Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 13
V1SIR . Fimmtudagur 9. marz 1967. 13 Bifreiðaeigendur Nýkontið geysilegt úrvol nf sætnúklæðum og tilsniðnum gólfteppum i i OPEL REKORD FORD TAUNUS V.W. MERCEDES BENZ MOSKVITCH O.M.FL. í ■ .. IMnrgir lítir^ verð mjög hngstætt --------------------Altika-búðin Hverfisgötu 64 R. Sími 22677 / Þorvaldur Skúlason: Ég er aö hugsa um hvað ég eigi að mála á morgun Ég er d móti — Framh. af bls. 5 — Tvímælalaust hef ég þá skoðun byggða á langri reynslu. Ég gæti sagt margar sögur af því. Þar sem börn eru mörg eru oft miklar annir. Ömmusagan verður þá oft, ég leyfi mér að segja, ómetanleg sálarheill litlu bami og forðar mörgum árekstr um Eftir þvi sem maður eld- ist skipta afkomendumir meira máli. Af okkur hefur strokizt hégómagirni æskuáranna og við erum hætt að lifa fyrir líðandi stund. í dag eru það börnin, og ef þau vaxa til manns með okk- ur, þá vöxum við einnig með þeim. Sumir segja, að Andrés önd komi nú i staðinn fyrir afa og ömmu. Hvaö segir þú um það? — Nei. það held ég ekki og tel miður æskilegt, jf svo væri. Ég er á móti myndasögunni i eðli sínu, hvort sem hún heitir Andrés önd eða eitthvað annað vegna þess, að mynd veitir svo auðveldlega það, sem texti á að segja, þannig, að krakkamir hætta að nenna að lesa og jafn- vel að hlusta á sögu. En er það ekki ein- mitt takmarkið á öld tækni og framfara, eins og það er orðað. að gera líf fólksins sem auðveldast, tilveruna sem fyrirhafnarminnsta. Ekki lesa — ekki skrifa — helzt lítið hugsa — bara sjá. Með öðrum orðum láta mata sig eins og rafeindaheila. — Já, en ég álít að við þetta glatist margt þeirra sálarlegu eiginda, sem gera manninn þroskaða hugsandi lífveru. Öll þau fjölmiðlunartæki, sem við nú eigum völ á, eru sjálfsagt góðra gjalda verð, en hvenær er tími til að tala lesa og hugsa, ef við ætlum aðeins að vera móttakarar fyrir hið útsenda efni. Áður fyrr sat fólkið viö vinnu sína, talaði saman um hin ýmsu fyrirbæri hins daglega lífs. Afinn og amman sögðu börnunum ævintýri og sögur. Þau námu af vörum þeirra hið lifandi mál og jafnframt marg háttuð vinnubrögð. Ég veit, að ennþá lifir á vörum bamanna okkar tungutak foreldra Bjöms, þótt nú séu mörg ár liðin síð- an þau voru hér, Þetta sam- band barnanna við afa og ömmu veitir gagnkvæma lífs- fyllingu. Börnin njóta gagns og gleði fræðslunnar. en gamla fólkið yndis af að miðla hinum ungu afkomendum, sjá neista frá sjálfum sér verða að björt- um loga og hjálpa til að glæða hann. Telur þú að það muni orðum aukið, að' sumt fólk hafi meö öllu hætt að hlusta á íslenzka útvarpið, en gefið hug sinn allan Keflavíkursjónvarpinu? — Því miður álit ég og hef reyndar vissu fyrir, að þessu er allt of víða þannig varið og sumir hafa jafnvel á orði, að á þann hátt sé auðveldara að halda bömunum heima. En ég hef ekki trú á, að hugsanaþroski öarna við þessar aðstæður glæð- ist til mikilla mannbóta fyrir athafnir þeirra sem vaxandi ís- lendingar. Jgru íslendingar ekki farnir að ganga einum of langt i kröf- um sínum til lffsmunaðar um fram þag sem talizt geta hóf- legar þarfir? T. d. þegar litið er á þann húsakost, sem ýmsir veita sér? — Já, og hvers virði er svo glæsileg fbúð, sjónvarp og dýr húsgögn þeim heimilisföður, sem aldrei hefur tima til að vera heima og njóta þess með fjöiskyldu sinni. Og börnunum er meiri þörf á félagsskap föð- ur síns en svo, að nokkur mun- aður geti bætt það upp, ef hann getur aldrei átt með þeim stund vegna of mikilla anna. Hin ,mikla yfirvinna er oft á kostnað þeirra verðmæta, er ekki verða keypt fyrir fé, en mér finnst að þetta venjulega fólk, sem ég þekki nú bezt, þurfi langan vinnudag til aö geta lifag lif- inu sómasapilega, þótt öllum munaði sé sleppt. Sú er því miður raunin á. Hvað segir þú um lengdan skólastarfstíma upp f 10 mán- uði og takmörkun á fjárafla- möguleikum unglinga upp að 16 ára aldri? því félagi eru margar konur, sem einnig starfa í hinum póli- tisku kvenfélögum, kannski með fram til að geta notið þess að vera þær sjálfar óháðar annar- legum sjónarmiðum. — Hefur þú orðið þess vör, að skoðanamunur skapaði erfiða umgengnishætti fólks í bæjarfé- laginu? — Nei, aldrei. Við eigum vini og kunningja í öllum flokkum og eigum mörg sameiginleg hugðarefni með þvi fólki, sem er á öðru máli en vig f stjórn málum. Af öllu því, sem þú hefur sagt dreg ég þá ályktun, aö þið hafið ekki f huga að flytja bvggð ykkar úr Kópavogi. — Það er rétt ályktaö. Mig langar ekki héðan, ekki einu sinni aö breyta um búsetu, þótt innan bæjarmarkanna væri. Ég er þess fullviss, að tengs) við umhverfið geta orðið svo hug- læg, að fólk vill ekki flytja byggð sína, jafnvel þótt það ætti einhverra betri kosta völ Hér höfum við sett okkur niður og í dag mundi það heita að slitna frá rót að fara héðan. Og svo lokaorð um skólann — Já, ég vil að hann sé vett- vangur, þar sem börnin fá góða og þroskandi leiðsögu, læra að tala og hugsa og myndrænni kennslu sé beitt með gætni. Þ. M. FÉLAGSLÍF A.D.. - K.F.U.M. Aðaldeildarfundur í kvöld kl. 8.30 f húsi félagsins við Amt- mannsstíg. Sigurbjöm Guðmunds- son, verkfræðingur talar um efnið: „Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi skilja þeir ekki.“ — Passíusálmar sungnir. Allir karlmenn velkomnir. Auglýsið í Vísi BiLAKAUP^s* — Það má sjálfsagt færa þar ýmislegt fram með og móti. Ég þekki ekki unglinga, sem hafa óhófleg fjárráð. Hins vegar veit ég að þeir eru til og skapar það fráleitt gott andrúmsloft í um- hverfinu, enda mér lítt skiljan- legt, að unglingar skuli fá aö hafa ótakmörkuð fjárráð, jafn- vel þótt sumaratvinna þeirra gefi tilefni til þess. Annars veit ég ag stór hópur unglinga kost- ar sjálfur sitt vetrarnám af því fé, sem sumaratvinnan gefur og ég vil helzt ekki hindra þá möguleika. Ég er líka að hugsa um bömin mín, sem njóta sum- arvistar í sveit. Mér er illa við alla stöðlun á mannlegu lffi. Vel með farnir bílar til sölu og sýnis f bílageymslu okkar. að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Opel Caravan ‘59 og ’62. Austin Gipsy (benzín) ’66 Opel Caravan ’59. Bronco (klæddur) ’66. Comet ’63. Taunus 17 M station ’59. Commer sendibílar ’64 — ’65. Jþú leggur á það mikía áherzlu, að þú sért Kópavogsbúi. Vegnar fólki vel hér í bænum? — Já, það hygg ég vera. T. d. er hér í nágrenni við okkur flest sama fólkið, sem byggði hér eða keypti húsin < smíðum fyrir hálfum öðrum áratug. Þetta fólk mun yfirleitt hafa átt góða og batnandi daga, þó ekki án erfiðis. Og félagslífiö i bænum? — Hér í Kópavogi er mikiö og gott æskulýðsstarf. Við höf- um góðan leiðtoga á þvi sviði þar sem Sigurjón Ingi Hilaríus- son er. Um leikfélagið höfum við áður talað. Svo er hér Kven- félag Kópavogs, alveg ópóli- tfskt. Hefur það unnið mikið og gott starf og lagt fram drjúg- an skerf til mannúðarmála. 1 Volkswagen sendibíll ’63. Opel Kapitan ’59-’60. Mercedes Benz 220 S ’63. Fairlaine 500 ’64. Trabant station ’65. Ford Custom ’63. Bedford 7 tonna ’61. Willys ’65 Taunus 17 M station ’62. Cortina station ’64 ___________________________ H Höfum rúmgott sýningarsvæði ___________ innanhúss. UMBOÐIÐ SVEINN EGILSS0N H.F LAUGAVEG 105 SÍMI 22466

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.