Vísir


Vísir - 01.11.1966, Qupperneq 4

Vísir - 01.11.1966, Qupperneq 4
a VISIR . Þriðjudagur 1. nóvember 1966. Eggjaverksmiojur r hænsnabúum til hliðar í Berlín er að rísa risastórt hænsnabú, sem á að af- kasta sjöunda eða áttunda hluta af öllum þeim eggjum, sem borðuð eru í Beriín. Hænsnahúsið er reist á iðnaðarsvæði og er ailt úr járnspenntri steinsteypu. Húsið er núna orðnar fimm hæðir og verður tíu hæðir alls. Framkvæmdastjóri og upp- hafsmaður þessarar eggjaverk- smiöju, sem kostar um tíu millj- ónir ísienzkra króna, er arki- tektinn Gúnter Göte. Áöur hef- ur hann byggt hænsnabú fyrir 36 þúsund hænur, en þetta hænsnabú á aö rúma 250 þús- und 'hænur. Fjórtán athafna- menn taka þátt í framkvæmd- um Göte, og eru margir þeirra mjög þekktir menn í Þýzka- Schulte sokkaframleiðandi í eggjaverksmiðju sinni. landi. f hænsnahúsinu eru átján hænur á hverjum fermetra. Hænurnar eru í sérstökum búr- um, sem eru smíðuð í Bretlandi Sérhvert búr er tengt færibanda kerfi, sem flytur sjálfkrafa fóð- ur til hænanna, eggin til mið- stöðvarhússins og hænsnaskít- inn í haughús. Frá hænsnahús- inu fara á hverjum degi fjöru- tíu tonn af hænsnaskft. Hænsna skíturinn er soðinn meö heitu iofti, látinn í poka og seldur sem áburður. í Vestur-Þýzkalandi hafa þeg- ar risið nokkrar tylftir slíkra verksmiðja. Þær eru yfirleitt í eign iðjuhölda og- framkvæmda- stjóra, sem hafa gert það að gamni sínu að fara út í land- búnað sem hliðargrein. Enda hafa þessir menn fé til aö leggja út í hina miklu fjárfestingu, sem fylgir sl'kum '-'-n'jnabúum. Fyrsti iðjuhöldurinn, sem varö bóndi á þennan hátt, er sokkaframleiðandinn Fritz Cari Schulte. I. hænsnahúsi hans eru 280 þúsund hænur, sem unga árlega lít 65 milljónum eggja. í dæmigerðu hænsnabúi af þessari gerð lifa hænumar að- eins í eitt ár. Þær eru valdar úr hópi fjögurra mánaða gam- alla hænuunga, fóöraðar, með sérstökum aðferðum, og þær * Oslítandi gerviefni lagt á íþróttavelli Hinn 78 ára gamli forstjóri William McKnight hef- ur geyisilegan áhuga á veöreiðum, og honum gramdist, að þær féllu niður, þegar rigning var. Hann gaf mönnum sínum þess vegna það verkefni að gera veðreiðar vatnsheldar. Og þeir fundu upp fyrir hann efnið tartan. þetta nýja gerviefni, sem bandaríska fyrirtækið Minn esota Minig and Manufacturing Company framleiðir, er komið á markaöinn, og veðreiðabraut- in Belmont Park við New York hefur verið klædd með því. Nú á að leggja tartan á fjórar aðr- ar veðpeiðabrautar í Bandaríkj- unum og í bígerö er að leggja tartangólf á íþróttavelli um víö- an heim. ( Efnið minnir á gúmmí og hef- ur hrjúft yfirborð. Það er ó- næmt fyrir hitabreytingum og regn rennur af því. Tartanlagið er um sentimetra á þykkt og er sprautað á undirlag úr steypu eða malbiki, en þaö er líka hægt að velta því út í dúkum eins og línóleum. Broddar neðan í skóm frjálsíþróttamanna geta ekki einu sinni unnið á tartan. Það gefur eftir, en engar holur myndast. Þegar hefur verið samið um, að tartan hlaupabrautir verði lagðar á sjö íþróttavelli í Banda rikjunum og tartan verður líka á íþróttavellinum í Winnipeg í Canada, þegar alameríska í- þróttakeppnin fer þar fram á næsta ári. Það er um það bil" fimm sinum ódýrara en ella að leggja tartan á íþróttavelli. Svo hefur það vandamál skapazt, að tartan er fjaðrandi og bætir ár- angur íþróttamanna. Er munur- inn að því leyti hliðstæður þeim mun, sem er á stöngum úr bamb us og glertrefjum fyrir stangar- stökk. En alþjóðlega frjálsí- þróttasambandiö hefur sam- þykkt að viðurkenna met, sem sett eru á tartanbrautinni í Winnipeg. Og því eru líkur á, að þetta nýja efni fari sigurför um heiminn. fá allt á sjálfvirkan hátt, mat, drykk, loft og ljós. Sérhver hæna á að unga út 240 eggjum á þeim átta mánuðum, sem eft- ir eru af ævi hennar, en þaö tekur venjulegar hænur næst- um því þrjú ár að unga út svo mörgum eggjum. Þegar þessu ævistarfi hennar er lokið, endar hún í súpupottinum eða á steik- arpinna í grillofni. Iðnrekendur reikna sér á hverju ári fjögurra marka hrein an ágóða af hverri hænu. Það gerir fimm milljónir fslenzkra króna á hveriar hundrað þús- und hænur, þ. e. a. s. ef allar hænumar eru heilbrigöar. Dýra læknar fylgjast vandlega með heilsufari þeirra. Tilkoma þessara miklu eggja- verksmiðja hefur vakið mikla reiði bændanna, sem reka hænsnabú á venjulegan hátt. Eggin frá risabúunum eru miklu ódýrarj en egg bændanna, enda eru þau framleidd á miklu ódýr- ari hátt. Vilja bændur láta setja löggjöf um að hænsnabú megi ekki vera stærri en 10 þúsund hænur. Frumvarp um þetta efni liggur fyrir vestur- þýzka þinginu. En meðan kepp- ast iðjuhöldarnir við að reisa slíkar eggjaverksmiðjur. Þeir halda því fram, að sín að gerð sé ekki aðeins ódýrari, heldur miklu heilsusamlegri. Miklu minni hætta sé á siúk- dómum í eggjunum eða óhrein- indum samfara þeim. Það er forvitnilegt fyrir Is- lendinga að fylgjast með þessu framtaki í Þýzkalandi. Hér á landi eru hænsnabú yfirleitt rekin með tíu til hundrað hæn- um í útihúsum og kjöllurum í nágrennj kaupstaða og kaup- túna og hvergi er beitt neinni hagræðingu. Enda eru egg hér helmingi dýrari en annars stað- ar í heiminum. Hvemig væri að einhver framtakssamur maður reisti nútima hænsnabú nokk- urra tugþúsunda hæna og seldi eggin svo ódýrt, að annar hænsnabúarekstur borgi sig ekki, og almenningur á Islandi fari að borða miklu meira magn af eggjum, því eins og er, tím- ir fólk ekki að borða þau. Sysfrafélagið Alfa Reykjavik heldur sinn árlega BAZAR miðvikudaginn 2. nóv. kl. 2 e. h. í Góðtemplarahúsinu, uppi. Þýzkir eldhúsvaskar til sölu Nokkrir gallaðir stálvaskar seljast með niður- settu verði. BIRGIR ÁRNASON, heildverzl. Hallveigarstíg 10 . Sími 14850 VÉLRITUN Stúlka óskast til ritarastarfa. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfs- manna. Dóms- og kirkjumálaráðuneýtið. Tartan lagt á íþróttavöll í Bandaríkjunum. Iðnskólinn 'i Reykjav'ik Meistaraskóli fyrir húsasmiði og múrara mun taka til starfa við Iðnskólann í Reykja- vík hinn 7. nóv. 1966, ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram í skrifstofu skólans dagana 1.—5. nóv. á venjulegum skrifstofutíma. Skólagjald kr. 1500.00 greiðist við innritun. Skólastjóri. N auðungaruppboð annað og síðasta, á hluta í Grensásvegi 22, hér í borg, þingl. eign Rafgeislahitunar h.f., fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 3. nóvember 1966 kl. 2V2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. IZSH I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.