Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Fimmtudagur 9. marz 1967 Valsmenn fá flóðljós Knattspymumenn vorir eru komnir í vorskap. Knattspyrnu- menn Loftleiöa uröu á vegi okk- ar í gær. Þeir vom aö æfa í snjónum á Valsvellinum, — í flóðljósum, og var mvndin tek- in við það tækifæri. Eru ljós þessi nýkomln og hjálpa íslands- mcisturum Vals vitanlega mjög við æfingarnar. Eagin innannússknatt- spyrna hjá KSÍ / vetur Hætt hefur verið viö að halda innanhússmót í knattspyrnu á vegum KSf. Sagöi Björgvln Schram, formaður sambandsins, í stuttu viðtali í gærdag að ráöageröir hefðu veriö uppi um aö halda slíkt mót í Laugardalshöllinni, en fallið hefði verið frá þeirri hugmynd i vetur. Björgvln sagðl að enn sem kom- ið væri vantaði hlerana meöfram vellinum, eins og reglur gera ráð fyrir. Auk þess heföj mörgum ekki þótt mikið til innanhússfótboltans koma á Valsmótinu, sem haldið var fyrir stuttu, hefði því málið veriö tekið af dagskrá í bili. Annasamt starfsár hjá Eyfirðingum Mótstjórnin á meistaramóti unglinga á skiðum 1967. Unglingameistaramót á skíðum í Hveradölum Unglingameistaramót fslands á skiöum fer fram nú um helgina í nágrenni Reykjavikur. Skíðaráö Reykjavíkur sér um þetta mót að þessu sinni. Stefán Kristjánsson, form. S.K.Í., setur mótiö föstudaginn 10. marz ki. 9 e. h. á svæðinu fyrir framan Skfðaskálann í Hveradölum. Á laugardag 11. marz hefst stór- svig kl. 12 á hádegi f Jósefsdal, brautarstjóri verður Ásgeir Eyjólfs- son. KI. 4 sama dag hefst ganga við Skíðaskálann í Hveradölum, göngu stjóri verður Gísli Kristjánsson, göngubrautin verður 7,5 km. Á sunnudag 12. marz kl. 11 verður keppt í svigi við Skíðaskál- ann í Hamragili, brautarstjóri veröur Þórarinn Gunnarsson. ! Kl. 3,30 hefst keppni i stökki i Flengingabrekku viö Hveradali, stökkstjóri verður Páll Jörundsson. Verðlaunaafhending fer fram á pianinu við Skíðaskálann í Hvera- dölum, að lokinni keppni. Keppendur veröa meðal annars frá fsaf., Sigluf., Akureyri og Ilúsavík og Reykjavík. Keppendur verða á aldrinum 13 til 16 ára. Mótstjórn áskilur sér rétt til breytinga, ef þörf krefur. Skrifstofa mótstjórnar veröur í Skíðaskálanum i Hveradölum móts dagana. , Mótstjórn skipa: Sigurður Ein- j arsson, Halldór Sigfússon og Er- i Iendur Björnsson. Ársþing Ungmennasam- bands Eyjafjarðar, hið 46. í röðinni, var haldið í bamaskólanum á Dalvík 25. og 26. febrúar. Þrátt fyrir mjög óhagstætt veður og erfitt bílfæri, sóttu 59 fulltrúar þingið. Vantaði aðeins fulltrúa frá einu félagi, af þeim 15, sem í sambandinu eru, en nokkrir gestir, þ. á m. frá ÍSÍ og UMFÍ, gátu ekki mætt. Sveinn Jónsson formaður UMSE setti þingið með ræöu og drap á ýmis mál, sem efst eru á baugi hjá sambandinu. Einnig minntist hann tveggja íþróttafrömuða, þeirra Bene- dikts G. Waage og Erlings Páls- sonar, sem létust á s.l. ári. Forsetar þingsins voru Jón Stefánsson og Guðmundur Bene diktsson, en ritarar Haukur Steindórsson, Klara Arnbjöms- dóttir og Magnús Kristinsson. Þóroddur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri UMSE flutti starfsskýrslu sambandsins fyrir s.l. ár, sem sýndi að starfið á Evrópubikar- keppnin í gærkvöldi f gærkvöldi fóru fram nokkrir leikir í Evrópubikarkeppninni í knattspvrnu. Eftirfarandi skeyti norsku fréttastofunnar NTB bárust í gærkvöldi: Liege: Standard Liege sigraði ungverska félagið Vasas f kvö]d með 2:0 í seinni leik liðanna í Evrópubikarkeppni bikarmeistara. Standard Liege og Valur áttust við í byrjun keppninnar eins og menn muna. Standard Liege vann sam- anlagt með 3:2 og fer í undanúrslit keppninnar. Mtinchen: Bayern, MUnchen, fer áfram í undanúrslit Evrópubikar- keppni bikarmeistara eftir sigur í kvöld yfir Rapid, Vín, 2:0, Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1:0, en þar eð austurríska liðið hafði sigrað í fyrri leiknum með sömu tölu, þurfti að framlengja leiknum og var sigurmarkið þá skorað. Glasgow: Celtic fer áfram í und- anúrslit Evrópubikarkeppninnar í knattspymu, eftir sigur gegn Voj- vodina Sad frá Júgóslavíu í kvöld með 2:0 í seinni leik liðanna. Júgó- slavamir unnu heimaleikinn fyrir viku með 1:0. Dundee: Dundee Utd. vann í kvöld ítalska liðið Juventus með 1:0 í seinni leik liðanna í „messu“- borgakeppninni. Juventus vann fyrri leikinn 3:0 og fer í undanúr- slitin. London: Bologna vann West Bromwich með 3:1 í sömu keppni og fer í undanúrslitin með saman- lagt 6:1. árinu hafði verið fjölþætt og yfir gripsmikið Birgir Marinóss. gjald keri skýrði reikninga sambands ins en reksturshalli varð rúmar 35 þúsund krónur á s.L ári. Mikill áhugi ríkti á þinginu á málefnum ungmennasam- bandsins. Sr. Bolli Gústavsson, sem ver ið hefir í stjórn UMSE síðan 1964, baðst nú undan endurkjöri og voru honum fluttar þakkir fyrir störf sín í þágu sambands- ins. Stjórn UMSE skipa nú: Sveinn Jónsson, Kálfskinni, for- maður, Haukur Steindórsson, Þrfhyrningi, ritari, Birgir Marin- ósson, Engihlíð, gjaldkeri, Egg- ert Jónsson, Akureyri, varafor- maður, allir endurkjörnir, og Sigurður Jósefsson, Torfufelli, meðstjómandi, sem kjörinn var i stað sr. Bolla 1 þinglok bauö Umf. Svarfdæla fulltrúum og nokkrum gest- um til rausnarlegrar veizlu nývígöu skátaheimili á Dalvik. j Tóku þar margir til máls, m. a. j Siguröur Jósefsson, sem flutti j mjög athyglisvert erindi um vettvang ungmennafélaganna. Þingið naut mjög góðrar fyrir- greiðslu á Dalvík í umsjá Umf. Svarfdæla, en formaður félags- ins er Heimir Kristinsson kenn- ari. Fulltrúum var sýnt hið vandaða íþróttahús Dalvíkur, sem ráögert er að taki til starfa á þessum vetri Fjármálaspillmg rædd á fundi í Stádenfalélaginu ★ Fjármálaspilling, félagsleg upplausn og réttvísi á íslandi eru umræðuefnin á almennum fundi Stúdentafélags Háskóla islands n.k. mánudagskvöld kl. 20.30 á Hótel Borg. ★ Frummælendur verða Einar \gústsson, bankastjóri, Sigurjón Ijörnsson, sálfræðingur og Har- aldur Henrýsson, dómarafulltrúi. Að loknum framsöguræðum verða rjálsar umræður. — Er ölluin heim ill aðgangur. r 9 Kjartnnssyni Slöickviliöið á Akuré... ,.r kall- að út kl. 15 s mánutiag aö bátnum Jóni Kjartanssvni, sem hefur að undanförnu verið þar en unnið er að breytingum á bátnum. Eldur var laus í ibúðarklefa stjórnborös- megin. Tókst fíjótlega að slökkva, en skemmdir urðu talsveröar á íbúð- inni og gangi fyrir frarnan af völd- um vatns og reyks. Talið er að eldurinn hafi kvikn- að af völdum neista, sem hrokkið hafi frá Iogsuðutæki, en verið var að vinna með slik tæki fyrlr ofan íbúðarklefann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.