Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 3
3 VlSIR . Mánudagur 11. júlí 1966. 'mammmmmmmmmmmammmmmf^mmmá Rímur eru um margt merkileg- ar bókmenntir Viðtal við Finn Sigmundsson fyrrv. landsbókavörð og höfund Rímnaskrár Finnur Sigmundsson. Rímnafélagið hefur gefið út mikiö og merkilegt rímnatal yfir allar þær rimur sem kunnugt er að ortar hafi verið hér á landi, samtals á 2. þúsund talsins. Höfundur Rímnatalsins er Finnur Sigmundsson fyrrv. landsbókavörður og hefur hann unnið að því um margra ára skeið. Bókin er í 2 bindum, samtals á 9. hundrað blaðsiður að stærð. Rímur eru um margt merki- legar bókmenntir, m. a. vegna þess að þær eru vaxnar upp úr íslenzkum menningarjarðvegi og eiga sér ekki hliðstæður annars staðar, enda þótt yrkis- efnin séu oft af erlendum toga spunnin. En gildi rímna er þó e. t. v. öðru fremur fólgið í viðhaldi íslenzkunnar meðal al- þýöu fólks, lengst af samtímis því sem málið varð æ dönsku- skotnara meðal fyrirmanna og embættismanna landsins. Hér skal þó ekki farið út í að rök- styðja það nánar, heldur gefa bókarhöfundi orðið, en hann var svo vinsamlegur að veita Vísi viðtal í tilefni útgáfu rits- ins. Skýrir hann þar frá ýmsu, sem rímnaunnendum mun þykja forvitnilegt að heyra. — Hvenær byrjaðirðu á þessu mikla ritverki þínu, Finnur? — Fyrstu drög að rímnatal- inu eru raunar 40 ára gömul, eða frá þvi að ég tók að kanna rímnahandrit í Landsbókasafn- inu til undirbúnings prófritgerð Aðalfundur Bókbindarafélags íslands var haldinn 26. maí s.l. Á fundinum flutti formaður fé- lagsins, Grétar Sigurðsson, skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. Á árinu 1965 gerði félagið nýja kaupsamninga og tóku þeir gildi 1. okt. og gilda til 1. októ- ber í ár. Samningar þessir voru að mestu leyti samhljóða samningum þeim er önnur stéttarfélög bókagerðarmanna gerðu þá. Merkasta ákvæði hins nýja samnings var, að kaup- nemenda var hækkað verulega og hafa nemar nú 45% af kaupi sveina á 1. násmári, 55% á öðru ári, 65% á þriðja ári og 75% af kaupi sveina á fjórða námsári. Blað félagsins Bókbindarinn kom út einu sinni á starfsárinu. Þá kom út fyrsta örk af Bók- bindaratali og er gert ráð fyrir að önnur örk komi á þessu ári. í norrænudeild háskólans. Þeg- ar að því kom, að ég skyldi velja mér kjörsvið í bókmennta sögu, urðu rímumar fyrir val- inu. — Hafðirou þá þegar áhuga : rímum og rímnakveðskap? — Nei, ég get ekki sagt að ég hefði sérstaklegan áhuga á þeirri bókmenntagrein, miklu fremur valdi ég þær sem verk- efni af því að þarna var lítt kannað sviö og löng saga rímnanna forvitnileg á marga lund, þó að þeim væri almennt skipaður fremur lágur sess í bókmenntasögunni. Prófritgerð mín fjallaði um „meðferð skáldskaparmáls í rímum 17. aldar“, og beindust þvi athug- anir mínar einkum að því tima- bili, enda hafði dr. Bjöm K. Þórólfsson þá i smíðum sina gagnmerku bók „Rímur fyrir 1600“. — Með öðrum orðum þetta varð fyrsti visir þinn að rímna- talinu? — Það má segja það að könnun min á rfmum 17. aldar í handritadeild LandsbókasafhS ins hafi ofðið það. Eh ég jók smám saman þesSa Skfá ög fyllti út eftir því Sém tifrti vannst til. Ahnars vofú kfepþu- árin á fjórða tug aldarihrtáf ekki vel til þess fallin að léggja vinnu í jafn óarðbæft fyriftæki og rímnaskrá, og miðaði verk- inu því lítið áléiðis áfum sam- Ritstjóri Bókbindaratalsins er Svanur Jóhannesson, varafor- maður félagsins. Haldið hefur verið áfram við- ræðum við önnur samtök bóka- gerðarmanna til undirbúnings að stofnun sambands bóka- gerðarmanna. Á árinu var hafinn visir að fræðslustarfsemi Og haldið námskeið um fundárstjóm og mælskulist fyrir félagsmehn. Orlofsheimili félagsins í Ölfusborgum tók til starfa á s.l. sumri. Félagið keypti á s.l. ári hús- næði fyrir starfsemi félagsihs, að Óðinsgötu 7, ásamt 7 öðrum stéttarfélögum. Þar er skrif- stofa félagsins og önnur starf- semi og er þegar hafinn vísir að rekstri sameiginlegrar skrif- stofu ásamt 4 öðrum stéttarfé- lögum. Á árinu var þess minnzt að liðin eru 60 ár síðan fyrstu alvöru að vinna að þessu verk- efni? — Eftir stofnun Rímnafélags- ins 1947 opnuðust möguleikar til útgáfu rímnatalsins, ef hægt væri að stilla stærð þess I hóf, og var því þá sniðinn stakkur, sem það nú birtist I. En þá höfðu annir aukizt, og enn líða mörg ár án þess að prentun gæti hafizt, enda seinfyllt ýms skörð i skránni, þó að grindin væri reist. Þá varð einnig vegna samræmis að kippa til hliðar miklu efni, sem ég hafði safnað fyrr á árum í sambandi við einstaka rímnaflokka og höf- unda, enda rúmið takmarkað. — Hvað eru rímumar marg- ar, sem þú hefur fundið í þess- ari leit þinni? — I rímnatalinu eru skráðar rúmlega 1050 rimnafiokkár og stakar rímur, sem enn eru til, þar af eru aðeíns um 240 prentaðar. Fjöldi rimna hefur glatazt eða erU ekki enn komn- ar i opinber söfn, óg getur skráin Um 300 flokka af því tagi, áð sjálfsögðu éftir mis- jáfrtlégá góðum heimilduirt. Enn mun einhvér slæðingur áf rím- uirt Véra í éigu eihstaklínga, og getá nú eigenduf þeirra með aðstoð rímnatalsihS gehgið úr Skugga urm hvOft þæf muni állar vefá til i öpirtbérum söfn- Ufflj —• H Vefnig skiptast rimUr éftif öldUm? — FléStar rimur érU Várð- véittar frá 19. öldj eða rúmlégá samtök bókbindara voru stofn- uð hér á landi, þ. e. árið 1906. Bauð félagið þá öllum meðlim- um sínum og mörgum gestum til hófs í félagsheimilinu. Stjóm félagsins skipa nú: Formaður: Grétar Sigurðsson. Varaformaður: Svanur Jóhann- esson. Ritari: Eggert Sigurðs- soh. Gjaldkeri: Olfefd NaSpý og formaður úr Kvennadeild fé- lagsins: Guðrún Haraldsdóttir, Helgi H. Helgason, sem um mörg ár hefur setið í stjórn félagsins, gekk nú úr stjórn félagsins vegna breytinga á at- vinnu sinni, voru honum færð- ar þakkir fyrir margháttuð störf hans í þágu félagsins. Fjárhagur félagsins er góður, skuldlaus eign rúmlega 1 millj. króna. Árgjald félagsmanna: Sveinar greiða kr. 60.00 á viku og aðstoðarstúikur kr.-50.00 á viku. 500, frá 18. öld um 250, frá 17. öld um 150 og fyrir 1600 um 80. Af rímum frá 20. öld telur skráin aðeins 75, en sitthvað frá síðustu áratugum mun ó- talið. — Hvað hafa fundizt margir höfundar að þessum rímum? — í rímnatalinu eru skráðir um 480 höfundar, sem talið er að hafi ort rímur. Þeir eru úr öllum stéttum þjóðfélagsins, lærðir menn, bændur, sjómenn og vinnumenn. í þessum hóp eru 60 prestlærðir menn, nokkur þjóðkunn skáld og fáeinar konur. — Er svo að sjá að rímur hafi verið ortar í einum lands- hluta fremur en öðrum t. d. í einhverri ákveðinni sýslu? — Rímnaskáldin eru úr öllum landshlutum, en þó mun láta nærri að fjórar sýslur, þ. e. Húnavatnssýsla, Skagjafjarðar- sýsla, Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla, geti eignað sér helming þeirra, og skipast þau nokkum veginn jafnt milli þessara sýslna. Næst koma Múlasýslur, þá Borgarfjarðar- sýsla, Dalasýsia og Snæfells- nessýsla. — Hvert er álit þitt, Finnur, á gildi rímna? — Rímunum hefur ekki verið hátt hossað í bókmenntasög- unni, og fáa lesendur munu þær eiga f dag. Þó skemmta rrten sér enn við að yrkja gamanrímur. t. j En hvað sem líður skáld- 5 skapargildi rímnanna má vera : að við eigum þeim meir að Iþakka en í fljótu bragði mætti ætla. Skemmtigildi þeirra var auðvitað mikils viröi á sínum tíma. En líklega skiptir mestu Iþáttur þeirra í varðveizlu tung- unnar. Dýrt rím þarfnast mik- iis orðaforða, og með rímunum hélzt þekking á skáldamálinu og ást á braglist í vitund al- mennings. Og það er víst, að þau góðskáld okkar á 19. öld, sem vildu gera lítið úr rímna- skáldunum, áttu rímunum meira að þakka, en þau gerðu sér ljóst. — En svo við sleppum gildi rímna fyrir tungu og menningu, eru þær ekki líka skemmtilest- ur? — Ég býst við að reiknimeist arar þeirrar heimsmenningar, sem á sér þann draum stærstan að leggja undir sig tunglið, lesi ekki rímur sér til skemmtunar. Hinir, sem fremur kjósa að halda sig f nánd við jörðina, munu geta fundið í rímum, ekki síður en í öðrum ritminj- um liðinna alda, margvíslegt efni til fróðleiks og skemmtun- ar. Mansöngvamir geyma oft glöggar þjóðlífsmyndir og per- sónusögur ýmiss konar gam- ansemi og stundum nokkra vitn,eskju um þekking skáld- anna á sögu og bókmenntum. Bragarhættir rímnanna og saga þeirra væri skemmtilegt rann- sóknarefni. Fólgin nöfn i rím- um sýna oft hugkvæmni, ekki sízt'í einföldum orðaleikjum. Ægir felldi af augum tár er það hénnar heiti — segir eitt skáldið um stúlkuna sína, og vefst fyrir ýmsum að finna nafnið, þó að ekki sé dýrtkveðið. Ef til vill — sagði Finnur að lokum — kalla einhverjir raunvísindagarpar samtíðarinn- ar það músarholusjónarmið að vilja halda í orðlist og þraglist íslenzkra tungu, sem geymzt hefur i rímum og sögum. Verk- efni framtíðarinnar verða vænt- anlega stórbrotnari en .svo, að dútl við rím og stuðla og aðra prýði málsins þykir mikils virði, enda líklegt að önnur mál en islenzk tunga verði töl- uð og rituð á tunglinu. Hvenær hófstu þá fyrir KOMIN UT FYRSTA ORK AF BÓKBINDARATALI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.