Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Mánudagur 11. júlí 1986. VISIR ötgefandl: BlaSaOtgáfan VISIR Rltstjðri: Gunnar G. Schrain ASstoðarrltstjúri: Axe) Thorsteinson Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingast].: Halldór lónsson Auglýsingar Þingholtsstræti 1 AfgreiOsla: Túngötu 7 Rltstjóm: Laugavegi 178 Simi 11660 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f. íslenzki fiskurinn og EBE JTimmtungur allra viðskipta okkar á fiskimálasviðinu er við lönd Efnahagsbandalags Evrópu. Þess vegna er eðlilegt að við íslendingar lítum til þess með nokkr- um ugg að fyrir dyrum stendur mótun fiskimálastefnu bandalagsins. Sérstök nefnd, sem framkvæmt hef- ur könnun málsins, skilaði fyrir skemnwtu áliti um það hvaða ráðstafanir bandalaginu væri rétt að gera til þess að vernda eigin fiskveiðihagsmuni. Fer varla hjá því að þær ráðstafanir munu hafa í för með sér óhagræði fyrir okkur og aðra fiskinnflytjendur til bandalagssvæðisins, eins og málin horfa. Sérstaklega mun hinn ytri tollur bandalagsins á fiskafurðum hafa óhagstæð áhrif, en hann mun verða niun hærri í gömlum viðskiptalöndum okkar, svo sem Vestur- Þýzkalandi, en áður hefur tíðkazt. það er þess vegna vel að ríkisstjórnin het'ur gert ráð- stáfanir til þess að kynna sjónarmið okkar og að- stöðu fyrir forystumönnum Efnahagsbancialagsins í Brussel. Þann 10. júní skýrði sendiherra íslands hjá Efnahagsbandalaginu, Henrik Sv. Björnsson, Rey ut- anríkisráðherra bandalagsins frá hagsmunum okkar og skoðunum á áframhaldandi viðskiptum okkar við bandalagið. Þar er vitanlega mest um vert að okkur reynist kleift að viðhalda tollkvótum þeim sem gilt hafa fyrir fiskafurðir okkar á Ítalíu og í Þýzka landi, þannig að hinn stighækkandi ytri tollur banda- lagsins komi ekki til framkvæmda gagnvart íslenzka fiskinum. Jafnframt er mikið hagsmunamál okkar að hinn ytri tollur EBE á fiski og fiskafurðum verði al- mennt lækkaöur. Enn er of snemmt að segja fyrir um hverjar líkur eru á að okkar sjónarmið verði tekin til greina í Briissel. Þar eigum við hagsmunalega samstöðu með öðrum Norðurlandaþjóðum. Von okk- ar hlýtur þó að vera sú að á forn viðskiptasambönd verði ekki skorið, heldur stefnt að frjálslegri viðskipta háttum á sviði fiskimála, þar sem eftirspurn fyrsta flokks fiskafurða fer sífellt vaxandi í Evrópu og al\ri veröldinni. Sumarferðalögin Undanfarna daga hefur Suðurlandið baðað í sól- skini og sumarblíðu. Fjöldi manna hefur leitað til sumardvalarstaðanna í nágrenni borgarinnar og hvar vetna á fögrum stöðum þar mátt sjá tjöld orlofsfólks og dvalarbúnað. Það er ástæð atil þess að hvetja alla ferðalanga til þess að sýna gróðri landsins tillitsemi °g ganga svo um að sómi sé að. Það þarf ekki nema fáa gikki í hveri veiðistöð og ekkert er óyndislegra en fagur reitur sem plastpokamenningin hefur brennt mark sitt á. Þjóðleikhúsið flutti 17 verk á leikárinu Um mánaöamótin júní oe júli lauk leikári Þjóðleikhússins meö sýningum á óperunni ÆVIN- TVRI HOFFMANNS í leikhús- inu sjálfu og leikritinu AÍTUR- GÖNGUR eftír Ibsen noröur í Húnavatnssýslu. Á þessu leikári hefur Þjóö- leikhúsið sýnt tvö sígild verk eftir tvö af merkustu leikrita- skáldum Evrópu, þ. e. a. s. AFT- URGÖNGUR eftir Ibsen og MUTTER COURAGE eftir Bert- olt Brecht. Þá hefur leikhúsið sýnt tvö hinna nýju leikverka, sem einna mesta athygli hafa vakið í heiminum á síðustu 2 til 3 árum, EFTIR SYNDAFALL IÐ eftir Arthur Miller og Ó, ÞETTA ER INDÆLT STRÍÐ eft ir Charles Chilton ogJoanLittle wood. Nýtt leikrit eftir Nóbels- skáld okkar, Halldór Laxness, PRJ ÓNASTOFUNA SÓLINA, sýndi leikhúsið á 16 ára afmæli sínu og er það alltaf merkur listviðburður þegar nýtt verk birtist eftir Laxness. Nýtt bama leikrit eftir þær Ingibjörgu Jónsdóttur og Ingibjörgu Þor- bergs, sem samdi tónlistina, var frumflutt í janúar. Loks sýndi leikhúsið hina sígildu og sér- kennilegu óperu, ÆVINTÝRI HOFFMANNS, eingöngu með íslenzkum söngvurum viö ágæt- an orðstír. Auk þess var hinn yihsæjl gamansörigléikúr'..ÍAÍÍÍ)í- HAUSINN og hið sígilda ís- lenzka leikrit GULLNAHLIÐIÐ sýnd aftur við ágæta aðsókn. En bæöi þessi leikrit hafa veriö sýnd £ leikhúsinu áöur. ENDA- SPRETTUR eftir hinn fjölhæfa höfund og leikara, Peter Ustin- ov, gekk vel og lengi. Á tilraunasviði Þjóöleikhúss- ins, sem leikhúsið hefur á leigu í Lindarbæ, voru sýnd nokkur svokölluö framúrstefnu leikrit, bæði eftir íslenzka og erlenda höfunda, sem mikið hafa Iátiö til sín taka á undanförnum ár- um, svo sem SÍÐASTA SEG- ULBAND KRAPPS eftir Beck- ett, Á RÚMSJÓ, eftir Mrozek og FERÐIN TIL SKUGGANNA GRÆNU eftir Nethling. Hin ís- lenzku framúrstefnu leikrit voru JÓÐLÍF eftir Odd Björns- son og LOFTBÓLUR eftir Birgi Engilberts, en það er fyrsta Ieik- ritið, sem eftir hann er sýnt. Með tilkomu sviösins hefur Þjóð leikhúsið fengið möguleika til þess aö sinna að nokkru, meira en hægt er á aðalsviöi leikhúss- ins, tilraunastarfi í leiklistinni. Á Litla sviðinu var og sýnt elzta leikrit, sem vitað er að skrifað hafi verið á íslenzku, HRÓLF- UR, eftir Sigurð Pétursson. Eins og að undanfömu hafði leikhúsið erienda gestaleiki á þessu starfsári. 1 september sýndi franskur ballettflokkur frá París GRAND BALLET CLASSI QUE DE FRANCE klassiskan ballett. írski þjóðdansaflokkur- inn FEIS EIREANN sýnd í janú arbyrjun hina sérkennilegu irsku þjóðdansa, og loks kom hinn einstæöi franski látbragös leikari Marcel Marceau í byrj- un júni og sýndi látbragöslist sína við fádæma fögnuð áhorf- enda. Verkefni Þjóöleikhússins hafa þannig spennt yfir mjö.g fjöl- þætt sviö þeirra listgreina, sem við leiksvið eru tengdar, enda þ^yerkefn^ talsins. Fer hér á eftir skrá um verk- efnin, nöfn höfunda og leik- stjóra, í þeirri röð, sem þau voru flutt: Eftir Syndafallið, eftir Arthur Miller. Leikstjóri: Benedikt Árnason. 20 sýningar. Járnhausinn, eftir Jónas og Jón Múla Ámasyni. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Hljómsv.- stjóri Magnús Bl. Jóhannsson. 30 sýningar. Tekið upp aftur frá fyrra leikári. Grand Ballet Classique De France — gestaieikur. Hljóm- sveitarstjóri: Jean Doussard. 4 sýningar. Siöasta segulband Krapps eft- ir Beckett, leikstjóri: Baldvin Halldórsson og Jóölíf eftir Odd Björnsson, leikstjóri: Erlingur Gíslason. 16 sýningar. (Litla sviðið). Afturgöngur eftir Henrik Ib sen. Leikstjóri: Gerda Ring, 19 sýningar í Reykjavík, 12 úti á landi. Endasprettur eftir Peter Ust inov. Leikstjóri: Benedikt Áma- son. 35 sýningar. Mutter Courage eftir Bert.o’t Brecht. Leikstjóri: Walter Fim- er, 19 sýningar. Feis Eireann — gestaleikur írsks dans- og söngflokks. 1 sýn ing. Feröin til Limbó, bama' :ik- rit eftir Ingibjörgu Jónsdóttur, tónlist eftir Ingibj. Þorbergs Leikstjóri: Klemenz Jónss ->n. Hljómsveitarstjóri: Cari Biliich. 25 sýningar. Hrólfur eftir Sigurð Péturs- son, leikstjóri: Flosi Ólafsson og á Rúmsjó eftir Slawomir Mroz- ek, leikstjóri: Baldvin Halldórs son. 21 sýning, (Litla sviðiö). Gullna hliðið eftir Davfð Stef- ánsson. Tónlist Páll ís- ólfsson. Leikstjóri: Lárus Páls- son. Hljómsveitarstjóri: Bohdan Wodiczko. 23 sýningar. Prjónastofan Sólin eftir Hall- dór Laxness. Leikstjóri: Bald- vin Halldórsson. 12 sýningar. Ferðin til skugganna grænu eft- ir Finn Methling og Loftbólur eftir Birgi Engilberts. Leikstjóri: Benedikt Ámason. 10 sýningar. (Litla sviöiö). Ævintýri Hoffmanns eftir Jacques Offenbach. Leikstjóri: Leif Söderström. Hljómsveitar- stjóri: Bodhan Wodiczko, 18 sýningar. Ó, þetta er indælt stríð eftir Charles Chilton og John Little- wood. Leikstjóri: Kevin Palmer. Hljómsveitarstjóri: Magnús Bl. Jóhannsson. 6 sýningar. Látbragðsleikur Marcel Mar- ceau — gestaleikur. 2 sýningar. Sýningar á leikárinu urðu alls 273, 214 á aðalsviöi, 12 úti á landi og 47 á Litla sviðinu. Sýn- ingargestir urðu alls 88.416. ý- J, '■:-+ j >8^ sCf iS tlií Wt 1 .. * fc & 5, !S :i ÍV 'H m | LAUGAVEGUR BREIKKAÐUR Þessa dagana er verið að vinna að þvi að brelkka efsta hluta Laugavegs tij norðurs. Hefur verið skipt um jarðveg að nokkru leyti á breiðu belti vlð veginn frá Mjólkurstöðinni og austur fyrir Nóa- tún. Mikili umferðarþungl hefir verið á þessum staö og verður mikil samgöngubót að framkvæmdunum. . 1- -* txb*' .. y

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.