Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 15
75 V1 SIR . Þriðíudagur I. nóvember 1966. Fran brosti og varð upp meö sér af skjallinu. — Konan yðar hefur gert of mikið úr því, sagöi hún. — Hvaða bull, góða frú, það er ómögulegt aö gera of mikið úr því, sagði Eldridge lávarður. — Mér finnst ástæða tii að óska yður til hamingju, West. Og það var gam- an að þér skylduð korrfa líka, Jenny. Selwyn, þér verðið að koma með eitthvað handa okkur að drekka. Hái, myndarlegi pilturinn kom til þeirra þvert yfir gólfið og Eld- ridge kynnti. Pilturinn hét Selwyn Trent og hafði verið aöstoöarforingi lávarðsins á Jamaica. — Hvaö má bjóða ykkur? spurði hann og svo gengu þau öll að borði sem var alsett fylltum glösum. — Mjög þurran martini handa mér, sagði Fran samstundis. — Og þér, ungfrú Janbury? — Sérry, þökk fyrir. — Viskí handa mér, sagði Chris — Drekktu nú ekki svona ört, góða mín, sagði hann svo við Fran. — Ég sloka alltaf í mig úr fyrsta glasinu, sagði Fran hlæjandi. — Það er mesta léttúð, sagði Selwyn Trent. — Hve lengi voruð þér á Jama- ica? spurði Fran. — Mörg ár. Þér hafið verið bam þegar ég kom þangað. — Mér sýnist þér nú ekki vera neinn Metúsalem. — Ég er miklu eldri en fólk heldur mig vera, sagði hann al- varlegur. — Það er ég líka, sagði Fran. — Flestar konur em það, en þér eruð sú fyrsta sem ég hef heyrt meðganga það. — Hún hefur efni á því meðan hún er ekki eldri, sagði Chris og hló. Nú nefndi einhver nafniö hans og hann fór í annan hóp og Fran með honuu. — Halló ofursti, — gaman að sjá yður aftur. Fran, ég ætla að kynna þig gömlum vini minum. Selwin Trent varö eftir og horfði á Jenny. — Nú hef ég gert skyldu mína sem veitingaþjónn um stund. Nú verður einhver annar að taka við. Ættum við aö ganga héma út í garðinn, kannski? Nema þér vilj- ið fá annað glas? — Nei, þakka yður fyrir, ég vil ekki meira að drekka. En er það ekki ókurteisi að fara út? Ég var að koma inn úr dyrunum. Hann brosti lokkandi. — Það er alls engin ókurteisi, sagði hann. Og sVo gengu þau út um glugga- dymar og Jenny fann að Fran elti þau með augunum. — Ég hef verið að bíða eftir yð- ur siðan fyrstu gestimir komu, sagöi Selwyn Trent. Hún horfði á hann, talsvert for- viða. — Hvemig stendur á því? — Vegna þess að ég hlakkaði til að sjá yður. — Ég verð að spyrja aftur: Hvemig stendur á því? — Mig langaði svo mikið að kynnast yður á samkomunni £ gær en fékk aldrei tækifæri til þess. — En ég skil ekki ennþá hvers vegna þér vilduð hitta mig? — Dante langaði til að hitfa Beatrice. Og ég er heppnari en hann. Hún starði á hann. Og allt I einu vissi hún hvers vegna henni hafði fundizt eitthvað kunnuglegt við andlitið á honum þegar þau voru kynnt. Henni fannst óljóst, að þau heföu sézt áður. — En þér ... er það hugsanlegt að þér hafið verið sígauninn? spurði hún. Hann hló og glettnin skein úr augunum. — Ætli ekki það. Ýmsum finnst ég vera talsvert góður leikari, sagði hann ofur hæversklega. — þeir höfðu oft gaman af mér I liös- foringjaskálanum í sjóhemum. Og hana furðaði ekkert á því, eftir það sem hún hafði séð í sí- gaunatjaidinu daginn áður. Og hún varð heldur ekki neitt hissa á þvi að hann skyldi hafa verið í sjóhernum. Hann var bláeygur eins og sjóliösforingjar eiga að vera, og svo útitekinn aö auðséð var að hann hafði verið lengi í sjólofti. Þau gengu áfram um garöinn og hún fann að litur var kominn £ kinn amar á henni. Hún mundi vel það sem hann haföi sagt við hana £ sfgaunatjaldinu: — Þér hittið mjög bráölega ungan mann, sem nú þeg- ar er orðinn ástfanginn af yður ... Hann hlýtur að vera eitthvaö brenglaður, hugsaði hún með sér og var f vafa um hvort hún ætti að vera upp meö sér eöa gröm. Var hann vanur að nota svona skyndi- áhlaupsaðferðir hvenær sem hann sá stúlku sem honum leizt vel á? Ef svo væri hlaut hann að komast £ bobba við og við. — Hef ég veriö lokaður úti úr mannfélaginu? — Þér ættuð aö vera lokaður inni £ geðveikrahæli. — Fyrir þaö að taka eftir yður og afráða — jæja, það er bezt að ég segi yður það ekki fyrr en seinna. Hún horfði á hann. — Hlustið þér nú á mig. Ég er tuttugu og fimm ára og ekki algjör grænjaxl. Yður dettur vonandi ekki I hug að ég taki mark á öllu bull- inu, sem þér sögðuö, þegar þér voruð að spá fyrir mér £ gær ? — Maður skyldi ekki halda það, eftir tóninum, sem þér notið við mig. En ég fullvissa yður um, að hvert einasta orð var full alvara. — Einhver góð sál ætti aö misk- unna sig yfir yður og reyna að koma fyrir yður vitinu. — Kannskj yður langi til að reyna ? — Nei, ég hef annað að hugsa. Og auk þess held ég að þaö mundi verða bæði erfitt og sein- ’egt verk. — Ég skyldi ekki amast við þó ð það yrði ævilangt verk! — Þér’ eruð brjálaður, sagði hún. Kvöldsólin stafaði gullnum iarma yfir fallegan garðinn. Rósá- ilmurinn fyllti mjúka kvöldloftið og greinarnar bærðust i mildri gol- unni. — Mig langar til aö spyrja yð- ur að dálitlu, sagði hann. eftir stutta þögn. — Hvað er það ? — Þér eruð ekki með trúlofunar- hring, svo að ég geri ráð fyrir að pér séuð ekki trúlofuö. En það væri hugsanlegt samt að þér hefð- uð mætur á einhverjum öðrum. Mig langar til aö vita hvort ég þarf að sigrast á einhverium keppi naut eða aðeins á yður einni. Ég á erfitt með að trúa, að ég eigi ekki keppinaut. — Þér eruö einn um hituna, sagði hún og óskað; að hún gæti sagt satt. — En þaö kemur út á eitt fyrir yður. Ég ætla að vinna fyrir mér sjálf. — Nú þykir mér týra ! Ekki lít- ið þér þannig út. — Hvemig líta þær út, sem eru sjálfum sér nógar? — Haröar. Vaxnar I njöla. — Þvættingur. — Jú, siðan ég kynntist yður, játa ég að það sé þvættingur. Hvaö hafið þér fyrir stafni ? — Ég teikna myndir i vikublöðin — Þess konar starf mun maður geta unnið heima, býst ég við ? — Já. — Ágætt. Ég vil ekki eiga konu sem þarf aö vinna úti f bæ. Hún studdi á handlegginn á hon- um. — Hlustið þér nú á mig. Væri ekki eins gott að við hættum þessu bulli ? Þá mundi mér lítast mikiu betur á yður. Hann brosti. — Ég er lfklega mesti klaufi i ástarmálum. Og mér er næst aö halda að þér séuð það líka. — Hver veit? sagði hún og leit á klukkuna. — Nú held ég að við ættum að fara að hypja okkur inn. Ég veit ekki hve lengi Fran og Chris hafa hugsaö sér aö standa við héma. — Em það þau, sem þér kom- uö með hingað ? Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndastofa Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóSa upp á annaS hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Aliir sképar með baki.og borðplata sér- smíSuð. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Scndið eða komið með mól af eldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og A- lækkið byggingakostnaðinn. JK'raftæki HÚS & SKIP.hf.- LAUQAVEGI II • SIMI ZISIS Þrátt fyrir spjótiö og hugrakkan svipinn Sheeta, hlébarðinn, hlýtur að hafa fundið En ég hræddi hann um leið með æðis- þá fann ég þaö á mér, að ungi maðurinn var til hins sama. gengnu öskri apans. veikur — og tilbúinn að hætta sér inn f skóginn. WWj>fri‘lt^jrVÆé<V> r ‘ rt? s mmmm Startarar, dinamóar, anker-spól- ur, straumlokur, bendixar o. fl. Varahlutir — Viðgerðir á raf- kerfum bifreiða. BÍLARAF s.f. Höfðavik við Sætún Sími 24700. Skurögráftu — Tek að mér að grafa fyrir úndirstöðum o. f. Uppl. í síma 34475. Kr. 2,50 á ekínn kmi 300 kr. daggjald RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 220 22 METZELER hjólbatðarnir sru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzinsalan við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.t. Ármúla 7. Sfmi 30501 A *,nn» erzlunarfélagið h.t f Skipholti 15 Simi 10199 j — ■ ■ -»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.