Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 7
V'Í S I-R . Fhnmtudagur 9. marz 1967. 7 morgun útlönd í m.orgun . útlönd i morgun ■ lítlönd 1 morgun útlönd Nýtt vitni i New Orleans ► Podgomij forseti Sovétríkjanna hefur heitiö Noröur-Vietnam allri þeirri efnahags- og hernaðarhjálp, sem það þurfti á að halda. Nýr am- bassador N.-V. hefur tekið við í Moskvu. ► Warren hæstaréttardómari, for- seti Hæstaréttar Bandaríkjanna, sagði nýlega í Bogota, Columbia, að engar sannanir væru fyrir neinu samsæri til að myröa Kennedy for- seta. Warren situr í Bogota undir- búningsfund að alþjóðaráðstefnu dómara, sem áformað er að halda í Genf í júlí. ^ Fréttir frá Indónesíu herma, að Súharto hafi sagt í ræöu á þingi, að ekki hefði verið um beina þátt- töku Súkamó að ræða í byltingar- tilrauninni, né hefði hann vitaö um hana fyrirfram, — „glæpsamleg til- tæki hans“ meðan á byltingunni stóð hafi ekki verið til hjálpar kommúnistum heldur til framdrátt- ar hans eigin pólitísku áformum. Hersveitir sem ráða yfir skriðdrek- um, umkringdu þinghúsiö fyrir fundinn til þess að girða fyrir upp- þot af hálfu stúdenta og annarra, er myndu verða til að trufla þing- störfin. Lqigubílstjóri segist hafa ekið Lee Harvey Oswald og David Ferrie í klúbb Jacks Ruby í NTB-frétt frá Dallas segir, aö starfsmenn Jims Garrisons saksókn ara, er hafa meö höndum eftir- grennslanir, vegna grunsins um sam særi til að myrða Kennedy forseta, hafi yfirheyrt fyrrverandi leigubíl- stjóra að nafni Ramon Cummings, og segist hann hafa ekiö þremur mönnum í næturklúbb Jacks Ruby í ársbyrjun 1963. Einn þeirra var Lee Harvey Os- wald, sem ákærður var fyrir að hafa myrt Kennedy, hinn David Ferrie, sem fannst látinn i íbúö sinni í New Orleans fyrir skömmu, Þrennar aukakosningar í dag á Englandi Aukakosningar fara fram í þrem- ur kjördæmum á Bretlandi i dag. . Eitt þeirra er á Englandi, annað á Skotlandi og það þriðja í Wales. Kosningaúrslitanna er beðið með talsverðri óþreyju, þar sem þau verða nokkur vísbending um af- stöðu þjóðarinnar nú til Wilsons og stefnu hans. Það er búizt við, að flokkurinn kunni að tapa nokkru fylgi í Gegn stefnu Wiisons ► Yfir 150 verkalýösleiðtogar á Bretlandi, fulltrúar 9 milljóna manna, hafa lýst yfir stuðningi við baráttu miðstjórnar sambands- stjómarinnar gegn stefnu Wilsons í kaupgjaldsmálum. Rhondda-kjördæminu í Vestur-Wal es og einnig í Nuneaton á Englandi, og jafnvel að hann glati Pollock- kjördæminu í Glasgow. Vietcong-árds í nótt Vietcong-liðar geröu árás I nótt á bandaríska strandstöð 30 km fyr- ir norðan mikla bandaríska flug- stöö við Tuy Hoya. Komust Vietcong-menn inn fyrir yztu varnargirðingar og vörpuðu handsprengjum og felldu 10 Banda- rikjamenn og særðu 25. Þriggja Bandaríkjamanna var saknaö eftir átökin. Um manntjón Vietcong er ekki vitað. Hjálparleiðangur kom 3 klst. of seint á vettvang, hafði tafizt, vegna þess að tvær jarð- sprengjur sprungu á leið hans. nokkru eftir að Garrison yfirheyröi hann. Þriöja manninn kvaðst hann ekki hafa þekkt, en þetta hefði vér- ið maður tekinn nokkuð að reskj- ast. Ekið var úr íbúð Jacks Ruby í næturklúbbinn („Caroussell"). Borizt d Mið-Jövu Níu klukkustunda bardagi var háður í gær á Mið-Jövu og ðttust við kommúnistar og stjómarher- menn. Sagt er, að um byltingartilraun kommúnista hafi verið að ræða og 90 kommúnistar falliö. James Hoffa — bandaríski verka- lýðsleiðtoginn — er byrjaður að afplána 8 ára fangelsisdóm fyrir af- skiptS af kviödómendum. Þrátt fyrir ásakanir um fjárdrátt o. fl. virðist Hoffa enn vinsæll í verkalýðssam- bandinu, sem hann er formaður í, heldur Iaunum, og jafnvel búizt við I að hann stjóml sambandinu úr j klefanum. «------------------------------------ Lokið „stríðinu" í Monaco milli Rainiers fursta og Onassis Hermdarverk hafa verið unnin daglega í Aden vikum saman Myndin er af brezkum herflokki, sem sendur hefur verið út af örkinni til þess að dreifa kröfugöngu f Aden. Hermdarverk hafa verlö unnin daglega þar í borgum vSkum saman og þaö þykir tíöindum sæta, ef einhver er ekki launmyrtur eða bíður bana í sprengjuárás. Því er haldið fram, að hermdarverkamenn séu þjálfaðir í Yemen og sendir til Aden af egypzka hemum, sem þar er. Nýlega var einn af æðri embættismönnum sam- bandsstjómar Suður-Arabíu, Mohammed Saeed Nagi, Iaunmyrtur. í fyrradag særðust tvær brezkar konur og tveir brezkir karlmenn innan afgirts svæöis og nokkrir menn særðust, er sprengjum var varpaö annars stáðar í borginni. Þau tíðlndi geröust í vikunni í dvergríkinu Monaco, að hæstarétt- ardómur féll Rainier fursta í vil í máli, sem Onassis skipakóngurinn gríski hafði höfðaö gegn honum. en þeirra milli hafði „stríð“ verið háð ðmm saman. Furstinn vann að á- formum um að draga ferðamenn til landslns, — hann vildi gera Mon- aco að feröamannalandi fyrir ! skemmtiferðafólk, en til þess þurfti jað koma upp ódýmm gistihúsum • o. s. frv. Onassis var þessu mótfall- |inn, — hann var ánægður með að þangað kæmu milljónarar, til þess að stunda spilavftin. Það er ekki hægt aö „bjóða upp á kampavín og kavfar og líka upp á öl og pylsur“ sagði hann við Rainier — og þar sem hann réð yfir meirihluta hluta- bréfa i Sociéte des Balns de Mer gat hann stöðvað áform furstans, en SMB á spilavítið fræga, stóm „lúxus“-gistihúsln, lystísnekkjuhöll ina, skemmtigarðana, baðstrendurn ar og íþróttavellina. Félagið var „rlki i ríkinu" með 2000 starfs- menn, en opinberir starfsmenn Monaco em 1200 — að hemum meðtöldum. Og íbúarnir gátu með réttu spurt hver væri i raun réttri sá, sem réði i landinu, furstínn eða „kóngurinn". Ljóst var orðið, að annar hvor varð að lúta. S.l. haust, á aldarafmæli Monaco kallaði furst- inn þjóðarráðið fyrirvaralaust á næt urfund og lét samþykkja, að fjölga hlutabréfum í SMB um 600,000, og meirihlutann, og tryggðu sér þar keyptu furstinn og Monaco-ríki með yfirráðin í félaglnu, og var þannig mesta fyrirtæki landslns í raun réttri þjóðnýtt. Onassis höfð- aði mál og kraföist ógildingar, þar sem hér væri brotlö í bág við stjórn arskrána, en hæstiréttur felldi úr- skurð furstanum og Monacoríld í vil. Og nú er það Rainier fursti III., sem ræður. Onassis — skipakóngurinn — beið ósigur fyrír furstanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.