Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 22.03.1966, Blaðsíða 8
r% Utgefandi: Blaðaötgáfan VISIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ölafsswi Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Rit3tjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. ísvandamálið leyst Landsvirkjunin hefur nú birt tilkynningu um lausn ísvandamálsins við fyrirhugaða Búrfellsvirkjun í Þjórsá. Þar kemur fram að unnt verður að tryggja notendum ótruflaða orku þegar á fyrsta virkjunar- stigi. Byggist þessi niðurstaða á rannsóknum og könnunum sem sérfræðingar, innlendir og erlendir hafa gert og staðið hafa undanfarin misseri. Unnt mun reynast að ráða við ísvandann jafnvel án þess að gerðar verði framkvæmdir ofar í ánni. Rannsóknir þær sem framkvæmdar hafa verið í Þrándheimi á vegum Landsvirkjunar sýna einnig að hægt er að fleyta öllum ís, sem berst niður ána yfir stíflur og áfram niður ána. Norsku sérfræðingamir Devik og Kanavin hafa einnig gert ítarlegar rannsóknir á ís- vandamálum en þær rannsóknir staðfesta aðeins það sem áður var vitað um vandamáíið. Niðurstöður þessara rannsókna, sem nú hafa verið gerðar heyr- um kunnar, sýna að fullyrðingar Þjóðviljans um eðli þess vasida sem við er að glíma hafa ekki við rök að styðjast. í Þjórsá, sem í öðrum ám hér á landi, er við ísvanda að glíma, en hann er þar vel leysanlegur, eins og nú hefur verið sýnt fram á. Vitanlega verður nokkur kostnaður af þeim framkvæmdum, en frá upphafi hefur verið vitað að í hann yrði að leggja og eru það því engin ný tíðindi. Landanir úr erlendum skipum JTull ástæða er til þess að kanna hvort ekki sé ráðlegt að heimila erlendum fiskiskipum að leggja afla sinn hér á land. Við því er nú bann í lögum. Atvinnu- málaráðstefna kaupstaðanna nyrðra sem haldin var á síðasta ári gerði samþykkt þess efnis að breyting væri hér tímabær, þar sem fiskvinnslustöðvar skortir mjög hráefni. Ekki sízt væri löndun síldar úr erlend- um veiðiskipum mikil búbót verksmiðjum og söltun- arstöðvum. Aðstæður eru nú mjög breyttar frá því að fyrrgreint ákvæði um bann við löndunum var í lög sett. Hins vegar þarf að láta fara fram rannsókn á málinu áður en úti í slíka breytingu yrði ráðizt. Benda sumir á það að slík heimild væri líkleg til að auka veiði erlendra manna hér við land ,en það væri óæski- legt með tilliti til þols fiskistofnanna, eins og rann- sóknir fiskifræðinga sýna. Vitanlega mætti takmarka landanir við ákveðnar fiskitegundir vissa tíma ársins og koma þannig til móts við fyrrgreind sjónarmið. VI S IR . Þriðjudagur 22. 1 hverju blökkumannaríkinu á fætur öðru hafa byltingar ver- ið gerðar á undanfömum mán- uðum. Hemaðarlegar stjómir hafa tekið völdin og þeirra fyrsta verk hefur verið aö senda ýmsa sovézka og kínverska sendl ráðsmenn og sums staðar tælcni- lega ráðunauta frá þessum lönd- um f tuga- og hundraða tali. Gefur þaö auga leið, að þeir sem völdin hafa tekið, telja þessa menn hafa valdið truflun- um með áróðri og afskiptum, og bezt að losa sig við þá, um leið og vikið er frá þeim, sem virð- ast hafa verið verkfæri í þeirra hendi. 1 mörgum þessara landa vofði efnahagslegt hrun yfir, þegar hemaðarstjómimar tóku völdin, — veikum fjárhag hafði verið stefnt í voða með því að leggja fé í alls konar brölt, af sýndarmennsku, og með því kaup á vopnum frá kommúnista löndunum og þar fram eftir göt- unum. öllum sem fylgjast með því sem gerist erlendis er í fersku minni það, sem gerðist f Ghana. Verður það ekki endurtekið hér, ' swrxýft ’í \wtm, 4. ''Vj&f- tiAJROftl Uppdráttur af Kenya. Odfnga (t. h.) og nánasti samherji hans, Paul Ngei. nema þess getið, að þeri sem þar tóku völdin virðast traustir í sessi og eiga þjóöarfylgi að fagna. V/'Sfeinasta hálfa'rmárfuðinn feéf- ur athyglin beinzt æ meira;iað Kenya, þar sem hinn aldni Jomo Kenyatta hefur stjórnað af hygg indum, og það hefur verið ró- Iegra en víðast annars staðar við hans stjóm. Þessi fyrrver- andi Mau-Mau-leiötogi er nú virtur jafnt af hvftum mönnum sem blökkum — að undantekn- um þeim, sem reka erindi komm únistaveldanna, sem seilast til áhrifa í svörtu álfunni. Hefur því dregið óveðursblikur á loft yfir Kenya. Menn hafa jafnvel óttazt að þar kunni aö gerast hin válegustu tíðindi, og sá sem talinn er valda mestu um hversu horfur eru ískyggilegar, er Od- inga varaforseti. Meðal þess sem síðast fréttist um átökin er, að bannaöir voru útifundir um seinustu helgi, þar sem Odinga ætlaði að flytja ávörp, og h.n opinbera skýring sú, að levfi hefðu ekki verið veitt fyrir fundahaldinu. SAMSÆRI GEGN JOMO KHNYATTA Njoroge Munga landvamarráð- herra skýrði frá því fyrir nokkm að komizt hefði upp um sam- særi til þess að steypa Jomo Kenyatta og gegn stjóm ein- ingarflokksins KANU. En ráð herrann kvað allt slíkt brölt til einskis, þvf að herinn stæði all- ur einhuga með forsetanum. — Tveimur dögum áður var sex sendiráðsmönnum og fréttarit- urum vísað úr landi og einum kínverskum. Sendiráðsmennim- ir voru tveir sovézkir og einn tékkneskur, fréttaritaramir tveir rússneskir (og 1 kínverskur). Allir höfðu þeir undangengin 2 ár haft náið sámstarf við Oneki upplýsingamálaráðherra. Einnig hafði athyglisverður at burður gerzt um sama leyti. Eft- ir að Jomo var einróma kjörinn flokksleiðtogi 1963, var Tom Mboya, einn hinna hógværustu blakkra leiðtoga, endurkjörinn aðalritari flokksins, en and- spyrna hafði veriö blásin upp gegn honum, þótt ekki dygði tii þess að fella hann. Þar næst var flokkslögunum breytt ot fellt að hafa nokkum varafo'-- mann og andmælti Odinga þvi kröftuglegast allra, enda gegndi hann sjálfur því starfi. Var hann marghrópaöur niður á landsfund Framh. á bls. 6. B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.