Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 3
VlSIR. Þriðjudagur 1. nóvember 1966, 3 Þessi mynd er tekin við háborðið. Þar eru talið frá vinstri: Bjami Bragi Jónsson, formaður Hagfræðafélags íslands, próf. Árni Vilhjálmsson, dr. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- og menntamálaráðherra, Steinar Berg Björnsson, formaður Félags viöskiptafræðinga, próf. Ólafur Björnsson, Jónas H. Haralz, forstöðumaður Efnahagsstofnunarinnar, og próf. Guð- laugur Þorvaldsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Á myndinni sjást einnig frúr þeirra. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum er um þessar mundir liðinn aldarfjórðungur frá bví að kennsla í viðskiptafræðum hófst við Háskóla íslands. Að vísu hófst kennsia við Viðskiptahá- skólann nokkru áður eða árið 1938 en 3 árum síðar var Við- skiptaliáskólinn sameinaður Há skóla íslands og eftir það nefnd ist deild sú, sem annaðist kennslu í viðskiptafræðum Laga og hagfræðideild. Árið 1962 voru þessar tvær deildir siðan skild ar í sundur, og eftir það nefndist deildin Viðskiptadeild Háskóla íslands og svo hcitir hún enn þann dag í dag. Á þessum aldar- fjórðungi hefur vissulega margt breytzt varðandi kennslu- og kennslufyrirkomulag í deildinni um leið og námsefni hefur tekið breytingum. Árið 1964 var gerð allvíðtæk skipulagsbreyting. Náminu var skipt í tvo hluta, fyrri og síðari hluta. Um leið var bætt við nokkrum nýjum námsgreinum, og í fyrsta skipti í sögu Háskólans var tek- ið upp á því að gefa nemendum kost á að velja milli nokkurs hluta námsgreina. Þá voru og sett tímatakmörk varðandi Ijúkningu prófa frá deildinni skv nýja skipulaginu verður nem- andi hafa lokið fyrri hluta prófi mlnnst tveim árum eftir að hann innritast og mest þremur árum eftir að hann innritast í deildina. Hið sama er að segja um síðarahluta próf. Af þessu má sjá, að nemandi sem hyggst leggja stund á nám í viöskipta fræðum getur ekki lokið námi á skemmri tíma en fjórum ár- um, en hann má heldur eigi vera lengur en sex ár við nám. Við þessa tímatakmörkun má því segja að skapist nokkurt að- hald. Kennarar við deildina eru nú 3 prófessorar, þar af einn sett ur, þá eru 2 dósentar og all nokkrir aukakennarar. Að bví er forráðamenn deildarinnar hafa látiö í Ijósi, vonast beir til, að fjórða prófessorsembættið verði lögfest í vetur. Mun það vera vegna aukinnar aðsóknar að deildinni um leið og gerðar eru auknar kröfur um sérmenntun prófessora. í vetur er próf. Ámi Vilhjálmsson deild arforseti og próf. Ólafur Björnsson er varaforseeti Við- skiptadeildar. Félagslíf viðskiptafræðinema má segja að sé mjög líflegt. Fé- lagið gengst á ári hverju fyrir kynnisferðum þar sem fyrir- tæki eru heimsótt og hafa kynn isferðir þessar náö miklum vin sældum meöal deildarmeðlima Þá hefur og deildarfélagiö haft allnáið samstarf við erlenda stú denta sem stunda sambærilegt nám og viðskiptafræöinemar hér á landi. Formaður Félags viðskiptafræðinema nú er Stein- ar Berg Bjömsson. Þá má aö lokum geta þess, að Félag við skiptafræðinema gefur út all- myndarlegt tímarit, Hagmál, þar sem fróðir menn rita greinar um efnahags- og fjármál. Til þess að minnast hinna merku tímamóta í kennslu við skiptafræða við Háskóla íslands hét Félag viðskiptafræðinema myndarlega afmælishátíö á laug ardagskvöld að Hótel Borg en fyrr um daginn hafði verið há- tíðarsamkoma f Hátíðarsal Há- skóla íslands. Myndsjá Vísis birtir hér nokkrar myndir, sem teknar voru á samkomunni að Hótel Borg en þar var eins og nærri má geta samankomiö margt stórmenna. Á þessari mynd sjást m. a. taliö frá vinstri: Torfi Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, Klemenz Tryggvason hagstofustjóri, K. Guðmundur Guömundsson dósent og Svavar Pálsson dósent. Nokkrir viðskiptafræðlnemar á afmælishátíðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.