Vísir - 16.01.1968, Side 13

Vísir - 16.01.1968, Side 13
V1 SIR . Þriðjudagur 16. janúar 1968. <§ Ráðleggingar varðandi framtal til skatts — 3. grein Hvað teljum við fram til eigna? „Kallinn vill, að ég telji fram sér! Hvað átti ég nú aftur mikið, þegar ég var búinn á síldinni?“ Þegar menn hafa tínt til allt, sem þeir geta, sér til frádráttar á skattskýrslu sína, og síðan fært inn af ráðvendni og ná- kvæmni tekjur sínar, þá er komið að því, sem merin geyma sér þar til síðast að færa inn á skýrsluna, nefmlega eignunum. Það er í rauninni ósköp einfalt að telja fram á skattskýrslu það, sem af skattþegnum er krafizt, ef men n hafa við hönd- ina þær upplýsingar, sem til þarf, nema menn lafi þá þeim mun meira umleikis. Hver borgari getur gert þ'.'tta sjálfur, og þarf ekki að leita aðstoðar sérfræðings, ef hann t. d. befur við höndina ráðleggingar Vísis, sem birtar hafa verið í tveim síðustu tölublöðum. Jafnvel sá, sem hefur með höndum ein- hvern atvinnurekstur f smáum stíl, getur þetta af eigin rammlelk. Það geta menn haft í huga, þegar þeir gera skattskýrslu sína, að það myndi spara millj- ónir króna I rekstri skattstof- unnar og þannig nýtast betur það fé, sem þegninn greiðir í skatt, ef menn gengju greinilega og vándlega frá skattskýrslum sínum. Það er ársvinna nokkurra manna hjá rikisskattanefnd að „Ætti ég í ár að afskrifa drusluna alveg?“ eltast við prentvillur og ólæsi lega skrift á skattskýrslum, sem þeim berast £ hendurnar. Með það í huga skulum við líta á skattaeyðublaðið og eftirfar- andi ráðleggingar, þegar við teljum fram eignirnar. EIGNIR. Hrein eign samkvæmt með- fylgjandi efnahagsreikningi. í festum tilfellum er hér um atvinnurekendur að ræða. Þessi liður er því aöeins útfylltur, að efnahagsreikningur fylgi fram- tali. Bústofn skv. landbúnaðar- skýrslu og eignir skv. sjávarút- vegsskýrslu. Þessi liður er því aðeins út- fylltur, aö iandbúnaðar- eða sjávarútvegsskýrsla fylgi fram- tali. Fasteignir. ,í lesmálsdálk skal færa nafn og númer fasteignar eða fast- eigna og fasteignamat skv. gild- andi fasteígnamati í kr. dálk. Ef framteljandi á aðeins fbúð eða hluta af fasteign, skal til- greina, hve eignarhluti hans er mikill, t. d. 1/5 eða 20%. Lóð eða land er fasteign. Eignarlóð eða — land færist á sama hátt og önnur fasteign, en fasteigna- mat leigulóðar ber að færa f lesmálsdálk: Ll. kr..... Margföldun fasteignamatsins með 9 eða 4 %, eftir þvf sem við á, verður gerð af skattstjór- uni. æ mt' Hafi framteljandi keypt eða selt fasteign á árinu, ber að út- fylla D-lið á bls. 4, eins og þar segir til um. Ef framteljandi á hús eða fbúð í smíðum, ber að útfylla húsbyggingarskýrslu og færa nafn og númer húss undir eigna- lið 3 og kostnaðarverð f kr. dálk, hafi húsið ekki verið tek- ið f fasteignamat. Sama gildir um bílskúra og sumarbústaði, svo og hveriar aðrar bvgging- ar. Bezt er að ganga um leið frá öðrum þeim liðum framtalsins, sem fasteign varða, en þeir eru: Húsaleigutekjur. Tekjuliður 3, bls. 2. í a-lið skal færa til tekna einkaafnot af húsi eða fbúð. Sé húseignin öll til eigin nota, ska! eigin húsaleiga til tekna reikn- ast 11% af fasteignamati húss og lóðar, eins þó um leigulóð sé að ræða. Ef húseign er út- leigð að hluta, skal reikna eigin leigu 2.064.00 á ári, þ. e. kr. 172.00 á mánuði, fyrir hvert herbergi. Sama gildir um eld- hús. Víkja má þö frá herbergja- gjaldi, ef húseign er mjög göm- ul og ófullkomin eða herbergi smá eða húsaleiga f viðkomandi byggðalagi sannanlega lægri, Ennfremur má vfkja frá fullu fasteignamati lóðar, þar sem mat lóðar er óeðlilega hátt mið- að við mat hússins. Ef þessar heimildir um frávik óskast not- aðar, skulu skýringar gefnar t. d. í G-lið framtals eða á fylgi- skiali með því. í ófullgerðum og ómetnum íbúðum, sem teknar hafa verið í notkun, skal eigin leiga reikn- uð 1% á ári af kostnaðarverði í árslok eða hlutfallslega lægri eftir því, hvenær húsið var tek- ið í notkun á árinu. 1 b-Iið skal færa reiknaða leigu fyrir eigin atvinnurekstur og í c-lið skal færa húsaleigu- tekjur fyrir útleigu. Tilgréina skal stærð húsnæðisins í fer- metrum og herbergjafjölda. Kostnaður við húseignir. Frádráttarliður 1, bls. 2. a. Fasteignagjöld: Hér skal færa fasteignaskatt, brunabóta- gjald, vatnsskatt o. fl., og færa í kr. dálk samanlögð þau gjöld, sem einu nafni eru nefnd fasteignagjöld. b. Fyming: Fyming reiknast að- eins af fasteignamati hússins eða húshlutans sjálfs samkv. þeim hundraðshluta, sem um getur í framtali. Af lóð eða landi reiknast ekki fyming. c. Viðhald: Tilgreina skal hvaða viðhald hefur verið fram- kvæmt á árinu. I liðinn „Vinna skv. Iaunamiðum" skal færa greidd laun, svo og greiðslur til verktaka og verk- stæða fyrir efni og vinnu skv. Iaunamiðum. í liðinn „Efni" færist aðkeypt.efni til viðhalds annað en það, sem innifalið er í greiðslum skv. launamiðum. Vinna húseig- enda við viöhald fasteignar færist ekki á viðhaldskostn- að, nema hún sé þá jafnframt færð til tekna. Vélar, verkfæri og áhöld. Undir þennan lið koma land- búnaðarvélar og tæki, þegar frá em dregnar fyrningar skv. land búnaðarskýrslu, svo og ýmsar vélar, verkfæri og áhöld ann- arra aðila. Slfkar eignir kevpt- ar á árinu, að viðbættri fyrri eign, en að frádreginni fym- ingu, ber að færa hér. Um hámarksfvrningu siá 28. gr. reglugerðar nr. 245/1963. sbr. reglugerð nr. 79/1966. Það athugist, að þar greindir fvming arhundraðshlutar miðast við kaup- eða kostnaðarverð að frá- dregnu 10% niðurlagsverði. Sé fyrningin reiknuð af kaup- eða kostnaðarverði, án þess að niðurlagsverðið sé dregið frá, skal reikna með þeim mun lægri hámarksfvrningu. Sé fym ingin t. d. 20% skv. 28. gr. reglugerðarinnar, þá er hámarks fvming 18% af kaupverði. ef 15% skv. 28. gr, reglugerðar, þá 13%% af kaupverði o. s. frv. Halda má áfram að afskrifa þar til eftir standa 10% af kaup verðinu. Eftirstöðvarnar skal af- skrifa árið, sem eignin verður ónothæf, þó að frádreenu því, sem fvrir hana kvnni að fást. F.f um er að ræða vélar. verk- færi og áhöld, sem notuö eru til tekiuöflunar bá skal færa fyminguna bæði til læklomar á eign undir eienalið 4 og til frá- dráttar tekjum undir frádráttar- lið 15. ' Sé eignin ekki notuð til tekiu öflunar, þá færist fvrningin að- eins til lækkunar á eign. Hafi framteliandi kevpt eða selt vélar. verkfæri og áhöld á árinu ber að útfylla D-lið á bls. 4, éins og þar segir til um. Bifreið. Hér skal útfylla eins og eyðu- blaðið segir til um, og færa kaupverð f kr. dálk. Heimilt er þó að lækka einkabifreið um 13j4% af kaupverði fyrir árs- notkun. Leigu- og vörubifreiðir má fyrna um 18% af kaupverði og jeppabifreiðir um 13%% af kaupverði. Vfxlar teljast til eigna. Fyming kemur aðeins til Iækkunar á eignarlið.en dregst ekki frá tekjum, nema bifreiðin sé notuð til tekjuöflunar. Fym- ing til gjalda skal færð á rekstr arreikning bifreiðarinnar. Sjá nánar um fvrningar í tölulið 4, hér á undan. Hafi framteljandi keypt eða selt bifreið, ber að útfylla D- lið á bls, 4 eins og þar segir til um. Peningar. Hér á aðeins að færa pen- ingaeign um áramót, en ekki aðrar eignir, svo sem vfxla og verðbréf. Inneignir. 1 A-lið framtals, bls. 3, þarf að sundurliða, eins og þar segir til um, inneignir f bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum, svo og verðbréf, sem skatt- frjáls eru á sama hátt skv. sér- stökum lögum. Síðan skal færa samtalstölur skattskyldra inn- eigna á eignarlið 7. Undanþegnar framtalsskyldu og eignarskatti em ofannefndar innstæður og verðbréf, að þvi leyti sem þær eru umfram skuld ir. Til skulda f þessu sambandi teljast þó ekki fasteignaveðlán, tekin til 10 ára eða lengri tíma og sannanlega notuð til þess að afla fasteignanna eða endur- bæta þær. Hámark slíkra veð- skulda er kr. 200.000. — . Það sem umfram er, telst með öðr- um skuldum og skerðist skatt- frelsi sparifjár og verðbréfa, sem því nemur. Ákvæðið um fasteignaveðskuldir nær ékki til félaga, sjóða eða stofnana. Víxlar eða vérðbréf. þótt geymt sé í bönkum eða eru þar til innheimtu, teljast ekki hér, héldur undir verðbréf, útlán, stofnsjóðsinnstæður o. fl. Hlutabréf. Rita skal nafn félags í lés- málsdálk og nafnverð bréfa i kr. dálk, ef hlutafé ér óskért, en annars með hlutfallslégri upphæð, miðaö við upphaflegt híutafé. Hafi framteljandi keypt eða sélt hlutabréf á árir.u, ber að útfylla D-lið á bls. 4 eins og þar segir til um. Verðbréf, útlán, stofnsjóðsinn- stæður o. fl. Útfylla skal B-lið bls. 3 eins og eyðublaðið segir til um og færa samtalstölu á eignarlið 9. Hafi framtéliandi keypt eða selt verðbréf á árinu, ber að útfylla D-lið á bls. 4 eins og þar segir til um. Eingnir bárna. Útfylla skal E-lið bls. 4 eins og eyðublaðið segir til um og færa samtalstöluna. að frádregn- um skattfrjálsum innstæðum og verðbréfum (sbr. tölulið 7), á eignarlið 10 F.f framteliandi ósk ar þess, að eignir barns séu ekki taldar með sfnum eignum, skal ekki færa eignir bamsins f eignarlið 10. og geta þess sérstaklega í G-lið bls. 4, að það sé ósk framteljanda, að barnið verði sjálfstæður skatt- greiðandi. ASrar eignfr. Hér skal færa ýmsar eignir (aðrar en fatnað, bækur, hús- gögn og aðra persónulega muni), svo sem vöru og efnis- birgðir, þegar ekki fylgir efna- hagsreikningur, hesta og annan búpening, sem ekki er talinn á landbúnaðarskýrslu, báta, syo og hveria aðra skattskylda eign, sem ótalin er áður. Skuldir. Eitthvað það einfaldasta, sem hægt er að hugsa sér í sambandi við skattskýrsluna, er skulda- færslan. Skuldir eru taldar fram f... II. Skuldir alls. Útfylla skal C-Iið bls. 3 eins og eyðublaðið segir til um og færa samtalstölu á þennan lið. Ýmsir aðrir liðir. Aðra liði framtals skal útfylla eins og eyðublaðið segir til um, svo sem: Á bls. 2 færist greidd heimilis aðstoð, álagður tekjuskattur og tekjuútsvar, svo og greidd húsa- leiga. Á bls. 4 f D-lið ber að gera' nákvæma grein fyrir kaupum og sölum fasteigna, bifreiða, skipa, véla, verðbréfa og hvers konar annarra r'erðmætra réttinda. — Ennfremur ber að tilgreina þar greidd sölulaun, stimpilgjöld og Framhald á bls. 15. i) >1 ]■) i't 4'ijVi) ji j’)‘ )•«)‘) )•

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.