Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 9
VÍSIR. Þriðjudaaur 1. nó'cmber 1966. ★ t'g er staddur á heimili Gunn- ars Sveinssonar, sem sið- ustu 6 mánuði hefur siglt með Hofsjökli og komið víða við. Margir íslenzkir farmenn eru víðförlir og kunna eflaust frá mörgu að segja, sem ýmsum út- hafseyjabúa, er heima hefur setið ævi sína alla, mundi þvkja forvitnilegt. Því er það, að ég fer þess á leit við Gunnar, að hann segi mér eitthvað af sinni löngu útivist og gefi mér og öðrum ofurlitla innsýn í þann fjarlæga og ókunna heim, sem hann nú hefur kannað. Hvenær fórstu utan, Gunnar? Ég fór utan í endaðan marz á þessu ári. Við fórum með flugvél frá Flugfélagi Islands til Skotlands og þaðan áfram flug- leiðis til London, þar sem skip- ið Hofsjökull beið okkar. Strax sama kvöldið var lagt af stað á- leiðis til Rotterdam í Hollandi. Ég hef áður ferðazt um Evrópu- lönd, og í raun og veru finnst mér, að borgimar þar hafi ekki upp á margt að bjóöa annað en okkar Reykjavík í stærri skuggsjá. Gróður og landshættir em vitanlega breytilegir eftir Iegu landanna, en fólkið er svip- líkt. Múgmennskan stærri f sniðum en einstaklingurinn auð- þekktur, aðeins örlyndari og fljótari í viðbrögðum eftir því sem sunnar dregur. Frá Evrópu fórum við frá Irlandi til New York. Þar vekur það fyrst athygli manns frá fá- mennri þjóð, hve allt er stórt í sniðum. Skýjakljúfamir em að vissu leyti yfirþyrmandi, þegar þess er gætt að hér var á ferð maður, sem séð hafði 12 hæða hús rlsa í Reykjavík og talið þau háhýsi. Hofsjökull er að vfsu ekki stórt skip, en þó finnst manni, að nokkurs muni við þurfa að reisa brú, þar sem hátt er til lofts að líta, þegar undir hana er siglt, og mörgum varð að orði, að gott væri aö geta flutt eina slíka á Hvalfjörð- inn. En hvað er að segja um fólk- ið, sem lifir í landinu? Sjómaður, sem kemur af hafi sem framandi einstaklingur og hefur skamma viðdvöl á þess- lítinn kost að kynnast lífshátt- um þjóðarinnar. Hann sér að- eins lítinn hluta af því hafnar- hverfi, sem hann er staðsettur í, og kemst ef til vill á næstu krá. En að minni hyggju sér hann þar aðeins stærri mynd af því sem hann áður hefur séð í Evrópu. Hér ber að visu meira á lituðu fólki, en ekki gat ég séð að neinn hefði þar hom í síðu þess, enda ekki hægt að sjá annaö en þar væri á ferð siðað fólk. Vera má að finna megi þau hverfi, er sýna því nær eingöngu ranghverfu Iífsins i þessari miklu heimsborg, en af þeim hafði ég engin kynni, og það sem ég segi hér, er aðeins frá sjón — sögu ríkari. Áður en ég fór út, hafði ég myndað mér þá skoðun, að hægt væri að kaupa flestar vörutegundir mun ódýrari en hér heima. Þetta reyndist mjög á annan veg. Fiest það sem telst til lífsnauðsynja má heita á sarcbærilegu verði. Vín og suð- ræn aldin eru að vísu mikiu ó- dýrari, enda hygg ég, að vín- menning okkar fslendinga sé nánast ykopleg á heimsmæli- kvarða. Ég býst við, að það sem gerir lífskjör vinnandi manna f Ameríku hagstæðari en hér á fslandi, sé það, að Ameríku- menn fá betur borgað sfna vinnu, ef miðað er við hið skráða gengi á vinnumarkaði hér heima. Ódýrasta land, hvaö vöruverð snertir, af þeim lönd- um, sem ég fór um, tel ég vera Holland. í gegnum Panamaskurðinn strituðum við niðri í vélarúmi í 40“—50“ Cl. hita. Blóðköldum íslendingi er þetta næstum of- raun, því svo virðist, að þó við göngum á vit suðrænna þjóða, þá streymi blóðið ekkert örara um æðarnar. Við skvnjum að- eins hitann, og verðum að finna mótvægi hans f salttöflum og ýmsum öðrum aðgerðum. Þó var ég þama um vetur þeirrar álfu. Þú komst til Perú, Gunnar? Já, og þar sá ég nýja mynd af lífinu. Mynd, sem ég aldrei áður hafði þekkt. Þar bar fyrir augu mér ýmislegt þaö, sem ég trúði að til væri, vegna þess að ég sá, en heföi talið firru eða ýkjur einar hefði ég aðeins heyrt. Hin yfirþyrmandi fátækt og ömurleiki, sem þar blasti viö auga, var mér framandi fyrir- bæri. Camp-Cnox og Höfðaborg- arhúsin, sem hér er talið að út- rýma þyrfti sem heilsuspillandi íbúðum, mundi þarna hafa ver- ið talið „Snobb Hill“. Hvemig var svo fólkiö? Mér virtist sem fleet af þvi JL .k *•>.. . “. Gunnar Sveinsson. Að vísu virtist mér augljóst, að honum er haldið niðri og fá tæktin er yfirþyrmandi og geig vænleg, en ég gat aldrei séð, að þeir vrðu fyrir neinum líkam- legum árásum eða ofbeldi. En það hygg ég ekki ofmælt að eng inn íslendingur mundi vilja vera svartur í því ríki. Frá Angóla fórum við til Las Palmas á Kanaríeyjum. Þar var okkur ljóst, að framandi ferðamaður var lífsviðurværi fólksins. Viðdvöl okkar var stutt, enda heföum við sjálf- sagt aldrei komizt í kynni við hvemig feita gæsin er með- höndluð. Til þess gátum við varla gefið tilefni. Frá Las Palmas fórum við til Spánar. Mér virðist, að Spán- verjar séu vingjarnlegasta og heiðarlegasta fólk, sem ég komst í kynni viö í þessari ferð minni. Ef til vill reikna ég þetta út frá leigubflstjórunum, þvi segja má, að þar hitti ég í fyrsta skipti, utan íslands, mann, sem ekki reyndi að snuöa mig. T.d. í Las Palmas tók bílstjórinn 200 peseta fyrir sama spöl og Spán verjinn tók 15. Að vísu mun dýrtíðin í Las Palmas nokkru meiri. Þá var það ekki óalgengr að væri maöur á ferð, þar sem allt var óþekkt, að Spánverj- inn tók að sér leiösöguna 10-20 mínútna leið að ákvörðunarstað // Svo siglir þú um höfin breið og blá" á bárum hvítra, gulra. svartra manna mundi vera kynblendingar, og að vissu leyti miða viöhorf sitt og framkomu gagnvart útlend- ingum við það, að geta skapaö sér ofurlitla möguleika til ó- dýrra yndisstunda. Reisn eða glæsibrag var hvergi að finna hjá þvf fólki, sem ég komst í snertingu við. Og ef marka má ' af umgengni þess og hreinlætis- háttum, þá er ekki ósanngjamt að draga þá ályktun, að nokkuð skorti á siðmenningu, miðað viö þær kröfur, sem við gerum hér heima, a. m. k. á yfirborðinu. Með þessu er ég ekki að leggja neinn dóm á þjóðina, aðeins af því þú spyrð mig, segja frá lff- inu eins og það kom mér fyrir sjónir f þessum hafnarbæ, þar sem ég átti viðdvöl. í Ekvador virtist mér meiri menningarbragur en í Perú. Og mundi ég þó segja, að það væri eins og lífið væri að vega salt milli skins og skugga eða göðs og ills. Ef til vill er það alls staðar þannig. í Porto Rico gæti ég vel hugsaö mér aö eiga nokkra viðdvöl. Þar er veðrátta mjög hagstæð • íslendingum. Fólkið er andstæða við fólkið í Perú og allt ber vott um eðli- lega og heilbrigða lífshætti. Skuggahliðamar sá ég ekki, sjálfsagt eru þær til. En þá er þaö Afríka. — Já, Suður-Afríka. Þangað var 20 daga sigling frá Portb Rico. Hvemig er aö vera svo lengi í hafi? Þetta er lokaður hringur fárra manna. Aðeins opið haf. Aldrei landsýn. — Spenna. Suður-Afríka. Þann sama dag og við komum þar hafði forsæt isráðherrann verið myrtur. Þetta var fyrsta frétt, sem við fengum, er við höfðum lagzt að landi. Okkur fannst þessi tíð- indi óheillavænleg og bjugg- umst við af loftið væri lævi blandið. Hvernig var svo þama um að litast? Við höfðum ekki dvalið þar langa stund, þegar mér var ljóst, að það var litarhátturinn, sem hér réði rfkjum. Hvíti mað- urinn var kóngur, svarti mað- urinn þjónn, að ég ekki segi þræll. Að kvöldlagi rölti ég inn á veitingastofu ásamt nokkrum félögum mfnum, þar ræddum 1VIÐTAL DAGSINS við saman á okkar móðurmáli. Allt f einu kemur maður til okkar, vindur sér að mér með úbreiddan faðminn og ávarpar mig á færeysku. Þama er þá kominn Færeyingur, sem 25— 30 ár hefur ’dvalizt í Afríku, kvænzt þar hvítri konu og efn- azt vel á útgerð. Sennilega safn að auði á okkar mælikvarða. Hann tók okkur sem gamla vini og nú var fslenzka og fær- eyska ríkjandi talmálið um hríð. Hann bauð mér heim til sin og veitti af mikilli rausn. Sem ungur maður hafði hann verið á norsku hvalveiðiskipi og fiskað á íslandsmiðum. Okkur finnst heimurinn stór. Hann var stór meðan möguleikar manna til samskipta vom því nær lokaðir. En er hann stór f dag? Ég held ekki. Er ekki Ieit manna að ævintýra landinu út í geimnum sprottin af þvf, að þeim finnst heimur- inn of lítill. Ég sagði áðan, að það væri ljóst, aö litarháttur hvfta mannsins réði hér. Þetta er rétt, að vissu marki. Þó er vald gullsins meira. Rikur svertingi er betur settur í þjóðfélaginu en hvftur fátæklingur. Hvemig getur svertingi orðið ríkur? Það em alltaf einhverjir sem brjótast út úr hringnum, fara til Bandarikjanna eða Evrópu og stunda þar háskólanám. 1 Suður-Afríku er skortur á menntuðum mönnum. Hvíti maðurinn þarf að nota þekk- inguna, og eigi að velja milli hins svarta litar mannsins og rauða litar gullsins, sem hún kann að geta skapað, hygg ég, að litur gullsins gefi svörtum manni tilvemrétt í hvítum heimi. Frá Suður-Afríku siglum við norður meö vesturströndinni og höfum ‘ viðkomu í portúgölsku nýlendunni Angóla. Hér má einnig fljótt sjá, að hvítur mað ur ræður ríkjum. En af skrif- um og blaðaljósmvndum hefði ég haldið að ástandið fyrir hinn svarta mann væri miklu verra. benti hvert skyldi halda, brosti vingjarnlega og skildi við mann með þá tilfinningu, að honum hefði verið stór greiði gerður. í þessu ljósi vildi ég láta skoða fólkið á Spáni miðað viö aðrar þjóðir og tel ég þó á eng an hallaö. 1 San Sebastian skammt frá landamærum Frakklands og Spánar vomm við skráðir af skipinu og nýir menn tóku við. Við flugum suður til Madrid, svo París — Luxemborg — ís- land, heim. Já, þar sem maður á sitt heimili verður alltaf bezt. En kynnist maður lífinu úti í veröld inni hlýtur maður vissan skiln- ing á því að þjóð okkar þjáist af ýmsum þeim bamasjúkdómum er f dag eru sálarmein suðrænna fmmstæðra þjóða. 1 Suður-Afr- íku, þar sem hvfti litur manns- ins er ríkjandi afl f þjóöfélag- inu, er þaö aðeins hinn rauði litur gullsins, sem getur unnið sér sama rétt. Við skyldum gæta þess, íslendingar, ,að sá litur skyggði ekki á manninn sjálfan hér heima á Islandi. Nú geng ég til minna gömlu starfa í Gufunesi. Feröin með Hofsjökli var mér reynslutími og nokkur skóli. Ég mundi segja að það væri engum íslendingi óhollt að fara slíka ferð, og fá þannig innsýn í það lff, sem lifað er i löndum hinna hvítu, rauðu, gulu og svörtu manna. Á þann hátt öðlast menn þekkingu og meiri skilning á því lffi, sem lifað er i okkar so.meiginlega heimi. — Þ.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.