Vísir - 14.01.1967, Síða 2
2
V í S I R . Laugardagur 14. janúar 1967.
Kolbeinn „íþróttamaður ársins"
„Ég vonast til að standa
undir þessu,“ sagði hinn
ungi körfuknattleiksmaður
Kolbeinn Pálsson úr KR í
gærdag, þegar hann var
kjörinn „íþróttamaður árs-
ins 1966.“ Kolbeinn stend-
ur eflaust undir nafnbót-
inni, því hann er mikið til
fyrirmyndar öðru íþrótta-
fólki, og sem fyrirliði lands
liðsins í körfuknattleik hef
ur hann sýnt og sannað á-
gæti sitt.
Kolbeinn varö langhæstur að stig-
63 stig, og var nær einróma kjör-
um í keppninni um titilinn, fékkj
inn af íþróttafréttamönnum blaða,'
útvarps og sjónvarps.
Sigurður Sigurösson, form. Sam-
taka íþróttafréttamanna, afhenti
verðlaunin í gærdag á Hótel Sögu.
Herbergi 513 hafði verið undirlagt,
sjónvarpsmenn beindu ljósum að
borðinu þar sem íþróttafólk ársins
sat við kaffiborð ásamt blaðamönn
um.
Siguröur minntist fyrst Benedikts
G. Waage, sem lézt fyrir skömmu
og minntist aðallega á Benedikt og
samskipti hans við íþróttablaða-
menn, sem voru bæði löng og góð,
því Benedikt lagði sig mjög fram
um að vanda íþróttamál hér og
hafði mikii áhrif í þá átt. Minntust
menn Benedikts heitins með því
að rísa úr sætum.
Sigurður Sigurðsson kvaðst hafa
búizt við heldur sundurleitum at-
kvæðaseðlum að þessu sinni, enda
hefði íþróttaárið verið heldur dauf-
legt. Nöfnin sem bárust urðu þó
ekki nema 20 talsins, og var meiri-
hluti þeirra 10, sem eftir urðu, á
öllum atkvæðaseðlunum. Mjög at-
hyglisvert kvað Sigurður, að meiri-
hluti þeirra 10 sem skipa efstu sæt-
in, hefur ekki áður komizt á listann,
og má því segja að hann sé að
mestu skipaður íþróttafólki framtíð
arinnar.
Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, á-
varpaði íþróttafólkið og kvaðst
fagna því að nú skvldu fleiri valdir
en áður úr hópi flokkaíþróttanna.
Að vísu væri val úr þeirra hópi
vandasamara, en mjög mikilvæg viö
urkenning. „Við væntum mikils af
þessum hópi“, sagði Gísli Halldórs-
son, „því framundan eru stór verk-
efni að vinna aö“.
Það var myndarlegur hópur í-
þróttafólks, sem stillti sér upp fyr-
ir ljósmyndaraskarann eftir verð-
launaafhendinguna, hópur sem sann
arlega er íþróttum sínum trúr. Það
vakti athygli mína, að þegar þjón-
ar báru fram tóbak á bakka, gekk
aðeins einn einasti vindill út hjá
íþróttafólkinu, — aðeins einn
reykti og verður þaö að teljast at-
hyglisvert, ekki sízt vegna þess að
íþróttamenn eru stöðugt undir mæli
keri varðandi reglusemi og oft
vændir um það að vera óreglu-
samir.
Úrslitin í atkvæðagreiðslunni
urðu sem hér segir:
1. Kolbeinn Pálsson, KR,
körfukn., 63 stig.
2. Sigurður Dagsson, Val,
knattsp., 45 stig.
3. Guðmundur Gíslason, ÍR,
sund, 32 stig.
4. Ólafur Guðmundsson, KR,
frj. íþr., 30 stig.
5. Geir Hallsteinsson, FH,
handkn., 26 stig.
6. Gunnl. Hjálmarsson, Fram,
handkn., 20 stig.
7.—8. Hermann Gunnarsson, Val,
knattsp. og handkn., 19 stig.
7.—8. Jón Þ. Ólafsson, ÍR,
frj. íþr., 19 stig.
9. Árdís Þórðardóttir, Sigluf.,
skíði, 18 stig.
10. Lilja Sigurðardóttir, HSÞ,
frj. fþr., 12 stig.
11. Kjartan Guðjónsson, ÍR, frj. íþr.
9 stig, 12. Hrafnhildur Guðmundsd.
ÍR, sund, 8 stig, 13. Kristinn Bene-
diktsson, Hnífsdal, skíöi, 7 stig, 14.
—15. Ármann J. Lárusson, Breiðabl.
glíma, 6 stig, Ingólfur Óskarsson,
Fram, 6 stig, 16,—17. Davíð Val-
garðsson, Keflavík, sund, 5 stig, Jón
Ámason, TBR, badminton, 5 stig,
18. Valbjörn Þorláksson, KR, frj.
íþr., 3 stig, 19.—20. Ámi Njálsson,
Val, knattsp., 1 stig og Magnús Guð
mundsson, Akureyri, 1 stig.
Frá afhendingunni: Ólafur, Guðmundur, Gunnlaugur, Geir, Kolbeinn, Hermann, Sigurður og Árdís.
„Ekki einstaklingurinn —
befdur liðið í heiU...
segir iþróttamadur ársins, Kol-
beinn Pálsson úr KR
anda í krlngum sig. Þaö er liðií
í heild, en ekki einstaklingur
inn, sem gildir í flokkaíþróttun
um“. — jbp.
i
\
I
i
j
1
*
1
i
íþróttamaður ársins
1966, fyrirl. körfuknatt-
leikslandsliðsins, heitir
Kolbeinn Pálsson og er í
KR, eins og flestir vita.
Kolbeinn var sá maður-
inn, sem stóð með bolt-
ann í höndunum þegar
aðeins voru eftir örfáar
sekúndur til leiksloka í
landsleiknum við Dani í
Norðurl.keppninni og
átti tvö vítaköst. Til að
•
sigra Dani varð fyrirlið
inn að hitta í báðum
köstum.
„Ég varð að hitta,“ sagði Kol
belnn í gærdag, þegar við rædd
um við hann um ■ mlnnisstæöa
leiki á 8 ára ferli hans í körfu-
knatlleik. Og hann hitti, tug-
þúsund dönskum sjónvarps-
áhorfendum til hinnar mestu
hrellingar, og Danir urðu því
af sigrinum í það skiptið.
Koibeinn er 21 árs gamail,
kvæntur Bryndísi Stefánsdóttur
og eiga þau tvö börn, dreng og
stúlku. Kona hans var reyndar
einnig f körfuknattlelk hjá ÍR,
en kynni þeirra urðu ekki til
fyrir tilstuðlan íþróttanna. Þau
búa sem stcndur á Framnesvegi
7, en innan skamms flytja þau
í nýja íbúð, sem þau hafa byggt
í Árbæjarhverfi. Þar mun hin
mikla stytta, sem fylgir nafnbót-
Inni „íþróttamaður ársins“ fá
stærri og veglegri húsakynni og
veröur eflaust á heiðursstaö á
heimiii ungu hjónanna.
Kolbeinn kveöst hafa byrjaö
f körfuknattleik 14 ára gamall,
en um sama leyti byrjaði hann í
handknattleik. Minnast margir
hans úr handknattlcik mjög
ungs að árum með KR-liðinu.
Hann var þá yngsti og minnsti
maður vallarins, en gerði oft
stórkostlegustu hluti. Síðan lagði
hann handknattleik á hilluna
og er nú óskiptur í körfuknatt-
leik.
Kolbeinn sagðl að lokum: „í
flokkaíþróttum er annars ekki
. hægt með sanni að tala úm ein
stakiinginn, — það nær enginn
langt nema hafa sannan liðs-
f
Sigurður Sigurðsson afhendir Kolbeini hina veglegu styttu. Fremst á myndlnni, Alfreð Þorsteinsson
(Tíminn) og Öm Eiðsson (Alþýðublaðið).