Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 10
w
VI S IR . Þriðjudagur 22. marz 1966.
borgin í dag
borgin i dag
borgin í dag
Nætur og helgarvarzla í Rvík
vikuna 19.—26. marz Vesturbæj-
ar Apótek.
Næturvarzla í Hafnarfirði að-
faranótt 23. marz: Eiríkur Bjöms
son, Austurgötu 41. Sími 50235.
ÚTVARP
búð 2. hæð (Oddfellowhúsinu)
fimmtudaginn 24. marz n. k. kl.
20.30. Dagskrá samkvæmt félags-
lögum. Stjómin.
Kvenfélag Óháða safnaöarins.
Fjölmennið á aðalfund félagsins
á fimmtudagskvöldið kl. 8,30 í
Kirkjubæ. Kvenfélag Óháða safn
aðarins.
Þriðjudagur 22. marz
19.30 Fréttir
20.00 Islenzkir tónlistarmenn
flytja verk íslenzkra höf-
unda.
20.20 Frá Grænlandsströndum
Þorvaldur Steinason flytur
þriðja erindi sitt.
21.00 Þriðjudagsleikritið „Sæfar-
inn“ eftir Lance Sieveking
samið eftir skáldsögu Jules
Verne.
21.40 Suisse Romande hljómsveit
in leikur.
22.00 Fréttir og veðurfregnir
22.20 „Heljarslóðarorusta“ eftir
Benedikt Gröndal, Lárus
Pálsson leikari les (3)
22.40 „Hvíti hjörturinn" og önn
ur alþýðulög.
23.00 Á hljóðbergi. Björn Th.
Björnsson listfræöingur vel
ur efniö og kynnir.
23.45 Dagskrárlok.
TILKYNNINGAR
SJÓNVARP
Þriðjudagur 22. marz
17.00 Þriðjudagskvikmyndin:
„Fair Waming"
18.30 Þáttur Andy. Griffith.
19.00 Fréttir
19.30 Adams fjölskyldan
20.00 Þáttur Red Skeltons
21.00 Assignment Underwatei;.
21.30 Combat
22.30 Kvöldfréttir
22.45 Dansþáttur Lawrence
Welks
FUNDAHÖLD
Aðalfundur Geðverndarfélags
Islands verður haldinn í Tjarnar
Frá Ráöleggingastöð þjóðkirkj-
unnar. Ráðleggingarstöðin er til
heimilis að Lindargötu 9, annarri
hæð. Viðtalstími prests er á
þriöjudögum og fostudögum kl.
5-6. Viðtalstími læknis er á mið-
vikudögum kl. 4-5.
Frestur til aö skila umsóknum
um styrki úr Sáttmálasjóði er til
1. apríl 1966. Umsóknum ber að
skila á skrifstofu Háskólans.
Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk
i kjallara Laugarneskirkju eru
hvern fimmtudag kl. 9-12. Tima-
pantanir á miðvikudögum f síma
34544 og á fimmtudögum f síma
34516. — Kvenfélag Laugarnes-
sóknar
Kvenfélagasamband Islands,
Leiðbeiningarstöð húsmæðra að
Laufásvegi 2 er opin kl. 3—5
alla daga nema laugardaga, simi
10205.
Fóta„„jerðir fyrir aldrað fólk
eru < safnaðarheimilj Langholts-
sóknar þriðjudaga kl. 9-12. Gjör
ið svo vel að hringja í sima 34141
mánudaga kl. 5-6.
MINNINGARSPJÖLD
Minningarspjöld félagsheimilis-
sjóðs hjúkrunarkvenna eru til
sölu á eftirtöldum stöðum: Hjá
forstööukonum Landspítalans,
Kleppsspítalans, Sjúkrahús Hvíta
bandsins og Heilsuvemdarstöð
Reykjavíkur. í Hafnarfirði hjá
Elínu Eggerz Stefánsson, Herjólfs
götu 10. Einnig á skrifstofu
Hjúkrunarkvennafélags íslands,
Þingholtsstræti 30.
0 0 0 STIÖfiHtílPí 0
Spáin gildir fyrir miðvikudag-
inn 23. marz.
Hrúturinn, 21. marz til 20.
apríl. Hugsaöu þig vel um,
bíddu tækifæris, en um leið og
það gefst, skaltu láta til skarar
skríða. Fljótfæmi gæti eyöilagt
aðstööu þína.
Nautiö, 21. apríl til 21. maí:
Góður dagur, ef þú reiknar með
að verða að hafa nokkra bið-
lund, og lætur ekki óþolinmæð
ina má tökum á þér. Kvöldið
ánægjulegt.
Tvíburarnir, 22. maí til 21.
júní: Ef þú fæst við sjálfstætt
starf, eða átt kost á aö koma
þínum eigin hugmyndum í fram
kvæmd, verður þetta affarasæll
dagur á því sviöi.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí:
Ekki er ósenniegt að þú komist
að raun um aö þú hafir treyst
vissri persónu helzt til vel og
lengi. Það geta orðið talsverð
vonbrigði í bili.
Ljónlð, 24. júlí til 23. ágúst:
Óvæntir atburðir geta orðiö til
að raska öllum þfnum áætlunum
í bili .Gættu þess aö taka ekki
of skjótar ákvaröanir í því sam
bandi.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.:
Ef þú færð góöa hugdettu að
eigin dómi, skaltu tafarlaust
undirbúa framkvæmd hennar
og ekki láta úrtölur annarra
hafa áhrif á þig.
Vogin, 24. sept. til 23 .okt.:
Þér geta borizt dálítið undar-
legar fréttir, taktu ekki mark
á þeim um of strax. Þetta get-
ur átt sér skýringu ,sem fæst
innan tíðar.
Drekinn 24. okt. til 22. nóv.:
Samkomulagið innan fjölskyld-
unnar getur gengið skrykkjótt,
en það veröur ekki nema í bili.
Láttu sem það snerti þig ekki.
Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21.
des.: Stundum geta liðnir og
hálfgleymdir atburðir „gengið
aftur“ á óþægilegan hátt. Láttu
það sem minnst raska sálarró
þinni.
Steingeitln, 22. des. til 20.
jan.: Óvænt heimsókn eða frétt
ir geta komið þér í nokkum
vanda í bili. En þaö mál leys-
ist þó á mjög ánægjulegan hátt.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.: Vertu ekkert uppnæmur
fyrir því þó að sumir hagi sér
dálítið óvenjulega. Láttu sem
þú heyrir ekki þus þeirra og
vandlætingu.
Fiskarnir, 20. febr. til 20.
marz: Þú átt góöan leik á borði
í sambandi við atvinnu þína,
en það getur kostað þig erfiði
í bili að nýta hann til fulls.
Rannveig Jóhannsdóttir og Ing ibjörg Jóhannsdótir, í hlutverkum sínum sem Toinette vinnukona og
Angélique dóttir Argans. (Myndir tók Guðmundur Hannesson).
ímyndunarveikin í Réttnrholtsskóln
Á sunnudagskvöldið frum-
sýndu nemendur Réttarholts-
skóla ímyndunarveikina eftir
Moliére. Var leiknum afbragðs
vei tekið og þótti hinum ungu
leikendum hafa tekizt vel upp.
Leikstjóri var Hinrik Bjamason,
en aðalhlutverkiö Argan, hinn
ímyndunarveika iék Randver
Þorláksson í 4. bekk B. Leik-
myndina málaði Þorvaldur Jón-
asson.
m
Tvær sýningar veröa enn á
leiknum í viðbót og verða þær
á fimmtudags- og föstudags-
kvöld.
Vísindalegar
mælingar
Nú fara fram víðs vegar í heim
inum vísindalegar mælingar í
þeim tilgangi að afla aukinnar
þekkingar á raunverulegri stærð
og lögun jarðar með hjálp gervi
hnatta. Tekur ísland þátt I alþjóð
legri samvinnu, sem fram fer á
þessu sviði fyrir forgöngu Banda-
ríkjanna.
Áætlun þessi gerir ráð fyrir
uppsetningu allmargra mæli-
stööva á ýmsum stööum á yfir-
boröi jarðar, svo að hægt sé að
gera samtímaathuganir og mið
að gervihnettinum ECHO, en
hann er óvirkur endurvarpshnött
ur. Ein slík stöð er starfandi hér
á landi og er notfærð nýjasta ljós
myndatækni til mælinganna. I
stöðinni vinna sérfræðingar frá
Sjó- og landmælingastofnun
Bandaríkjanna, en sú stofnun
heyrir undir viðskiptamálaráðu-
neyti landsins. Ágúst Böðvarsson
yfirmaöur Landmælinga Islands
er ráðunautur við athuganir þess-
ar, Mælistöðin er staðsett nálægt
Keflavíkurflugvelli. Við hana
vinna 4 menn og er áætlað að
hún veröi starfrækt um 6 vikna
skeið. Það er þó mjög háð veöur
skilyrðum og skyggni til gervi-
hnattarins, hvort sá tími nægir,
en mælingarnar fara fram í
myrkri og heiðskíru veöri.
rllguil 1111111 llllyllvillllcll VLtllvlj IV dllUVcl i'UridKbbUIl,
Mönnum hefur lengi verið Ijós
möguleikinn á notkun gervihnatta
til öflunar upplýsinga, sem ekki
er unnt að öðlast með öðrum
hætti, varðandi stærð og lögun
jarðar. Árið 1964 kom „Alþjóða
samband Land- og jarðeðlisfræð
inga“, sem ísland er aðili að,
á fót „miðstöð" fyrir ofangreind
ar mælingar, er veitir upplýsing-
ar frá aðildarríkjunum um árang-
ur mælinganna, og munu þær
upplýsingar verða látnar islenzk-
um stjómvöldum í té.
SÖFNIN
Landsbókasafnið, Safnahúsinu
við Hverfisgötu.
Lestrarsalur opinn aila virka
daga kl 10—12, 13—18 og 20—
22 nema laugardaga kl. 10—12
og 13—19.
Útlánssalur opinn alla virka
daga kl. 13—15.