Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 5
© VIÐTAL DAGSINS V1SIR . Fimmtudagur 9. marz 1967. m VIÐ GUNNVÖRU BRAGA Tpkki eru margir áratugir síð- an hæðin milli Fossvogs og Kópavogs var þvi nær óbyggð- ur berangur. Inn í Fífuhvammi sat sveitabóndi, sem var ósnort inn af kaupstaðarlífinu umhverf is Tjömina. Hermann Jónasson ræktaði skóg suður í Fossvogi og naut þar sveitasælunnar, þeg ar hann tók sér frí frá erli og amstri, sem umsvifamiklum störfum hans var samfara. Og fyrir kom það, að þeir sem árla risu sáu hann gustmikinn og gönguhraðan, skálma suður um Öskjuhlíð, fyrr en vinnudagur hófst áleiðis til skóga sinna, þar sem hann naut ilms frá nýút- sprungnu bjarkarbrumi á ljós- um langdegismorgni. Geir í Eski hlíð reisti stórbýli sitt í LunJi og Gestur sat í Meltungu. Bænd ur en ekki borgarbúar. En hér á urðu skjótar breytingar. Fram sæknir menn tóku lönd og lóöir á erföafestu og reistu sín heim- ili. Byggðin óx. Þóröur Þorsteins son kom að vestan, stóð á torgi lífsins í Kópavogi, gerðist hrepp stjóri og ræktaði blóm. Annar Vestfirðingur, Finnbogi Rútur Valdimarsson, brauzt þar síðar vilt sérstaklega fræðast um | framvindu opinberra mála, þá væri öllu forvitnilegra fyrir þig að tala við Björn, hann er þar ýmsum hnútum kunnugur. En \ það gefur auga leið, að í ung- um, ört vaxandi bæ eru verk- efnin mörg, framkvæmdaþörfin mikil- og af því leiðir svo, að oft verður erfitt val þeirra verk- efna, sem sitja skulu í fyrir- | rúmi á hverjum tíma og sýnist þar að eðlilegheitum sitt hverj- um. En sú er trú mín, að allir Kópavogsbúar vilji vinna sinni byggð það bezta, þótt allir séu ekki sammála um leiðina inn í velferöarríkið. En það má öll- um ljóst vera, að í byggð, sem vex jafnört og Kópavogur, er ekki hægt að gera allt, sem hver maður kýs sér til hagræð- is og verður þá hver að meta það með sjálfum sér hvað hann vill láta sitja í fyrirrúmi. T. d. vil ég heldur láta byggja skóla fyrir bömin en hafa góðar götur framan við húsið, en þótt ýms- um sýnist ef til vill eitthvað annað, þá er ég þess fullviss, aö flestir hér í bæjarfélaginu eru sammála um það, að allt Gunnvör Braga. G ER Á MÓTI ALLRI STÖÐLUN Á MANNLEGU LÍFI s til valda og stóð ríki hans með nokkrum blóma um hríð. Og enn óx byggðin. — Kópavogur varð kaupstaður og frú Hulda Jakobsdóttir bæjarstjóri. Ungt og athafnasamt fólk tók sér ból- festu í þessu nýja borgríki, þar sem menn ennþá máttu byggja úr kassafjölum og enginn fetti fingur út í það, hvort dymar sneru austur eða vestur. Nú eru breyttir tímar, skipulag skal á öllu hafa og lóðaúthlutun er orðin vandamál dagsins. TTigranes-háls, berangur fyrri tíma, en nú falleg byggð, vel gerðar götur og reisuleg hús. í miðri háborginni að Meltröð 8 búa þau Gunnvör Braga Sig- urðardóttir Einarssonar prests í Holti og Björn Einarsson tækni- fræðingur með sín 9 börn. Hér hafa þau átt heima í 16 ár og muna vel þann tíma, þegar börn frumbyggjanna við Traðimar sátu föst í aur og leðju hins nýja bæjar. Nú eru hér stíl- hreinar götur, húsin snyrtileg og umhverfis mörg þeirra vel hirtir lystigarðar. Og frú Gunnvör fellst á aö rabba við mig dálitla stund um framvindu lífsins á þessum lit- ríka stað, sem fvrir ýmsum hef- ur allt til þessa dágs verið vett- vangur hinna miklu möguleika. Jæja, frú Gunnvör. — Ég er nú ekki fjölfróö um ytri gerð eða athafnir meiri manna hér I Kópavogi. Ef þú frá fyrstu tíð hefur mikið verið gert og komið fólkinu að nokkru gagni. Hvað lengi hafið þið Björn átt hér heima? — Það eru 16 ár í vor síðan við fluttum hingað og þá vom engin hús önnur en sumarbú- staðir hér innar á hálsinum. Eng inn skóli nema Digranesskólinn. Nú hefur verið byggt við hann tvisvar sinnum, skóli byggður úti á nesi, gagnfræðaskóli og skóli hér innfrá. Má nokkuö marka fjölmennið og vöxt bæj- arins á því, að nú munu vera 9 eða tíu fyrstu bekkjardeildir Þú ságðir áðan aö allir Kópa- vogsbúar vildu veg byggðar sinn ar sem mestan. — Já, sú er meining min. En svo er hér margt fólk, sem að- eins eru farfuglar og taka engri tryggð við staðinn. Þetta fólk vill auðvitaö láta eldana brenna sér í hag meðan það ornar sér við þá. Þetta er til skaða. Mað- ur verður að vera búsettur í einu plássi nokkurn tíma til þess að fara að þykja eitthvað um staðinn. Og eins og ég sagði áðan, þá held ég aö fólkið, sem hér hefur lengi átt samastað, sé einhuga um flest framfara- nokkur goluþytur, þegar kosn- ingar standa fyrir dyrum. Þiö Björn, með ykkar stóm fjölskyldu, hljótið að vita öðr- um iremur hvernig er að búa f bæ, sem er í uppbyggingu. — Ég þekkti ekkert að búa áður, hafði aldrei búið. Ég þekki aðeins Kópavog í uppbyggingu. Þar er allt mitt lif. Þér þykir vænt urh Kópavog? — Já, ég á hvergi annars stað ar heima, Ég er fædd í Flatey á Breiðafirði, fór þaðan á öðru \ ári og aldrei komið þar síðan. Ég er uppalinn Reykvíkingur — en er nú — ja — Kópavogs- an stað, en það er ekkert sem gerðist allt f einu. Ég á viö það, að maður fer að fást viö eitthvað og þá hverfur úr manni krafan — hún víkur fyrir löng- un til að vera staðnum eitthvað þannig að maður vaxi með og viö eflingu hans. Það má oróa það íi stuttu máli þannig, að ég á ekki lengur bæinn — hann á mig. Ég man eftir þér sem ung um Reykvíking hér um árið þegar þinn ágæti faðir tók mu inn á heimili sitt og foreldrar þínir léttu mér leiðina inn ■ Kennaraskólann. Finnst mér jafnan, er ég hugsa til þeirra daga, að hann verði mér ógleyn' anlegur kennari — Já, þú hefur nú sagt baö fyrr. Þú ert skáld, Gunnvör Hvem ig hefur þú með þitt stóra heim ili tækifæri til að hugsa og skrifa? Ckáld segir þú, ekki veit ég það. En það er nú svo skrlt- ið, að hvenær og hvemig mað- ur fer að því að skrifa, hvenær manni gengur bezt og hvenær verst, það á sér engar reglur. Ég hef reynt hvort tveggja. Ég hef stundum skrifað hér heima mitt í öllu krakkaarginu og gengið vel. Þótt þau komi og segi: mamma þetta, mamma hitt, þá hefur ekki verið svo erfitt að halda þræðinum. Ég hef verið út í Svíþjóð svo að segja alein, það bar góðan árang ur. Ég var á Laugarvatni hálfs mánaðartíma í sumar og gekk ekki vel. Svo fyrir mér verður því engin algild regla til um starfsfrið. Þó finn ég, að það er mikils virði að geta verið einn með sjálfum sér og haft tækifæri til að hugsa áður en nokkuð er sett á pappírinn. Á þetta skortir stundum nokkuð hjá mér — nægilega ró. En það gerir svo sem ekkert til, ég veit ekki hvort nokkurs er f misst, þótt þessari skriftarár- áttu minni sé ekki fullnægt. Er það ekki oft þannig, að maður þráir mest þaö sem erf- iðast er að veita sér, telur þaö vera aðalhugðarefnin? — Jú, en nú er það ekki svo, að mér þyki gaman að skrifa. Það orsakar oft frekar vanlíðan en innri gleði, meöan ég er aö forma það, sem ég vii' skrifa. Hins vegar finnst mér eitthvað sækja á mig og krefjast að- gerða. Éitthvað snertir mig á þann hátt’ að af verður sveifla — sem aftur leiðir af sér tón. Af þessu má marka að ég vinn ekki skipulega — þar að auki er mér illa við að breyta nokkru sem ég geri og tek aðfinnslum fjandalega. Nú hefur Björn haft miklum störfum aö sinna utan heimilis, hefur þinn hlutur í uppeldi bam anna þá ekki verið annasamur og ekki gefið tækifæri til mik- illa frávika? — Þrátt fyrir margþætt störf hefur Bjöm rækt þar sinn hlut, ekki einasta gagnvart börnunum — heldur hefur hann jséð um að mér væri fært að skrifa og sinna féiagsmálum. Einnig voru foreldrar hans hér í mörg ár og þeirra þáttur í samskiptum við bömin var stór. Síðar bjó móöir mín hjá okkur og þá var það sama sagan. 'IVTér þykir vænt um að talið skuli berast að þessu efni. Þú telur þá, að afinn og amm- an gegni stóru og þýðingarmiklu hlutverki í uppeldi æskunnar, þar sem þau eiga kost á sam- bandi við heimilin? Framh. á bls. 13 I ■ ■ I !_■■_■ ■■_■_■ I ’AW.W. ■ ■■■■■ i ■ ■■■■■ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.