Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 11.07.1966, Blaðsíða 9
9 VÍSIR . Mán-jd.Xí-ur !' * Jjingvallanefnd á þakkir skildar fyrir þá ákvörðun sína, á fundi þann 30. júní s.l., að öll byggð við Þing- vallavatn skuli í framtíðinni vera skipulagsskyld. Það þýð- ir að ekki verður lengur hægt að hrófa upp bæjarhverfum úr bílkössum þar á vatns- bakkanum, eða gera aðrar þær framkvæmdir sem stinga I stúf við Iand og vatn og fullægja ekki þeim kröfum, sem almennt eru á landinu gerðar til forms og efnis mannabústaða. Jafnframt ætti með þessu að vera loku Eitt hinna norsku húsa rís við Mývatn. Upp komið kostar það ekki nema 6—700 þús. krónur — aðeins hluta af kostnaði venjulegs eln- býlishúss. Þar að auki tók ekki nema nokkra daga aö reisa bygginguna. Er þetta það sem koma skal í íslenzkum byggingarlðnaði? Þjóðin fjarf að tryggja friðun Mwatnssfeitar fyrir það skotið, að byggö eyðileggi frið og náttúrudýrð þessa fornhelga reitar. Svipaðar ráðstafanir munu einnig hafa verið gerðar við Mývatn, þess efnis þar að leita þarf samþykkis hrepps- ins, ef ráðast á í nokkrar framkvæmdir við vatnið, sem ekki geta talizt eðlilegur lið- ur í búskap bænda. Er það vel, en spurningin er hvort slík ákvörðun er nægileg norður þar. Sérstaða Mývatns umfram önnur fögur náttúru- lönd, svo sem t. d. Þingvöll, er fuglagerið sem þar er, fjöl- mennast ver anda í Evrópu, ef ekki í öllum heimi. Þessa sérstæðu eigind þarf að vernda um alla framtíð með hæfum ráðstöfunum. Um Mý vatn gilda nú engar sérstak- ar reglur, sem settar hafa verið í þessu skyni. Enn er mönnum þar heimilt að þjóta um vatnið þvert og endilangt á ótakmörkuðum fjölda hrað- báta og valda með því ærn- um spjöllum á friði og varpi fugla, eins og dr. Finnur Guð- mundsson réttilega benti á á fundi bænda og búandliðs norður í Mývatnssveit f síð- asta mánuði. Enn geta menn valsað að vild um varpstaði, með leyfi landeigenda á hverjum stað, og engin takmörk éru fyrir því sett, hve mörg nælon- net má láta skvampa í vatn- inu, en þau eru sem allir vita hin áhrifaríkasta dauða- gildra eftir varptímann. Úr þessu þarf að bæta með því að lýsa Mývatn þjóðgarð. í þeim þjóðgarði þarf að koma fram fullkominni frið- un á náttúrulífi sveitarinnar og takmarka þar umsvif manna, svo sem unnt er, án þess þó að búsýslustörf Mý- vetninga séu gerð torveldari. Það er ekki aðeins náttúru- líf sveitarinnar, sem hér er í veði, heldur einnig það að hindra að Mývatnssveit verði samfelld mannabústaða- og iðjuversbyggð. Sú verksmiðja sem nú er að rísa í sveitinni, truflar frið hennar aðeins að litlu leyti. En fleiri verksmiðj ur, fleiri verkstæði með skarkala, olíubrák og öðrum óhreinindum gætu fylgt á eftir, ef ekki er vel að gáð, Þar sem jarðir sveitarinnar eru langflestar enn í einka- verður ekkl unnt að gera -~°veit að sams kon- ar þjóðgarði og t. d. Þingvöli. En þar getur Náttúruvernd- arráð þó haft forystu um víð- tækar rammareglur, sem miða í þá átt sem hér hefur verið lýst. Það á ráðið skil- yrðislaust að gera. Maður rósemi og nýrra sjónarmiða U Thant gegnir einhverri á- hrifaríkustu en jafnframt örð- ugustu stöðu veraldar. Hann er yfirmaður heimssamtaka, sem þó hafa ekki yfir að ráða her- valdi eða framkvæmdavaldi á borð við margar miðlungsþjóð- ir, sem samtökin skipa. Þess vegna hefur hann, sem fyrir- rennarar hans í embætti, orðið að fara leið samningaumleitana og sátta til þess að fá komið fram málum. Honum hefur ver- ið ljóst að sterkasti banda- maður samtakanna er almenn- ingsálitið í heiminum, hinn sið- ferðilegi bakhjarl, heilbrigð skynsemi. Einurð, festa og trú á réttan málsstað lýstu sér glöggt í máli aðalritarans í hátíðasal Háskólans á föstu- daginn. Könnun hans á vandamálum nútímans mun hafa snortið alla þá sein þar voru viðstaddir ekki sízt vegna þess að þar talaði maður með fersk sjónarmið, en endurtók ekki í síbylju gamlar alhæfingar alþjóðamálanna, sem menn eru orðnir svo vanir. jf Leiðin til friðar Ekki minni athygli vöktu orð U Thants á blaðamannafundin- um að loknum fyrirlestri hans. Það gerði hann ítarlega grein fyrir skoðunum sfnum á því hvernig setja bæri niður eld og ófrið í Viet Nam. Þær skoðanir hafa heyrzt áður og þær eru á öndverðum meiði við stefnu margra vestrænna þjóða í þessu brennandi deilumáli. (Island hefur þar ekki tekið afstöðu). Engu að síður má ætla að maður, sem kemur frá hinum sama heimshluta og gjörþekkir pólitísk og efnahagsleg vanda- mál Asíu af eigin raun, líti sæmi lega raunsæjum augum á málin. Er því ekki fjarri sanni að til- lögur hans til lausnar deilunnar geti reynzt skynsamlegri grund- völlur en rnargt það sem lesa má í bandarískum og vestræn- um blöðum, enda alkunnir erf- iðleikar þess að gerast dómari í eigin máli. Tillögur U Thants eru á þá leið að í fyrsta lagi hætti Bandaríkin loftárásum sínum á Norður Viet Nam. í öðru lági takmarki báðir aðllar hemað- araðgerðir sínar í landinu. Og í þriðja lagi setjist deiiuaOUa. að samningaborðinu. Gallinn á þriðju tillögunni er vitanlega sá: að margsinnis hefur stjórn Norður-Viet Nam verið boðiö að setjast að samningaborðinu og skyldu hernaðaraðgerðir felldar niður meðan á samning- um stæði. Þeim málaleitunum hefur ávallt verið svarað neit- andi, svo Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa ekki átt annan kost en þann að halda styrjöldinni áfram. En eins og U Thant benti á er nauðsvn að þrautreyna þessa leið — einu leiðina að hans dómi sem leitt getur til friðar í landinu og gert Bandaríkja- mönnum kleift að binda endi á það stríð sem þeim verður æ þungbærara með degi hverjum. Mun aðalritarinn þar vissulega hafa á réttu að standa. Df Tilbúnu húsin rísa Fyrir um það bil þremur misserum vakti Vísir fyrst at- hygli á hinum vaxandi iðnaöi nágrannaþjóða okkar á Norður- löndum í gerð verksmiðjuhúsa, eða tilbúinna húsa eins og þau eru nefnd manna á meðal. Var til þess hvatt að slík hús væru flutt hingað til lands til reynslu, ef vera kynni að þar fælist leið til lækkunar bygg- ingarkostnaðarins. Nú hafa þegar átt sér stað byrjunarframkvæmdir í þessu máli og er það vissulega vel. Ríkisstjömin hefur beitt sér fyrir því að tollur á húsunum hefur verið lækkaður um helm- ing, niður í 30%. Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar ríkis- sjóðs hefur þegar ákveðið að kaupa 20—30 slík innflutt hús og reisa þau hér í Breiðholts- hverfi. Er ætlunin að kanna hver kostnaðurinn verður og önnur atriði í sambandi við notkun þeirra við fslenzka stað- hætti. I síóustu viku var frá því skýrt í blöðum að þegar væru risin norsk timburhús við kísil- gúrvejksmiðjuna í Mývatns- sveit. Eru þetta einbýlishús, rúmlega 100 fermetrar að stærð. Upp komin kosta þau ekki nema 6—700 þús. krónur, og ekki tók nema örfáa daga að reisa þau. Hér er um áþreifan- legt dæmi að ræða, sem nokkra vísbendingu gefur um hag- Ávæmnina og sparnað þann, er hafa má af þessari húsa- gerð hér á landi. Það dæmi virðist sýna að inn á rétta braut hefur hér verið farið, sér- staklega ef til byggingar hús- anna verður vandað í framtíð- inni og þess gætt að þau kom- ist ekki inn í hringavitleysu uppmælinganna. Hneyksli prestkosninganna I vikunni skýrðu dagblöðin einnig frá því að nær 50 sókn- arböm nýkjörins prests í einu fomfrægasta prestakalli lands- ins hefðu kært kosninguna og krafizt rannsóknar í málinu. Og það fylgdi fréttinni að prestur hefði brugðið við, sagt af. sér kallinu og sótt um nýtt brauð austur á Héraði. Engan þarf í sjálfu sér að undra þessi tíð- indi. Hatrömmustu bardagar sem nú gerast á íslandi eru gjarnan prestkosningar. Þar er engum vægt og ekki óalgengt að búnar séu til herfilegustu vammir og skammir um um- sækjendur, sem enga stoð eiga í vemleikanum. Sóknarböm skiptast í andstæðar fylkingar og heiftin getur orðið svo log- andi að fjölskyldur slíta vin- áttubönd og sifskapar langa hríð að þeim loknum. Sá maður sem kjöri nær nýtur síðan ekki hylli nema hluta sóknarbama, en á þó að framkvæma þjón- ustu á erfiðum og helgum stundum og eiga greiðfært um allar gáttir sóknarbama sinna. í augum uppi liggur að kirkj- unni em prestkosningamar hinn mesti skaðvaldur, svo ekki sé talað um sigurvegarann í leiknum, þann prest sem flest atkvæðin fær eftir orrahrfðina. Þess vegna á skilyrðislaust að afnema þann skrípa- og skaðsemdarleik sem prestkosn- ingar em orðnar. Ráðherrar skipa lækna, sýslumenn um land allt. Hví þá ekki einnig presta? Það er vissulega orðið tímabært að geistleg yfirvöld söðli hér um, eins og reyndar margir mætustu menn kirkj- unnar hafa lengi kosið. Framkvæmdir eða kyrrstaða Það má ef til vill segja að vkki hafi það verið sérlega pólitískt hagkvæmt að leggja fram hækkanir á töxtum Hita- veitu Reykjavíkur nokkrum dögum eftir að borgaramir fengu útsvarsseðilinn sinn í hendur. Mun mönnum finnast nóg komið að sinni um hin op- inberu gjöld. En pólitísk hagkvæmni á hvorki, né má, ráða heilbrigðum | rekstri fyrirtækja borgarinnar. I Fram hjá þeirri staðreynd | verður ekki gengið að það þarf a að halda áfram á þessu sumri | að leggja hitaveituna í ný 1 hverfi hér í Revkjavík. Til I þeirra framkvæmda þarf vitan- 1 lega mikið fé. Það verður held- ur ekki skellt skollaeyrum við þeim upplýsingum að rekstur Hitaveitunnar hefur .vaxið veru- lega að kostnaði síðustu miss- erin vegna launahækkana og annars tilkostnaðar. Af þessum ástæðum þarf að auka tekjur fyrirtækisins. Það verður ekki gert á sanngjarnari hátt en hækka afnotagjöldin, greiðsluna fyrir heita vatnið, þvf ekki væri sanngjamt að leggja skatta á þá sem gæðanna ekki njóta. Þvf verður að taka með nokkurri varúð barlómi stjóm- arandstöðunnar um að hækkun- in hafi ekki verið nauðsynleg, þótt sumir borgarfulltrúar svo sem Báður Daníelsson hafi hraustlega og hreinskilnislega viðurkennt staðreyndir málsins. Á það er einnig að lfta að hækkanir á gjaldskrám Hita- veitunnar hafa verið miklum mun minni en á öðrum liðum f þjóðfélaginu. Á sama tfma sem daglaun hafa hækkað um rúm 100% hefur heita vatnið aðeins hækkað um 23% og enn verður meir en þriðjungi ódýr- ara að nota heita vatnið en olíu til kyndingar, eftir þessa fyrir- huguðu hækkun. Hér sem endranær verða menn að skilja að það verður að greiða það fyrir lífsins gæði, sem þau kosta. Enginn borgar- stjóm sem örva vill framf&rir og framkvæmdir kemst hjá því að afla til þess fjár. Valið stendur því milli kyrr- stöðu og framkvæmda. Þegar betur er að gáð munu flestir Reykvíkingar kjósa síðari kostinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.