Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 8
8 V1SIR. Þriðjudagur 1. nóvember 1966. mtk. y Utgetanai tsiaöaatgatao VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel rhorsteinsor Auglýsingar: Þinghoitsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjórn: Laugaveg; 178 Sími i i HíiO c unun Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis Edda h.t Engar verðhækkanir yerðbólga er þjóðfélagslegt böl, sem á sér djúpar rætur, og ekki er hægt að hindra með lagasetningu og tilskipunum ríkisvaldsins einum saman. Höfuðor- sök verðbólgu er þensla og umframeftirspurn, eins og ríkt hefur hér á landi undanfarin ár. Til dæmis hefur hin mikla umframeftirspurn að vinnuafli þrýst upp tekjum manna. Þorri fólks hefur átt mun meiri peninga til umráða en áður. Kaup á alls kyns lúxus- vörum hafa stóraukizt. 8000 bílar hafa verið fluttir inn á 20 mánuðum, og ýmiss konar rafmagnstæki til heimila og sjónvarpstæki hafa selzt eins og heitar lummur. Það ber vitni um velmegun og bjartsýni, að einstaklingar og fyrirtæki vilji fjárfesta og geti fjár- fest, en því fylgir jafnan verðbólguþróun. Hún er bakhliðin á hinni gífurlegu uppbyggingu, sem átt hef- ur sér stað hér á landi undanfarin ár. í haust hefur ríkisstjórnin gert harða hríð að verð- bólgunni og*,þefur gert þá baráttu aó höfuðatriði stefnuskrár áitinar, sem lögð var fyrir Alþingi. fyrir skömmu. Viðleitni ríkisstjórnarinnar á þessu sviði hefur einkum birzt í þrennu. í fyrsta lagi var greidd niður hækkun á landbúnaðarvörum og þar með hindr uð verðsprenging, sem jafnan hefur orðið á hverju hausti í sambandi við verðlagningu landbúnaðaraf- urða. I öðru lagi var fjárlagafrumvarpið samið með tilliti til þess, að verðbólga verði ekki framkölluð af of miklum framkvæmdum ríkisvaldsins, og var m. a. gert ráð fyrir töluverðúm greiðsluafgangi. í þiðja lagi var komið á ýmsan hátt til móts við þá aðila í at* vinnulífinu, sem fórnuðu stundarhagsmunum sínum í þágu þjóðarheildarinnar. En það er ekki nóg, að ríkisstjórnin ein berjist við verðbólguna. Allir hagsmunaaðilar þjóðfélagsins verða að leggja þar hönd á plóginn, ef fullur árangur á að nást. Og í haust hefur verið greinilegur almenn- ur vilji til verðstöðvunar. Þessi vilji hefur meira að segja lýst sér í verkum, og nægir í því sambandi að minna á samkomulag um búvöruverð og samkomu- íag um síldarverð. Þeir aðilar, sem þar áttu hlut að máli, hafa gert sitt til að verðbólgan verði stöðvuð. Og nú reynir á aðra. Það er alkunna, að álagning á ýmsum vörum er mjög ófullnægjandi, en sú ábyrgð hvílir á kaupmönnum, að þeir stuðli að verðstöðvun með því að þrýsta ekki á um aukna álagningu. Þá eru almennir kjarasamningar framundan og hvílir þar hin sama ábyrgð á herðum forustumanna launþega- samtaka, að þeir þvingi ekki fram kauphækkanir, sem setja verðbólguhjólið af stað. Svo virðist sem þessir forustumenn skynji ljóslega ábyrgð sína. Þjóðin vonar, að sú vitneskja lýsi sér í gerðum þeirra. í því er fólginn lykillinn að verðstöðv- uninnL Hér skála Erich Mende foringi frjálsra demokrata og Erhard kanslari í afmælisveizlu Mendes, dag- inn eftir aö frjálsir demokratar yfirgáfu stjóm kanslara. Þaö fylgir sögunni aö kanslari hafi átt erfitt með að komast í hið góða skap, sem menn eiga aö vera f, þegar þeir taka þátt f afmælisveizlum. POLITISKUM FERLI ERHARDS NÆR LOKIÐ? Ludvig Erhard, kanslari Vest- ur Þýzkalands hefur beðið stjórnmálalegan ósigur, sem getur haft í för með sér brott- för hans úr vestur-þýzkum stjórnmálum. Hann er nú beð- inn að yfirgefa ríkisstjórn Vest- ur-Þýzkalands af fúsum vilja í tilraun kristilegra demokrata til að komast hjá vantrausti í Sambandsþinginu i Bonn. Líklegasti eftirmaður Erhards er þingflokksforinaðurinn Rain er Barzel. Örlög' Erhards veröa þá afleiðing persónulegra brjóst gæða og pólitísks veikleika. Hann er talinn of tillitssamur, lítill stjórnandi og hefur veriö umsetinn mönnum, sem dreym- ir um að setjast í sæti hans. Camsteypustjórn kristilegra demokrata og frjálsra demo krata sprakk sl. föstudag, er fjórir ráðherrar frjálsra demo- krata sögöu af sér. Þeir voru Erich Mende, leiötogi flokksins og ráðherra alþýzkra mála, Rold Dahlgrun, fjármálaráöherra, hús næðismálaráðherrann Ewald Bucher og ráðherra efnahags- legrar samræmingar Walter Scheel. Búazt hefði mátt við að kanslarinn bæði þá aö sitja, þar til hann hefði fundið menn í þeirra stað. Hins vegar lét hann þá strax vita að þeir gætu kom ið í forsetabústaðinn klukkan nfu næsta morgun. og hirt þar bréf til staðfestingar á lausn frá embætti. Þaö gerðu þeir. En ein mitt þennan dag átti Erich Mende afmæli, og kom Erhard í afmælisveizlu til hans og skál- aöi við Mende í kampavíni og óskaöi honum til hamingju meö afmæliö. Hann afhenti honum einnig að gjöf vindlingaöskju úr silfri, með vinsamlegri áletr- un. Síðan gekk Erhard í kansl- araskrifstofur sínar og sat nú yfir minnihlutastjóm, hinni fyrstu í Vestur-Þýzkalandi frá stríðslokum. Hann fól fjómm ráðherrum sínum störf þeirra sem hurfu úr ráðuneytinu. En til frjálsra demokrata streymdu heillaóskir hvaðanæva úr Vestur-Þýzkalandi. Margir telja aö sú ákvöröun þeirra að slíta stjórnmálasamstarfinu hafi verið gerð meö tilliti til fylkis- kosninganna í Hessen og Bay- em, sem framundan eru. Þeir höfðu neitað að fallast á skatta- hækkanir sem kristilegir demo- kratar sóttust eftir og nauösyn- legar voru taldar til að komast hjá greiðsluhalla á fjárlagafrum varpinu 1967. Þetta var vinsæl ráðstöfun hjá frjálsum demo- krötum. Hamingjuóskir til þeirra einkenndust einnig af hrifningu og stolti yfir því aö flokkurinn skyldi nú hafa yfir- gefið sjúka ríkisstjórn. Qg hvað olli sjúkleikaástand- inu? Segja má að virðing og vald Erhards hafi veriö þorr- in. Adenauer fyrrum kanslari hafði ætíð verið andvígur Er- hard og barizt gegn honum leynt og Ijóst, bæöi þegar hann var kosinn eftinnaður Adenau- ers og síðar. Ýmsir háttsettir leiðtogar kristilegra derrfbkrata, Franz Josef Strauss, Rainer, Barzel, Eugene Gerstenmeier, Gerhard Schröder eru allir tald- ir hafa lengi gert sér vonir um að veröa eftirmenn Erhards. Þessi Vinsæli og prúði maður hafði aldrei verið í essinu sínu sem kanslari á sama hátt og meöan hann var efnahagsmála- ráðherra og skipulagði vestur- þýzka efnahagsundriö. Þeir fundu inn á veikleika hans og þóttust þess vissir að þeir yrðu honum að falli. Þýzkalandsmál- in hafa og verið að taka nýja stefnu vegna breyttra viðhorfa í heimsmálum sem stafa af auk- inni starfsemi Bandaríkjanna ( Asíu og minnkandi áhuga þeirra á Evrópu. Erhard var nánast stefnulaus í hinni nýju aðstöðu sem var að myndast. Samein- ingarmál Þýzkalands virtust komin i strand, hann hafði að minnsta kosti ekki tök á að beita sér I þeim málum. Aðrir gerðu um það mál tillögur sem vöktu heimsathygli, t. d. Rainer Barzel þingflokkaform. Kristi- legra demokrata. Willy Brandt sýndi Erhard beina óvirðingu er hann fór til fundar við rúss- neska ambassadorinn í Austur- Þýzkalandi, og lét eins og snupr ur og áminningar Erhards, sem kanslara Vestur-Þýzkalands, kæmu honum ekki við. Þannig virtist allt leggjast á eitt gegn Erhard. Og svo fór sem fór, hann missti tökin á öllu saman og óvíst að hann nái þeim aftur. Cosialdemokratar eru sagðir ^ hafa aukið fylgi sitt í Vest- ur-Þýzkalandi undanfama mán- uði. Þeir hafa ekki áhuga á sam steypustjóm nema nýjar þing- kosningar komi til. Vafi leikur á að frjálsir demokratar vilji nýja samvinnu við kristilega demokrata. Samkvæmt lögum er forseti Vestur-Þýzkalands skyldugur til að leysa upp þing- ið ef stjómin fær á sig van- traust þingsins. Úrslit slíkra kosninga gætu oröið þau, aó sosialdemokratar næöu svo mik illi fylgisaukningu að þeir gætu myndað stjóm einir eða me’ frjálsum demokrötum, en það er þeim ekki leyft, sem stendur. Allavega bendir allt til þess, að Erhard verði ekki kanslari í nýrri samsteypustjóm hvenær og hvemig s^m hún verður mynduð. \ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.