég fékk ást á þessum dvalarstað mfnum, og naut þes, aö ég hafði búið svo um, að ég gat notið þæginda. Og allt var að mínu eigin smekk. Svo rann upp sá tfmi, er ég hafði nánast samstarf við erki biskupinn, og það var tfmi nokk- urra afreka. Og þegar honum lauk gat ég sagt við sjálfan mig, að ég myndi hvergi fara, og hafði ég þó hugleitt árum saman, að spor mfn myndu að lokum liggja til Rómar, þar sem ég var fæddur, til höfuð- staðar kristinnar, þar sem ég mundi geta notið til fulls ávaxt- anna af hæfileikum mínum. En þá sökkti ég mér niöur f sögu hinna Sjö gullnu borga, en hugsandi, leit- andi maður, getur auðveldlega í ein veru sinni heillast af ljóma við- fangsefnisins, þótt sá ljómi sé ef til vill blekking. Svo að hér var ég áfram og rýndi í gögn mín, og vann guðs verk sem bezt ég gat — og hér hefi ég verið alla tíö síðan. — Þér teljið þá miður, að þér hélduð hér kyrra fyrir? spurði Leo. — Ég veit ekki hvort mér þykir það miður, sagði klerkurinn. Þér spurðuð mig hvers vegna ég hefði verið hér kyrr, og ég hefi reynt að gera grein fyrir því. Það er í fyrsta skipti, sem ég hefi rætt þetta við nokkum mann. Ég kvarta ekki, allt fór vel, en ég held, að sá Orlando, sem situr hérna fyrir fram an yöur, sé annar en sá Orlando, er aðeins lifði f mfnum hugarheimi. WHV HASH'T THIS . f’EKSOW B=EN L APPREKEN7E7?,, 'THAT \$ A WELL- KEPT SECKET, " TAK2AN! Luanda er miðstöð allra flutninga. Þangaö safnast saman veiðiþjófar frá mörgum svæð- um og selja vörur sínar ólöglega til óþekkts forystumanns veiðiþjófahringsins. Hvers vegna hefur þessi maður ekki verið uppgötvaður? — Þaö er leyndarmál, sem er vel varöveitt. HATUKALLY, THEK.E IS MUGH MOWEY IHV0LVE7...N SO fAUGH ILLESALTR.AFFIC C0UL7 HOT SO ON JF OFFICIAL fRESSURE WAS SKOUGHT TO BEAKt ...YOU IMFLY, f’ETER, EÖlilega eru miklir peningar settir í þetta. Svona mikil ólögleg umferð þeirra gæti ekki átt sér staö, ef hið opinbera hefði eftirlitiö f lagi. Þú ert aö gefa í skyn meö þessu, Peter, aö af ásettu ráði eða sökum kæru- leysis þá sé þessi umferð peninganna sama sem vernduð af hinum opinberu aðilum. Þetta var á fögra sumarkvöldi og þeir sátu í forsælu trjánna í garði föður Orlando. Þeir sátu við borð og var vínflaska og glös á borð inu. Hvert sem litið var úr garð- inum upp á við og út var allt vafið purpurahúmi. Ómur af úlfavæli barst til þeirra ofan úr fjöllunum, en þama í garðinum var dálftill friðsæll heimur þar sem andi vin- áttu rfkti. VÍSIR Auglýsinga- móftaka I TÚNGÖTU 7 | og Laugavegi 178 Sími 1-16-63 VÍSIR VÍSIR er eina síðdegisblaðið j kemur út alla virka daga allan ársms hrmg Áskrifftarsími 1-16-61 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.