Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimmí’jdagiir 9. marz 19S7. 9 verið að taka i notkun eina álmuna og verða þá % hlutar byggingarinnar komnir i notkun. í fyrri grein um heilbrigðismál, sem birtist hér í blaðinu í gær, var að mestu leyti fjallað um breytingar á lögum vegna læknaskipunar og annarra starfsmanna heilbrigðismála. — Þá var rætt um nýja heildarlöggjöf um lyfjasölu og þær breyt- ingar, sem af þeirri löggjöf leiddu. Hér á eftir verður skýrt frá framkvæmdum vegna heilbrigðismála, sem hið opinbera stendur fyrir eða ber kosínaðinn af. Veröur að sjálfsögðu aðeins stiklað á stóru. Fé til framkvæmda hefur hækkað allt að 300% frá því um 1960 til dagsins í dag, miðað við verðlag ársins 1965. Er hér um geysimikla fjárhæð að ræða, sem allri er varið í að byggja upp góða heilbrigðisþjónustu fyrir fram- tíðina. Það má vel vera, að sitt hvað hafi þurft að sitja á hak- anum, enda ekki hægt að gera allt f einu. Hálfgert vandræða- ástand hefur t. d. skapazt vegna þess að ekki hefur verið hægt að taka Borgarsjúkrahúsið nýja í Fossvoginum í notkun fyrr og sömuleiðis viðbygginguna við Landspítalann, en nú eni % hlutar viðbyggingarinnar að komast f gagnið. Einnig virðist aðstaða til lækninga geðsjúkra hafa versnað hin selnni ár, miðað við vaxandi íbúafjölda og nauðsynlegt að bæta þar úr, enda mun um þriðjungur allra öryrkja á landinu vera fólk með sálræna sjúkdóma. Sjúkrahús sveitarfélaga Af framkvæmdum við sjúkra- hús sveitarfélaga, er Borgarspít- alinn nýi í Fossvoginum í Reykjavík að sjálfsögðu lang stærsta verkefnið. Farið var aö vinna við hann í árslok 1951 og hafa farið í hann yfir 200 milljónir króna. — Fyrstu árin miðaði verkinu mjög hægt, enda voru allar fjárveitingar mjög takmarkaðar af fjárfestingar- hömlum, sem nú hefur veriö aflétt. Kostnaðaráætlanir vegna spítalans stóðust engan veginn og hefur hann þegar farið langt fram úr upphaflegri áætlun. — Þetta er ekki óeðlilegt, þegar stærð verkefnisins er höfð í huga, en sérstaklega erfitt virð- ist hafa reynzt að gera kostnað- aráætlanir vegna spítala hérlend is sem erlendis. Ein deild er nú flutt inn 1 nýja spítalann, og hef ur verið þar upp undir ár, en fljótlega er gert ráð fyrir, að fleiri deildir flytji þar inn og verður slysavarðstofan líklega sú næsta, enda orðið mjög knýjandi að starfsemi þeirrar deildar sé búin betri aðstaða.. Á Akranesi er nú unnið að stækkun spítalans, sem mun meira en tvöfaldast við þær framkvæmdir. Nýlokið er við nýtt sjákrahús á Siglufirði og í undirbúningi er lítið sjúkrahús á Ólafsfiröi, verður í sambygg- ingu og sambandi við elliheimil ið þar. Leyft hefur verið að hefja undirbúning að stækkun Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, en á Akureyri er einnig verið að fara af stað með byggingu þvottahúss fyrir spítalann. Á Húsavík er að verða til- búið undir tréverk nýtt sjúkra- hús, sem verður ætlað fyrir 30 legurúm I upphafi, en seinna verður hægt að stækka það eftir því sem þörf krefur. Gamla sjúkrahúsið á Húsavík verður lagt niður þegar það nýja verð ur tekið í notkun. í Vestmannaeyjum er í smíð- um nýtt sjúkrahús. sem veröur fyrir 50 — 60 sjákrarúm, en einn ig er ætlunin að koma þar upp heilsuverndarstöö, Gamla sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum er nú um 40 ára gamalt og þykir ekki lengur svara kröfum tímans, en aðalbaráttumaður fyrir byggingu þess var Gísli heitinn Johnsen. Á Suöurlandi hafa sveitarfé- lögin verið með áform um að — SEINNI GNEIN IIM Þ9SÓUN HEILBRIGUBS- MÁLA reisa sameiginlegt sjúkrahús á Selfossi og er þegar farið að vinna að undirbúningsathugun- um. Samkvæmt sjúkrahúslögun- um 1964 greiðir ríkið 60% af byggingarkostnaði við sjúkra- hús sveitarfélaga. 350 millj. krónum varið í Borgarspítalann og Landspítalann Framkvæmdir við viðbygg- ingu Landspítalans hófust sum- ariö 1953 og er enn unnið viö þær framkvæmdir. Tveir þriöju hlutar viöbyggingarinnar eru komnir í gagnið eða eru að kom ast í gagnið á næstu vikum. Stefnt er að því að það sem eftir er, austurálman svoköliuð, verði tekið í notkun á árinu 1969. — Viðbygging Landspítal ans hefur nú kostað um 140— 50 milljónir króna, þannig að farið hafa um 350 milljónir í Landspítalann og Borgarsjúkra- búsiö undanfarin tæp 15 ár. — í vetur var byrjað aö reisa eld- hús og mötuneyti, sem er áætl- að að geti þjónaö spítalanum fullbyggöum þ. e. 12 — 1400 manns í fæði á dag. — Stefnt er að því að hægt verði að taka eldhúsið og mötuneytið f notk- um á sama tíma og austurálm- una. — Unnið er við að byggja tvær hæðir ofan á starfsmanna álmu fæðingardeildarinnar. Nú er unnið að heildarskipu- lagningu Landspítalalóðarinnar en þar er nú komið undir þak um þriðjungur af því, sem hugs anlega verður byggt á lóðinni með þeim stækkunarmöguleik- um sem fyrir hendi eru á lóð- inni. — Fyrirhugað er að byggð ar verði upp fulikomnar aðstæð ur til læknakennslu og annarrar kennslu, sem tengd er heilbrigð ismálum. — Hluti bygginganna á lóðinni verður háskólastofnan ir. Kópavogshælið Lokið er við stækkun Kópa- vogshælisins, sem bætir þremur deildum við hælið. Með þeirri stækkun er aðstaða til að hafa um 150 vistmenn á hælinu, en í framtíðinni verður þar rúm fyrir 3—400 manns, en eins og kunnugt er, er þama aðalfávita hæli rikisins. Af öðrum framkvæmdum rík- isins má nefna Landakotsspítal- ann, en ríkið hefur styrkt bygg- | ingu hans með fjárframlögum. 5 Mikið byggt og keypt af læknisbústöðum Mikið er nú byggt af læknis- bústöðum úti um landsbyggð- ina eða nýlokið við þá, en þetta er töluveröur liður i fjárlögum. — Reglurnar eru þær, að Jækn- ishéruðin sem slík reisa bústað- ina, en rikið greiðir % kostn- aðarins. — Nú eru læknisbú- staðir í byggingu á eftirtöldum stöðum: Álafosshéraði, Skaga- strönd, Seyðisfiröi Eskifirði. í Laugarási í Biskupstungum og á Suðureyri, Vopnafirði og Þórs höfn hefir nýlega verið lokið við byggingu, í Borgarnesi er í end- urbyggingu læknisbústaður og nýlega hafa verið keypt hús f Vík í Mýrdal og & Siglufirði og Húsavik. Fyrir fáum árum var lokið við byggingar í Djúpavogi og Höfn I Homafirði og í undir- búningi er að byggja í Ólafsvík, Neskaupstað og á Egilsstöðum fyrir Hérað. 300% aukning á fé til framkvæmda Til að gera lauslega grein fyr ir því í tölum hvernig þróunin hefur verið í afskiptum hins opinbera af heilbrigðismálum þjóðarinnar undanfarin ár, má líta á hve miklu fé hefur veriö variö í byggingastyrki til lækna bústaða og sjúkrahúsa sveitar- félaga á tímabilinu 1960—67. Upphæöimar eru miðaðar við verðlag ársins 1965: 1960 8.1 millj. 1961 8.4 mill. 1962 10.0 millj. 1963 11.9 millj. 1964 22.1 millj. 1965 23.4 millj. 1966 20.7 millj. 1967 25.7 samkv. fjárlögum. Raunveruleg aukning á þessu tímabili hefur numið þarna um 300%, — Til ríkisspítalanna hef ur aukningin einnig numið um 300%, á tímabilinu 1960 — 66. 1960 var varið 14.3 milljónum til ríkisspítalanna en 1966 var varið 43.5 milliónum króna. Rekstrarkostnaöur ríkisins af ríkisspítölunum jók*i einnig all mikið. Handbærar tölur em til yfir bessi útgjöld fyrir árið 1-960 og 1966 en upphæöin hækkaði úr '26 rn’l'jónum króna i '85 millj- ónir(allar tölumar miðaðar við verðlae ársins 1965). v .1 í Kópavoginum er veriö að byggja upp fávitahæli, sem verður með rúm fyrlr um 300 vistmenn, þegar þaö er fullgert. Verður það byggt á grundvelli stjórnarfrumvarps, sem lagt var tyrir Alþingi í vetur, en áöur hafði heilbrigðisstjórnin fengið hingað til lands yfirmann málefna vangefinna i Danmörku, Bank Mikkolsen. — Reynsla undanfarinna áratuga hefur sýnt, að fávitar hafa í mörg- um tllvikum mun meiri þroskamöguleika, en áður var álitið. Skiptir þá mestu, að þeir fái viðeigandi uppeldi og þjálfun. Til þess aö hægt sé að veita fávitum nauðsynlega hjálp i þessum efnum, þarf að vera til eitt nægjanlega stórt hæli, sem hefur nægan tækja kost og sérmenntaö starfslið. — Er Kópavogshælið þegar orðið vislr að slíkri stofnun, en á eftir að vaxa ásmegin. |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.