Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 6
6 V1SIR. Þriðjudagur 1. nóvember 1966. Lagt var fram eitt þingskjal í gær. Frumvarp til laga um Bún- aöarban' íslands frá Páli Þor- steinssyni og fleiri framsóknar- mönnum. Er þar gert ráð fyrir all- miklum breytingum á Veðdeild Búnaðarbankans. í neðri deild var frumvarp um verðjöfnunar- gjald á innflutt veiðarfæri til 1. umræðu á Alþingi í gær. Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra haföi framsögu. Er þess getið annars staðar í blaöinu. í efri deild flutti Jóhann Hafstein frum- varp stjórnarinnar um breytingar á lögum um almannavamir. Er þar gert ráð fvrir að þær beinist frem- ur en áður var ráðgert að vömum gegn náttúruhamförum. Einnig tók til máls Alfreð Gíslason (K). Baltika Framh. af bls. 1. allt morandi f pöddum. Var fariö út f skipið til að fyrirbyggja að þær kæmust hér í land. — Samkvæmt því sem fulltrúi borgarlæknis tjáði Vísi f morgun, höföu þessar pöddur borizt um borð f Baltiku msð uppstoppuðum dýrum frá Egyptalandi. Var dýmnum hent í Atlantshafið og var ekki annað að sjá en að skipið hefði orðið pöddu laust við það. Óvissa Framhald at bls. 1. gjald á sjávarútveginn. Þetta voru alþingismennirnir Guðlaugur Gísla- son og Matthías Bjamason. Matthí- as kvaðst þó vilja að málið færi til nefndar og yrði það sjávarútvegs- nefnd. En iðnaðarmálaráðherra lagði til að frumvarpið færi til iðn- aðamefndar. Var atkvæðagreiðslu frestað. Laxness — Framhald af bls. 16 1 danska blaðinu Politiken birtist viðtal við Halldór Lax- ness s.l. sunnudag. Kemur þar fram m. a. að áhugi er fyrir hendi að sýna leikrit Laxness Dúfnaveizluna f Árósum. í viðtalinu lætur Laxness í ljós ánægju sína yfir þessum tíðindum. Sjálfur segist hann ekki hafa verið kvaddur til við- ræðu um það hvort leikritiö yrði tekið til sýningar í leikhús- inu. Segir hann áhuga sinn á leik- ritun stafa af því að sennilega muni lfða nokkur tími áður en hann skrifi nýja skáldsögu. Það sé af tveim ástæðum. Fyrst og fremst af því að leikhúsið heilli hann. Jafnvel þótt leikrit hans hafi eingöngu fram að þessu verið flutt á íslandi. Segir svo orðrétt í viðtalinu: „En þegar maður fyrst byrjar að vinna fyrir leikhúsið þá verður maður heltekinn af því. Það hef ég a.m.k. orðið. Það er svo skemmtilega lifandi. Og svo er það tukthúsvinna að skrifa skáldsögu. Jú — ég sagöi tukthúsvinna. Ég hef set- ið hlekkjaður við skrifborös- stól tfu tíma á dag f 40 ár. I sex ár vann ég að Gerplu, „Kæmpeliv í Nord“. Stór skáld- saga frá miðöldum. Frá elleftu öld. Hún hefur verið þýdd á dönsku. En ég hef ekki hitt einn einasta Dana, sem hefur lesið hana. Hún gerist f allri Evrópu". ... Laxness segist ekki geta dvalið lengur í Danmörku. Hann segist vera á eftir meö vinnu sfna — tveim árum á eftir áætlim. Það séu ekki samningar, sem ekki hafi verið uppfylltir heldur sé það samvizk an, sem segi sér það. Að lokum segir Laxness hvað- an hann komi til Danmerkur. j Hann og kona hans hafi verið | á ferðalagi bæði til Rómar og Parísar þar sem hann hafi tek- ið þátt í umræðum um Bemar- samningana. Læknar — Framhald af bls. 1*. hafa neitað aö starfa og taka þátt f lækningum meðan á kjara deilunni stóð. Hafi þeir haldið áfram að vinna í samræmi við heimild er veitt var yfirlæknum til að kalla lækna til starfa á spítölunum hvenær sem þeir töldu þörf á þvf. Slíkum ósk- um hafi læknar undantekningar- laust sinnt. Þá segja læknar að þeir hafi ekki sagt upp á skipulagðan hátt eins og félagsmálaráðherra Eggert G. Þorsteinsson hafi sagt. Uppsagnirnar hafi komiö frá ei 'Stökum læknum á sjúkra- húsum á mismunandi tímum með löglegum hætti. Þá segja læknar í mótmælum sínum, að þeir hafi krafizt end- urbóta á starfsaðstöðu, betra skipulags sjúkrahúsmála og hraö ari smíði sjúkrahúsa. Ýmsum tillögum hafi verið sinnt og aðr ar séu til athugunar. Þá lýsir Læknafélag Reykja- víkur yfir harðri andstööu viö Sjúkrasamlag Reykjavíkur, „gagnvart þeirri tilhneigingu stjómar SR að hlutast til um samskipti lækna og sjúklinga og það hvernig læknar hagi lækningum sínum.“ Einnig krefjast þeir athugun- ar á byggingarmálum Landspft alans, einkum „á seinagangi þeim og skipulagsleysi, sem ein kennt hefur þær framkvæmdir." Loks láta læknar f ljós von- brigöi og harma það „ef um- mæli fjármála- og félagsmála- ráðherra spilla þeim vísi að sam starfi, sem tekizt hefur með læknasamtökunum og heilbrigð- isyfirvöldunum," en benda á að vaxandi samstarf hafi tekizt milli þessara aðila fyrir „lofs- vert frumkvæði" Jóhanns Haf steins, heilbrigðismálaráðherra. Bjarni — ramhald af bls. 1. Efnahagsbandalagið í stað þess að ganga fyrst f EFTA og njóta síðan stuðnings aðildalanda EFTA þegar við geröum þá sér- samninga, sem óhjákvæmilega væru forsenda fyrir • inngöngu í Efnahagsbandalagið. Þá drap dr. Bjami Benedikts- son á viðræður, .sem áttu sér stað um það, hvort norrænt varn arbandalag gæti tekið við hlut- verki. Atlantshafsbandalagsins. Kom það fram að norrænt vam arbandalag væri ekki tímabært eins og ástandið er nú í heim- inum. — Það er rétt að þaö komi fram, sagði forsætisráð- herra, að sú skoðun Erlanders kom fram, að mikið hafi dregið úr viðsjám í heiminum. Þetta er hans skoðun. M.a. vegna þessa væri óæskilegt að breyta jafn- væginu, sem hefur myndazt í Evrópu með því að taka upp annaS varnarfyrirkomulag. Margt annað kom fram á blaöamannafundinum, en þvi miður gefst ekki kostur aö rekja það hér. Hundurifiin — Framhafd at bls. 16 inn. Aðrir hundar sem líklegir þóttu að hafa ráðizt á kindumar, voru lokaðir inni um tfma. Tók fyrir dráp á kindunum. Talaði blaðið við Magnús Guö- mundsson í Mykjunesi f Holtum, sem sagöi að máliö væri enn ekki upplýst, því að ekki hefði sannazt hvaða hundar voru að vérki. í svona tilfellum hópuðust saman tveir til þrír hundar, en tækist að drepa forystuhundinn væri hægt að taka fyrir drápið. Ef ekki þá gætu þeir byrjað aftur að ári eða tveim. Skúk — Framh af bls. 1. Staðan fyrir síöustu umferðina er sem hér segir: 1. Júgóslavía 17Í4 2. ísland 12 og 1 biðskák 3. Indónesía 9y2 4. Austurríki 9 02 3 biðskákir. 5. Mongólía 7 y2 og 3 biðskákir (situr hjá í 7. umferö). 6. Tyrkland 8 og 2 biðskákir 7. Mexico 2% °g 3 biðskákir. Þær þjóðir, sem líklegastar em til þess að komast í A-flokk úrslit- anna eru: Rússar, Júgóslavar, Bandaríkjamenn, Tékkar, Rúm- enar, Belgir, Argentínumenn, Danir og Islendingar. Austur- Þjóðverjar eru öruggir um sæti í A-riöli, enda þótt þeir færu illa út úr síðasta Ólympíumóti fyrir staka óheppni. Þá eru Hollending- ar, Kúbumenn, Englendingar, Spán- verjar og ísraelsmenn taldir eiga möguleika og jafnvel Norðmenn. Það er því ljóst að íslendingar verða í erfiöum félagsskap ef þeir komast f þennan hóp, eins og allar líkur benda til. Rússar vinna vafa- lítið þetta mót, en Bandaríkjamenn og Júgóslavar eru taldir líklegastir til þess að fylgja þeim eftir, með þá Fischer og Gligoric í farar- broddi. Fleiri kunna raunar að blandast í baráttuna um 3 efstu sæt in, en það er næsta ólíklegt að ís- land nái þeirri vfgstöðu. — Þó er ekki vert að vantreysta okkar mönnum, þeir eru kannski aldrei jafnsterkir og þegar þeir eiga við hvað rammastan reip að draga. íþróttir — Frh. af bls. 2: endurkjörin, en hana skipa þessir menn: Kjartan Bergmann Guðjóns- son, Reykjavík, formaður. Með- stjómendur: Sigurður Erlendsson, Vatnsleysu, Biskupstungum, Sig- tryggur Sigurðsson, Reykjavik, Ólafur H. Óskarsson, Reykjavik. Sigurður Geirdal, Kópavogi. Til vara: Sigurður Ingason, Reykjavík, Valdimar Óskarsson, Reykjavfk, Elías Ámason, Reykjavík. Innihurðir nýkomnar eik og gullálmur. Stuttur afgreiðslutími. Hag stætt verð, greiðsluskilmálar. Birgir Árnason, heildverzlun, Hallveigarstíg 10. Sími 14850. VÖRÐUR - HVÖT - HEIMDALLUR - ÓDINN SP VÖID sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík í kvöld í Sjálfstæðishúsinu ATH.: H .dið opnað kl. 20:00 Byrjað verður að spila kl. 20.30 stundvíslega. Glæsileg sgilaverðlaun SÆTAMIÐAR AFHENTIR í SKRIF- STOFU SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Á VENJULEGUM SKRIFSTOFUTÍMA Ávarp kvöldsins flytur frú RAGNHILDUR HELGADÓTTIR KVIKMYNDASÝNING Frú Ragnhildur Helgadóttir. Skemmtinefndin. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.