Vísir - 16.01.1968, Side 5
V1SIR . Þriðjudagur 16, janúar 1968.
Listir-Bækur -Menningarmál
Loftur Guðmundsson skrifar ieikiistargagnrýni:
ÞJOÐLEIKHUSIÐ:
Sýning „Frúiu
flokksins frá
44
Júgóslavíu
Stjórnandi: Dragoslav Dzadsevics — Einsöngur: Irena Stojanova
j, ^óðir gestir komu hér viö um
■J helgina; júgóslavneskur þjóg
I' dansaflokkur á leið vestur um
■I haf. Það er ekki einvörðungu
5* ókostur og ami að búa í fjöl-
•I farinni þjóðbraut. Fyrir þaö að
íj rtyrðri loftleiðin vestur um haf
liggur hér um garð, hafa heim-
■JJ sótt okkur hópar úrvals lista-
!j manna af meginlandinu, sem ann
I- ars hefði verið frágangssöik að
Ji fá að kynnast. Nægir að nefna
■J franska ballettflokkinn, írska
J' þjóðdansaflokkinn og nú þennan
■I bráðskemmtilega, júgóslavneska
Ij þjóðdansaflokk sem dæmi því
J. til sönnunar.
„Landkynning" er eitt af þess-
J« um nýtízku lausnarorðum í sam-
•I búð og samskiptum þjóða, sem
Ij við rekumst á í tíma og ótíma
J. og í sambandi við hina ólíkleg-
■J ustu hluti. Hjartaskipti í mönn-
um suður í Höfðaborg eru ekki
aðeins læknisfræðilegt afrek,
heldur og landkynning fyrir ríki
Suður-Afríku eins og Surtseyjar-
gosið var ekki einungis jarð-
fræðilegur stórviðburður, Jheldur
og einhver sú stórkostlegasta
landkynning, sem við höfurri
fengið. Þessi landkynningar-
dæmi eiga það þó sameiginlegt,
að þau eru eriendum öllu frem-
ur hvöt til að kynnast nánar við-
komandi löndum og þeim þjóð-
um, sem þau byggja, en .að þau
veiti upplýsingar þar að lútandi.
Landkynning þessa þjóðdansa-
flokks var annars eðlis. Hún var
fólgin i víðtækri fræðslu um
heimaland þeirra, óbeinnri að
vísu, en um leið, Íitríkari, djúp-
lægari og margslungnari lýsingu
á sögu, skapgerð og menningar-
legum erfðum og sérkennum
hinna ýmsu þjóðflokka, er land-
ið byggja, og sambúð þeirra,
heldur en unnt hefði verið aö
veita áhorfendum með frásögn
í mæltu máli. En þó fyrst og
fremst forvitnileg og skemmti-
leg.
Jafnvel aðdragandi þessarar
vesturfarar flokksins er forvitni-
leg og skemmtileg landkynning.
Júgóslavía er talin „austan járn-
tjalds“ og Tító marskálkur kall-
aöur einræðisherra. Aðdragandi
fararinnar bendir þó ótvírætt til
þess, að ekki séu þar allir hlutir
jafn þrælbundnir samannjörv-
uöu skipulagi og tíðkást virðist
í nútíma einræðisríkjum og
munu allflestir á Vesturiöndum
að minnsta kosti telja það já-
kvæða landkynningu. Eins og
margir hér eflaust vita af náms-
bókum, er Júgóslavía samsteypa
Dansar frá Slóvaníu.
margra ólíkra þjóðflokka af ólík-
um uppruna, sem eiga sér at-
burðamikla og ekki allt of frið-
sæla sögu, hafa velflestir löng-
um lotið harðstjóm voldugra ná-
grannaríkja, Rússlands, Tyrk-
lands, Austurríkismanna t. d.,
hafa ólík trúarbrögð og siðu,
mæla á ólíkar tungur, mega sum
ir hverjir fremur teljast Austur-
landakynþættir en evrópskir. í
vor var afráðið, að þjóðdansa-
sambandið, sem starfandi er f
landinu, sendi flokk vestur til
Kanada, sem kæmi fram fyrir
hönd heimalands sfns á heims-
sýningunni í Montreal, og varð
þessi flokkur fyrir valinu. En
þá kvaðst annar „þjóðflokkur"
hafa betri þjóðdönsurum á að
skipa og meiri rétt til að senda
fulltrúa, er fram kæmu fyrir
hönd þjóðarinnar. Um þaö var
svo þráttað og deilt og fór svo,
að báðir flokkamir sátu heima.
„FrúIa“-flokkinum þótti að sjálf-
sögðu illt að hafa lagt á sig
mikla þjálfun og undirbúning til
einskis og gerir þvf þennan leið-
angur til Bandaríkjanna.
Nú má hver sem vill draga þá
lærdóma af þessari skemmtilegu
sundrung og þjóðflokkadráttum
í ríki Títós, sem hann hefur
sinni til. En óhugsandi hefði
slíkt verið í Þriðja rikinu undir
haröstjóm Hitlers, óhugsandi
væri það og f þeim rfkjum, þar
sem þjóðernisJegur meirihluti
kúgar þjóöemislegan minnihluta,
hvort heldur er undir merkjum
kapítalisma eða sósíalisma. En
því hef ég svo mörg orð um
þetta atriði, sem mörgum kann
í rauninni að þykja smávægi-
legt, að þar kemur fram, þótt í
smáu sé, einmitt það, sem lýsti
sér á svo greinilegan og jákvæð-
an hátt f sýningu flokksins — að
hin mörgu og ólíku þjóðabrot
þarna í fjöllunum njóta ekki ein-
ungis frjálsræðis til aö deila inn-
byrðis um rétt sinn og stöðu
innan heildarinnar, heldur leyf-
ist og að halda sínum ólíku sér-
kennum og sundurleitu menning
arerfðum, en séu ekki þvinguö
til að færa persónuleika sinn að
fórn á altari „skipulagsins".
Frúla-þjóðdansaflokkurinn
samanstendur bersýnilega af ein
staklingum af ólíkum þjóðflokk-
um, þaö mátti greinilega merkja
af ytra útliti hvers og eins. Þess
ir ólíku einstaklingar sýndu svo
þjóðdansa hinna ýmsu þjóð-
flokka í viðeigandi búningum og
við ólíka tónlist, og sönnuðu
þannig, að þessir sundurleitu að-
ilar geta staðið saman og starfað
saman án þess að bera fynr
borð sérkenni sín að skaphöfn
og menningarerfðum. Ekki ein-
ungis þaö, heldur stigu þessir
ólíku einstaklingar dansinn á
þann hátt, að eðli og sérkenni
hvers þeirra kom mun skýrara
fram en áhorfendur eiga að venj
ast á slíkum hópsýningum, jafn-
vel svo að jaðraöi við keppni inn
byröis. — Á stundum varð
þetta óneitanlega á kostnað hins
listræna heildarsvips, en um leið
varð sýningin svo frjálsleg og
heillandi óþvinguð, ag það var
margfaldlega bætt. — Þetta var
ekki einungis sýning fjölbreyttra
og forvitnilegra þjóðdansa —
þetta var hugnæm snerting við
framandlegf fólk, sterkt og skap-
ríkt, sem ann einstaklingsfrelsi
og sjálfstæði og setur þjóðerni
sitt, uppruna og erfðir öllu of-
ar.
Þjálfari og stjórnandi þessa
flokks á heiöur skilið, en óneit-
anlega hefur honum verið mikill
vandi á höndum. Sýningin bar
þvf vitni, að hann gerði sér það
fyllilega ljóst, að sá vandi varð
aðeins leystur með því að leyfa
hverjum einstaklingi nægilegt
svigrúm til sjálfstæðrar. túlkun-
ar, en þó stöðugt með heildar-
svipinn í huga. Á annan hátt
verður svo sterkum og sundur-
leitum einstaklingum af ólíku
þjóðerni ekki skipað í samvirka •-
heild, en einmitt þetta tókst
stjómandanum með þeim ágæt-
um, að dansinn var stigjnn at
innilegri gleöi og fjöri, sern hreif
áhorfendur ósjálfrátt.
Auk dansanna var flutt þjcð-
leg tónlist, leikin á viöeigandi
hljóðfæri — meðal annars njarð
flautu, „frúluna", sem flokkur-
inn dregur af nafn sitt. Söng-
kona kom þarna fram í framand-
Framhald á bls 15.
5