Vísir - 16.01.1968, Síða 12
72
V1 S IR . Þriðjudagur 16. janúar 1968.
h*m3&gszB
KYIKKYNDASAGA EFTIR
A-S- QÖTHRIE Dr-
„Ég var farbin að óttast um þig,
sonur sæll,“ mælti Evans.
„Dick var köminn til okkar, þeg-
ar æðið greip vísundahjarðimar,“
sagði Brownie. „Og þegar naut-
peningurinn tók á rás, hleyptum
við hestunum allt hvaö af tók.
Ég hef aldrei komizt í annaö eins
ævintýri máttu vita.“
Og nú, þegar öllum áhyggjum
var létt af Evans, greip hann áköf
þreyta. Hann sagði: „Já, ég get
trúað að það hafi verið ævintýri."
Og þama var Dick gamli kominn,
heill á húfi, eftir æsireið í myrkr-
inu yfir stokka og steina undan
æðisgengnum vísundahjörðunum.
Dick gamli var ódrepandi. Hann
kom heill á húfi úr hverri raun.
„Það er Evans einum að þakka“,
mælti Patch rólega, „aö vísunda-
hjaröirnar æddu ekki yfir tjaldstað-
inn. Hann fór til móts við þær,
einn síns liðs, og skaut á þær,
þangað til þær breyttu um stefnu.“
„Það fór ekki fram hjá mér,“
sagöi Dick gamli. „Evans er mað-
ur, sem ekki bregzt þegar mest
reynir á.“
Evans skildi naumast um hvað
verið var aö tala. Hann var þreytt-
ur. Sárþreyttur, en ánægöur.
„Þaö verður ekki neitt áhlaupa-
verk að ná nautgripunum saman í
fyrramálið", varð Dick gamla aö
orði. „Og eins víst aö maður finni
ekki helminginn af þeim ...“
SEXTÁNDI KAFLI
Judith Fairman rétti úr sér og
studdi höndum á síðu. Hana verkj-
aöi í mjóhrygginn. „Toddie, faröu
ekki neitt £ burtu, heyriröu það,“
sagöi hún í aövörunar- og umvönd-!
unartón við drenginn.
Henni varð litið upp £ klettana.
Til karlmannanna, sem klifu þar
um eins og strákar £ leit aö heppi-
legum stað til að meitla þar nafn
sitt. Það var erfitt verk að standa
£ stórþvotti, jafnvel í góðu veðri
á lágum árbakka. Allt var þetta
stööugt og óslitið erfiði. Það var
erfiði að sitja i ekilssætinu, erfiði
að þramma með vagninum, erfiöi
að búast til ferðar að morgni, erf-
iði að tjalda á kvöldin og búa sig
undir nóttina. Það kom iðulega fyr-
ir, að hún var svo lerkuð og aum
á nóttinni, aö hún vaknaði við að
hún sat uppi £ rekkjunni og gat
þá ekki sofnað aftur. Það var þá
viðburður, ef maður hennar rumsk-
aði og spurði: „Gengur nokkuð að
þér, Júlia?“ Eftir andartak var hann
farinn að hrjóta aftur og hún
hneig út af aftur og stundi, þótt
hún vissi að það næði ekki eyrum
hans. „Nei, það gengur ekkert að
mér... Hvað skyldi svo sem .gatiga
að mér?“’ .
, y*' • V;j ;■ \ ,.i-’ * ■ -
Hún var ekki ein um þetta, og
það var henni eins konar huggun
svo langt sem það náöi. Kona
Brewers tók þessu öllu einá og
hverjum sjálfsögðum og óhjákvæmi
legum hlut; henni fékk ekkert
hrundið úr jafnvægi. Kona Patch
bar hlutskipti sitt með þögn og
þolinmæöi, enda ekki orðmörg í
verunni. Kona Byrds þráði það eitt
að eignast fastan samastað og þak
yfir höfuðiö, þar sem hún mætti
njóta skjóls og hvildar þegar leið-
inni væri lokið. Og vafalaust var
það líka þannig með þær allar hin-
ar, vafalaust áttu þær allar sinn
leynda draum. Þaö var óhugsandi
að þær fengju afborið allt þetta
erfiði og strit aö öðrum kosti. Kona
Macks, til dæmis — hin íturvaxna
og friða kona, með stór, spyrjandi
augun...
Þannig sóttu spurningamar á
hugann, þá sjaldan hvíldarstundar
var að njóta — hvíldarstundar fyr-
ir aöra en konumar. Þær áttu aldr-
ei hvildarstund. Karlmennirnir og
piltamir léku sér við að meitla
nöfn sín í klettana, krakkamir
hlupu um og ærsluðust; akneytin
lágu í grösugum hvarúmi, jórtruðu
í sólskininu og hvíldtr lúin bein.
Fairman, eiginmaður hennar, hafði
söðlað hest sinn og haldið I könn-
unarferð með þeim, Evans og Dick
gamla Summers. Þeir höfðu haft
við orð að koma heim með nýja
villibráð, og vera komnir nógu
snemma til að hlusta á þjóðhátíðar-
ræðu Tadlocks, sem hann ætlaöi
aö flytja þarna fyrst áð var á ann-
að borð, enda þótt nú væri fyrsti
júlí og því þrir dagar til stefnu.
Strit eða ekki strit — Judith
Fairman var því allshugar fegin, að
áð skildi þarna einn dag. Hverju
skipti það, aðra en metnaðarfulla
karlmenn, hvort þessi leiðangur
yrði á undan hinum eða ekki? Hvað
gerði þaö í rauninni til þótt fleiri
leiðangrar færa fram úr þeim en
þessi í morgun? Þaö hafði verið
fámennur leiðangur með litla hjörð
af nautpeningi og öðram búfénaði,
og fólkið hafði veifað til þeirra
um leið og það fór fram hjá, en
ekki gefið sér tíma til að nema
staðar um stund, svo var kappið
mikið. Leiðangursforinginn hafði þó
rætt við Evans stundarkom, skýrt
honum frá því meðal annars, að
fjórir hefðu þegar látizt úr hópn-
um. Og síöan þeysti hann af stað á
eftir vagnalest sinni, eins og hon-
um og fólki hans væri það mest í
mun að komast sem lengst og
fyrst frá gröfum þeirra látnu.
Þrautirnar í mjóhryggnum vora
að mestu liönar frá, og Judith naut
þess að rétta úr sér. Nei, það var
sannarlega ekki vanþörf á því að
leiðangurinn tæki sér dags hvíld,
enda þótt förin hefði ekki sótzt
tiltakanlega vel að undanförnu að
dómi þeirra, sem stöðugt vildu ana
áfram og verða fyrstir. Það hafði
eyðzt heill dagur i að ná nautgripa-
hjörðinni saman aftur eftir óveð-
ursnóttina. Og það hafði oröið þeim
erfiður dagur, Dick gamla og Ev-
ans, en hinir höfðu dundað við að
lagfæra vagnana á meðan, eða hvílt
sig, en konurnar stritað við þvotta
og sauma. Þær fengu aldrei hvíld.
Og léitarrhennifnír höfðu setið álút-
ir í söðli og látið hattana slúta
þegar þeir komu heim undir tjöldin
meö það, sem þeim hafði tekizt að
smala saman af nautpeningnum.
Það voru um tuttugu kálfar og
kýr, sem ekki komu í leitimar,
þar af þrjár kýr sem þau áttu,
Judith og maður hennar.
„Gættu þin, Toddie ... ekki ná-
lægt vatninu ...“
Hún tók aftur til við þvottinn,
laut fram á bakkann með skyrtu
á milli handanna, skolaði hana og
neri og óðara sögðu þrautimar í
mjóhryggnum aftur til sín. Skyrt-
ur, nærföt og vaömálsbrækur, stöð-
ugir þvottar og strit. Hálft í hvoru
var henni það ljóst, að hún tók
erfiöið nær sér en hinar konumar
fyrir þaö hve hún hafði áður átt
náðuga daga. Hún hafði vanizt því
að hafa unga blökkustúlku til að
annast erfiöustu heimilisstörfin, en
sitja sjálf við hannyrðir eða leika
á slaghörpuna. Þá höfðu hendur
hennar verið hvítar og mjúkar.
Hún þerraði hár af augum sér
og var sjálfri sér reið fyrir að
láta sjálfsmeðaumkunina ná öllum
tökum á sér. Öllum bar að vinna.
Erfiða í sveita síns andlitis. Hún
var einungis yfir sig þreytt, og þá
sótti hana hryggð og uggvænlegt
hugboð.
„Farðu ekki neitt frá, vinur minn.
Mamma verður að keppast við,“
mælti hún til drengsins.
Hann leit upp, horfði á hana
stórum, ljósbláum augum og spurði:
„Má ég ekki vaöa, mamma?“
„Seinna, vinur. Vertu kyrr hérna
hjá mér.“
Rebecca Evans hafði lokiö viö
að hengja þvottinn á snúru og kom
nú fram á bakkann til hennar.
„Þá er þessu lokið hjá mér,“ sagði
hún hressilega. „Loifaðu mér nú að
hjálpa þér. Þú ert svo þreytuleg
og guggin.“
Og hún lét ekki sitja við orðin
tóm, Rebecca Evans, fremur en hún
var vön. Það voru sterkleg handtök,
þegar hún vatt þvottinn. Judith
fannst það stundum, að væri nokk-
ur kona sköpuð til þess af guði
að taka þátt £ slíkum leiðangri
sem þessum, þá væri það Rebecca.
Hún var ekki einungis flestum
konum sterkbyggðari, heldur kjark-
mikil, ótrauð og æðrulaus á hverju
sem gekk. Ætti hún við einhverjar
áhyggjur að stríða, háði hún þá
baráttu þannig, að enginn varð henn
ar var. Ef víðáttan og fjarlægðin
ægðu henni, lét hún ekki á þvi
bera.
Víðáttan var versti óvinurinn,
stórum uggvænlegri en Indíána-
kynþættir, illfær fljót, tæp fjalla-
skörð eða vatnsskorturinn á há-
sléttunum, Míla eftir mílu, dag eftir
dag án þess nokkur merki sæust
um að leiðin styttist. Á stundum
gat Judith jafnvel ekki varizt að-
dáun á hinni heimskulegu hug-
dirfsku og þrákelkni þessara
manna, sem lifðu og hrærðust þrátt
fyrir allt í þeirri bjargföstu trú, að
hver dagleið væri áfangi að settu
marki.
„Oregon ... það er enn svo óra-
langt þangað," sagði hún.
„O-jæja; það styttist samt,“ svar
aði Rebecca og vatt þvottinn af
kappi. Ég skal kenna þér ráð; hugs
aðu aldrei lengra fram en um dag-
leið aö morgni."
„Og eina skyrtu i einu, einar
vaðmálsbrækur...“
„Þú ert yfir þig þreytt, Judith.“
Judith varð gripin ómótstæði-
legri löngun til að gráta, en sneri
sér undan þvi að hún blygðaðist
sín fyrir ístöðuleysi sitt og sjálfs-
meðaumkun gagnvart þessari sterk
byggðu og æðralausu konu. „Það
vildi ég, að ég væri líkari þér en
ég er, Rebecca," mælti hún lágt.
„Lfkari mér? Það værl ávinn-
ingurinn!"
„Það er eins og ekkert bíti á
þig...“
„Þú átt við, að ég sé aldrei í
döpru skapi?“
„Kemur það fyrir þig?“
„Já, blessuð vertu, ég held nú
það. Og á stundum er ég að lotum
komin af þreytu og kjarkleysi...“
„Það mundi engum koma til
hugar, sem sér þig dags daglega."
Rebecca geröist fastmælt. „Láttu
þér e!:ki til hugar koma, að það
sért þú ein, sem á við dapurleika
og áhyggjur að striða. En í hvert
skipti, sem slíkt sækir að mér,
hugleiði ég það lán, sem er yfir
mér; hvað ég á góðan og myndar-
: legan son og góðan eiginmann. og
að mér sé því skammar næ>: ao
i þakka guði mínum og lofa hann,
heldur en vola og víla. Og þá líður
j þetta frá ...“ Hún leit fast á Jud-
i ith. „Sjálf áttu góðan og dugmik-
inn eiginmann."
Judith kinkaði kolli til samþykk-
is. Víst var Charles góður eigin-
maður og nærgætinn. Vandaður
maöur, sem ekki mátti vamm sitt
vita, enda þótt hann væri ekki til
forystu fallinn eins og Lije Evans.
En hann var líka mörgum árum
yngri og hafði auk þess ekki svip-
aða lífsreynslu og Evans. Hann
hafði enn ekki sýnt hvaö í honum
bjó.
„Ég veit ekki sjálf hvers vegna
ég er svona ístöðulitil og döpur
með köflum,“ sagði ,hún eins og
hún vildi bera í bætiflákann fyrir
sjálfa sig.
„Þú ert ekki að neinu leyti frá-
brugðin okkui hinum,“ svaraði Re-
becca. „Þetta kann að vísu að vera
dálítið misjafnt eftir skaplyndi, ann
að ekki. Viö konumar eigum ekki
þessa ævintýraþrá, sem karlmönn-
unum er gefi" og þaö í helzt til
ríkum mæli að okkur finnst á stund
um. En hvað um það; viö getum
ekki án þeirra veriö og þeir ekki
án okkur, _g við verðum því að
umbera þetta sífellda eirðarleysi
þeirra, eins og þeir verða að láta
sér lynda kjarkleysi okkar.“ Re-
beccu varð litið þangað sem dreng-
urinn var að dunda sér á bakkan-
um. „Og þarna er litli snáðinn,
fleygur og fær,“ sagði hún.
„Já, hann virðist hafa náð sér
fyllilega eftir hitasóttina.“
„Nú getur þú andað rólega, Beth. Við
erum komin langt frá górillunum.“
„Tarzan, hvað hefði ég gert ef þú hefð-
ir ekki komið?“
„Þú hefðir sjálfsagt gifzt einhverri lag-
legri górillu ...“ — „í staðinn giftist ég
hinum myndarlega konungi apanna.“
Sölubörn öskast
Hafið samband við
afgreiðsluna
Hverfisgötu 55.
VlSIR
HÖBÐUR EIKiBSSOIV
HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR
HflitlIHSISGiSSEBD'STOFá
Blönduhlíð 1. - Simi 20972.
|W"
SMRH TÍMfl
OG FYWBHBFN
IWMWRARSTiG 31 SlMI 32022
/