Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 3
V1S IR . Fimmtudagur 9. marz 1967. og enn lifðu orð yfir sum atriði úr dansinu, svo sem „hringbrot“ Var því lítið, sem unnt var að fara eftir viö myndun spor- anna, nema hrynjandi laganna, sem varðveitzt höfðu — og þá nokkuð með hliðsjón af færeysk um danssporum, en þar hafði kirkjuvaldið ekki verið jafn skeleggt í baráttu sinni gegn „Jörvagleðinni“ og hér heima, ellegar færeyskir hafa gefið minna tilefni til slíkra geist- legra afskipta, fyrir sína al- kunnu rósemi. En Helgi Valtýsson lét þetta ekki á sig fá. Hann er mér ein- hver mlnnisstæðasti maður, sem ég hef kynnzt, hann var — og er — ekki einungis gæddur meiri fjölhæfni en títt er, jafn- vel um frábæra gáfumenn, og svo fjölfróður að undrun sætir — heldur og beim eldmóði og fjöri, sem minnir meira á suð- rænt en norrænt skapfar. Hann hafði orðið virkt vitnl aö þvi hvemig þjóðdansahreyfingunni óx svo fiskur um hrygg í Nor- egi, að hún varö sterkur afl- Þegar leið að Alþingishátíö- inni 1930, höfðu ýmis félög — íþróttafélög, ungmennafélög og söngfélög m.a. — bæði í höfuð- borginni og víða um land, nokk um undírbúning að þátttöku sinni £ hátíðahöldunum, er allir viidu gera sem veglegust. Ekki er mér það fyllilega ljóst, hvort það var upphaflega af því til- efni, að nokkrir ungir menn og stúlkur hófu æfingar á íslenzk- um vikivökum undir stjóm Helga Valtýssonar og á vegum Ungmennafélagsins Velvakanda, sem starfaði þá af miklum þrótti hér í borginni. Er mér nær að halda, að svo hafi ekki verið, heldur hafi þar eingöngu ráðið eldlegur áhugi Helga og góðra manna í „Velvakanda“ á að end urvekja hina fornu, þjóölegu dansa, að minnsta Icosti heyrði ég ekkl þá minnzt á Alþingis- hátíðina í því sambandi, enda mun okkur, sem tókum þátt i þessari fyrstu tilraun i þá átt, vart hafa komið til hugar þá, að hún bæri svo skjótan og glæsilegan árangur. Var og við mikla erfiðleika að etja, og þó fyrst og fremst að vikivakar máttu heita aldauða — lítið sem ekkert eftir ncma danskvæð in, sem vorú að vísu vel varð- veitt í gömlum handritum, og lög og lagabrot viö nokkur þeirra, sem sr. Bjami Þorsteins son tónskáld hafði bjargað frá glötun á síðustu stundu. Sporin virtust hins vegar að fullu gleymd, nema úr einum dansi — Ólafi Liljurós — er Hulda Gar- borg fann hér á ferðalagi sínu um landið árið 1902, árið áð- ur en hún hófst handa um end- urvakningu norsku þjóðdans- anna í sambandi við hina vold- ugu, þjóðlegu vakningu, er varð f Noregi upp úr aldamótunum sfðustu, — en Helgi Valtýsson var í fyrsta „danshring" hennar þar. Enn fundust þó hér ritaðar lýsingar í gömlum skrifum, en mjög lauslegar og ófullnægjandi Listir-Bækur-Menningarmál Gíymur dans i höll. Við þennan dans söng Guðmundur Guðjónsson, t.h. á myndinni, einsöng. Þessi dans er frá þriðja hluta, efnisskrárínnar, sem nefndist „Þjóölög, dansar og vikivakaleikir.“ I þessum þætti va. gerö tilraun til að tengja brot danssýn inga ' g gæöa lífi lög, ljóð og leiki horfinna kynslóða gjafi í norsku þjóðlífi og breidd ist út þaðan til Svíþjóðar, Þýzka lands og víðar um meginlandið, þar sem hinlr fomu dansar voru ýmist gleymdir eða á und- anhaldi. Hann var þess fullviss að svipuð vakning ætti líka að geta orðið hér. Hann hefur þó ef til vill orðið þar fyrir nokkrum vonbrigðum, að minnsta kosti fyrst í stað. Þaö er þetta gamla við erum selnvakin til hrifning- ar. En hvað um það — dans- flokkur sýndi vikivaka á Alþing ishátíöinni 1930 og Helga Val- týssyni hafði með eldmóði síli- um tekizt að sá þarna frækorn- um að hreyfingu, sem átti eft- ir að skjóta rótum og bera á- vöxt. Og bótt hún yrði ekki sá aflgjaf! í íslenzku þjóðlífl, sem hann mun hafa gert sér vonir um, þá hefur henni alltaf valizt skelegg og fómfús forysta til ör uggrar sóknar — og ber þar tvímælalaust hæst Sigríði Val- geirsdóttur, sem um árabil hef ur unnið mikið og merkilegt starf á þessu sviði, er henni verð ur aldrei fullþakkaö. Hún er í- þróttakennari að mennt, en auk þess gædd gáfum og hæfllcikum til fræðilegra rannsókna, eins og hún á kyn til og hefur þetta orðið þjóðdansahreyfingunni undir forystú hennar að ómet- anlegu gagni, þar sem hún hef- ur grafið upp og athugað forn- sögulegar heimildir í sambandi við vikivaka og vikivakaleiki, og fundið endurvakningunni fræði- legan grundvöll, eins og for- máli hennar aö Icikskrá þessar- ar sýningar í Þjóðlelkhúsinu sl. brlöjudagskvöld, ber Ijóst vitni. Það er henni þvf mjög að þakka og um lelð einnig tónskáldinu, Jóni Gunnari Ásgeirssyni, sem innt hefur af höndum hliðstætt starf hvað fyllingu og endur- vakningu vikivakalaganna snert ir i samvinnu við hana, að þessi hreyfing hefur komizt af til- raunastlginu í fastmótað form með þjóðlegum sérkennum og yf irbragði. enda þótt margt sé þar týnt og glatað og verði al- drei aftur fundið svo öruggt sé. Þessi þjóðdansasýning var hin merkilegasta og glæsilegasta og Þjóðdansafélagi Reykjavikur og tveim áðumefndum aöilum til hins mesta sóma. Hófst hún á sýningu níu vlkivakadansa við íslenzk þjóðlög, og endaði á fimmtán vikivakadönsum og vikivakaleikjum, en á milli fór fram sýning á íslenzkum bún- ingum, sem Elsa Guðjónsson M.A. kynnti og sýning á ýmsum yngri dönsum, sem hér voru í tfzku um og upp úr aldamót um, en eínsöngvarar, kór og hljómsveit aðstoðuðu. Að minu áliti var síðasti báttur sýningar innar hvað merkilegastur. Gegn- ir furðu hve miklu Sigríður Val geirsdóttir hefur áorkað þama á grundvelli athuganna sinna á fornum heimildum um islenzka vikivakaleiki og skemmtanir, og hve vel endurvakning bessara atriða hefur tekizt f stílfæringu við nútima skilning og kröfur svo' að þau yröu sýningarhæf, einnig sem glæsileg skemmtiat- riði. Dansarnir í öðrum hluta sýningarinnar báru vitni mik- iHi æfingu og þjálfun dansenda og, vom hinir skemmtilegustu og hefur ýmsu verið biargað þar frá gleymskú, varðandi bau sér- kenni, sem dansar af erlendum uppruna tóku smám saman á sig hér á landi og þá .eihkum utan * Reykjavíkur. Kynning íslenzku búninganpa var og hin fróðleg- asta, enda mun frú Elsa Guð- iónsson vera manna sérfróðust í þeirri grein. Annars er ekki unnt að lýsa danssýningu svo vel sé. Þar. verður sjón alltaf sögu ríkari. Fólki skal einungis á baö bent, að bað verður enginn fvrir von- brigðum, sem áhuga hefur að sjá þessa glæsilegu sýningu, enda fögnuðu vlðstaddir áhorf- endur á frumsýningunni ósnart. Og Ioks skulu meðHmum Þjóð- dansafélagsins og þó einkum bó Sigríði Valgeirsdóttur og Jóni G. Ásgeirssyni færðar þakk ir fvrir sitt mikla og merkilega starf f þágu endurvakningar hinna fornu vikivakadansa og danslcikja. I.oftur G'-iðmundsson. Dansfólkið i Sveifluræl, ættuö-im frá Eyrarbakka. Sveifiurællinn var dansaður í öðrum hluta efnisskrár þjóðdansasýningarinnar, sem sam anstóð af gömlum samkvæmisdönsum og hringdönsum. Þessir dans ar voru skráöir eftir eldra fólki, sem dansaöi og lýsti dönsunum. Þjoðdansafélag Reykjav'ikur Isienzkir dansar og víkivakaleikir Stjórnandi: Sigriður Valgeirsdóttir — Tónlist Jón Gunnar Ásgeirsson ...-öESnHE*1 WQ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.