Vísir


Vísir - 16.01.1968, Qupperneq 2

Vísir - 16.01.1968, Qupperneq 2
I V í S IR • Þriðjudagur 16. janúar 1968. Heppnin var bandmaSur Vals í leiknum vii Hauka Fyrirfram var vitað, að leikur Hauka og Vals í 1. deildarkeppninni í hand- knattleik yrði spennandi og f jörugur leikur, og varð sú einnig raunin á. Sigurð- ur Dagsson skoraði fyrsta mark leiksins á sinn sér- stæða hátt, með upp- stökki, en Þórir Sigurðsson jafnar fyrir Hauka eftir 4 mín. leik, þeir komast í 3— I, en Valsmenn jafna, 3—3. Liðin halda jöfnu þar til 15 mín. eru eftir af fyrri hálf- leik og staðan er þá 7—6 Haukum í vil, en Gunn- steinn Skúlason jafnar, 7— 7. Valsmenn taka þá stór- glæsilegan sprett og skora 7 mörk í röð án þess að Haukar gætu svarað. Aðal- maðurinn í þessum mörk- um var Hermann Gunnars- son, sem gerði tvö þeirra, bæði gullfallega, og undir- bjó hin með stórglæsileg- um línusendingum. Petta var vel af sér vikið hjá Hermanni, þar sem hann er meiddur, og þurfti að „frysta“ hægri handlegg hans áður en leik- urinn hófst. Haukarnir áttu þó síð- asta orðið í þessum hálfleik, því að á 3. síðustu mín. breyta þeir stöðunni úr 14—7 í 14—11, gera sem sé 4 síðustu mörkin. í byrjun síðari hálfleiks var mikið fjör í leiknum, og reyndu Haukamir allt til að jafna, og eftir fáeinar mínútur er munurinn að- eins 1 mark, 17—16, Val í hag. Valsmenn skipta þá um markvörð, og kemur Finnbogi i markið fyrir Jón Breiðfjörö, sem þó hafði staðið sig mjög vel. En þau skipti borg- uðu sig vel fyrir Valsliðið, því markvarzla Finnboga bjargaði lið- inu frá stórtapi í þetta sinn. Haukaliðið var komiö í snertingu við sigur í leiknum, og allt gekk þeim í haginn, staöan 17—16. Dómarinn dæmir víti á Val og 16 mín. til leiksloka, en Finnbogi ver glæsilega vítið, frá Þórði Sigurðs- syni. Valsmenn taka boltann, en Þórarinn kemst inn í sendingu, og brunar upp völlinn einn og óhindr- aður, en Finnbogi ver enn stór- glæsilega. Aftur byrja Valsmenn með boltann og sækja að marki, en Þórarinn kemst á ný inn í sendingu þeirra, og veður upp völlinn, en nú með einn leikmann á hælum sér, sem ýtir óþyrmi- lega á bakið á honum, þegar hann reynir markskotið. Finnbogi ver laust skotið, og dómarinn sér ekk- ert athugavert við þetta brot, sem var hreint víti. Valsmenn eru einnig óheppnir, þegar Ágúst er einsamall á línu, en Logi ver laglega skot hans. Þessar mínútur er leikur markvarð- anna beggja glæsilegur, bæði liðin jr Armann vann MUllersmótio Fimmta minningarmót um stofn- anda Skíðafélags Reykjavíkur og formann þess fyrstu 25 árin L. H. Mliller var haldið nú um helgina við Skíðaskálann í Hveradölum. Mótstjóri var sonur L. H. Miiller, Leifur Muller, frá Skíðafélagi Reykjavíkur. Um 1500 manns var þar efra, 'veður gott og nægur snjór. Keppendur (6 manna sveita) mættu frá Reykjavíkurfélögunum Ármanni, K.R. og Í.R. Brautina lagði form. S.K.R.R., Þórir Lárusson með mikilli snilld. Hlið voru 38, brautarlengd var 250 m. Sigurvegari var sveit Ár- manns. í henni voru Georg Guð- jónsson, Bjarni Einarsson, Arnór Guðbjartsson og Tómas Jónsson. Samanlagður tími 343,5 sek. Nr. 2 var sveit K.R. á 345,7 sek. Nr. 3 var sveit l.R. á 375,1 sek., en sveit Adalfundur frjúls- íþróttadeildar Ármanns í kvöld Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Ármanns verður haldinn i kvöld kl. 20 f hinu nýja félagsheimili júdódeildar Ármanns í Ármúla 14. Eru félagar yngri sem eldri hvattir 1 að mæta á fundinum. Í.R. hefur unnið þessa keppni fjór- um sinnum i röð. Á eftir keppni fór fram verð- launaafhending í Skíðaskálanum. Þetta er í fyrsta sinn sem sveit Ármanns tekur á móti þessum fagra silfurbikar. reyndu til hins ýtrasta að skora mörk, en allt kom fyrir ekki. Logi ver allt, og Finnbogi einnig. Loks eftir mikinn darraðardans tekst Bergi Guðnasyni að bæta við 18 markinu fyrir Val og þeir komast í 4 mörk yfir, 22—18. En Haukar eru ekki á því að gefast upp. Og spenningurinn eykst aftur aö mun, er þeim tekst aö minnka bilið í 22—20. En þá hoppar gamla heppnin inn í leikinn meö Valsmönnum, og Ágúst og Stefán Sandholt skora tvö sannkölluð „heppnismörk", sem gera út um leikinn. Haukamir gefast upp, og þrátt fyrir að þeir eru einum fleiri síðustu 2 mín. tekst þeim ekki að skora — og sigurinn er Vals, 25—21. Eins og fyrr segir var þessi leikur spennandi og skemmtilégur frá byrjun til enda; glæsilegir kaflar hjá báðum liðum, og mark- varzla góð, sérstaklega hjá Vals- mönnum, sem hreinlega geta þakkað Fim.boga sigurinn í þetta sinn, því að hefði Haukunum tek- izt að jafna og komast yfir, hefði sigurinn að öllum líkindum orðið þeirra. Ungu mennirnir í Valsliðinu, Bjarni og Jón Karlsson, voru góðir f þessum leik, og sama er áð segja um Berg og Sigurö Dagsson. En T'ermann var að mínum dómi virkastur í sókninni, og sendingar hans og skot mjög góð, þrátt fyrir meiöslin, en hann mætti gjarnan fara að venja sig af þeim leiða á- vana að vera síkvartandi og æp- andi sé eitthvað komiö við hann. Hann er of skemmtilegur leikmað- ur til að þurfa að grípa til slíkra úrræða þó að honum mistakist að skora mörk. Hjá Haukunum voru beztir línu- mennimir Stefán Jónsson og Sig- uröur Jóakimsson, ásamt Þórði og Viðari ... Logi varði oft vel í leikn- um, og þá sérstaklega um tíma í seinni hálfleik, en hann lét óþarf- lega marga bolta fara í gegn með gólfinu, og sérstaklega milli fót- anna. Dómarinn í leiknum var Óli Ólsen og dæmdi leikinn sérlega vel. □ Marciano - beztur allra hnefaleikara sögunnar samkvæmt úrskurði rafeindaheilans. MARCIAN0 íl i?$ fe l>* SA BEZTI segir rafeindaheilinn i Miami Beach, þar sem hnefaleikakeppnin mikla hefur farið fram ROCKY MARCIANO var fyrir nokkru sæmdur titlinum ,;Meistari meistaranna" í hnefaleikum eftir að hann sigraði í keppninni miklu í rafeindaheilanum í Miami Beach, sem tók 15 vikur, og sagt hefur veriö frá nokkrum sinnum hér f blaðinu. Það var Jack Dempsey, sem féll í 13. lotu fyrir Marciano. „Heilinn", sem gerði 4 milljónir útreikninga í hverri lotu, ákvaö að Marciano hefði slegið Dempsey 5 sinnum í gólfið áður en hann «>- " . .. V. v V;X| greiddi honum rothöggið. Marciano hætti keppni í hnefa- ieikum 1956 sem ósigraður heims- meistari og hafði þá unnið 49 képpnir meðal atvinnumanna. Sem verðlaun fyrir sigurinn hlaut Marciano 10,000 dollara og belti skrýtt demöntum. Keppendur í þessari furðulegu og skemmtilegu keppni voru 16 fyrrverandi heimsmeistarar og var undirbúningsvinnan við að „fóðra“ heilann á upplýsingúm ákaflega vandasöm og nákvæm. Mikill áhugi var á þessari keppni vfða um heim og útvarpsstöðvar fengu óvænt efni upp í hendurnar, sem þær gátu notað til að skáka sjón- varpinu. Jack Dempsey var bezti hnefa- leikari heims á árunum frá 1919 til 1926 og var hann talinn sigur- stranglegri fyrir þessa keppni en Marciano, og í fyrstu lotu virtist sú spá ætla að rætast, því Dempsey byrjaði með miklum hamagangi og fékk Marciano þegar slæmt sár við munnvikin. Eftir 2. lotu, sem lauk með því að Marciano mæddi blóðrás úr nösum og munni varð undarleg breyting, — og hann fór að sækja mjög á Dempsey, og nú varð Dempsey að hlýða á talningu dómarans allt upp f 8. Næstu lotur voru nokkuð jafnar og í 8. lotu fór Dempsey enn í gólfið og lá upp f 9. I næstu lotu endurtók sama sagan |sig, Dempsey fór f gólfið og fékk talningu upn í 9. Þrátt fyrir að Marciano væri með slæm sár, nú einnig fyrir ofan augabrúnir, var það Dempsey, serri fékk þungu höggin og f 13. lotú kom lokahöggið eftir að Dempsey hafði verið sleginn niður 1 11. og* 12. lotu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.