Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 6
6 VISIR . Mánudagur 11. júli lUUb. Vísindnsjóður — Framh. áf bls. 1. krónur. Úr Vísindasjóöi hafa að þessu sinni verið veittir samtals 63 styrkir að heildarfjárhæð 3,935 milljón króna. Hér fer á eftir yfirlit um hæstu styrkveitingamar: A. Raunvísindadeild. I. Dvalarstyrkir til visindalegs sémáms og rannsókna. 135.000 kr. hlutu fimm um- sækjendur. Agnar Ingólfsson, B. Sc. til rannsókna sinna á íslenzkum mávum. (Framhaldsstyrkur verk efni til doktorsprófs). Halldór Guðjónsson til náms og rann- sókna í stærðfræði. (Verkefni til doktorsprófs. Bandarlkin). Hörður Kristinsson til sémáms og rannsókna á sveppum. (Verk efni til doktorsprófs. Þýzkaland) Jónas Bjamason, efnaverkfræð- ingur til sémáms og rannsókna á eggjahvltuefnum. (Framhalds styrkur. Verkefni til doktors- prófs. Þýzkaland). Þorvaldur Veigar Guðmundsson, læknir til rannsókna á calcitonin. (Fram- haldsstyrkur. Verkefni til dokt- orsprófs. Bretland). 80.000 kr. hlutu fjórir umsækj endur. Jón Þór Þórhallsson, eðlis- fræðingur til sémáms og rann- sókna í eðlisfræði. (Verkefni til doktorsprófs. Þýzkaland). Dokt- or Ketill Ingólfsson, eðlisfræö- ingur til rannsókna í kvanta- sviðsfræðum. (Framhaldsstyrk- ur Sviss). Sigfús Johnsen, mag. scient. til sémáms og rannsókna í eðlisfræði. (Danmörk). Sverrir Schopka, efnafræðingur til sér- náms og rannsókna á chinon- samböndum. (Verkefni til dokt- orsprófs. Þýzkaland). 60.000 kr. hlutu niu umsækjend- ur: Guðmundur Georgsson, lækn- ir sémám og rannsóknir í mein- vefjafræði. (Framhaldsstyrkur. Verkefni til doktorsprófs. Þýzka land). Kjartan Jóhannsson verk- fræðingur sémám og rannsókn- ir I Operations Research. (Fram haldsstyrkur. Verkefni til dokt- orsprófs. Island og Bandarikin). Magnús Birgir Jónsson, búfræö- ingur rannsókn á arfgengi nyt- hæðar og fitumagns mjólkur hjá íslenzkum kúm. (Verkefni til licenciatprófs. Noregur). Oddur Rúnar Hjartarson, dýralæknir sémám í næringarfræði og mat- vælaeftirliti. (Noregur). Páll G. Ásmundsson, læknir sémám og rannsóknir á nýmasjúkdómum. (Bandarikin). Sverrir Ólafur Georgsson, læknir rannsóknir á þvagfærasjúkdómum. (Banda- ríkin). Úlfar Amason ,fil. kand. framhaldsnám í erfðafræði. (Svfþjóð). Valgaröur Stefánsson fil. kand. sémám og rannsóknir í eðlisfræði. (Framhaldsstyrkur Sviþjóð). Öm Araar, læknir rannsóknir á notkun háþrýsti- súreftiis við hjartaaðgerðir (Framhaldsstyrkur. Verkefni til doktorsprófs. Bandarikin). 30.000 kr. hlaut einn umsækj- andi: Ólafur Jónsson, læknir sér- nám og rannsóknir á gerviönd- HHRpi ______________ Dönsku kennaramir fóru ásamt fylgdarmönnum tll Þingvalla í mor gun kl. 10. un. (Hálfs árs styrkur. Banda-i ríkin). 25.000 kr. hlaut einn umsækj-! andi: Baldur Elíasson, verkfræðing ur, sémám og rannsóknir á út-! breiöslu rafsegulaldna. (Loka- styrkur. Verkefni til doktors- prófs. Sviss). B. Hugvísindadeild. Styrki hiutu að þessu sinni eftir- taldir einstaklingar og stofnanir 100 þúsund króna styrk hlutu: Helgi Guömundsson, cand. mag., til að ljúka rannsóknum á fomöfnum í íslenzku, einkum j persónu- og eignarfornöfnum. Hörður Ágústsson, listmálari, til að rannsaka sögu íslenzkrar húsagerðar á liðnum öldum. Sigurjón Bjömsson, sálfræðing- Sílcfl — Framh. af bls. 1. gefizt. Hún er að vísu nógu feit, en ekki nógu löng. Þar að auki þolir síldin tæplega mcra en 15—20 tíma flutning ag er söit- un því hæpin meðan sí din er svo langt undan. Skipin, sem fenfíi afla, eri þessi: Eldborg GK 240 tonn, ög RE 165, Vigri GK 230, Gír Árni RE 400, Pétur Sigurfss RE 170, Ingiber Ólafsson II G 300, Bjarmi II EA 300, Náttfr ÞH 180, Helga RE 260, Amarn. GK 120, Reykjanes GK 130 Þorleifur OF 140, Súlan EA 240, Vonin KE 170, Helgi F1 ivents- son ÞH 230, StfgEmdi OF 230, Lómur KE 240, Gullb°rg NS 180, Hoffell SU 180, Sigurvon RE 270, Höfrungur III AK 340, Hrafn Sveinbjamarson III GK 150, Guðrún Guðleifsdit.tir IS 270, Ólafur Friðbertsson IS 230 Sigurfari AK 170, Asþór RE 200, Akurey RE 230, Þórður Jcn asson EA 320 Hugrún IS 210 Loftur Balávinsson EA 2!0 Höfmngur II AK 240, Jón Garð ar GK 280, Guðbjartur Kris: ján IS 200, Ólafur bðKkur Oí 170, Skímir AK 170, Ólafu' Magnússon 150, Héðinn ÞH 340 Haraldur AK 200, Gullfaxi NF 50, Fagriklettur GK 170, Sigur páll GK 210, Margrét SI 20! tonn. Heimsmeistarakeppnin Til sölu farmiði á heimsmeistarakeppnina í London, innifalið flugfar, herbergi og 10 leikja kort Sími 12504. ur, til aö halda áfram yfirlits-1 rannsókn á sálrænum þroska, I geðheilsu og uppeldishátturr bama I Reykjavík. 75 þúsund króna styrk hlut Guðmundur Magnússon, fi lic., til að vinna að doktorsr gerð um efnið: Hefðbundnar hr fræðikenningar við skilyrði c vissu. Haraldur Sigurðsson bókavöröur, til að ljúka riti un kortasögu íslands. 35 þúsund króna styrk hlaut: Orðabók Háskólans til aö afla j ljósmynda af hinni íslenzk-latn- esku orðabók Guðmundar Ólafs sonar (d. 1695), sem til er í handriti I Konunglega bókasafn- inu I Stokkhólmi. 50 þúsund króna styrk hlutu Bjöm Þ. Guðmundsson, cand. jur., til framhaldsnáms og rann- sókna á sviöi flug- og geim- réttar við McGill University í Montreal, Kanada. Davíð Erlíngs son, cand mag., til rannsókna í germansk-keltrieskri . trúar- bragðasögu og þjóðsagnafræði. Guðmundur Ágústsson, hagfræö ingur, til að vinna að doktors- ritgerð um efnið „Die Perspektiv ische Energiebilanz Islands". Gylfi Ásmundsson, sálfræðing- ur, til að vinna að: 1) stöölun Rorschachsprófs á 1100 reyk- 'ískum bömum á aldrinum 5— 5 ára og 2) rannsókn á persónu ikaþroska reykvískra bama nðað við sama úrtak. Jón nefill Aðalsteinsson, fil. lic., til i rannsaka kristnitökuna á ís- di. Jón Sigurösson fil.kand., i framhaldsnáms I hagfræði iö „The Graduate School of the London School og Econom- ics“ til undirbúnings meistara- prófs I hagfræði með hagþróun sem sérgrein og með sérstöku tilliti til menntunar og mann- afla. Jónas Kristjánsson, sér- fræðingur Handritastofnunar- innar, til að ljúka riti um Fóst- bræðrasögu. Listasafn íslands til j að halda áfram Ijósmyndun lýs- inga (illuminationa) I íslenzkum j handritum. Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingur, til greiðslu kostn aðar við teikningar fyrirhugaðs rits um íslenzka sjávarhætti fyrr og síöar. Ritverkið Stjómkerfi mærri lýðræðisríkja til greiðslu ;ostnaðar viö framlag Islend- nga til verksins. Sögufélagið il að gefa út Grænlandsannál .jörns Jónssonar á Skarðsá. •jóðminjasafn Islands til að :osta ferö Hallfreðar Amar Ei- ríkssonar um landið til þess að taka upp á segulbönd gömul þjóðlög, rimnastemmur, sálma- lög o.fl., einnig þulur, kvæði og sögur eftir því sem við verður komið. 15 danskir kennarar á íslandi Málverka- sýning á Akureyri Um 30 málverk eftir ýmsa kunna myndlistarmenn hér á landi eru nú : til sölu og sýnis I Rotarysal Hótel KEA á Akureyri. Var sýningin, sem Kristján Fr. Guðmundsson, Mál- verkasölunni Týsgötu 3, gengst fyr- ir, opnuð I fyrradag. Á sýningunni eru verk þeirra: Kjarvals, Gunnlaugs Schevings, Nínu Sæmundsson, Magnúsar Á. Ámasonar, Helga Bergmanns, Hall- dórs Péturssonar, Eggerts Guð- mundssonar, Þorvalds Skúlasonar, Hreins Elíassonar, Siguröar Krist- jánssonar, Gríms M. Steindórsson- ar og Þorláks Halldórssen. Hefur góð aðsókn verið á sýn- inguna og mörg verk selzt. \ 15 danskir kennarar komu til I landsins f gær I boði Norrænu | félagsins, ísl. kennarasamtaka, og fræðsluyfirvalda. Dvelja þeir hér í þrjár vikur í boði þessara I aðila, en 1. ágúst n.k. fara 15 I ísl. kennarar til Danmerkur í | boði samsvarandi aðila. Skipti- ( boð þessi hafa nú staðiö I hálf- an annan áratug. Dönsku kennaramir fóru í J morgun til Þingvalla, en þeir | munu dvelja I Reykjavík I 71 daga og fara I smáferðir héðan. Frá Reykjavík fara þeir til Ak- . ureyrar, þar sem þeir munu dveljast I tvo daga. Eftir það 1 dreifast þeir um landið og munu I ( verða gestir kennara þar. Slð-1 ’ ustu þrjá dagana verða þeir aft-1 , ur I þrjá daga í Reykjavlk. / l . ) TILK YNNINGAR Kvenfélagasamband lslands. Leiðbeiningarstöð húsmæðra: verður lokuð frá 14. júnl til 15. ágúst. Skrifstofa Kvenfélagasam bands Islands verður lokuð á sama tima og eru konur vinsam- lega beðnar að snúa sér til for manns sambandsins Helgu Magn úsdóttur, Blikastöðum þennan tíma. Hitar i i-rainn ai ols ilands. Þar var noröan ant ari og skýjað. Fór hitinn ald-- fir 13 stig á Akureyri. Dagurinn í gær vai >m mestu góðviðrisdögum suðvc-st- anlands, en betri dagar hafa komið í sumar norðanlands. Þannig varð hitinn yfir 26 gráður á Akureyri og Siglunesi i s.l. viku. Hitinn suðvestan- lands verður aldrei eins mikii! og norðanlands. Mestur hiti sem mælzt hefur hér á landi var á Teigarhorni við Djúpavog í júni 1939. Þá mældust 30.5 stig Á Akureyri mældust 28.6 stig 1939 en mestur hiti sem mælzt hefur i Reykjavík er 23,4 stig í júlí 1950. Ókurteisi hesta- manna á norðurleið Telja sig riddara þjóðveganna rlestamenn fara nú í hópum rður i land til landsmóts hesta- .anna að Hólum í Hjaltadal. Yf- ileitt eru ferðalös þeirra þangað ekki í frásögur færandi en nokkrir hestamanna hafa þó með fram- komu sinni vakið undrun annarra ferðalanga. Á laugardagsmorguninn voru ivær konur á ferð í bifreið í Borg- arfirði og óku þá fram á höp ! iiestamanna á leið norður. Voru þær staddar í Þverárhlíðinni við Hvítársíðugatnamótin, er þær hittu hópinn. En þá brá svo við að hestamenn neituðu gjörsamlega að ! gefa veginn eftir svo konurnar kæmust leiðar sinnar, þrátt fyrir i rekaðar tilraunir. Héldu þeir bif- reiðinni fyrir aftan hópinn allt þar til kom upp í Norðtungu, er þaö alllöng leið. Skýrðu konumar Vísi svo frá að sléttar gnmdir hefðu þó verið báðum megin við veginn og ekkert því til fyrirstöðu fyrir hestamenn að vikja fyrir hinu vélknúna farartæki. Beiðnum þeirra var hins vegar aðeins svar- að með þögn eða útúrsnúningum. Er slík framkoma sem þessi vissulega vítavert, þvi ætlazt verður til þess að hestamenn sýni lágmarkskurteisi, ekki slður en aðrir vegafarendur — jafnvel þótt þeim sé heitt I hamsi á leið á landsmót.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.