Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 1
VISIR
57. árg. - Fimmtudagur 9. marz 1967. - 58. tbl.
Þ YRLAN REYNIST VEL
í LANDHELGISGÆZLU
Fréttaritari Vísls á Húsavík sagði
i morgun, að fimamikill snjór væri
nú í kaupstaðnum og næmu skafl-
ar víða við húsþök. Til dæmis væri
fimm metra hár skafl við það hús,
er hann byggi í, en það væri tveggja
hæða hús og næmi skaflinn viö
þakskeggið. Reynt væri að halda
aöalgötum bæjarins opnum, en það
væri kostnaðarsamt og erfitt starf.
„Það er mjög fallegt á Húsavík
núna, 10—14 stiga frost og sól-
bjart. Hvergi sér á dökkan díl“,
sagði fréttaritarinn. „f gær brauzt
mjólkurbifreið ofan úr Mývatns-
sveit hingað út eftir, en hún mun
hafa verið u. þ. b. 13 tíma á leið-
inní og notiö aðstoðar jarðýtu. Ekki
býst ég við að reynt verði að kom-
ast þessa leið aftur að óbreyttu
ástandi, enda fennir ört í slóöir, ef
eitthvað skcfur“, sagði fréttaritar-
inn aö lokum.
Vetur í bæ
Þessum Reykjavíkurmeyjum i
mætti Ijósmyndarinn niðri í'
Lækjargötu í morgun. Þær sáu \
þann kost vænstan að klæðast <
kuldakápum i morgun og kulda-'
skóm. Önnur þelrra hefur meira ]
að segja orðið sér úti um svell-1
þykka ullarvettlinga í stíl við
þá gömlu, góðu sjóvettlinga,,
enda veitti ekki af, því að kald-
ur gustur lá um stræti í morg-'
un og jörð var alhvít af nýfölln-,
um snjó. Það er vetur í bæ cg i
ennþá of snemmt að fagna vori.;
Það er því eins gott að fara að)
'dæmi þessara ungu Reykjavík- i
urstúlkna og klæða sig vetrar-'
flikum.
s
AAAAAAAAAAAAAAAAAAA^ |
Níu manns i 5 manna bíl
Ökumaðurinn var ölvaður
Leigubílstjóri einn í bænum veitti
því eftirtekt í nótt, að bifreið af
Volkswagengerð var ekið með und-
arlegu móti. Fékk hann grun um,
að ökumaður hennar væri drukkinn
og gerði lögreglunni viðvart í gegn-
um talstöðina. Þegar lögreglan
hafði stöðvað ferðir bílsins, sem
merktur var varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli, kom í ljós, aö öku-
maður bifreiðarinnar var ölvaöur.
1 bflnum var 8 manns auk öku-
mannsins, sem var amerískur. AÖ
lokinni blóðrannsókn var maður-
inn tekinn í vörzlu lögreglunnar,
en farþegarnir fengnir i hendur
herlögreglunnar á Keflavíkurflug-
velli.
Kindahausar brátt sviðnir við gasloga
SÍS og SS taka upp nýjar aðferöir
við svíðingu innan skamms
Framleiðsluráð landbúnaðarins
hefur farið þess á ieit viö þá að-1
ila, sem sviða kindahausa hér á!
landi, aö þeir reyni að finna heppi- j
legar leiðtr til að svfða hausa viö ,
gasloga en ekki við loga frá olíui
eins og gert hefur verið hingað til.!
Hafa niðurstöður af rannsóknum;
Þorsteins Þorsteinssonar lffefna- i
fræðings leitt í ljós, að sé propan-
gas notaö til að sviða hausa, verða
þeir lauslr við krabbameinsvald-
andi cfni sem eru i sóti, sem kem-
ur frá öðrum svíðingaraöferðum.
Gerði Þorsteinn ljósa grein fyrir
þessu í viðtali, sem var við hann
í Vísi i febrúar s.l.
Norðurverk fær kísilveginn
Samþykkt var nýlega hjá viö-
komandi ráðuneytum, að heimila
Vegagerð ríkisins samningagerö við
Norðurverk h.f. á Akureyri um gerð
hins svokallaða kísilvegar. Norður-
verk h.f. hlð nýstofnaða almenn-
ingshlutafélag átti lægsta tilboð til
vegagerðarinnar, sem var kr. 33.
884. 851.10. Miðaöist það við fram
kvæmd á tveimur sumrum.
Kfsilvegurinn er 42 km. langur
og liggur um Reykjahverfi og Hóla-
sand frá Laxamýri í Reykjahverfi
Framh. á bls. 10
Spurðist Vísir fyrir um fram-
kvæmd þessara mála hjá tveimur
stærstu aðilunum i Reykjavík,
reykhúsum SS og SÍS. Kom fram,
að báðir aðilar eru að athuga
'oöguleika á að taka upp þessa að-
ferð og verður það gert eins fljótt
og lausn hefur veriö fundin á tækni
iegum vandamálum, sem koma upp
í sambandi við hina nýju aðferð.
Jón Reynir Magnússon hjá SlS
sagði, að unnið væri að tilraunum
með þessa svíðingaraðferð en aðal-
vandamálið væri að fá nægilega
mikinn hraða f svíðinguna, þannig
að afköstin yrðu þau sömu og er
nú við olfusvíðingaraðferðina. Sagði
Jón Reynir, að breyta þyrfti eldhólf
inu til þess að fá fram nægileg af-
köst auk þess sem að sjálfsögðu
þyrfti að fá ný gastæki.
Sagði Jón Reynir, að kostirnir
við svíðingu við gasloga væru þeir,
að f gasinu væru engin efni, sem
ekki mættu koma við hausinn, en
þegar sviðið hefur verið við olíu-
loga er fyrir hendi hætta á mengun
Þá er auðveldara að þrífa hausana
séu þeir sviðnir við gasloga og síð-
ast en ekki sízt sýna rannsóknir
að með gassvíðingu koma ekki
fram krabbameinsvaldandi efni. Þá
gefur gassvfðing möguleika á sjálf
virkni því að miklu auðveldara e>
að stjóma gasloga en olíuloga. —
Taldi Jón Reynir, að þess yrði nú
mjöig skammt að bíða að gastæki
leystu hinar ævagömlu svíðingarað
ferðir af hólmi.
Féll af hestbaki og beið bana
Umfangsmikil leit / nótt
í nótt fannst Hafnfirðingur um ; var venja. Þegar hann koni ekki
sjötugt látinn við Smalaskála við ! aftur heim á eðlilegum tima var
Kaldárselsveginn. Hafði maöurinn leit hafin og héldu Hjálparsveitir
laria að hciman frá sér um kl. tvö j skáta til leitar rétt lyrir klukkan
í gærdag, I útreiöariúr, eins og hans tíu f gærkvöld. Þegar þeir fundu
hinn látna kl. 1.20 í nótt þótti
sýnt að um slys hefði verið að
ræða, var hnakkgjörðin slitin, og
sá læknir, sem kvaddur var á stað-
inn áverka á höfði mannsins. Hest-
urinn fannst í Sléttuhlíö, miöja
vegu milli Kaldársels og Hafnar-
fjarfiar.
Bjarmi II færðist aðeins til á
strandstaðnum austan við
Stokkseyri í nótt og er nú
nokkru nær landi en fyrr. í
morgun unnu menn frá Björgun
h.f. áfram við að undirbúa að
koma skipinu á flot og er mögu-
leiki á að reynt verði að ná skip
inu á flot á flóðinu í dag, en pao
verður um fimmleytið. Veður
var gott á Stokkseyri í morgun,
frekar lygnt og snjókoma.
og hægt er að kanna allar að-
stæður um borð £ þeim. T. d.
væri hægt að sjá hv.ort fiskur-
inn um borð væri enn lifandi o.
s. frv. — Um borð í þyrlunni
tekur aðeins um eina mínútu
að taka tvær staöarákvarðanir.
sem nægja sem sö'nnunargögn.
Þrír menn eru um borð í þyrl-
unni, þegar hún flýgur landhelg
isgæzluflug, flugmaður, stýri-
maður og skipherra. Áhöfnina í
gær skipuðu Bjöm Jónsson, flug
stjóri, Guðjón Petersen stýri-
maður og Þröstur Sigtryggsson
skipherra.
Bátamir, sem voru teknir að
meintum ólöglegum veiðum í gær
voru : Gylfi VE 120, Sæborg BA
25, Magnús Magnússon VE 112,
Skúli fógeti VE 185 og Magnús
IV RE 18.
SKAFLAR NEMA
VIÐ HÚSÞÖK
Tók 5 báta milti Eyja og lands / gær
Þyrla Landhelgisgæzlunnar,
TF-EIR, stóð 5 báta að meintum
ólöglegum veiðum milli lands
og Eyja í gærdag. Tók aðeins
20 mfnútur að fljúga milli bát-
anna og taka staðarákvaröanir
á þeim öllum. — Þetta er mestl
fjöldi báta, sem þyrlan hefur
tekið í elnu að ólöglegum veið-
um.
1 morgun, þegar Vísir hafði
tal af Þresti Sigtryggssyni, skip
herra, sem var með í ferðinni,
sagöi hann að þyrlan hefði
reynzt einstaklega vel til þess
fallin að stunda landhelgisgæzlu
— Hefur þyrlan það fram yfir
flugvél Landhelgisgæzlunnar, að
hún getur stöðað sig við bátana