Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 11
aaaaaaB: agiSÆSs;.: SlÐAN nmmmm. Chi-Chi og An-An tíbezku bimirnir tveir eru lesendum 11. síðunnar ekki ókunnir. Um allan heim var fylgzt meö ævintýri þeirra, þegar Chi-Chi frá London var send til An-An í Sovétrikj- unum með það í huga að fundir þeirra bæru ávöxt. En sem kunn- ug$ er varð ekki af neinu ástar sambandi þeirra á milli. Nú birtum við eins konar dag- bók yfir það hvemig þetta allt gekk fyrir sig. 15. sept. 1934. Orðrómur berst um allan heim að í Kína hafi fæözt afkvæmi tíbezks bjamar, sem var þar í haldi. Þetta verður til þess að dýragarðurinn í Lond- on vill fá fram svipaða fæðingu hjá sér, eina dýragarðinum í hinum vestrænum heimi, sem hefur tíbezkan bjöm á sínum snærum. Af hinum tíu tíbezku björnum, sem eru til i dýragörö- um í öllum heiminum er mestur hluti þeirra eða átta í Peking, eitt karldýr í Moskvu og eitt kvendýr í London. Peking veigrar sér við að lána karlbjöm til heimsveldissinnanna vestrænu. London ráðgerir þá samvinnu við Moskvu sem tákn um friðsamlega sambúð ríkjanna. 20. sept. 1964. Moskva hikar við að senda An-An til London. Hinir vanabundnu dýragarðsdiplómatar halda sér fast við þann fordóm að maðurinn verði að koma til konunnar, þegar ástamál eru á dagskrá. Löng diplómatísk þögn fylgir. 29. jan. 1966. Tíbezku bimimir hafa nú lifað einlífi í sjö ár. Gin- og klaufaveikifaraldur í Sovétríkjunum hindrar nú hinn stórpólitíska ástafund heldur fólk. Það er ákveöiö að Chi-Chi verði send til Moskvu strax þeg- ar faraldurinn er um garð geng- inn. 9. febr. 1966. Einn af yfirmönnum dýragarðsins í London dr. D. Morris leggur blessun sína yfir rússnesk-enska bjamarhjóna- bandið eftir að hafa skoðað An- An í Moskvu. 12. marz 1966. Chi-Chi leggur af stað til Moskvu í flúgvél, sem Chi-Chi við kassann sinn, sem hún var flutt í til Moskvu frá London. Dagbók Chi-Chi og An-An er sérstaklega útbúin fyrir flutn- inginn. Á búrið hennar er skrif- að: „To Russia with love“ Með ástarkveðju til Rússlands) — en þaö kom í ljós síðar að það var fölsk forsenda. Það var tekið á móti Chi-Chi eins og ríkisstjóra, meðan verðir hennar vom látnir bíða í vegabréfaeftirlitinu. Það em fyrirmæli um það, að Chi Chi verði að dvelja í sóttkví í einn mánuð. Þar á eftir á að fylgja tveggja vikna trúlofunar- tímabil þar sem allt á að fara siðsamlega fram á milli hlutað- eigenda. 23. marz 1966. Trúlofuninni er frestað. An-An hefur fengið flensu. 2. apríl 1966. Þetta er dagurinn fyrir brúökaupið. Brúökaups- nóttin verður dramatisk. Eftir að hafa hringsólað hvort um annað eins og tveir hnefaleikakappar hefja hin nýgiftu æsileg slags- mál. 4. júní 1966. Birnirnir sofa enn með grind á milli sín — en hlið við hlið. Það er komizt að þeirri niöurstöðu að Chi-Chi verði upp- lagðari fyrir ástamálin í október. Brúðkaupsnóttinni er frestað. Chi-Chi grætur sáran og leggur af. 5. okt. 1966. Gleðidagur. An-An hefur sýnt brúöi. sinni áhuga- merki 7. okt. 1966. Bimimir eru sagðir vera hrifnir hvor af öðmm. Heimsblööin fylgjast nú með sér- hverju augnatilliti, sem fer þeim á milli. Dýragarðinum er lokað til þess að parið geti notið ástar- hamingju sinnar í ró og næöi. 8. okt. 1966. Chi-Chi gefur undir fötinn en segir ákveðið nei við frekari samskiptum. 10. okt. 1966. London skýrir þetta á þann veg að það sé An-An að kenna aö ekkert skeður. Hann er ekki nægilega karlmannlega ráðríkur. 13. okt. 1936. Þetta hefur allt þróazt f ofsalegan þríhymings- harmleik. Chi-Chj sýnir greini- lega að hún elskar rússneskan dýragarðsvörð. Sérfræðingar segja það eölilega staðrevnd hvað snertir tibezkan björn, sem hefur lengi lifað 'tánmana og eingöngu haft afskipti af manninum. Sið- asta örvæntingarfulla uppástung- an er þess eölis hvort ekki eigi að láta fara fram gervifrjóvgun. Sovétrikin neita með tilliti til sálarlegs heilbrigðis An-An. 18. okt. 1936. Aö tilraunin hefur misheppnazt er nú staðreynd. Og Chi-Chi, sem hefur verið svo staöföst flýgur aftur heim í jóm- frúbúrið í London. Eiga von á erfingja — verður jboð drengur þá fyrsti konungur Hollendinga frá 1890 Beatrix krónprinsessa í Hol- landi og Claus von Amsberg, sem gíftu sig I vor við andmæli margra Hollendinga eiga nú von á fyrsta baminu, sem mun fæð- ast í apríl. Ef það verður drengur verður hann með tfmanum fyrsti konung ur Hollands síöan Vilhjálmur n lézt árið 1890. Lengi voru uppi getgátur um það að krónprinséssan ætti sín von, fyrir viku vom þessar lausa fregnir fyrst viðurkenndar opin- berlega af hollenzku hirðinni. Sjónvarpið Nú er íslenzkt sjónvarp orðið raunveruleiki, og nokkrar kvöld dagskrár hafa þegar komið fyr- ir augu almennings. Sitthvað er nú skrifað og skrafað um dagskrárnar, og má auðvitað ýmislegt að sjónvarpsefninu finna, en þó held ég að ekki sé annað hægt að segja, að í heild hafi vel tekizt í byrjun. Er fyllsta ástæða til að óska aðstandendum og starfsfólki hins íslenzka sjónvarps til ham ingju með byrjunina. Hin stóra stétt listmálara Bóksíaflega í hverri viku geta oróðin pess, að þessi eða hinn listmálarinn opni sýningu, gluggasýningu ef ekki vill bet- ur. Hvað skyldu annars vera marglr, sem kalla sig Iistmál- ara hérlendis f dag? Mér er nær að halda, að listmálarastéttin sé meðal fjölmennustu stétta landsins, og miðað við fólks- eyða fé til að kaupa Skarðsbók, en að stofnun, sem er þjóðar- elgn geti gefið þjóðlnni, það of- býður flestum. Það getur enginn gefið sjálfum sér. kvæðið, því að þeir eru flestir eða allir búnir að fá hana fyrir önnur „afrek“. Hvemig væri þá að halda eins og eina þakkar- • • ÞRANDUR I GOTU fjölda hljótum við íslendingar að eiga algjört heimsmet og standa langt framar öllum þjóð- um, jafnvel svokölluðum menn- ingarþjóðum. Skarðsbók Þá er Skarðsbók komin heim, og ekki vantaöi viðhöfnina, há- tíðleg þakkarathöfn sett á svið með handaböndum og lofræð- um. Flestum, sem um þetta mál hugsa, finnst sjálfsagt að Mikið var að Gylfi banka- málaráðherra var ekki látinn afhenda Gylfa menntamálaráö- herra skrudduna. Hann hefði getað dregið afhendingarræðu sína úr vinstri vasa og þakkar- ræðu sína úr þeim hægri. En þá hefði strandaö .á því, að hann hefði ekki getað tekiö í hendlna á sjálfum sér fyrir gjafmildina. Og svo verður því miður ekki hægt að sæma umboðsmenn gef enda Fálkaorðunni fyrir frum- guðþjónustu gefendum til sálu- hjálpar. Landhelgin Það hafa verið mikil brögð að þvi, aö togbátar hafi verið teknir að ólöglegum veiðum inn- an landhelgi síöustu daga. Margt af þessum mönnum, sem í þessu lenda, eru útgerðarmenn og skipstjórar, sem eru að klóra f bakkann með skulduga báta og með þessu er veriö að reyna að mata fiskvinnsluhús og hrað- frystistöövar, sem einmitt þessa dagana er verið r.ð skrifa um hvað mest, að séu að geispa golunni vegna hráefnlsskorts. Þegar landhelgin var færð út á sinum tima héldu vafalaust margir, að verið væri að færa úr landhelgina til hngnýtingar fyrir íslendinga rjálfa. Er það því nokkur goðgð, þó íslenzkir togbátar fái að fiska á ákveðnum svæðum innan land- helgi. Er það ekki bara skrfpa- leikur að draga það að hcimila togveiðar á tokmörkuðum svæð um innan núverandi lanclhelgi, þegar það er augljóst að það er lifsnauðsyn fyrir togsklpin? Ennfremur er þetta ekki sfð- ur lífsspursmál fyrir frystihús- in. Þrándur f Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.