Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 09.03.1967, Blaðsíða 8
8 V í SI R . Fimmtudagur 9. marz 1967. VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR ) Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson l Ritstjóri: Jónas Kristjánsson / Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson ) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ( A uglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson ) Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 l Afgreiðsla: Túngötu 7 / Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) \ Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands ( 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið ) Prentsmiðja Vísis — -Edda h.f. (' Tvenns konar aðgerðir Sjávarútvegur og fiskiönaöur hafa verið í kastljósinu / í vetur vegna verðfallsins á íslenzkri sjávarvöru á er- ) lendum markaði og vegna ráðstafana þeirra, sem \ gerðar hafa verið til að draga úr áhrifum verðfallsins. ( Aðgerðirnar til stuðnings þessum atvinnuvegum hafa ( aðallega verið tvenns konar. Annars vegar hafa verið ( gerðar ráðstafanir til að hjálpa þeim yfir erfiðleika- )) tímabilið, sem nú er hafið, og hins vegar hafa verið (( gerðar ráðstafanir til að treysta framtíð þeirra, — ( lagður grundvöllur að framtíðinni. ) Hvað snertir beinu aðgerðirnar hefur tekizt að ) halda óbreyttu fiskverði í vetur og verður svo að \ minnsta kosti út þetta ár. Til þess að þetta væri hægt V hefur ríkisstjórnin heitið að bæta 8% við fiskverð til ( útgerðarinnar, sjómanna og útgerðarmanna, og að ( leggja 130 milljónir króna til verðfallstryggingar ) handa frystihúsunum, pn áætlað er, að féð nemi 55% ) —75% verðfallsins. Allir viðkomandi aðilar, sjómenn, \ útgerðarmenn ög fiskiðjumenn, hafa samþykkt að- ( gerðir þessar. Þrátt fyrir alla utanaðkomandi erfið- ( leika verður því ekki nein stöðvun í þessum undir- ( stöðuatvinnuvegum. Aðgerðir þessar kosta mikið fé, ) en svo vel vill til, að skynsamleg fjármálastjóm rík- ) isins gerir ríkisvaldinu kleift að kosta þær, án þess \ að hækka álögur. ( En ekki hafa einungis verið gerðar ráðstafanir til ( að fleyta þessum atvinnuvegum áfram um nokkurt ( skeið. í vetur hafa verið gerðar í málefnum þessara ) greina margvíslegar tillögur til úrbóta, sem munu ) verka um ókomin ár. Sumpart hafa þær aðgerðir ( fylgt beinu ráðstöfununum og sumpart hefur verið ( um sjálfstæðar tillögur að ræða. Sjálfstæðisþingmenn \ hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um Fiskimálaráð, \ sem byggt verði upp á hliðstæðan hátt og nýstofnað ( Iðnþróunarráð og með hliðstæð verkefni: að marka ( heildarstefnuna í uppbyggingu sjávarútvegs og fisk- ( iðnaðar og í markaðsmálum þeirra, í samráði við lána- ) stofnanir og efnahagssérfræðinga. í öðru lagi hafa \ stjórnarvöld ákveðið að rannsaka sérstaklega upp- ( byggingu og fjárhagsástæður hraðfrystiiðnaðarins og ( gera á þeim grundvelli tillögur til endurbóta þegar á ( þessu ári. í þriðja lagi hafa stjórnarvöld ákveðið að ) vinna að myndun öflugs verðjöfnunarsjóðs fiskiðn- ) aðarins til þess að jafna verðlagssveiflurnar, sem ein- \ kenna markaði þess atvinnuvegs. í fjórða lagi hafa ( sérstakar nefndir skilað ýtarlegum skýrslum um ( vandamál togara og vélbáta og lagt fram marghliða ( tillögur til úrbóta, sem Alþingi og ríkisstjóm munu ) fjalla um. Margt fleira mætti nefna, en aðeins skal ) að lokum nefnt. að síldarleitarskip hljóp af stokkun- \ um í vikunni sem leið og senn verður hafin smíði ( hafrannsóknarskips. ( Þannig er ötullega unnið að því að leggja grund- ( völl að framtíð þessara atvinnuvega. / Deilurnar í verka- lýðsflokknum brezka forsíðu- efni Lundúnar- blaða ota, Sidnev Silverman. Reiðilestur Harold Wilsons fyrir skemmstu yfir þingmönn- um í flokki hans, sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu um vam- armálin í neðri málstofunni, — en þeir voru um 60, svo að stjórnin sigraði með naumari meirihluta atkvæða en dæmi em (39 atkv.) — er þessa dag- ana forsíðuefni brezkra blaða, sem verður tíðrætt um „klofn- inginn“ í flokknum. Nú síðast er deilt einna mest um þau ummæli, sem birt voru og höfð eftir Wilson úr ræðu hans, sem var flutt á lokuðum fundi yfir hinum brotlegu, og voru á þá leið, að „leyfi fengist ekki áfram fyrir hunda, sem bit- ið hafa oftar en einu sinni“, og gaf Wils. þar með í skyn að þeir menn sem ekki beygðu sig undir flokksaga yrðu ekki í framboði aftur. Og ræðan er almennt kölluð hundaræðan. Nú er deilt um þaö hvort það sé rétt haft eftir Wilson, sem að ofan var frá greint, og það er deilt um hvernig beri að skilja ummælin, og hvort þau séu móðgandi, eins og sumir vilja halda fram, en aðrir brosa góð- látlega að þvl skrafi, og benda á — að í pólitík sé orðið dog (hundur) ekki notað í niðrandi merkingu, frekara en til dæmis, ef maður segði við kunningja sinn, sem orðið hefir fyrir heppni: You lucky dog, sem merkir svipað og ef við segjum: Þú lukkunnar pamfill! Nú er ekki orðið hægt að nota orðið doga f neðri málstofunni, án þéss mönnum stökkvi bros, og þegar Heath leiðtogi stjómar- andstöðunnar talaði um að „Wilson þráaðist við“ og sagði „doggedly" rak þingheimur upp skellihlátur. Sidney Slverman hefir skorað á Wilson að birta ræðuna orð- rétta. En hvað sem þessari hlið málsins liður er það að sjálf- sögðu lífsskilyrði fyrir Wilson, að agi haldist í flokknum, og þingmenn hans bregðist honum ekki f stórmálum, og svo gæti jafnvel farið að Wilson sætti sig ekki við það til lengdar að flokksmenn séu með „uppsteit" og legði málið undir úrskurð þjóðarinnar, þvf að eins og eft- ir honum er haft, er hann flutti ræðuna: — Það er skylda stjómarinn- ar að stjóma eins og hún lofaði þjóðinni að stjóma. Það er skylda þeirra. sem kosnir vom að styðja hana og sjá um að hún geri það og afturkalla stuöning sinn, þegar hún gerir það ekki. Þetta hefi ég gert og þetta mun ég halda áfram að gera. En Sidney Silverman, hinn aldni og æ vfgreifi „uppreistar- maöur“ í flokki krata kallaði ræðuna „hættulegustu árásina á félagslegt lýðræði í þessu landi á minni ævi“. Hann sagði þetta í bréfi, sem hann skrifaði John Silkin, en hann er „Chief Whip“ þing- flokksins og hans hlutverk að sjá um, að þingmenn flokksins brjóti ekki f bága við flokks- reglur og samþykktir. Silverman kvaðst hafa skrif- að honum en ekki forsætisráð- herranum, vegna þess að hann (Wilson) væri of viss um, að hann hefði rétt fyrir sér, haldinn of mikilli fyrirlitningu á skoðunum annarra og of gleyminn á ráð Cromwells, að menn „tækju til athugun- ar hvort ekki væri hugsan- legt, að þeim skjátlaðist". Silverman bendir á í bréfi sfnu, að það hafi oft komið f ljós síðar, einnig þegar Wilson var í niinnihluta í flokknum, að minni hlutinn hafði rétt fyrir sér, og stefna hans tekin upp seint og um sfðir. Ihaldsblaðið Daily Express birtir grein eftir Derek Marks um hinn „djarfhuga mann, sem talar röddu sannleikans" — þ. e. Sidney Silverman, og greinin hefst á þessum orðum: Guði sé lof fyrir Sidney Silverman, og segir hann hafa unniö sér sess meðal mikilmenna á sviði stjómmálanna. Derek Marks segir ótta Sidney Silvermans stafa af áformi stjómarinnar á sviði kaup- gjaldsmálanna, þar sem horfið sé frá greinilegu socialistisku grundvallaratriöi vegna ein- hvers, sem mjög likist „fasitisku grundvallaratriði", og einnig hafi Silverman sagt í bréfi sfnu: Að — það væri skylda hvers manns, sem hollur væri flokki sínum hver sem hann væri, að segja leiðtogunum að þeir séu á rangri braut, sé hann sann- færður um að þeir séu það, og koma fram í samræmi við þá sannfæringu. 1 fyrrakvöld kom enn til at- kvæöa í neðri málstofunni til- laga frá stjóminni varðandi kaupgjaldsmálin. Stjómin hafði meirihluta sem að lfkum lætur — og ýmsir sem sátu hjá síðast gerðu það ekki nú, svo að áhrif hefir áminn- ingarræða Wilsons haft, og var við þvf búist, en þó sátu enn 17 þingmenn flokksins hjá við þessa atkvæðagreiðslu. — a.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.