Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 11
VISIR . Mánudagur 21. marz 1966 SÍÐUSTU SEKÚMDURNAR SKÁRU ÚR UM SIGURINN! r r Armnnn ógnnr enn sigri KR á Islnndsmótinu í körfnboltn eftir sigur yfir KFR í gærkvöldi með 92:89 KFR og Ármann háðu í gærkvöldi æðisgengna bar- áttu í 1. deild í körfuknattleik. Þessi leikur hafði raun- ar allt að segja fyrir Ármann, vilji þeir eiga kost á íslandsbikarnum, en með tapi gegn KFR má segja að vonir Ármanns um sinn fyrsta íslandssigur í þessari grein hefðu orðið að engu. Leikurinn var gevsiharður og jafn. Skildu sjaldnast meira en 2—4 stig liðin að, og það var raunar ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins, sem sigurinn var kunnur. Fram að þeim tíma hefði hvort liðanna sem var getað unnið. Staðan var 90:89 fyrir Ármann þegar aðeins voru eftir 30 sekúndur. KFR sótti og lauk sókninni með ágætu skoti Þóris, — en heppnin var ekki á bandi Reykjavíkurmeistar- anna og boltinn skoppaði eftir körfuhringnum og út af honum. Ármann sneri vöm upp f sókn, því Birgir tók frákastið. Þar vegar var leikurinn mjög skemmtilegur og spennandi fyr- ir allt of fáa áhorfendur á Há- logalandi. Allan tímann var leik- urinn barningur og hvorugur gaf eftir. í hálfleik var staðan 49:47 fyrir KFR, en Ármenningar náðu forystunni í 51:49 en síðan ekki fyrr en í 83:82, þegar 5 mínútur voru eftir af leik. Stighæstu einstaklingar í leiknum voru þessir: Fyrir Ár- mann skoraði Birgir Öm Birgis 37 stig og átti stórglæsilegan leik, komst þó ekki almennilega í gang fyrr en um miðjan fyrri hálfleik. Davíð Helgason átti og ágætan leik og skoraði 14 stig. Hjá KFR var Einar Matthíasson f sérflokki og skoraði 42 stig fyrir lið sitt, hirti fjöldann allan af fráköstum f sókn og vöm, en einleikur um of á stundum. Marinó átti og ágætan leik og Sigurður Helgason sömuleiðis og skoraði þýðingarmikil stig. Dómarar voru þeir Agnar Friðriksson og Guðmundur Ól- afsson og urðu á hin ljótustu mistök allan leikinn út og náðu aldrei æskilegum tökum á leikn- um. — G. G. — með var Ármann búinn að sigra í þessum leik, en sannarlega mátti ekki miklu muna, aðeins því hvomm megin körfuhrings skot Þóris lenti. Davíð Helgason reyndi körfuskot utan af velli, en það var brotið harkalega á honum á síðustu sekúndu leiks- ins og skoraði hann tvö stig úr vítaköstunum. Lauk leiknum með dýrmætum sigri fyrir Ár- mann 92:89. Leikur þessi er merkilegur fyrir þær sakir að óvenjulega mörg stig vom skoruð og bendir það raunar til þess að varnimar hafi verið afar lélegar. Hins , KR VANN IKF 100:47 • KR átti í gær auðvelt með að sigra hið unga efnilega lið íþróttafélags Keflavikurflugvall ar (ÍKK). KR náði leiknum í sínar hendur þegar f upphafi og skoraði 13:4. Um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 26:11. Beittu KR-ing- ar svokallaðri svæðis„pressu“ allan leikinn með góðum árangri. Staðan í hálfleik var 44:16. í síðari hálfleik var svipað uppi á teningnum. KR hafði öll völd á vellinum og lauk leiknum með stórum sigri KR: 100:47. Má segja að eina spennan við leikinn hafi verið það hvort KR tækist að skora 100 stig eða ekki. Það tókst með skoti Einars Bollasonar á sfðustu sekúndum leiksins. Stigin skomðu: Einar Bollason 28, Kristinn Stefánsson 23, Gutt- ormur Ólafsson 15, Gunnar Gunn-, arsson 11. Fyrir ÍKF skoraði I Hilmar 24 stig og Ingi Gunnarsson (come-back) 9 stig, en Ingi var j fyrirliði fyrsta landsliðs íslands í' körfuknattleik og jafnframt fyrir- liði fyrstu íslandsmeistara iKF.1 Beztu menn KR vom Kristinn og Einar, en varamennimir Guðmund- ur, Jón og Þorsteinn, sem tóku við f síðari hálfleik, áttu allir góðan leik. Beztur ÍKF-manna var Hilmar, en Ingi var fullgrófur á stundum. Lélegir d ámarar vom Hólmsteinn Sigurðsson og Guðmundur Þor- steinsson. KR hefur nú hlotið 10 stig eftir 5 leiki, Ármann 8 stig úr 5 leikjum, iR 6 stig. úr 5 leikjum, KFR 2 stig eftir 6 leiki og ÍKF er greinilega í fal'hættunni með ekkert stig eftir 6 lelki. — G. G. — Kosníngar — Framh af ols 16 hreppur, Borgameshreppur, Nes hreppur, Ólafsvíkurhreppur, Eyr arsveit, Stykkishólmshreppur, Patrekshreppur, Suðurfjarða- hreppur, Þingeyrarhreppur, Flat eyrarhreppur, Suðureyrarhrepp- ur, Hólshreppur, Eyrarhrepp- ur, Hólmavíkurhreppur, Hvammstangahreppur, Blönduóshreppur, Höíðahreppur, Hofsóshreppur, Dalvíkurhrepp- ur, Hríseyjarhreppur, Raufar- hafnarhreppur, Þórshafnarhrepp ur, Egilsstaöahreppur, Eskifjarð- arhreppur, Reyðarfjarðarhrepp- ur, Búðahreppur, Stöðvarhrepp ur, Búlandshreppur, Hafnar- hreppur, Stokkseyrarhreppur, Eyrarbakkahreppur, Selfoss- hreppur og Hveragerðishreppur. Eldur — Framh. af bls. 16 gengin 5 um nóttina var hringt til slökkviliðsins. Var það kvenmað- ur, sem var f símanum og tjáði að kviknað væri f húsinu Höfða í Blesugróf og hefði kviknað út frá olíukyndingu. Þegar slökkvibflar eru nýlagðir af stað í þessa kvaðn ingu, hringdi sami kvenmaður aftur og sagði þá að kona hefði brennzt svo illa að senda yrði eftir henni sjúkrabíl. Var þá .brugðið, hart viö og júkrabifreiö send á slysstað- inn, sem þó enginn var, þvi þégar inn í Blesugróf kom, vom állir f fasta svefni og hvorki eld né slas- aða manneskju að finna. Filippus — Framhald af bls. 1. hinni opinberu heimsókn f Kanada í Ottawa á morgun og heldur prinsinn þá í flugvél sinni til Goose Bay, þar sem hann mun gista aðfaranótt fimmtu- dags. Heldur hann á fimmtu- dagsmorgun til íslands, en vélin hefur viökomu í Syðra-Straum- firði til aö taka eldsneyti. Filippus prins ferðast í flug- vél frá Queens Flight, konung- lega flughemum, og er það tveggja hreyfla vél af Andover- gerð og er hún á stærð við Fokker-Friendship. Áhöfnin er þrír menn. Kom vélin sem kunnugt er fyrir nokkm við á Reykjavíkurflugvelli á leið vest- ur um haf til að sækja prins- inn. Filippus prins verður hér f algerum einkaerindum og þvf Breiðfirðingaheimilið h.f. Aðalfundur Breiðfirðingaheimilisins h.f. verð- ur haldinn í Breiðfirðingabúð föstudaginn 22. apríl 1966 kl. 8,30. Fundarefni: Aðalfundarstörf. Stjórnin. RÖSKUR MAÐUR óskast nú þegar til aðstoðar á vörubíl. I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN i ekki' sem opinber gestur, en sendiherrann brezki mun hafa móttöku fyrir hann, einnig mun prinsinn sitja matarveizlu for- r,yí,4æHsVfiðherra i 'ráðherrabústaðn tim. Fýlgdarlið prlhsins er 6 mánns. Eins og fvrr segir er hann væntanlegur á fimmtu- dagskvöld klukkan hálf sjö og heldur áfram á föstudagsmorg- un klukkan 10. Færðln Frambaid af bls 16. takist er talin mikil hætta á, að vegimir lokist jafnharðan. Á Bröttubrekku var veður skárra, og hún verður rudd svo að bílar komast yfir hana í dag. Fyrst í morgun var talin tvísýna á að unnt yrði að moka Holta- vörðuheiði, en þó horfið að þvi ráði, og mun stórum bílum verða hleypt yfir hana f dag. Verður reynt að aðstoða bíla sfðan eftir þörfum bæði norður á Hólmavík og eins norður f Skagafjörð. Útlitið er þó engan veginn gott því stórhríð er brostin á um allt norðanvert landið og á 10. tíman- um í morgun var óveðrið komið vestur á Blönduós, en skárra vest- ur í Húnavatnssýslum. I Skagafirði og þar fyrir norðan var brostin á iðulaus stórhríð. Hellisheiði er ófær, en annars er öllum bflum, sem stendur fært um Þrengslaveg og þaðan áfram allt til Víkur. Yfir Mýrdalssand er aðeins stórum bílum fært. Viljafá — Framh at bls 16 Voru kosningarnar þá sérkosn- ingar og ekki tengdar neinum öðrum kosningum. í umræðum fólks um þetta mál hefur komiö fram að mörg um finnst fremur óeðlilegt að ekki skuli vera áfengisútsala f Keflavík, þegar hægt er að kaupa áfengi hindrunarlftið i Reykjavík Ennfremur hafa Kefl víkingar búið illa að veitinga- stöðum og hafa hin betri veit- ingahús þrifizt illa, en þau hafa ekki haft vínveitingaleyfi. Hefur matstofan Vfk fram að þessu hýst eina veitingasalinn, sem má kallast af betri tegund en matstofa þessi er nú til sölu. Hafa nokkrir aöilar grennslazt fyrir um kaup á matstofunni, en margir hætt við kaupin vegna þess að ekki fylgdi vínveitinga leyfi. Hafa Keflvíkingar því mátt búast við því að eini veit ingasalurinn í bænum yrði ekki starfræktur. Hægri umferð — Frarrihald at bls. 1. Þessu til sönnunar bera þeir fyrir sig skýrslur um það, hvem ig til hafi tekizt með breyting- una f ýmsum löndum. Þar hefur komið í ljós að breytingin geng ur snurðulaust fyrir sig. Hins vegar eru nefndarmenn ósammála innbyrðis um það, hvemig afla skuli fjár til að standa undir kostnaði við breyt inguna, en sá kostnaður er aöal lega fólginn f breytingum á al- menningsbifreiðum og umferðar merkjum. Sá ágreiningur skipt ir þó ekki meginmáli heldur er það mest um vert segir í nefnd arálitinu, að sú ákvörðun aö framkvæma breytinguna veröi ekki látin dragast. Með hverju ári sem umferðarbreytingunni seinkar hækkar kostnaðurinn við hana. Má benda á það að árið 1940 var áætlað að breyt- ingin mvndi kosta 50 þús. kr. Árið 1956 var hún áætluð 5.6 milljón krónur og nú er gert ráð fyrir að kostnaðurinn nemi um 50 milljón krónum. Síöan bendir nefndin á það að varanleg gatnagerð f kaupstöö um sé nú stórlega að aukast. Verði þær framkvæmdir nú skipulagðar og undirbúnar með tilliti til hægri handar aksturs þá hefur það engan aukakostn að f för með sér. Verði hins veg ar enn dregið að koma á hægri handar umferð valda þessar framkvæmdir þvf að kostnaður inn mun margfaldast á næstu árum. ^ Vietcongmenn unnu hermd- arverk nýlega, sprengdu f loft upp strætisvagn. Fimmtðn biðu bana og fjórir særðust. Flestir hinna drepnu voru bændur. Þetta gerðist nálægt Tuy Hoa, höfuðstaðnum f Phu Yen fylki. HESTAMENN! 2 góðir reiðhestar til sölu að Laugarbóli í Mos- fellssveit. Uppl. kl. 20—23 næstu kvöld. Skipti koma til greina. 'IBÚÐIR TIL SÖLU 5 herb íbúð tilbúin undir fréverk við Alfheima. 2ja herb. íbúð tilbúin undir tréverk, í Hraunbas. Einbýlishús í smíðum í Kðpavogi. Hef fjársterka kaupendur að: 3ja og 4ra og 5 herb. fbúðum. f borginni og Kópavogi. FASTETGNAMIÐSTÓÐIN Austurstrætí 12 Símar 14120, 20424 og kvöldsími 10974. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.