Vísir - 16.01.1968, Side 9
s
7 í SIR . Þriðjudagur 16. janúar 1968.
„Þaö er mjög mikið af íslend-
ingum í Árborg og líka mikið
af Göllum.“ Galla nefna íslend-
ingarnir hér Ukrainumenn, sem
settust að á Nýja íslandi á eftir
þeim.
Við hlið Lenore sat Þóra
Cooke, húsmóðir í Winnipeg,
gift Kanadamanni af enskum
ættum. Algengt er að giftar
konur taki eina eða tvær greinar
í háskóla hér og tekur Þóra
íslenzku og listfræði.
„Ég er nú bara að þessu að
gamni mínu“, sagði hún á svo
góðri íslenzku, að varla varð
greint að hún kæmi ekki beint
frá gamla landinu.
„Nú segir nafn þitt ekkert um
uppruna þinn Þóra, svo að ég
má til að fá að vita hvert fólk
þitt er“.
„Móðir mín, Guðný Thorlacius
fæddist hér vestra, en faðir
minn Ormur Sigurðsson kom
hingað frá íslandi, Eyrarbakka".
„Svo að þú hefur lært að tala
íslenzku sem barn?“
„Ég lærði íslenzkuna sem lít
n stúlka hér í Winnipeg og tal-
aði hana jafnan héima, en þegar
ég giftist dugði íslenzkan ekki
lengur. En nú eru bömin mín,
14 ára sonur og 11 ára dóttir
að reyna að læra íslenzku og ég
tala svolítið við þau“.
Til íslands næsta sutnar
„Hún Sandra er ættuð frá
Hólmlátri í Breiðafirði og þar
segir sagan að Eiríkur rauöi
hafi dvalizt síðustu vikurnar á
íslandi, svo að þegar fólkið
hennar Söndru kom vestur var
það ekki í fyrsta skipti sem
íbúar þess bæjar héldu í vestur
veg“, upplýsti Haraldur áður en
ég sneri mér að Söndru.
„Og ég vona að ég geti fariö
Því heitir hann Ríkarður okkar
Ríkarður Hördal“.
„Stefnir þú að BA-prófi í ís-
lenzku Ríkarður?"
„Eg er á þriðja og síðasta ári
— tek BA-próf í vor með sögu
sem aðalfag og íslenzku sem
aukafag", og Ríkarður vildi
heldur tala á ensku, þótt hann
skildi það sem sagt var á ís-
lenzku. („Mér finnst tímarnir í
talmálinu skemmtilegasti hluti
námsins, þótt ég sé heldur ódug
legur að tala ennþá. í vor þegar
ég er búinn vonast ég til að
geta farið til íslands — þangaö
verð ég að fara“.
Því verður að bæta hér viö
að þær stöllur Sandra og Len-
ore láta sér ekki nægja að tak-
ast á við íslenzkuna. Sandra
leggur eir_- ig stund á ensku
og spönsku og Elenore tekur
ensku, frönsku, sálarfræði og
sögu.
„Bara vegna upprunans“
Frændi Ríkarös, Tómas Ein-
arsson sat honum á vinstri hliö,
en Tómas er á fyrsta ári í ís-
lenzkudeild þótt hann sé að
hefja fjórða árið í háskólanum.
„Hvaða fög tekur þú auk ís-
lenzkúnnar?"
„Ég tek lyfjafræði og dýra-
fræði. Islenzkuna tek ég bara
vegna uppruna míns“, — og
Tómas talaöi ensku en Haraldur
kvað hann lesa íslenzku auðveld
lega.
„Kemuröu úr fslenzkri
byggö?"
„Nei, ég er frá Kenora sem
er hér fyrir austan og þar eru
fáir íslendingar en aftur á móti
mikið af Svíum. Fólkið mitt
kom frá Akureyri og eru for-
eldrar mínir Lilja og Ólafur
Einarsson'.
Nú var tíminn sem eyða átti
Haraldur prófessor með hluta af íslenzka hópnum. Frá v.: Ríkarður Hördal, Sandra Sig-
urðsson, Lenore Borgfjörð, Tómas Einarsson, Þóra Cookt og prófessorinn. „Útlendingurinn“
var ekki viðstaddur.
Stærsta deildin í
háskólabókasaf ni nu
Það er ekki hægt að yfirgefa
Manitobaháskóla án þess að líta
inn á íslenzka bókasafnið, en
það er stærsta íslenzka bóka-
safnið í Kanada — 14 til 15
þúsund bindi. Vinnur þar einn
íslendingur, Hrund Skúlason.
„Bókasafniö er orðið óhemju-
stórt fyrirtæki", sagði prófessor
Haraldur, „og er það stærsta
bárust safninu tvær stórgjafir:
safn kennt við séra Jón Bjarna
son og safn sem Arnljótur Ol-
son á Gimli átti en i því er mik
ið af sjaldgæfum bókum. Séra
Einar heitinn Sturlaugsson prest
ur á Patreksfiröi var mikill tíma
ritasafnari og gaf hann safninu
geysimikið af tímaritum. Mun
safniö hérna nú eiga flestöll
íslenzk tímarit sem gefin hafa
verið út fyrr og síðar. 1 safn-
inu eru sérstakar deildir kennd
þess að leggja stund á stjóm-
málavísindi er hún varaforseti
Stúdentafélags Manitobahá-
skóla. Er þaö ærinn starfi, því
að félagið hefur ekki aöeins á
hendi almenna þjónustu við
stúdenta heldur berst það með
oddi og egg fyrir því aö há-
skólakerfið verði endurskipur-
lagt og bætt. Sá sem mest lætur
til sín taka í þeirri baráttu er
forseti Stúdentafélagsins Kristó-
fer Westdal en hann er hálf-
í háskólanum við Rauðá
til íslands næsta sumar“, sagði
Sandra — á íslenzku.
„Áttu skyldfólk á íslandi sem
þú hefur samband við?“
„Við höfum ekki mikið sam-
band við ættingjana á íslandi.
En í fyrra fóm foreldrar mínir,
Helga og Jóhann Sigurösson til
fslands og þá hafði sjónvarpið
viðtal við pabba um minkarækt
en hann er formaður sambands
loðdýraeigenda í Kanada. Eftir
að hann kom fram í sjónvarpi
hringdi margt fólk í hann —
frændfólk, sem hann hafði ekki
þekkt en kynntist eftir það“.
„Hvaðan ertu Sandra?“
„Ég er frá Lundar, en þar er
íslenzk byggð. Foreldrar mínir
tala stundum íslenzku heima, en
ekki nógu oft. Systir mín hefur
verið hér í íslenzkudeildinni og
þetta er annaö árið mitt. Nú
vona ég bara að ég geti farið
til íslands næsta sumar og lært
að tala betur en ég geri nú“.
Næstur Söndru sat nágranni
hennar frá Lundar, Ríkarður
Hördal, sonur Oscars Hördal og
Joycelyne Éinarsson Hördal —
og Haraldur kunni sögu af lang-
afa Ríkarös og sagði okkur:
„Jón Jónsson, Jangafi Ríkarðs,
var í jámbrautarvinnu skömmu
eftir að hann kom hingað og
þar sem með honum unnu einir
tíu Jónar Jónssynir gáfu vinnu-
veitendurnir þeim númer og var
Jón langafi Rikarðs númer
átta. Kunni hann því illa að vera
bara númer og ákvað að hætta
að kalla sig Jónsson en taka í
þess staö upp nafnið Hördal, en
hann var frá Hörðudal í Dalas.
með Frey búinn og liönar fimm
mínútur af þeim næsta. Freyr
varð að bíða betri tíma og nem
endurnir héldu hver í sína átt-
ina.
sérdeildin £ háskólabókasafninu.
Starfaði forveri minn Finnbogi
Guðmundsson ötullega aö því
að koma því á laggirnar er hann
kom hingað 1951. Um líkt leyti
ar við Guttorm Guttormsson og
Stephan G. Stephansson".
„Berast hingað allar bækur
sem gefnar eru út á íslandi nú?“
„Ríkisstjórnin gefur hingaö
flest það sem máli skiptir af
bókum sem út koma og velur
Finnbogi Guðmundsson lands-
bókavörður þær og leysir þaö
starf frábærlega af hendi. Fólkið
hér vestra hefur sýnt mikinn á-
huga á sa.ninu og gefið marga
góöa bók og á bókasafnið flest
sewi hingað barst af bók-
um áður fyrr.‘En það er sérlega
vel sett með guðsoröabækur og
virðist sem íslendingarnir hér
hafi verið guðræknari en heima.
En það eru ekki öll kurl komin
ti’ grafar enn — á heimilum í
Norður-Ameríku er til óhemja
af íslenzkum bókum og sýnir
það vel hve bókhneigðir land-
amir hafa jafnan verið".
Þau berjast fyrir
betri háskóla
Er ég var f þann veginn að
gangp út úr University College
þar sem íslenzkudeildin er til
húsa rakst ég á hana Janis
Guðrúnu Johnson. Hún er af al-
íslenzkum ættum, dóttir Doris
Blöndal Johnson og George
Johnson i Winnipeg — var á
fslandi í fyrrasumar dvaldist
hjá ættingjum, vann í Lands-
bankanum og ferðaöist um og
fannst ísland alveg dásamlegt
land og er staðráðin í að fara
þangað aftur eins fljótt og hún
getur. En sem stendur er hún
bundin í báða skó, því að auk
ur fslendingur, sonur Sveins
Westdal og konu hans Mar-
grétar sem er af enskum ættum.
Við gengum út í byggingu
Stúdentafélagsins, þar sem til
húsa eru skrifstofur þess, mötu
neyti stúdenta, ritstjóm skóla-
blaðsins, íþróttasalur o.fl. og
þar hittum við Kristófer.
„Starfið í Stúdentafélaginu er
tímafrekt og kemur niður á
náminu", sögöu Janis og Kristó-
fer, „en við komum til með
aö vera reynslunni ríkari er
stjórnartími okkar rennur út“.
„Það sem viö erum fyrst og
fremst aö berjast fyrir er að há
skólaskipulagið veröi endur-
bætt þannig aö hægt verði að
bæta menntun stúdenta og þeir
hafi meira gagn af ámnum,
sem þeir eyða héma. Það þarf
að koma lýðræðisskipulagi á há
skólasamfélagið og það þarf að
vekja stúdenta til umhugsunar
um þessi mál og vekja. með
þeim ábyrgöartilfinningu gagn-
vart gildi námsins og hlutverki
háskólaæskunnar f samfélag-
inu. Eru nú hafnir viöræðufund
ir milli fulltrúa stúdenta og yfir
manna háskóladeildanna annars
vegar og yfirstjórnar háskólans
hins vegar og einnig em al
mennir umræðufundir um skipu
lagningu háskólans. — Er þaö
von okkar að áöur en lýkur eigi
stúdentar fulltrúa í öllum þeim
nefndum sem taka ákvarðanir
um málefni háskólans og þeir
hafi þar miklu hlutverki að
gegna“.
Framhald á bls. 15.
íslendingarnir Janis Johnson og Kristófer Westdal eru for-
setar Stúdentafélags Láskólans.
r.m