Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 16
HRAÐAR FRAMFARIR / HFIL- BRIGÐISMÁLUNUM Stórnuknar fjórveitingar, víðtæk umbótalöggjöf og nýjungar í stjórnsýslu heilbrigðismóla á síðustu órurn. Sagt fró ræðu Jóhanns Hofstein heilbrigðis- mólaróðherra á Alþingi í gær Þessa dagana er sannkallað keðjuveður. Snjó„teppið“, sem hefur ? Iagzt yfir Reykjavík og nágrenni, hefur framkallað mikla hálku og ástæða er til að minna ökumenn á nauðsyn þess að vera { ekki sparir á þau öryggismeðul, sem til eru gegn hálkunni. Vörubflstjórinn á myndinni er einn þeirra, sem veit um þessa brýnu nauðsyn, en hann er hér að lagfæra keðjumar á bíl sínum. Á fundi í sameinuðu þingi i gær ílutti Jóhann Hafstein, heilbrigðis- málaráöherra, ræöu um heilbrigðis- mál, þar sem hann gerði ítarlega grein fyrir því, sem gert hefur ver- ið í þeim málum í tíö þessarar rík- istjórnar. Ráðherrann upplýsti m.a. að fjárveitingar til heilbrigðismála í ýmsum liðum hefðu aukizt um 100—140%, en fjölgun þjóðarinn- ar á sama tíma hefði verið 15— 20%. Það eitt út af fyrir sig ætti að geta sýnt að ekki hefði verið um að ræða neina stöðnun eða aftur- för í þessum málum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ráðherrann ræddi yfirstjórn heil- brigðismála og kvað það vissulega rétt, að störf yfirstjórnarinnar hvíidu á of fáum mönnum og þar þyrfti breytinga við. ÖIl megin- störf hvíldu á aðeins 3 mönnum. Það væri þó ekki jafneinfalt mál að koma á breytingum á skipulagi yfirstjórnarinnar, eins og menn gætu kannski freistazt tii aö halda. Til væru 3 leiðir til breytinga. í fyrsta lagi stofnun sérstaks ráöu- neytis sem hann hefði sjálfur sett fram hugmynd um. — í ööru lagi kæmi til greina að stórefla land- læknisembættið, sem sjálfstæða stofnun, sem heyrði undir heilbrigð ismálaráðherra. í þriðja lagi kæmi til greina aö sameina heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin með tveim ur sameinuðum stofnunum land- læknisembættis og tryggingarstofn- unar. Taldi ráðherra, að slík sterk embættismannastjóm mundi vera skynsamlegust. í ræðu sinni vék ráðherrann að þeirri víðtæku löggjöf á sviði heil- brigðismála, sem samþykkt hefði verið á Alþingi. 1963 vora sett heildarlög á sviði lyfsölumála. 1964 Framh. á bls. 10 Datt í hólkunni og lærbrotnaði Það slys vildi til rétt fvrir kl. 11 í gærkvöld, að maður nokkur, sem var á gangi á Njálsgötunni, féll á hálkunni á móts við nr. 32. Maðurinn, Halldór Oddsson til heimilis á Kárastíg 8, var fluttur á slysavarðstofuna og þaðan á Landakotsspítala, þegar í iiós kom, að hann var Iærbrotinn. Vísað írá með fullfermi Þrær fullar af loðnu — Samfelld loðnubreiða frá Vestmannaeyjum og vestur fyrir Reykjanes Loðnuveiðin hefur verið svo mik il að undanförnu aö geymslurými verksmiðjanna 4 verstöðvunum sunnanlands og vestan er hvar- vetna fullt. í fyrradag var hætt aö taka á móti loðnu um sinn í Vestmannaeyjum og í gær var hætt n} taka á móti í Þorláksliöfn, Grindavík og Sandgerði þar til búiö er að losa þróarrými. Verksmiðjan í Keflavik tekur að eins á móti skipum, sem hafa fast- an samning við verksmiðjuna, sömuleiðis Akranesverksmiðjan. — Hefur mörgum skipum verið vísað frá á þessum stöðum. Tankar Faxa verksmiðjunnar í Reykjavík eru löngu fullir og sömuleiðis þróin aö Kletti. Búizt er við einhverri lönd- unarbið næstu dagana. Loðna veiðist nú á stóru svæði, 1 allt frá Vestmannaeyjum og vest- ar fyrir Reykjanes. Mikið magn er á öllu þessu svæöi og loönan þar hvarvetna í smátorfum. Bátarnir moka flestir í sig fullfermi, einu sinni á sólarhring eða svo, en hins vegar getur komiö það mikið af Tveir listar ó Suðurlandi henni í einu kasti að næturnar rifni illa og hafa margir orðið fyrir slík- um skakkaföllum að undanförnu. Til Keflavíkur komu í nótt Örn, Viöey, Vonin, Héðinn og Seley meö fullfermi og til Akraness komu Reykjaborg, Jörundur og Hannes Hafstein, en þeir eru á föstum samningi hjá verksmiðjunni á Akra r.esi og hafa oftast komið með full- fermi dag hvern. Þar er landað úr bátunum með dælu og tekur aðeins 3 tíma að dæla úr þeim 250 —3Ö0 tonnum, enda telja skipstjórar það borga sig að bíöa eftir slíkri af- greiðslu, heldur en að landa upp á gamla móðinn. l ‘ ' 1, 1 öT n. (p**'-1 J f 7} ^ 1,'^ m >*. N- N Wff bhZ IKm * f X * VEI )UI íDÍS IN Þessar myndir koma til með að fylgja veðurfréttunum í Vísl. Eins og sjá má, gefa þær mis- jafnt veðurfar til kynna, en meiningin er sú, að lesendur blaðsins geti áttað sig á veður- horfunum með því að líta í dag- bókina og sjá hvaða mynd er þennan eöa hinn daginn. Búast má við því, að teiknarinn verði að bæta við myndum, þegar sumra tekur og jafnvel fyrr, enda er allra veðra von hér á landi og veður margbreytilegt. Máski þyrfti fleiri en eina mynd suma dagana, þar sem veðra- brigði eru mjög tíð hérlendis, en þeim verður bezt lýst með orð- um útlendingsins, sem dvaldi hér á landi hluta úr hausti og var að því spurður, þegar hann kom til síns heimalands, hvem- íg veðurfar væri á íslandi. „Það er ekkert veður á íslandi,“ svar- aði hann, „það eru bara sýnis- hom.“ í morgun voru birtir tveir listar | í Suðurlandskjördæmi, Alþýðu- ;« flokksins og Alþýðubandalagsins. Listi Alþýðuflokksins er þannig: j 1. Unnar Stefánsson viðskiptafræð- j ingur Reykjavík. 2. Eyjólfur Sig-I urðsson prentari Reykjavík. 3. Vig- fús Jónsson.oddviti Eyrarbakka. 4. Reynir Guðsteinsson skólastjóri Vestmannaeyjum. 5. Sigríður Sig- urðardóttir húsfrú Stokkseyri. 6. Jón Einarsson kennari Skógum. 7. Erlendur Gíslason bóndi Dals- mynni. 8. Jón I. Sigurmundsson kennari Selfossi. 9. Eggert Sigur- lásson húsgagnabólstrari Vest- mannaeyjum. 10. Gunnar Markús- son skólastjóri Þorlákshöfn. 11. Magnús H. Magnússon bæjarstjóri Vestmannaeyjum. 12. Guðmundur Jónsson skósmiður Selfossi. Vcamh. S h)a 10 GRIND VÍKINGA R SENDA K0LA TIL HÚSA VÍKUR TIL VERKUNAR fá rauðmaga sendan suður i staðinn „Hingað hafa veriö flutt u. þ. b. 60 tonn af kola frá Grinda- vik og Keflavik að undanförnu“, sagði fréttaritari Vísis á Húsa- vík, þegar við höfðum tal al honum i morgun. „Kolinn er fluttur hingað heilfrvstur i pönnum, en þiddur og unninn hér þegar ekki gefur á sjó. Þrjá- tíu manns hafa haft atvinnu vegna þessa og er að henni mikil búbót. Meiningin er að halda starfseminni áfram fram- eftir mánuðinum, en markaður hefur þvi miður verið óöruggur fyrir kolaflökin, og verðið hefur ekki verið gott. Kolinn er flakaður i vél, þeirri einu sinnar tegundar hér á landi og síöan er flökunum pakkaö í fimm punda neytendaumbúðir. Rauðmagaveiði er hafin hér fyrir nokkru og fór fyrsti bíll- inn með farm af rauðmaga suð- ur f fyrradag. Hægt er að veiða mun meira af hrognkelsum hér, en markaðurinn er ekki nógu öruggur fyrir þau. Á þorranum voru hér góðar gæftir, eða í janúar og fram- eftir febrúar, en hafa verið stopulli síðan. Nú er loðna gengin í flóann og fór fyrstj báturinn út meö nót í morgun, en fréttir um veiði hafa ekki borizt ennþá. Nýr framkvæmdastjóri er tekinn við frystihúsinu, en hann heitir Björn Ólafsson, 28 ára gamall Hafnfirðingur, sem var áður aðstoðarframkvæmda- stjóri við fiskvinnslustöð Bremerhaven. Síðastliðin sjö ár hefur vern- harður Bjarnason stjórnað frysti húsinu af miklum myndarskap, en hann er nú fluttur suður til Reykjavíkur."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.