Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 01.11.1966, Blaðsíða 7
VÍSIR. Þriðjudagur 1. névember 1966. Afmælið sem ég gleymdi Þúfnabaninn að störfum. Nú eru Fossvogsblettimir h,ver af öörum að fara í íóöír og eftir 2-3 ár eru komnir þar skrúögarðar um hús í síað túna. Sennilega veröur þá ekkert eftir óbyggt á þessum slóðum nema Gróörarstöð Skógræktaifélags Reykjavikur, vonandi verður henni hlíft. Mörg- um, sem eru að byggja í Fossvogi, finnst þar djúpt niður á-fast, en hitt hugleiða fc'klega fáTr hvemig þar var umhorfs fyrir 45 árum: óræst- ar, þýfðar og óræktaðar mýrar. Þó var framræsta, að opnum skuröum hafin Sfandinu næst Hafnarfjarðar- vegi. Líklega sem eins korrar at- vinnubótavinna? En 26. júlí 1921 „buldi við brest ur“ þama suöur í Fossvogi. Þá hófst þar jarðTæktarvinna með Þúfnabananum, er svo var nefndur. Nafnið er ágætt dæmi um nýsköp- unarmátt íslenzkrar tungu, jjað kom eins og „þjófur úr heiðskíru lofti“ átaka- og lærdómslaust. Nú munu menn sem nú eru ungir og sjá mikla og margvíslega tækni daglega og á hverri eykt, hugsa sem svo, að það hafi sennilega ekki verið stórt í sniðum né tækni tökum sem þarna var á ferð 1921. Fáir muna nú, né vita hvað Þúfna banarnir voru, og því síður hugsa menn út. í, að þarna voru stórir hlutir að gerast daginn þann fyr- ir 45 árum. í bókinni ..Búvélar og ræktun,“ sem rituð er 1949 segir svo um ! úfnabanana: „Hvemig vélar voru Þúfnaban- arnir?“ Þúfnabanarnir vom jarðtætarar af stærstu gerð, sem smíðaðir hafa verið, — Þúfnabanarnir, eða Land- baumotor Lanz, eins og þeir voru nefndir á þýzku, voru smíðaðir f bú vélavérksmiðju Heinrich Lanz í Mannheim, að mestu eftir tillögu- teikningum ungversks vélfræðings Karl Köszegi. Traktorinn sjálfur, sem var fjórhjóla, vó 6.6 smálestir. Framhjólin voru 100 cm há og 80 cm breið, en ökuhjólin 200 cm há og 135 cm breið. Tætarinn var festur aftan við traktorinn og var á tveimur 100 cm háum hjólum, svo aö vélin öll var á 6 hjólum og miðhjólin hæst og mest. Heildar- lengd vélarinnar var 6.32 metrar stöð Skógræktarfélags Reykjavíkur um þar sem Þúfnabaninn hóf aö . róta um þúfunum 26. júlí 1921, en | annars staðar þar um slóðir eru reykvfskir borgarar í óþa önn aö j grafa fyrir húsum, framtíðarheimil- ; um sínum f hinni ört vaxandi höfuð borg. Hið liðna er fljótt aö gleymast, hin fyrstu tveggja metra breiðu „plógför" Þúfnabanans eru horfin og gleymd. Sjálfur gleymdi ég að ganga á staðinn 26. júlí í sumar, haföi ætl- að mér það, og þess vegna kemur þessi litla grein réttum þremur mánuðum á eftir tímanum. Reykjavík 27. okt. 1966. Árni G. Eylands. ítalskir fiskimanna- söngvar í Naustinu I Enzo Gagliardi, ftalski söngv- arinn, sem fyllíi( Naustiö viku eftir viku fyrir tveimur árum, er kominn bangað aftur, og ætl ar að syngja bar næstu vikurn ar. Prógramið er svipað og áð- ur, allt frá óperuaríum yíir í fiskimannasöngva frá Napólí. AÓmantísk lög eru yfirgnæfandi enda henta bau vel kvöldstemn- ingunni í Nausti. „Mest gaman hafði ég af að syngja fyrir börnin og gamla fólkið, þegar ég var hér síðast,“ sagði Gagliardi í samtali við Vísi. „Ég kann vel við að syngja hér í Nausti, og bað er tilbreyting. að koma hingað. Ég er raunar töluvert tengdur Norðurlöndum, því að ég er kvæntur danskri konu. Annars syng ég aðallega í Napólí, Flór- enz og á Caprí, þar sem ég syng um ferðamannatímann, aðallega á „La Pigna.“ Enzo Gagliardi lærði hjá Enzo Aita í Napólí. Hann kom fyrst fram sem söngvari 1952, og hefur síðan sungið víða á Ítalíu og út um heim. Þekktast- ur er hann fyrir þjóðsöngvana frá Napólí, en hann Ieikur sjálf ur undir þá á gítar. 1 1, Ibúb til leigu tveggja herbergia íbúð til leigu í Kópavogi. Tilboð er greini fjöl- skyldustærð sendist Vísi merkt: Kópavogur 500. Tætaraásinn var sívalningur, 40 cm að þvermáli, 210 cm langur, al- settur bjúghnífum, er skáru og tættu jaröveginn og þeyttu mold og torfi aftur undan vélinni, er ás- inn snerist og vann. ,,„Plógfar“ vélarinnar var þannig fullir 2 m í hverri ferð. Aflvélin var benzín- mótor 4 strokka. (80 hestafla og eyddi tunnu af benzíni á dag viö fulla vinnu.) Þúfnabanarnir voru að öllu at- huguðu glæsilegar og vandaðar vél- ar, vel til þess fallnar að vinna með þeim að nýrækt víðáttumikilla mýra, þar sem ekki þarf aö lúta að Iitlu og jafnara og mýkra er undir en íslenzkt þýfi.“ Hér var því eigi svo lítiö í efni. I Og þó að hér bæri öfugt að, vél- [ amar vantaði þá til að ræsa mýr , amar áöur en Þúfnabaninn tætti þær, og þó að tækni þessi yrði ekki til frambúðar, markaði hún þó mikil tímamót í rætkun hér á landi, ekki hvað minnst hér í kring um höfuðborgina. Um þetta segir Guðmundur Jósafatsson í ritinu: Búnaöarsam- band Kjalarnessþings flmmtíu ára (1963): „Vann vélin allt sumarið á landi því sem nú mun taliö bæjarland Reykjavíkur, og alls um 70 ha. Þetta skiptist milli 25 eigenda og vannst ha á 7 klst og 10 mín. Næsta sumar vann hún 116 ha hjá 23 eig- endum og ha á 7 klst og 27 mín. Gerðust þá ýmsir stórtækir, því þá vann hún í landi Mosfells 37 ha. á Vífilsstöðum 30 á Lágafelli, 10 ha á Kleppi 10 ha (í annað sinn) í Fífuhvammi 5 ha á Reykjum 5 ha Þriðja sumarið vann hún 79 ha hjá 18 eigendum og ha þá á 6 klst og 55 mín. Hér blasir við hvílík bylting var að gerast, enda kom þetta hinu mesta róti á hugi manna um land allt. Trúlegt er þó aö sú ólga hafi orðið róttækust um Kjalamesþing" Og enn segir Guðmundur: „Þúfnabaninn lagði fram sinn skerf — og hann ómældan — til þess að tvö hin djörfustu ævintýri íslenzkrar ræktunarsögu. ræktun Þorleifs Guðmundssonar ' Vífils- stöðum og athafnir Thor Jensens á Korpúlfsstöðum urðu að slíkum veruleika, sem raun hefir gefiö vitni. — En afrekin sem þarna voru unnin, verða ekki mæld í kú gildum. Enn síður sú trú, sem það skóp á gildi þess auös, sem ís- land á í gróðurmætti mýra og mela. — Með komu hans (Þúfnabanans) var hér gróðursettur sá meiöur, er limríkastur hefur orðið í íslenzkri jarðræktarsögu." Nú breiðir lim trjánna I Gróörar Mál öryrkja rædd á útbreið- siufundi Sjátfsbjargar Sjálfsbjörg, Landssamband fatl- aöra hélt útbreiðslufund í Sigtúni í gær, til að kynna bau málefni, sem sambandið berst fyrir: hags- muna- og húsnæðismál öryrkja. Mættu um 150 manns til fundarins, þar á meðal borgarstjórinn í Reykja vík, Geir Hallgrímsson og félags- málaráðherra, Eggert G. Þorsteins- son. Theódór A. Jónsson, formaður sambandsins setti fundinn en síð an ræddi Frederik Knudsen formaö ur Landssambands fatlaðra í Dan- mörku um húsnæðismál öryrkja þar í landi og sýndi íitmyndir frá ýmsum byggingum öryrkja. Þá ræddi hann um tryggingarmál og endurhæfingarlöggjöf í heimalandi sínu. Iínudsen afhenti sem kunnugt er Sjálfsbjörg 100 þús. d. kr. á föstudag, gjöf frá styrktarsjóöi fatl aðfa í Danmörku. Skal féð renna I byggingu vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar, sem framkvæmdir höfust við í síðustu viku. Að lokum flutti Sigursveinn D. Kristinsson ávarp og ræddi um mál efni öryrkja hér á landi. í Landssambandi fatlaðra eru nú 10 félög fatlaðra víðs vegar á landinu. Hver sem er getur gerzt styrktarfélagi Sjálfsbjargar og eru styrktarfélagar nú mn 800. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.