Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 4
á
VlSIR . Mánudagur 11. júlí 1966.
Safnað fil Múraratals
í tilefni af, t>ví, aö MUrarafé-
lag Reykjavíkur veröur 50 ára
2. febrúar á næsta ári, hefur
félagið ákveðiö aö gefa út Múr-
aratal og steinsmiöa á íslandi.
Að undanförnu hefur verið unn-
ið af kappi að söfnun heimild-
argagna og hefur öllum þeim,
sem r'élaginu er kunnugt um, að
nú stunda þessa iðngrein, hvar
sem er á landinu, verið send
eyöublöö til útfyllingar, auk
þess sem nokkrir menn, víös
vegar á landinu, hafa lofaö að-
stoö sinni viö öflun upplýsinga
um þá, lífs eða liðna, sem ein-
hvem tima hafa stundað þetta
starf. — Að sjálfsögðu er félag-
inu hvergi nærri kunnugt um
alla, sém stundað hafa þessa
iðngrein hérlendis frá upphafi
og óskar því góðfúslega allra
fáanlegra upplýsinga frá þeim,
sem geta látið þær í té.
Óskað er eftir þessum upp-
lýsingum; Fullu nafni, fæðing-
ardegi og ári og dánardægri,
ef aðili er látinn. Ennfremur
fæðingarstaö, nafni foreldra,
nafni maka, ásamt fæðingardegi
og ári og nöfnum barna, ásamt
fæöingardegi og ári. Ennfremur
hvenær og hvar sveinsbréf eöa
iðngrein er útgefið, ef aðilar
geta gefið upplýsingar um þau
atriöi. Æskilegt er aö mynd
fylgi ,sem verður endursend,
sé þess óskaö. Annars er ekki
ætlunin að hér verði eingöngu
um skrá yfir réttindamenn aö
ræöa, heldur öllu heldur heim-
ildarplagg um þá menn ,er aö
meira eða minna leyti hafa
stundað þessa iðngrein. Enn-
fremur skorar félagiö á alla þá,
er fengið hafa eyðublöð til út-
fyllingar, að senda þau ásamt
mynd sem allra fyrst, og í allra
síðasta lagi fyrir 15. júlí. Það
skal tekið fram ,að félagiö ber
allan kostnaö af útgáfunni, sem
veröur á engan hátt tengd sögu
þessa eina félags, heldur allra
þeirra er á yfirstandandi eða
umliðnum tímum hafa unnið að
þessum þætti í byggingarsögu
Jandsins bæði i bæ og byggð
Hins vegar leggur félagið ríka
áherzlu á, að verkið verði sem
allra nákvæmast, svo langt sep
það nær.
Allar nánari upplýsingar gel
ur Sig. Guðmanr Sigurösson
síma 36890 eða í síma 15256 o:
skrifstofa Múrarafélags Reykja
víkur, Freyjugötu 27, sím
15263.
Afmælisnefndin.
Engir nýir bústað-
ir í þjóðgarðinurit
I'
Ferðamálaráð hefur sent
blaðinu fréttabréf. Er þar sagt
frá ályktun ráðsins í síðustu
viku um það að grunur leiki á
að í ráði sé að taka skika af
'ijóðgarðslandinu og fá þá sér-
;tökum mönnum til umráða.
iegist Ferðamálaráð telja þetta
rúnaðarbrot af hálfu nefndar-
inar enda sé atferlið heimild-
rlaust og ólögmætt. Skorar ráð
I á stjórnvöld að láta rífa alla
imarbústaði í þjóðgarðinum.
I tilefni þessarar ályktunar
érðamálaráðs hefur formaður
Þingvallanefndar Emil Jónsson
utanrfkisráðherra skýrt svo frá:
— Þingvallanefnd hefur ek;
veitt leyfi fyrir neinum srmai
bústaðalöndum innan þjóðgarð:
ins. Ásakanir um það eru því
með öllu rakalausar. Hafa verið
veitt levfi fyrir byggingu nokk-
urra sumarbústaða í landi
Gjábakka og Kárastaöa. í yfir-
iýsingunni eru því hrein ósann
indi og á hún enga stoð í veru
leikanum. Er ég mjög undrand;
á því að Ferðamálaráð skuli
láta þetta plagg frá sér fara án
þess að tala við Þingvallanefnd
og kynna sér málavöxtu.
Ungtemplarar senda
U Thant kveðju
Fulltrúar Ungtemplara frá
Norðurlöndum, sem sátu þing
í Reykjavík dagana 5.—10.
júlí, sendu U Thant, fram-
kvæmdastjóra eftirfarandi
kveðju:
Ungtemplarar frá öllum Norð
urlöndunum, er sitja þing í
Reykjavik undir kjörorðunum:
bræðralag, alþjóðlegt samstarf
og bindindi, heilsa yður inni-
lega.
Við lýsum yfir ánægju okkar
með þá friðarstarfsemi, sem
unnin er í nafni Sameinuðu
þjóðanna og það mikla starf,
sem þér, herra aðalritari, leggið
fram við að tryggja friðinn i
heiminum.
V'3 lýsum yfir von okkar um,
að þjóðum heims lánist að lifa
í framtíðinni án missættis og
styrjalda. Margvísleg óeining
ríkir enn alltof víða í heimi
hér. Fólk í öllum löndum fylg-
ist með skelfingu með Vietnam-
styrjöldinni, kynþáttaofsóknun-
um í Suður-Afríku og ástand-
inu í port” lölsku nýlendunum.
Við vonum að trúum, að þér,
herra aðalritari, haldið ótrauð-
ur áfram yðar mikilvæga for-
ystuhlutverki að vinna að auk-
inni uppbyggingu, samhug og
styrk hinna Sameinuðu þjóða.
Reykjavík, 8. júlf 1966.
Nordens Godtemplares
Ungdomsförbund,
Henry Sörman,
formaður.
Sune Persson,
ritari.
Arvid Johnsen,
gjaldkeri.
MADE IN U.S.A
•••• í PiPUNA!
FERSKT BRAGÐ
- SVALUR REYKUR
MEST SELDA PÍPUTÓBAK í AMERÍKU!
i
PRÍ S U N O L A U G A R S J Ó O I !
SKÍLATÚNSHEIMIUSINS I
t>ETTA BRÉF ER KVITTUN, EN ÞÓ MIKLU
FREMUR VIÐURKENNING FYRIR STUDN-
ING VIÐ GOTT MÁLEFNI.
MKVJAVK. a f».
r.*. SMBrifwswjM* SkáhnltntitaMtlttt
KR.---------