Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 12
V í SIR . Fimmtudagur 9, marz 1967. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar Kvikmyndasaga eftir Eric Ambler lauklyktina, svo sú leit tók mig ekki langan tíma. Eldhúsið var geysistórt. Gólfið lagt tígulsteini. Þrjú mikil viðar- kolaeldstæði við langvegg í forn- um stíl, stórt og þungt eikarborð á miðju gólfi og bekkir báöum meg- inn. Lágvaxinn maður í dökkum kufli stóð við einn eldinn og hrærði með sleif í stórum járnpotti. Það var Geven, brytinn. Hann hrökk við, þegar ég kom inn. Geven var maður dökkur á brún og brá, kringluleitur, með upp- brett nef og víðar nasaholur. Munn urinn var stór og opinn, neðri vör in þykk og titraði án afláts, eins og hann væri að gráti kominn. Hann var órakaður, sem líka var von, þar sem hann gat hvergi rak- að sig. Ég minntist þess, að hann var Kýpurbúi, og ávarpaði hann því á ensku. „Gott kvöld. Ég er bílstjór inn. Simpson heiti ég — eruð þér hr. Geven?“ „Geven, jú það er ég.“ Hann hætti að hræra í pottinum og viö tókumst í hendur. Ég veitti því at- hygli, að hann var óhreinn á hönd unum, hugsaði sem svo, að senni- lega fengi hr. Miller ástæðu til þess og heldur fyrr en síðar, að grípa til lyfjanna, sem hann haföi meðferðis. „Má bjóða þér í glas?“ „Þakka þér fyrir.“ Hann hellti vatni úr óhreinni könnu í glas, hálffullt og renndi síöan í það tyrknesku koníaki úr flösku, sem stóö opin á borðinu Skenkti síðan í annað glas handa sjálfum sér. „Skál,“ sagði hann og svalg úr glasinu. Mér kom í hug það, sem Tufan majór hafði sagt — að hon- um hætti við að drekka sig ofurölvi og ráöast þá á fólk. Ég haföi ekki munað eftir að spyrja Tufan majór hvort það væri venja brytans að ráðast á þá, sem sætu að drykkju með honum, eöa einhverja nær- stadda. „Brezkur?" spurði hann. „Já.“ „Hvernig vissiröu að ég tala ensku?" Ónotaleg spurning. „Ég vissi það ekki. En það vill svo til, að ég tala ekki tyrknesku.“ Hann kinkaði kolli og virtist taka svarið gott og gilt. „Hefurðu unnið áður hjá þessu fólki?“ „Þaö get ég varla sagt. Ég ók bílnum hingað frá Aþenu. Annars ek ég mínum eigin bíl þar.“ „Meö ferðamenn?" „Yfirleitt." „Eru þau ferðamenn?" Það brá fyrir hæönishreim í röddinni. „Ég veit það ekki. Samkvæmt þeirra eigin upplýsingum, jú.“ Hann kinkaði kolli, en á svip hans mátti sjá, aö hann þóttist vita betur. „Hafa þau greitt þér laun?“ „Já, fyrir ferðina hingaö frá Aþenu.“ ,;Hver greiddi þau? Þessi Fisch- er?“ „Nei, þessi Harper. Hefurðu ein hvern grun um, að þau séu ekki venjulegir ferðalangar?“ Hann gretti sig og bandaöi frá sér, eins og þeirri spur^m^u væri sjálfsvarað. „Hvaö þá?“ Hann yppti öxlum. „Rússneskir njósnarar. Það vita allir héma. Hamul og kerlingin hans, fiski- mennirnir í þorpinu, allir...“ Svo leit hann á mig og spurði: „Viltu eitthvað í svanginn?“ „Ilmurinn er góður..." „Maturinn því betri. Hann er okk ur ætlaður. Gömlu hjónin elda mat sinn í íbúö sinni. Eg matreiði handa njósnurunum. Gef þeim leifamar af okkar mat, ef svo ber undir, en það bezta étum við sjálfir, karl minn. Náöu í tvo diska, þama uppi í hillunni." Þetta var kjúklingasúpa með grænmeti, fyrsti almennilega mat- urinn, sem ég hafði étið tvo síð- ustu dagana, enda tók ég allhraust- lega til hans. Geven át lítið sjálf ur, en skenkti sér aftur í glasið. Hins vegar brosti hann og virtist hinn ánægðasti, þegar ég fékk mér ríflega ábót. „Mér fellur alltaf vel við ykkur Breta,“ mælti hann. „Meira að segja þótt þið hjálpið Grikkjunum á móti okkur heima á Kýpur, þá fell ur mér vel viö ykkur. Það er gott, að þú skulir vera héma, mér þykir alltaf leiöinlegt að drekka einn. Við getum tekið flösku upp með okkur á hverju kvöldi, karl minn.“ Hann brosti af tilhlökkun. Ég brosti líka. Þetta var a.m.k. ekki heppilegasta tækifærið til að segja honum, að ég gerði mér von ir um að þurfa ekki að sofa í bás við hann. Og þá þurfti Fischer endilega að rekast inn. Hann leit illilega til flöskunnar og sneri sér síöan að mér. „Ég ætla að vísa þér á svefnherbergið," sagði hann. Geven lyfti hendinni eins og i mótmælaskyni. „Leyfið honum að ljúka matnum, herra minn. Ég skal vísa honum leiðina." Fischcer var ekki lengi aö ganga á lagið. „Ónei, bryti,“ mælti hann. „Hann litur nú stærra á sig en þaö, en að hann vilji deila vistar- veru við yður.“ Kinkaði svo kolli til mín. „Komdu,“ sagði hann. Neðri vörin á Geven bryta titraöi svo ákaft, að ég þóttist vita, aö hann færi að kjökra um leið og viö veru viö yður.“ Kinkaði svo kolli leiö greip hann til flöskunnar, eins og hann langaði mest til að grýta henni á eftir mér. Sennilega hefur það þó verið í öörum tilgangi. „Það er herra Harper, sem skip ar svo fyrir," flýtti ég mér að hvísla og hraðaöi mér síöan út úr eldhúsinu. -...I „Þú verður að gera þér að góðu að ganga um bakdymar og nota þennan stiga, en ekki aðaldymar,“ mælti Fischer um öxl, þegar við vomm komnir upp á ganginn. Hann benti mér á dymar á svefnher bergi mínu. „Þama er svefnherberg ið,“ sagði hann og benti síðan á aðr ar dyr fyrir enda gangsins. „Og þarna er baðherbergið." Þar með var hann farinn og slökkti ljósið á ganginum um leið og hann fór. Ég kveikti aftur. Mér varð fyrst fyrir að athuga baðherbergið. Það var bersýnilega gamall geymslu- klefi, sem breytt hafði verið f bað herbergi. Það var gluggalaust, og ekki nema um kalt vatn aö ræða. Svefnherbergiö var prýðilegt. Stórir gluggar, vel búin rekkja, dragkista og stór fataskápur. Ég skrapp út í bílageymsluna og náði í töskuna mína. Útvarpssendingin, sem ég þurfti að hlusta á, var ekki fyrr en klukkan ellefu, og þvi nokk ur tími til stefnu. SPARIfl TÍMA . RAtlDARARSTÍG<31 'SfMí' 22022 ÞÝZKAR ELDHÚSIHNRÉTTINGAR úr harSplasti: Format innréttingar bjóða upp ó annaS hundrað tegundir skópa og íitoúr- val. Allir skópar með baki. og borSplata sér- smiSuS. Eldhúsið fxst meS hljóSeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduSustu gerS. - Sendið eða komiS með mól af eldhús- inu og viS skipuleggjum eldhúsiS samstundis og gerum yður fast verStilboS. Ótrúlega hag- stætt verS. MuniS aS söluskattur er innifalinn í tilboSum fró Hús & Skip hf. Njótið hog- stxSra greiSsIuskiImóla og /Ovh-beh- lækkið byggingakostnoðinn. HÚS & SKIP Jftf.- LAUQAVtal II * IIMI XIII K f Sími 13645 I aðgeröir af hans hálfu, kannski fyrir það, að ég hafði komizt þann ! ig að orði við Harper í áheym hans ' að álíta mátti, að ég teldi hann þjón I þeirra ungfrú Lipp og Harpers. Ég I hugsaði með mér, að sennilega ! hefði Harper sjálfur ekki hug- I mynd um þetta tiltæki Fischers. I En hvað um þaö — ég var tilneydd i ur að bera fram mótmæli. Ég varð I að hafa herbergi út af fyrir mig, I Annars gat ég hvorki notað viðtæk 5 ið né skrifað orðsendingar. Ég setti töskuna, mína á gólfið ; til þess að ég gæti hvilt handlegg- I inn. Lagði síðan af stað niður stig I ann. I „Hver skal halda?" I „Á fund herra Harpers," svaraöi I ég. „Ég þarf að tilkynna honum að I ég sofi hér ekki.“ „Hvers vegna ekki? Sé það boð 1 legt fyrir brytann, ætti það eins að 1 vera boðlegt fyrir bílstjórann.“ „Ég tel það aö minnsta kosti ! ekki bjóðandi ungfrú Lipp, aö bíll- ' inn verði aldauna af svitalykt vegna þess aö ég get ekki tekið mér bað“ „Geröir þú ráð fyrir konunglegri vistarveru, eða hvað?“ „Ég get áreiðanleg fengið hótel herbergi í Sariyer. Ellegar hitt, að þið getið fengið annan bílstjóra .. .“ Ég taldi mér óhætt að hafa f hótunum við hann. Það var þá hæg ast fyrir mig að slá af, ef með þurfti. Gerði þó ráð fyrir, að það yröi Fischer, sem sæi sér þann kost vænstan. Þetta orðaskak hans benti aö minnsta kosti til þess, aö hann teldi sig standa höllum fæti. Hann starði á mig andartak. Gekk síðan á undan mér ofan stig- ann. „Þú gengur frá bílnum undir nótt ina,” sagði hann. „Það verður svo ákveðið seinna, hvar þér verður valinn staður." Ég bar töskuna mína út í bílskúr inn, sótti svo bílinn og þegar ég hafði gengið frá honum, hélt ég aft- ur inn í aðalbygginguna, um bak- dyrnar í leit að eldhúsinu. Gekk á „Viö verðum fyrst að eyðileggja þessi vopn öll og grafa þá dauöu eg kóma síöan fjár- sjóömun til Opar". T AThe pead are tUICKLY BURIED THEN... R Z IT MAY BE A SMALL GESTURE TD OESTROY THOSE WEAPONS- BUT IT FEELS GOOD TD KNOW THEY WILL NOT BRING HARM TO ANOTHER HUMAN.'... CíiAtlO COME' WE RETURN THESE TREASURES AND Á meðan í Oparborg. héöan". „Ég verð að komast Fljót hreinsun Nýjar vélar Nýr hreinsilögur. sem reynist frábærlega vel fyrir allan svampfóðraðan fatnað, svo sem kápur, kióla, jakka og alian barnafatnað. Efnalaugin LINDIN, Skúlagötu 51.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.