Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 11
VÍSIR . Mánudagur 11. júU 1966. 77 SíDAN BITLAR, HYPJIÐ YKKUR HEIM // // Filippseyingar kvöddu Bítlana með jsessum orðum á flugvellinum og þegur Bítlarnir komu til Nýju Dehli kynntu þeir sig sem „Herra Brown og féiaga1 Það blés ekki sérlega byr- lega fyrlr Bítlunum — John George, Paul og Ringo — þegar þeir voru á ferð á Filippseyjum um daginn og heldur ekki fyrir Antoine hinum franska, átrúnað argoði franskra unglinga er hann var I söngför á Korsíku. 1 Manilla á Filippseyjum voru Bftlamir m.a. kvaddir með orð unum „Farið til fjandans" og á Korsfku réðust unglingamlr að Antolne og ætluðu að klippa af honum hárið, en hann er mjög hárprúður eins og komið hefur fram á myndum af honum hér á sfðunni. Bítlamir eru vanir þvf að hrópað sé til þeirra og kippa sér því ekki upp við hávaða, en hingað til hafa þau hróp orðiö til er unglingamir hafa ekki lengur haft hemil á raddbönd- unum vegna hrifningar. En í þetta skiptið var þessu öðm- vfsi varið. Eins og og frá hefur verið sagt em Bítlamir í Austurlanda ferð og munu m.a. koma til Japan. Þegar þeir komu til Man illa höfuðborg Filippseyja var þeim forkunnarvel tekið eins og yið var að búast og sömul. á hljómleikunum, sem þeir héldu. All fór sem sagt vel fram sam kvæmt venju. Enhvers vegna urðu þá læt- in? Jú, Bítlamir móöguðu forseta frúna. Frúú Imelda Marcos eigin- kona Ferdinand Marcos forseta, hafði dvalizt fjarri höfuð borginni en þegar hún frétti af komu Bítlanna tók hún flug- vél ásamt bömum sínum þrem ur til Manilla og bauð Bítlunum í matarboð. Hún stakk einnig upp á því við eiginmann sinn forsetann. að hann sæti matar- boðið, en hann mátti víst ekki vera að því sökum anna, — enda varð ekkert úr boðinu. Frúin beið og beið en Bftlamir létu ekki sjá sig. Eftir klukku- stundarbið hélt frúin á brott — og blööin ætluðu að ærast yfir þessari framkomu Bítlanna. Brian Epstein umboðsmaöur Bítlanna reyndi allt hvað hann gat að biðjast afsökunar á þess um mistökum og kvað hann Bítlanna aldrei hafa fengið boð um að hitta forsetafrúna. Og brezka sendiráðið f Manilla af sakaði sig með því að það hefði ekkert haft með komu Bítlanna að gera, og ekki einu sinni sagt frá komu þeirra fyrr en Iöngu eftir að hún var ákveðin. Ibúar í Manilla tóku strax Að leggjast í híði Þaö er alkunna, að landbirn inum er gefinn sá öfundsverði eiginleiki að geta lagzt f hfði á haustin og sofið þar af allan veturinn, þegar enga björg er að fá við hans hæfi og ekkert við að vera. Þama hefur móðir náttúra enn sem oftar hlaupiö undir bagga með bami sínu, væri landbjöminn þess ekki um kominn að sofa af veturinn, án matar og drykkjar, væri allt hans kyn fyrir löngu úr sög- unni, að minnsta kosti á Norður slóðum. Nú er ekki annaö sýnna en að móðir náttúra verði enn að hlaupa undir bagga meö öðm af bömum sínum, og því ekki af óæðra kyninu, og það á svip aðan hátt og með bangsa kall inum — sem sagt, að gefa því hæfileika til að leggjast f híðis dvala nokkum hluta ársins, eigi það að skrimta af. Og þó undar- legt megi virðast, er það ekki yfir vetrartímann, þegar örðug- ast er öllum að verða sér úti um björg, heldur yfir hásumarið, eða þær vikur, sem áður fyrr meir vom kallaðar „hábjarg- ræðistfminn." Svona snýst allt við... Með þessu er átt við manninn sjálfan, þó ekki mannkynið í heild, heldur aðeins ákaflega lít- Inn hluta þess, eða réttara sagt — lítinn, en ekki þar fyrir ó- merkilegan hluta þess, sem við teljum okkur til og köllum okk ar þjóð, nákvæmlega tiltekið þann hluta þjóðarinnar, sem við köllum höfuöstaðabúa, og ekki einu sinni þá alla, heldur þann hluta höfuöstaðabúa, sem verð ur einhverra hluta vegna að dveljast um kyrrt í sínum höfuð stað, að sumarleyfistímann. Að vísu er ekki svo að skilja, að hann þurfi að skorta brýnustu nauðsynjar þann tíma, en ein- hvers staðar er komizt þannig að oröi, að maðurinn lifi ekki á einu saman brauði — og það er einmitt þetta, sem þessi ólán sami höfuðstaöabúi þarfnast þar fyrir utan, sem hann verð ur að gera svo vel að vera án, hvort sem hann vill eða ekki. Þessar vikur, sem aðalsumar leyfistfminn stendur yfir, og áð ur kallaðist „hábjargræðistím- inn“, er nefnilega öllu því lokað í höfuðstaðnum sem lokað verð ur, og vel það. Sumum stöðum er að vísu ekki lokað, en verra en lokað, því að þar er enginn við, sem hefur vit eða vald til að gera neitt umfram það að tilkynna þeim, er þangað leita einhvers erindis, að þeir séu því miður ekki við, sem vitið og valdið hafa — og veröi ekki við fyrr en að loknu sumarleyfi. Það væri því ekki amalegt fyrir þessa heimabundnu höfuð staðabúa að geta tekið upp venju bangsa gamla og hrein- lega Iagzt í dvala þessar vikur. Þá mætti loka öllu, sem verið er að burðast við að halda opnu, kannski mætti þá lfka losna við allan kostnað af sum arleyfisferðum, og öll þau von brigði og ama, sem þeim er sam fara, með þvf að allir legðust í dvala heima hjá sér fyrir lok uðum dyrum — yfir hábjargræð istímann... Það gæti þá líka kannski orðið til þess, að menn væru sæmilega vakandi við vinnu sína, þann tíma, sem ætl azt er til að þeir séu við. Það eitt út af fyrir sig væri hreint ekki svo lítið þjóðhagsatriði.. upp hanzkann fyrir forsetafrú sína, fjölmenntu til flugvallar- ins og kvöddu með oröunum: „Bítlar, hypjiö ykkur heim“ — „Farið til fjandans" og „Vig vilj um ekki sjá ykkur.“ „ Hvers vegna, hvers vegna?“ spurði John, „og við sem kom um hingað aðeins til þess að gefa aðdáendum okkar tæki- færi til að sjá okkur.“ Ringo lýsti því aðeins yfir að hann væri lafhræddur. Svitinn bogaöi af Bítlunum er þeir gengu út í flugvélina á þeim og er þeir höfðu verið króaðir einhvers staðar bak viö stiga stundarkom er sagt aö Paul hafi orðið aö orði: — „Það lítur út fyrir að þeir séu ekkert hrifnir af okkur héma.“ En þeir sluppu úr klóm Fil- ippseyinga og komust stór- slysal. upp f flugvélina og áöur en George gekk inn f vélina sneri hann sér snöggvast við og veifaði. Það gerðist þó sitthvaö fleira sögulegt í þessari Filippseyja- að fara úr landi, þvi að skatta yfirvöldin á Filippseyjum kröfð ust þess að þeir greiddu 30% af launum sfnum þama í skatt áður en þeir færu. Til þess að ekki kæmi til frekari vandræða borgaði sá sem stóð fyrir hljóm leikunum strax 30% af þeirri upphæö sem Bítlarnir fengu fyr ir þessa tvenna hljómleika sem þeir héldu — um 700 þúsund krónur. Frá Manilla héldu Bítlamir til Nýju Dehli og þar var þeim forkunnarvel tekið. Þegar þeir flugvellinum í Manilla, enda má segja að skömmu áður hafi þeir átt fótum sfnum fjör að launa. Þegar þeir komu akandi til flug vallarins var enginn lögreglu- vörður eins og venja er þegar þeirra er von og þeir máttu sjálfir bera farangurinn og hlaúpa með hann á haröa spretti gegnum flugvallarbygg- inguna. Mannfjöldinn réðist að Ringó, John og George ganga út í flugvéllna, en á svölum flug- vallarbyggingarinnar í Manilla stendur mannfjöldinn og hrópar fll þelrra að hypja sig heim. ferð Bítlanna. Þegar þeir héldu blaðamannafund svaraði John heimskulegri spumingu ein- hvers blaðamannsins með „Voff Voff.“ Að morgni brottfarardagsins fengu Bítlamir bann við því komu á hótelið kynntu þeir sig sem „Mr. Brown og félaga“, en undir því nafni höfðu þelr pantað hótelpláss. Vonandi fær 11. — sfðan fljótlega fréttir af þvf hvernig Bítlunum hefur reitt af í Indlandi. Kári skrifar: „Lesandi“ hefur sent Kára eft irfarandi bréfstúf og mættu við komandi yfirvöld vega gjarnan lesa það, en hann segir: Ótrúlegur ósómi Kári minn góður. Hristu nú af þér rykið og skrepptu inn að Elliðaám. Frá þvf var sagt um síðustu helgi hefði skapazt öngþveiti í umferðinni f Ártúnsbrekku, svo grípa varð til sérstakra ráðstaf ana, jafnvel stöðva eðlil. umferð upp brekkuna um skeið. Var lögreglan þar myndarlega að verki að því er sagt var. Gott er að heyra er slfkir hlutir fara vel úr hendi. — Já, við erum allsnjallir að gera verulega og jafnvel stóra hluti. Hitt gengur verr að gera það sem minna er og svo sjálfsagt að ekki ætti að þurfa á að minnast. Líttu á brýmar yfir Elliðaám ar, ekki era þær svo breiðar að þar sé neitt aflögu, enda eðli legt, þær voru byggðar við aðr ar aðstæöur en nú era. Á brún um eru — eöa réttara sagt vora mjóar gangstéttir, til að auðvelda umferð gangandi manna yfir brýmar þótt bíla- ferð sé mikil. Nú er svo komið að gangstéttimar eru horfnar. Aur og skftur hefur hlaðizt aö þeim, á þær og myndar „upp- fyllingu" ávala frá bílabrautlnni á brúnum og upp að handriö- um. Slfkt er eðlilegt að vissu marki, t.d. að óhreinindi safn- ast að stéttum á vetrum, þegar ýmist er klaki á vegi eða hláku bleyta og aur. Hitt mun hvergi fyrirfinnast í neinni borg á Norðurlöndum að slík óhrein- indi séu ekki hreinsuð af og frá gangstéttum þegar vorar og allt er þítt orðið, og síðan eins oft og nauðsyn krefur þann tíma árs sem fönn og klaki veldur eigi erfiðleikum. Sök sér aö þessi verk veröi útundan að vetrinum. En hér, skoðaðu útganginn á gangstéttunum á Elliðaárbrún- um. Fyrir utan það hver skríl- mennskuauglýsing þar er á ferðinni, öllum útlendinum sem um veginn fara til undrunar (ísl. menn sjá víst ekki slíka smámuni) — er hér um stór- aukna slysahættu að ræða af völdum vanrækslu og trassa- skapar þeirra sem hér eiga hlut að máli. Enginn gangandi getur notað gangstétt, sem er grafin undir aur og skít. Og úr því að þú ert kominn á stúfana Kári góður, skrepptu þá um leið suður á Kópavogs- háls, þar er ámáta „auglýsing“, þótt ekki stafi af hennl slysa- hætta. Eyjan á milli akreina á kafi í skít, aldrei hreinsað frá stéttum. Vísir skrifaði um þetta f fyrra, og þá var loks hreins að til, — en samt ekki fyrr en heimsókn forsetans var um garð gengin f Kðpavogi. Nú er engri slílcri heimsókn til að dreifa, en vegurinn er jafn fjöl farinn fyrir því. Það er hálf raunalegt að sjá prúðbúna lög regluþjóna stjóma umferðinni á svona stöðum mitt í slíkum ósóma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.