Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 15
VlSIR . Mánudagur 11. júlí 1966. CATHERINE ARLEY: TÁLBEITAN 15 KVIKMYNDASAGA TÚNABiÓ með svarinu. „Hvemig kynntust þér, herra Richmond?“ „Ég réðist á snekkjuna sem hjúkrunarkona fyrir milligöngu ráðningarskrifstofu.“ „Vissuö þér hve auðugur hann var?“ „Það gat ekki farið fram hjá mér til lengdar." „Hvað gekk yður til, að þér smygl- uðuð líkinu af eiginmanni yðar frá borði og hingað inn í húsið?“ Hilda leit á hann. Hann hafði ekki hækkaö röddina. Bar fram spuminguna, rétt eins og hún væri þýðingarlaus í sjálfu sér, en leit þó ekki af henni. „Ég bíð svarsins," mæiti hann lágt og vingjarnlega. „Ég kýs að láta þeirri spurningu ósvarað". Hún bjóst við að hann mundi hreyfa mótmælum. En hann gerði einungis að kinka kolli. „Hafið þér verið gift áður?“' ',,Nei“. „Eigið þér nokkur böm?“ „Nei“. Hún gat ekki gert sér grein fyr- ir tilganginum með þessum tveim síðustu spumingum. Voru þær ein- hver gildra, eða vildi hann aðeins vita sem nánast um hagi hennar „Hvað hugöust þér fyrir með lik- ið af eiginmanni yðar? Finnst yður það sjálfri ekki ótrúlegt, frú Rich- mond, að þér hafið lagt svo mikið á yður í því skyni, án þess að það hefði einhvem fyrirfram ákveð inn tilgang?" Leynilögreglumennimir tveir bentu Hildu að koma með sér. T il Z A N Manstu eftir nokkru frá þessu fyrsta skeiöi ævi þinnar, Tarzan? Nei, Pétur. Pabbi skrifaöi sitt af hverju á frönska í dagbók sína, — um allt, sem gerðist. Það var heppilegt fyrir mig, þvi annars hefði ég ekki vitað neitt um fortíö mína. Hún reyndi að brosa. „Veitti enginn um borð því at- hygli, að hann var látinn? Þér svar- ið þvi ekki, enda er spumingin í sjálfu sér óþörf. Ekki gátuð þér keypt alla áhöfnina til að þegja. Þar að auki eru þeir ófáir, sem eiga í einhverjum útistööum við lögregluna, og eru alltaf reiðubúnir að veita henni upplýsingar, ef svo ber undir, i von um að hún sjái þá fremur í gegnum fingur við þá. Fyrst enginn sagði okkur neitt, þýðir það að enginn hafi orðið neins var. Samkvæmt því hlýt ég að álykta, að þér séuð frábær leik- kona og ráðsnjöll, því auðvelt hef- ur það áreiðanlega ekki verið að leyna dauða gamla mannsins. Hve lengi eiginlega?“ „Það hef ég ekkert sagt um“. „Jæja, ég kemst aö raun um það í kvöldj.þegar krufningunni er lok- ið. En ég verð að viðurkenna það, að meira en litla leikhæfileika hef- ur þurft til að smygla líkinu frá boröi, fyrir augum forvitinna áhorf enda. Hefði bílstjóranum ekki fund izt þetta eitthvað grunsamlegt og gert okkur viðvart, mundi enginn hafa fengið neitt að vita og til- gangur yðar heppnazt. En þér vilj- ið ekki segja mér hver hann var?“ Hún hristi höfuöið, og þar sem sigarettustubburinn var farinn að brenna góma hennar, síökkti hún í honum á öskubakkanum. „Eigið þér sjálf peninga, frú Rich mond?“ „Nei“. „Hve gömul eruð þér?“ „Þrjátíu og fjögurra ...“ „Bandarískur ríkisborgari?" „Nei, Þýzkur“. „Þá verð ég að hrósa yður fyrir það hve frábærlega þér talið ensku. Hafið þér verið áður í Bandaríkj- unum?“ „Þetta er í fyrsta skiptið, sem ég kem hingað". „Hvers vegna myrtuð þér mann- inn yðar, frú Richmond?" Hilda starði á hann furðu lost- in og vildi ekki trúa sínum eigin I eyrum. Svo tók hún andköf og ■ hrópaði upp yfir sig. „Ég myrti hann ekki. Ég sver, að ég myrti hann ekki...“ Yfirlögregluþjónninn benti henni að sitja rólegri. „Missið ekki taumhald á yöur, frú Richmond“, mælti hann sef- andi. „Þetta var ekki annað en i blindskot, þvi að ég get ekki vit- að hvort um morð hefur verið að ræða fyrr en skýrslan um krufn- inguna liggur fyrir. Það er að minnsta kosti rökrétt ályktaö, er ekki svo“. Það var með naumindum að I henni tókst að ná aftur valdi yfir ! tilfinningum sínum. „Ég svara ekki orði fyrr en ég hef ráðfært mig við lögfræðing", mælti hún, án þess að' Kta framan í Kané': Hann stakk blýantinum í brjóst- vasa sinn, fékk sér sígarettu úr pakkanum, sem hann hafði áður rétt að henni. Kveikti sér í henni og mælti að því búnu við Hildu: Sefjum upp Mælum upp Loftfesting Veggfesting lindargMu 25 simi 13743 *...HE ALSO HNJOVE7 KEM’ING TO , /AOTHEK-THEKEBV RELIEVING THE AAONOTONY OF THEIK STRANGE LIFE.. ' BUT OME VEAK TO THE VKi OF MV BIRTH- MOTHEK 7IEP... FATHER NEVEK FULLY REALIZE7 THE FEAKFUL KESPONSlBlHTy OF TRYING TO KNSE AM INFANT CH1L7! * Hann hafði líka gaman af að lesa upphátt fyrir mömmu og lffga þannig upp á fá- breytileikann í lífi þeirra. En daginn fyrir fyrsta afmælisdag minn dó mamma. Pabbi gerði sér ekki fyllilega grein fyrir því, hve mikill ábyrgðarhluti það var að reyna að ala upp smábam. Stráhattar Nýkomið mikiú úrvai af ódýrum STRÁHÖTTUM Stór númer, aðallega í dökkum litum. Verð kr. 495,00. HATTABÚÐIN Huld Kirkjustræti Sími 13660 METZELER hiölbarðarnir • eíT|. þekktir fyrir gæði og endíngu* Aðeins það beztá er nóga gotf. Sölusfaðir.j HJÖLBARÐA- &BENZINSÁLAN v/Vitatorg. simi23900 BARÐ1NN9É , .Árniúli 7 simt 30501 ÁLMENNA METZELER omloSiS VERZtUNARFÉlAGR)” SKIPHOLT 15 SÍDUMÚU 19 S(MI 10199 Si/yii 35553 lacjnjngin betur meö W wLeíf Elanz- iirlestli glans hárlagningar- vökva Hllt»ðU)»UC0lk fSLENZK ERLENDAVEKtyNARFÉlAGIÐ HF rtAMUIOUUKtTTIKVI AMAHTI NI1 ■waaa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.