Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 16
Heimilistæki og seijendur þeirra „ fyrir dómstói" Neytendasamfókin hefja mikla þjónustukónnun Neytendasamtökin eru nú aö hefja svonefnda þjónustukönn- un á sjálfvirkum þvottavélum, ísskápum, ryksugum og sjón- varpstækjum og er ætlunin að þessi könnun geti orðið grund- völiur að áreiðanlegum leiðbein ingum til neytenda um kaup á þessum hlutum. Þessi þjónustukönnun á að- eins að vera fyrsti liður um- fangsmikillar könnunar, sem Neytendasamtökin hyggjast gera varðandi reynslu neytenda af ýmsum varanlegum neyzlu- vörum og þeirri þjónustu, sem veitt er í sambandi við þær. Könnuninni verður þannig hag að að í næsta tölublaöi Neyt- endablaösins, sem kemur út 5. nóvember, verða eyðublöð til útfyllingar fyrir viðtakendur, sem eru 5-6000 félagsmenn Neyt endasamtakanna. Eru þar fyr- irspumir um ýmislegt varðandi fyrrgreind heimilistæki og þjón ustu í sambandi við þau. Munu niðurstöður könnunarinnar birt ar í Neytendablaðinu strax og þær liggja fyrir, neytendum til leiöbeininga og seljendum til lofs eða lasts. í sama tölublaði og þjónustu- könnunin hefst, 5. nóvember verða birtar leiöbeiningar um kaup á sjónvarpstækjum — sem hefðu reyndar mátt koma fyrr. Þeir sem hafa hug á aö ganga í Neytendasamtökin geta látið innrita sig í bðkaverzlunum um land allt eöa meö því að hringja í skrifstofuna f Reykjavík. Hundurinn ófundinn í byrjun ágúst fundust niilli 20 og 30 kindur bitnar til bana af hundum í Holtum í Rangárvalla- sýslu. Fjártjónið varð aðallega á tveim bæjum, Stúfholti og Akbraut, en á þriðja bænum fundust bitin lömb. Var reynt að hafa uppi á þeim hundi eða hundum, sem grun- samlegir þóttu og var einn drep- Framh. á bls. 6. Boraö eftir heitu vatni á Bolungarvík. — viðtal í Politiken við Laxness, sem Hjúkrunarskóli íslands braut- skráði s.l. föstudag 24 nýjar hjúkrunarkonur, sem allar munu taka til starfa á sjúkrahúsum landsins, enda alkunna að mikill skortur er á færum stúikum til þesSa ábyrgðarmikia starfs. Ungu stúlkurnar komu f gær- kvöldi saman á hvítu búningun- um sínum tfl síns fyrsta fundar f Hjúkrunarfélagi íslands í Hótel Sögu, og þar var þessi mynd tckin af þeim og þrem kaþólskum systrum, sem voru teknar upp sem félagar i Hjúkr- unarfélagið á fundinum. Á myndinni eru þessar stúlk- ur, talið alls staðar frá vinstri: Kristín Pálsdóttir, Elsa Kemp, Guöríður Þorleifsdóttir, Helga María Ástvaldsdóttir. — Önnur röö: Guðbjörg Sigmundsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Þóra Amfinns-, dóttir. — Þriðja röð: Þórdís Bakkmann Kristinsdóttir, Unnur Birgisdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir. — Fjórða röð: Margrét Hjálmarsdóttir, Þórhildur Karlsdóttir, Ingibjörg Baldursdóttir, Gunhild Hannes- son. — Efsta röð: Margrét Magnúsdóttir María Guðmunds- dóttir, Ámdís Finnsdóttir, Frið- gerður Frímannsdóttir, Sjöfn Amórsdóttir. — Á myndina vantar Pálínu Pétursdóttur, Sig- ríði Bjarnadóttur og Steinþóru Vilhelmsdóttur. Systumar fremst á myndinni hafa að undanfömu starfað hér á landi við sjúkrahús, en þær eru systir Mary Gertrude og systir Mary Theddeus frá Bandaríkjunum og systir Mary Eugemie frá Þýzkalandi. J. Þ. Bolungarvik í gær. Borun eftir köldu vatni er nú hafin fyrir nokkm í Bolungarvik, með bor sem þangað var fenginn f fyrra mánuði. Er boraö í miðju kauptúninu, þar sem heitir Drimla. íshúsið í Bolungarvík stendur fyrir þessum framkvæmdum, en heildar- þörf þess er um 15 sekúndulítrar og hefur þaö vatn sem frystihúsið hcfur haft til umráða undanfariö verið of lítið. Heildarþörfin fyrir kalt vatn á Bolungarvík er nú 32 sekúnduKbrar en dreifingarkerfið flytur ekki nema 23 sekúndulítra. Vatnsborinn hefur þegar borað eina holu og fengust úr henni 2 sekúndulítrar og er verið að hefja borun á annarri holurmi. kemur heim á morgun Halldór Kiljan Lax- ness er nú staddur í Xaupmannahöfn en er væntanlegur heim á morgun. Meðan á dvöl hans í Kaupmannahöfn stóð átti hann að koma fram í danska sjónvarp- inu og ennfremur ætl aði Gyldendalsútgáfufyr irtækið að halda boð honum til heiðurs í til efni þess að „Forening- en Norden“ hefur valið hann sem „höfund mán- aðarins á Norðurlönd- um.“ Kemur Salka Valka nú í fyrsta sinn á dönsku í óstyttri þýð- ingu. Framh. á bls. 6. Halidór Kiljan Laxness VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.